Fréttablaðið - 31.10.2004, Qupperneq 54
Fullt nafn: Kristján Ingi Gunnarsson.
Hvernig ertu núna? Þéttur.
Hæð: 182 cm.
Starf: Dagskrárgerðarmaður og tóm-
stundafulltrúi.
Stjörnumerki: Tvíburi.
Hjúskaparstaða: Ég er í sambúð.
Hvaðan ertu? Ég er úr Reykjavík, Raufar-
höfn, Aðalvík, Akureyri og vesturbænum í
Kópavogi. En þó aðallega vesturbænum í
Kópavogi.
Helsta afrek: Það að komast í 100 plús.
Uppáhaldsútvarpsþáttur: Tvíhöfði.
Uppáhaldsmatur: Jólasteikin hjá
mömmu og pabba.
Uppáhaldsveitingastaður: Vegamót, ég
fer alltaf út að borða þar.
Uppáhaldsborg: Liverpool.
Mestu vonbrigði lífsins: Að komast ekki
úr 100 plús.
Hobbí: Bara eitthvað skemmtilegt.
Viltu vinna milljón? Já já, ég slæ ekki
hendinni á móti svoleiðis.
Jeppi eða sportbíll: Sportlegur jeppi.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú
yrðir stór? Ég ætlaði að verða stærri.
Skelfilegasta lífsreynslan: Þegar ég
varð skyndilega lofthræddur er ég gekk
yfir Heljarkamb í sumar og skreið í gegn-
um rassgat djöfulsins.
Hver er fyndnastur? Kiddi Flame.
Hver er kynþokkafyllst? Það er að sjálf-
sögðu hún Sigrún Inga, en verður maður
ekki alltaf að taka það líka fram að
mamma sé fallegust?
Trúir þú á drauga? Já, ég er skíthrædd-
ur við þá.
Hvaða dýr vildirðu helst vera? Haförn.
Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Rotta.
Áttu gæludýr? Já ég er svo heppinn að
vera búinn að koma mér upp stórglæsi-
legu fiskabúri sem tekur um 30 lítra af
vatni. Þar eru nokkur pör af mismun-
andi tegundum sem eru ákaflega
falleg. Ég var reyndar með lítinn há-
karl líka en hann dó.
Hvar líður þér best? það fer eftir
skapinu. Oftast er það nú bara
heima í rólegheitunum en líka í
góðra vina hópi
Næst á dagskrá: Óp vetrarins.
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Skeljungur.
Michael Badnarik.
Virðulegir Forsetar.
34 31. október 2004 SUNNUDAGUR
Ætli það sé tilviljun að besta fisk-
búð bæjarins sé staðsett í Skip-
holtinu? Mikið sem götunafnið
hæfir fullkomlega búðarborði af
þeirri tegund sem Magnús Sig-
urðsson fisksali hefur staðið við
heil 35 ár af ævi sinni. Innan um
glænýja, starandi ýsu í kæliborð-
inu og lekker box af hamsatólg í
hillum, hangir innrömmuð mynd
af sjónvarpskokkinum Jamie Oli-
ver standandi með Magnúsi þar
sem tíminn stendur í stað á gólfi
fiskbúðarinnar Hafrúnar.
„La Primavera verslar hér og
Jamie vildi fá að sjá ferskan fisk,
en ekki fisk í sósum. Hann er al-
farið á móti því,“ segir Magnús
sem gefur Jamie einkunnina „al-
vöru maður í þessu“ þegar kemur
að fiski.
„Hann ætlaði ekkert að stoppa
en var svo í rúman klukkutíma að
handleika fiskinn og afgreiddi
nokkra viðskiptavini að gamni
sínu. Jamie er vanur því heima í
Englandi að ferskasti fiskurinn sé
fimm daga gamall, en hér er hann
beint upp úr sjónum. Þannig vill
Jamie hafa það í eldamennskunni
og ætlar að koma aftur til að
vekja Íslendinga til umhugsunar
um dýrmæti þessarar fersku
fæðu.“
Magnús er með hafið í augun-
um; fæddur og uppalinn á Hell-
issandi. Var til sjós á aflamestu
bátunum áður en hann kom til
Reykjavíkur í fiskbúðarævintýrið.
En nú er nóg komið, finnst honum.
„Ég fer að hætta bráðlega og
mjög sáttur við þá ákvörðun. Það
er kominn tími til að gefa yngri
mönnum tækifæri á rekstrinum
og því fylgir engin eftirsjá hjá
mér. Ég er bara búinn að fá nóg,“
segir hann með staðfestu; þeirri
sömu og hann hefur beitt þegar
kemur að afþökkun debet- og
kreditkorta fyrir soðninguna.
„Það sparar mér heilan mann í
vinnu að vera ekki með kort. Af-
greiðslan tekur mun lengri tíma
og ekki hægt að standa í þessu
með blautar og skítugar hendur.
Kort eru óþarfa milliliður sem
maður borgar stórfé fyrir. For-
stjórar kortanna fá eina og hálfa
milljón á mánuði og ég tek ekki
þátt í svoleiðis leikaraskap og
rugli.“
Hvað tekur við eftir Hafrúnu
veit enginn fyrir víst, en Magnús
segist allt eins fara aftur til sjós.
Breiðafjörðurinn kallar, en alla tíð
hefur hann selt nýveiddan fisk úr
sjónum milli Snæfellsness og
Vestfjarða. „Það er mjög mikill
munur á fiski eftir því hvaðan
hann er veiddur. Á Breiðafirði er
fiskurinn á meira dýpi og straum-
arnir þyngri en annars staðar.
Breiðfirskur fiskur er því besti
fiskurinn og þaðan hef ég keypt
hann af línubátum frá því ég byrj-
aði þennan rekstur.“
Þar með er komin skýringin á
hvers vegna Hafrún stendur upp
úr og Magnús hefur staðið lengur
en aðrir við fiskborð Reykvík-
inga. Auðvitað vegna aflans úr
Breiðafirði.
thordis@frettabladid.is
Miðnæturopnun verður í Pennan-
um, Austurstræti í nótt, aðfara-
nótt 1. nóvember, þegar sala á nýj-
ustu bók Arnaldar Indriðasonar,
Kleifarvatni, hefst.
Bókin er þegar komin úr prent-
un en þar sem salan hefst ekki
fyrr en á mánudag verður fyrstu
eintökunum raðað upp á bretti,
það plastað inn og látið standa í
anddyri verslunarinnar til að æsa
hungrið upp í aðdáendum glæpa-
söguhöfundarins.
Kleifarvatn er áttunda bók
Arnaldar. Síðasta bók hans, Bettý,
seldist í um tólf þúsund eintökum
fyrir síðustu jól og í nokkur þús-
und eintökum í kilju. ■
Arnaldur í miðnætursölu
ARNALDUR Á BRETTI
Nýjasta bók Arnaldar
verður á bretti fram á
mánudag. Þá hefst salan.
MAGNÚS SIGURÐSSON FISKSALI: HÆTTIR EFTIR 35 ÁR Í HAFRÚNU
Breiðfirskur fiskur bestur
...fá þau fimmtán mannúðarfélög
og það fólk sem safnaðist saman
á Arnarhóli og hvatti til breyttra
viðhorfa gegn ofbeldi og misrétti
sem beint er gegn konum.
HRÓSIÐ
LENDIR Í
VERSLUNUM BT
04 // 11 // 04
Eigðu myndina
Í VINNING ER:
SHREK 2 á DVD & VHS
SHREK 2 tölvuleikir
Aðrar DVD myndir
og margt fleira.
Sendu
SMS skeytið
BTL S2F
á númerið 1900
og þú gætir unnið.
Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi:
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb BT. SMS kostar 199 kr.spilaðu leikinn
SMS LEIKUR
Landsbanki Íslands hefur greinilegafundið taktinn í netheimum og var sig-
ursæll þegar Íslensku vefverðlaunin
voru afhent á föstudaginn. Vefur Lands-
bankans var valinn besti vefur ársins og
hlaut einnig verðlaun sem besti fyrir-
tækjavefur ársins og sá vefur sem hefur
besta viðmótið og útlitið. Vefverðlaunin
hafa hingað til verið afhent samhliða
ÍMARK verðlaununum en á
þeirri hátíð verðlaunar aug-
lýsingabransinn það sem
hefur staðið upp úr með
svokölluðum „lúðrum“. Vef-
verðlaunin eru hins vegar
litlar eftirmyndir af fartölv-
um. Aðskilnaður vefverðlaunanna frá
ÍMARK verðlaununum varð til þess að
öllu færra var um fína drætti á föstudag-
inn en undanfarin ár, en snjallir tækifær-
isræðumenn á borð við Davíð Oddsson
utanríkisráðherra, og Guðna Ágústsson
landbúnaðarráðherra, hafa farið á kostum
sem sérstakir ræðumenn á ÍMARK degin-
um. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, heiðraði þó Íslensku
vefverðlaunin með nærveru sinni og af-
henti þau verðlaun sem ekki voru kostuð
af fyrirtækjum úti í bæ.
Valgerður ávarpaði samkomuna en fet-aði ekki í fótspor félaga sinna í ríkis-
stjórninni og var ekki með neina tilburði
til uppistands. Útvarpsmaðurinn gamal-
reyndi Hallgrímur Thorsteinsson var
kynnir á verðlaunaafhendingunni og þótti
býsna skemmtilegur og einhverjir við-
taddra töldu óhætt að fullyrða að hann
hefði farið á almennum kostum. Léttleik-
inn sveif því yfir vötnum og það er til
marks um ágætt skopskyn íslensku
vefakademíunnar að vefur leikarans og
spaugarans Þorsteins Guðmundssonar
var valinn besti einstaklingsvefurinn þetta
árið. vefurinn thorsteinngudmundsson.is
er sneisafullur af glensi og
fíflagangi og er óneitanlega
eins ólíkur sigurvegara síð-
asta árs og hugsast getur en
þá hlaut Björn Bjarnason,
dómsmálaráðherra, verð-
launin fyrir besta einstak-
lingsvefinn.
HIN HLIÐIN
KRISTJÁNI INGA GUNNARSSYNI, EINUM UMSJÓNARMANNA UNGLINGAÞÁTTARINS ÓPS.
KRISTJÁN INGI
GUNNARSSON
18.06.80
Varð lofthræddur á Heljarkambi
MAGNÚS SIGURÐSSON FISKSALI Í HAFRÚNU Hefur staðið í 35 ár við búðarborðið í Hafrúnu og selt afbragðs fisk úr Breiðafirði á
diska Reykvíkinga. Á innfelldu myndinni má sjá Magnús ásamt sjónvarpskokkinum Jamie Oliver og fleirum í fiskbúðinni á dögunum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FRÉTTIR AF FÓLKI