Fréttablaðið - 31.10.2004, Síða 17
aldrei getað lagt svona mikið und-
ir. Ég er farinn að treysta því að
ég komi myndunum á erlendan
markað. Síðustu árin hef ég haft
gríðarlega góða aðstoð. Friðþjóf-
ur Helgason hefur verið hjá mér í
fimm ár. Hann er aldrei latur,
aldrei þreyttur og aldrei í fýlu. Ef
við stoppum einhvern tíma þá er
hann strax orðinn eirðarlaus. Það
er þægilegt að njóta aðstoðar
manns sem hefur þessa eigin-
leika, og er um leið góður töku-
maður.“
Nokkrar myndir eru í vinnslu
hjá Páli. Eitt verkefnið heitir
Fjórar fuglasögur en það eru fjór-
ar sjálfstæðar myndir um spóann,
hrafninn, skarfinn og rjúpuna. „Í
samfloti við Einar Þorleifsson
sem skrifaði handrit um spóann,
þennan merkilega fugl, fórum við
Friðþjófur til Gambíu og Senegal í
Afríku að elta fuglinn. Foreldr-
arnir yfirgefa landið á undan ung-
unum, en ungarnir rata frá Íslandi
til vesturstrandar Afríku allt nið-
ur undir miðbaug. Þetta fannst
mér skrýtið en ratvísi er víst inn-
byggð í dýr, alveg eins og skyn á
fjarlægðir og stefnur sem við
skynjum ekki.“
Leitin að venslafólki
Páll hefur ferðast víða um heim-
inn og hefur í leiðöngrum sínum
sankað að sér alls kyns munum
sem eru einkennandi fyrir við-
komandi þjóðir. Hann hefur meðal
annars farið til Nepal og Kenýa.
„Dóttursonurinn giftist kenískri
konu sem kom hingað til lands.
Mér fannst ég ekki geta verið
þekktur fyrir annað en að heilsa
upp á venslafólkið og fór þangað.
Móðurfólkið tók á móti mér á
flugvellinum í Kenýa en þar sem
skilnaður hafði orðið á milli for-
eldranna gekk mér verr að hitta
föðurfólkið. Ég var í 22 daga með
leigubíl að leita að því, enda hafði
það ekkert heimilsfang. Þegar ég
komst loks á réttan stað, uppi við
Viktoríuvatn, kom hluti af ætt-
mennunum út úr kofum, að fagna
hvítum gestum.“
Páll segir Tonga vera skemmti-
legasta stað sem hann hafi komið
til. „Fyrir rúmum fimm árum var
ég að leika mér með hnattlíkan og
reyndi að gera mér grein fyrir
hver væri stysta leiðin gegnum
kúluna í þurran blett í Suður-
Kyrrahafi. Og þá kom Tonga upp
tvisvar sinnum. Mig langaði til að
vita meira um staðinn. Ég komst á
snoðir um að þarna væri líklega
síðasti kóngurinn á jörðinni. Það
er að segja að hann átti eyjarnar,
en leigði þegnum sínum jarðar-
skika eða bátalægi gegn vægu
verði. Ég hringdi í flugstjóra sem
ég þekkti hjá Cargolux. Okkar
samtal endaði með því að hann
skipulagði ferð á áfangastað og
kom sjálfur með.“
Þótt Páll sé mikill náttúruunn-
andi kann hann vel við borgar-
menningu. „Mér leiðist ekki í fjöl-
menni, maður hefur alltaf eitt-
hvað að halla sér að,“ segir hann.
„Ég hlusta mikið á tónlist og hef
yndi af jazz, og ég fer í leikhús og
bíó. Ég las á tímabili allar ljóða-
bækur sem komu út og öll ný ís-
lensk skáldverk. Núna hefur þetta
skyndilega breyst, ég les ekkert
nema Íslendingasögurnar og Lax-
ness. Aðrar bækur ná ekki máli í
samanburði. Ég hef ekki of mik-
inn tíma en les á hverju kvöldi og
þá nægja þessar bækur mér.“
Hamingjan og Rúrí
Páll er kvæntur listakonunni
Rúrí. Verk hennar Archive - end-
angered waters, einskonar gagna-
safn um fossa á hálendi Íslands,
vakti mikla athygli á Feneyjartví-
æringnum í fyrra. Í framhaldi af
sýningunni var henni boðið að
setja upp tvær sýningar í París og
sýning á verkum hennar stendur
yfir í Tókíó. „Rúrí er á miklu flugi
núna. Hún er hamingjusöm og
henni líður mjög vel. Nú berast
henni boð um að sýna og gera
verk erlendis,“ segir Páll. „Þegar
hann er spurður hvort hann hafi
aðstoðað konu sína á listabraut-
inni segir hann: „Rúrí stofnaði
með mér Kvik ehf. og vann með
mér að nokkrum verkefnum sem
hljóðtökumaður. Ég hef aftur
myndað með henni verk sem að
hluta byggjast á kvikmynd. Eins
hef ég iðulega kvikmyndað það
sem hún er að fást við og verkin
hennar. Ég hef vitað lengi að Rúrí
er afburðalistamaður og þá er
sama hvaða viðmið væri tekið.“
Maður sem hefur ferðast svo
víða, og er í miklu sambandi við
náttúruna, trúir hann á Guð?
„Ég er alinn upp við heilmikla
kirkju- og trúrækni enda var faðir
minn stofnandi og formaður
KFUM í Vestmannaeyjum. Ég er
ekki kirkjurækinn og bið sjaldan
bænirnar nú orðið en það eru
ákveðnir menn framarlega í þjóð-
kirkjunni sem ég hef mætur á,
eins og til dæmis biskupinn. Ein-
hvern átrúnað hef ég þó og set
hann oft í samband við guðdóm-
inn. Sköpunin öll er mér ráðgáta. ■
SUNNUDAGUR 31. október 2004 17
Kynnisferðir áskilja sér rétt til að breyta áætlun án fyrirvara ef breytingar verða á flugi.
Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
05:00 05:00 05:00 05:00 05:00 05:00 05:00
05:15 05:15 05:15 05:15 05:15 05:15 05:15
05:30 05:30 05:30 05:30 05:30 05:30 05:30
05:45 05:45 05:45 05:45 05:45 05:45 05:45
06:00 06:00 06:00 06:00 06:00 06:00 06:00
06:30 - - - - - - - - - - - - - - - 06:30
- - - 07:00 07:00 07:00 07:00 07:00 - - -
12:15 12:15 12:15 12:15 12:15 12:15 12:15
12:45 12:45 12:45 12:45 12:45 12:45 12:45
14:00 14:00 14:00 14:00 14:00 14:00 14:00
14:30 14:30 14:30 14:30 14:30 14:30 14:30
15:00 15:00 15:00 15:00 15:00 15:00 15:00
•Verð 1.100 kr.* aðra leiðina
•Ókeypis fyrir börn að 11 ára aldri
•50% afsláttur fyrir unglinga, 12-15 ára
•Aukaferðir fyrir leiguflug sem ekki fellur að áætlun
*1.150 kr. frá 1. janúar 2005
flugrútan • flybus
Vetraráætlun 2004-2005 Gildir frá 31. október 2004 - 26. mars 2005.
www.re.is • sími 562 1011 • textavarp bls. 455 og 456
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
K
YN
2
63
30
1
0/
20
04
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
K
YN
2
63
30
1
0/
20
04
Þú tekur flugið
frá Umferðarmiðstöðinni/BSÍ
Kóngurinn í Tonga
Páll Steingrímsson hefur heimsótt Tonga og segir það
skemmtilegasta stað sem hann hefur komið á: „Tonga
er gríðarlega löng eyjakeðja, um 170 eyjar og þar býr
Tupou IV, síðasti alvörukóngurinn á jörðinni. Svo vildi til
að skömmu eftir að við komum til eyjanna , áttu Tongar
landsleik við Hvít-Rússa í rúbbí. Í þessum leik eru engar
hlífar notaðar og þegar hálftröllum sem stunda íþróttina
lýstur saman verður eitthvað undan að láta. Rússarnir
voru sumir höfðinu hærri en eyjaliðið og ekki árennileg-
ir, en Tongar eru líklega sterkasta mannkyn á jörðinni,“
segir Páll. „Leikurinn var gríðarlega spennandi, mikið
um grófar tæklingar og pústra. Aftur og aftur var ambul-
ansinn inni á vellinum að hirða upp þá sem tognað
höfðu eða lemstrast. Gríðarleg stemning var í áhorf-
endastúkunni þar sem kóngur trónaði efst í blóma-
stúku, umkringdur vörðum og venslaliði. Eitthvert veður hafði hann af okkur þar sem við öskruðum okkur
hása og hvöttum heimaliðið. Við vorum spurðir hvaðan við værum. Þegar við nefndum Ísland, spurði kóngur
hvort það væri ekki nálægt Færeyjum. Hann hefur sjálfsagt sett það í samband við Danmörku sem hann
þekkti sem konungsríki. Við vorum einnig spurðir hvaða erindi við ættum til Tonga og ég sýndi tökuvélina.
Þetta spjall endaði með því að við fengum stúlku til leiðsagnar Hún útvegaði okkur að lokum kajak sem við
rerum milli eyja og söfnuðum myndefni. Nú er Tupou IV orðinn 87 ára gamall ef mér reiknast rétt,“ segir Páll.
KVIKMYNDAGERÐARMAÐURINN „Ég hef fólk í vinnu og ég held að ég sé fyrsti Íslendingurinn sem lifir eingöngu af heimildarmyndagerð. Það sem ráðið hefur úrslitum er að mynd-
irnar hafa farið á markað erlendis. Ef svo væri ekki þá hefði ég aldrei getað lagt svona mikið undir. Ég er farinn að treysta því að ég komi myndunum á erlendan markað.“