Fréttablaðið - 31.10.2004, Qupperneq 48
Höfundar Litlu stúlkunnar
með eldspýturnar mættu á
frumsýninguna. Þeir segja
sviðsetningu söngleiksins
hafa verið æði misjafna í
gegnum tíðina.
Söngleikurinn „Litla stúlkanmeð eldspýturnar“ var frum-
sýndur um síðustu helgi í Íslensku
óperunni. Söngleikurinn, sem er
eftir þá Keith Strachen, Jeremy
Paul og Leslie Stewart, var fyrst
sýndur í London árið 1975 og
hefur verið sýndur mjög víða síð-
an, meira að segja í Rússlandi, en
yfirleitt í litlum leikhúsum, segja
höfundarnir sem komu sérstak-
lega til Íslands til þess að vera
viðstaddir frumsýninguna á þessu
yndislega fallega ævintýri.
„Sýningin hér er sú besta sem
við höfum séð,“ segja þeir. „Okk-
ur finnst að loksins hafi verkið
hitt listamenn sem skilja það, því
sviðsetningarnar á þessu fallega
ævintýri hafa verið æði misjafn-
ar.“
Heilu hóparnir gengu út
„Uppfærsla í Manchester fyrir
nokkrum árum er sérlega eftir-
minnileg,“ segir Leslie. „Áherslan
var á allt það myrka og vonda og
sýningin var eiginlega alveg
svakaleg. Enda gekk fólk út – og
ekki bara einn og einn. Á sýning-
una höfðu nokkrir kennarar kom-
ið með bekkina sína og þeir stóðu
upp í miðri sýningu og sögðu hátt
og snjallt „Komið börnin mín, við
erum að fara!“ og hersingin mars-
eraði út í miðju kafi. Næsta morg-
un vakti ég strákana snemma og
sagði að við skyldum drífa okkur
sem fyrst burtu af hótelinu og
burtu úr bænum, það væri komin
gagnrýni. Hún var auðvitað alveg
hroðaleg. Mönnum fannst þetta
nú ekki bjartur jólaboðskapur.“
Það verður nú að teljast nokk-
urt afrek að gera verk þremenn-
inganna að myrkri og grimmri
sýningu, því tónlistin er falleg og
grípandi, minnir á fegurstu meló-
díur Bítlanna og inn í þessa litlu
sögu eftir H.C.Andersen hafa höf-
undarnir fléttað skemmtilegum
atriðum og kómískum persónum,
svo úr verður mjög skýrt teiknað
samfélag.
„Upphaflega sáum við þetta
fyrir okkur sem jólasýningu, því
það er löng hefð fyrir því í Bret-
landi að sýna ævintýri á jólum,
sem við köllum „pantomime,“ en
Litla stúlkan með eldspýturnar
virtist ekki falla inn í þá skilgrein-
ingu. Okkur var sagt að fólk vildi
ekki sjá leikrit um svanga, litla
stúlku sem deyr úr kulda á jól-
unum. Hefðbundnu verkin eru
Öskubuska og Gullbrá, eitthvað
sem endar vel. Okkur fannst hins
vegar skilaboðin í Litlu stúlkunni
með eldspýturnar vera þörf
áminning á hverjum jólum. H.C.
Andersen skrifaði jú verkið til
þess að minna okkur á hræsni
millistéttarinnar og að vera góð
við smælingjana.“
Verkið var frumsýnt í litlu leik-
húsi, Orange Tree Theater, í
Richmond. Leikhúsið var þá í einu
litlu herbergi á 2. hæð og rúmaði
um fimmtíu áhorfendur. Síðar
meir vænkaðist hagur leikhússins
og það reisti sér nýja byggingu á
sama stað, hinum megin við göt-
una. Þeir Keith og Leislie höfðu
starfað í Orange Tree um hríð.
Tvö flopp
„Það er nú saga að segja frá því,“
segir Keith. „Við vorum nefnilega
saman í rokkhljómsveit. Ég samdi
tónlistina og Leslie textana. Svo
einhvern daginn hittum við einn
kunningja okkar sem sagði: „Þið
ættuð að skrifa fyrir leikhús.
Okkur fannst þetta fín hugmynd
og skrifuðum eitt stykki sem var
sett upp...,“ segir Keith og lítur
sposkur á Leslie.
„Það var The Lady or the Tiger,
mjög skemmtilegt verk sem var
unnið upp úr vinsælu, bandarísku
ævintýri,“ segir Leslie. Við sett-
um það upp í Orange Tree leikhús-
inu og það varð strax ofboðslega
vinsælt, sló aðsóknarmet og hvað
eina, svo það var ákveðið að flytja
það yfir í stærra leikhús, í
Fortune Theater í West End. Þar
var það sýnt í fimm vikur og var
algert flopp. En við vorum ekki af
baki dottnir og skrifuðum annað
verk sem var alveg jafn vinsælt í
Orange Tree og flutt yfir í West
End. Þar var það sýnt í tvær vikur
áður en það féll. Við vorum vissir
um að þar með væri ferli okkar
sem leikhússkríbentar lokið. En
svo kynntumst við í kjölfarið leik-
húsfólki.“
Á þessum tíma var Jeremy
Paul virtur og vinsæll höfundur
sem starfaði hjá BBC og hafði,
meðal annars, gert jólaleikgerð að
sögunni um litlu stúlkuna með
eldspýturnar fyrir BBC2, sem
Keith var mjög hrifinn af. Þegar
Keith og Leslie lentu í vandræð-
um með samsetninguna á söng-
leiknum sínum um litlu stúlkuna,
var þeim bent á að Jeremy gæti
hugsanlega hjálpað þeim. Hann
samþykkti og vinnan fór á fullt
skrið.
Samið inn á símsvara
„Það má þó segja að sú vinna hafi
verið dálítið sérkennileg,“ segir
Jeremy. „því mig hafði alltaf
langað til þess að semja tónlist. Ég
sagðist skyldu hjálpa þeim ef ég
mætti semja lag. Þeir samþykktu
það. Ég fékk hugmynd að
nokkrum stefjum sem ég var
virkilega ánægður með en hafði
auðvitað ekki hugmynd um hvað
ætti að gera við, svo ég tók upp
símtólið og hringdi í Keith. Á
þeim tíma var tækniöldin ekki
skollin á í öllu sínu veldi, þannig
að hann bað mig að söngla þær inn
á símsvarann sinn og það gerði ég.
Það leið ekki langur tími þar til
hann hringdi og var þá búinn að
útsetja það – og hann spilaði lagið
inn á minn símsvara. Allt vinnu-
ferlið var mjög skemmtilegt og
ólíkt því sem ég átti að venjast.“
„Frumsýningin gekk vel og
aðrar sýningar sömuleiðis. Við
fengum mikið lof fyrir tónlistina
sem þótti grípandi og flott,“ segir
Keith. Ég vissi að kórinn í upp-
hafi væri dæmigerður „hittari“
og reyndi lengi vel að fá aðra tón-
listarmenn til þess að hljóðrita
það á jólaplötu, en ekkert gekk.
Textinn fjallar auðvitað um það
hvað millistéttinni er sama um
allt og alla og það þótti ekki gott.
Svo gerðist það að Cliff Richard
tók þetta lag, tempraði eitthvað
þennan boðskap, söng um allt það
góða í mannfólkinu og gaf út sem
jólalag. Það var vinsælasta jóla-
lagið það árið – og reyndar var
það eitt af þremur vinsælustu
jólalögunum í heiminum á 9. ára-
tugnum!“
Salt á sviðinu
Þeir félagar minnast frumsýning-
arinnar 1975 af mikilli gleði. „Við
vorum með frábæran leikmynda-
hönnuð sem fann upp á því að nota
salt til þess að búa til snjó á svið-
inu. Leikmyndin var því mjög
flott fyrir augað. Hins vegar var
eigandi leikhússins ekki eins
lukkulegur, því saltið fór illa með
sviðið og svo eyðilagði það alla
skó. Þar fyrir utan var saltið
nokkuð eldfimt og mesta mildi að
við skyldum aldrei kveikja í
áhorfendum. Enda var slökkvi-
liðið í hverfinu stöðugt að senda
eftirlitsmenn til okkar til þess að
spyrja hvort það væri satt að við
værum með salt á leiksviði þar
sem við værum alltaf að kveikja á
eldspýtum. Við sögðum það af og
frá – og þeir sannreyndu það
aldrei sjálfir.“
Þegar þremenningarnir eru
spurðir hvort þeir hafi unnið eitt-
hvað saman síðan, líta þeir hver á
annan, hrista höfuðið og segja:
„Nei, við höfum ekki einu sinni
hist mikið síðan, bara talast við í
síma. Enda hefur verið virkilega
gaman að koma hingað til Íslands.
Við erum yfir okkur hrifnir af
uppfærslunni, sem er sú besta
sem við höfum séð. Sviðið í Ís-
lensku óperunni hentar verkinu
mjög vel, því þar er ágætt hreyfi-
rými. Allur dansinn og hreyfingin
í sýningunni lyftir henni upp – að
ekki sé talað um skilninginn á
verkinu. Það hefur líka verið
óendanlega gaman fyrir okkur að
hittast aftur og rifja upp gamla og
góða tíma. Það versta er að við
erum bara hér í nokkra daga – en
við erum allir ákveðnir í að koma
aftur.“
sussa@frettabladid.is
28 31. október 2004 SUNNUDAGUR
EKKI MISSA AF…
Málverkasýningum Margrétar
Sigfúsdóttur og Valerie Boyce í
Hafnarborg í Hafnarfirði...
Flutningi Óperukórsins og
Karlakórsins Þrasta á Elía eftir
Mendelssohn í Grafarvogskirkju
klukkan 16.00...
Nýrri endurreisn, tónleikum
Caput í Listasafni Íslands, klukk-
an 20.00 á mánudagskvöldið þar
sem flutt verða verkin Guðrúnar-
söngvar eftir Hauk Tómasson og
Märchenbildereftir Hans Abra-
hamsen...
Hjá Háskólaútgáfunni er komin út Jónsbók – Lögbók
Íslendinga hver samþykkt var á alþingi árið 1281 og
endurnýjuð um miðja 14. öld en var fyrst prentuð árið
1578, í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenning-
ar. Már Jónsson sagnfræðingur tók bókina saman.
Á alþingi sumarið 1281 var samþykkt ný lögbók fyrir
Íslendinga sem unnin var að frumkvæði Magnúsar Há-
konarsonar konungs. Bókin var snemma nefnd Jóns-
bók og segir til um flesta þætti íslensks samfélags. Lýst
er þingsköpum, tekið á manndrápum, þjófnaði og
öðrum afbrotum, tilgreindar erfðir karla sem kvenna og
fjallað um samskipti leiguliða og jarðeigenda, búfjár-
beit og verðlag, ásamt mörgu öðru.
Jónsbók var notuð í heild fram á 18. öld og enn er
tíundi hluti hennar í gildi.
Um miðja 14. öld var bókin endurskoðuð með hliðsjón
af nýrri konungsúrskurðum. Í þessari bók birtist sá texti
hennar sem eftir það var notaður við dóma og er
algengastur í handritum, en birtist jafnframt í prentaðri
útgáfu verksins árið 1578.
Kl. 20.00
Tíbrártónleikar í Salnum í Kópavogi.
Píanóleikarinn Barry Snyder leikur
Fantasíu í C-dúr eftir Haydn, Valses
nobles et sentimentales eftir Ravel,
Etudes tableaux eftir Rachmaninoff,
Fantasy-Inventions eftir Carter Pann og
Sonata No. 3 í f-moll, Op.5 eftir Brahms.
menning@frettabladid.is
Jónsbók - Lögbók Íslendinga
Besta uppfærslan
sem við höfum séð
!
Leitum að LEIKURUM 6-18 ÁRA
Námskeið að hefjast.
Skráning hafin á www.annie.is
og í síma 866 2745
Taka skal fram að þátttaka tryggir
ekki hlutverk í söngleiknum.
Söngleikurinn ANNIE verður settur
á svið í AUSTURBÆ eftir áramót.
FALLEGT ÆVINTÝRI H.C. Andersen skrifaði jú verkið til þess að minna okkur á hræsni
millistéttarinnar og að vera góð við smælingjana.
JEREMY PAUL, KEITH STRACHEN OG
LESLIE STEWART Upphaflega sáum við
þetta fyrir okkur sem jólasýningu, en Litla
stúlkan með eldspýturnar virtist ekki falla
inn í hefðbundna skilgreiningu.
■ KVIKMYNDIR
20.00 Blústónlistin ræður ríkjum á
Hvíldardagskvöldi á Grand Rokk þar
sem sýndar verða fjórar heimildar-
myndir um blús.
■ TÓNLEIKAR
14.00 Lúðrasveit Æskunnar, sem
er blásarasveit skipuð úrvali íslenskra
ungblásara, heldur tónleika í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
16.00 Óperukórinn í Reykjavík og
Karlakórinn Þrestir flytja óratoríuna
Elijah eftir Felix Mendelssohn í Grafar-
vogskirkju. Stjórnandi er Garðar
Cortes. Einsöngvarar verða Bergþór
Pálsson sem fer með hlutverk Elijah,
Snorri Wium, Hulda Björk Garðars-
dóttir og Alina Dubik.
17.00 Bára Grímsdóttir og Chris
Foster halda útgáfutónleika í Blöndu-
óskirkju þar sem þau flytja íslensk og
ensk þjóðlög.
20.00 Barry Snyder píanóleikari
flytur verk eftir Haydn, Ravel,
Rachmaninoff, Brahms og Carter Pann
á tónleikum í Salnum, Kópavogi.
■ LEIKLIST
17.00 Leikfélag Sauðárkróks
frumsýnir Ávaxtakörfuna eftir Krist-
laugu Maríu Sigurðardóttur í leikstjórn
Jóns Stefáns Kristjánssonar í Félags-
heimilinu Bifröst á Sauðárkróki.
17.00 Möguleikhúsið sýnir Völu-
spá eftir Þórarin Eldjárn með Pétri
Eggerz leikara og Stefáni Erni Arnar-
syni sellóleikara.
■ FYRIRLESTRAR
16.15 Henrik Aanæs lektor flytur
fyrirlestur um „þrívíddarályktanir
byggðar á tvívíðum myndum“ í VR-2,
stofu 158, Verkfræðideild Háskóla Ís-
lands.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
28 29 30 31 1 2 3
Sunnudagur
OKTÓBER