Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 8
FRELSUN PALESTRINA FAGNAÐ Íbúar Palestrina á Ítalíu minntust þess í gær að sextíu ár væru liðin frá því að borg- in var frelsuð úr höndum nasista í síðari heimsstyrjöld. Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, var meðal þeirra sem tóku þátt í há- tíðahöldum af því tilefni. 8 16. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Fjöldi HIV-smitaðra í Noregi tvöfaldaðist á síðasta ári: Áminning um að fara varlega HEILBRIGÐISMÁL Aukinn fjöldi HIV- tilfella meðal karla sem stunda kynlíf með körlum er áminning fyrir samkynhneigða hér á landi um að fara varlega, segir Harald- ur Briem, sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu. Samkvæmt frétt frá Noregi hefur fjöldi einstaklinga sem urðu fyrir HIV-smiti á árinu 2003 í áðurnefndum hópi tvöfaldast mið- að við árin á undan. Að minnsta kosti 50 karlar smituðust á árinu 2003, þar af smituðust 40 í Noregi, 38 af þeim í Osló. Meðalaldur þeirra er 34 ár. Líklegt þykir að fjöldi þeirra sem smituðust á ár- inu 2003 eigi eftir að hækka því trúlega eiga einhverjir þeirra sem smituðust á því ári eftir að fara í HIV-rannsókn. Svo virðist sem tölurnar séu enn á uppleið. Í byrjun nóvember 2004 var vitað um 51 einstakling í þessum áhættuhópi sem hafði smitast á árinu 2004. Haraldur sagði að fjöldi þeirra sem smitast hefðu hér væri um það bil 10 á ári. Í ár væru tilfellin orðin fjögur, en alls hefðu greinst hér 175 tilfelli frá því að veiran greindist fyrst hér. - jss DÓMSMÁL Hallur Hilmarsson, fyrr- um fíkniefnalögreglumaður, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Hann dró sér 870 þúsund krónur sem lögreglan hafði tekið við rannsókn fíkniefnamáls. Hall- ur var næstráðandi í fíkniefna- deildinni í Reykjavík þegar hann braut af sér. Sex mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir í tvö ár. Halli var einnig gert að greiða allan sakark- ostnað þar á meðal 300 þúsund krónur í málsvarnarlaun. Karl Georg Sigurbjörnsson, verjandi Halls, segir líklegt að dómnum verði áfrýjað en Hallur hafi tekið sér frest til að ákveða hvort svo verði. Hann hélt fram sakleysi sínu fyrir dómi. Peningana fékk hann í sínar hendur eftir að menn fíkniefna- lögreglunnar gerðu húsleit hjá manni sem hafði verið undir eftir- liti lögreglu vegna sölu og dreif- ingar fíkniefna. Í fórum mannsins fundust fíkniefni og 870 þúsund krónur sem er ein hæsta upphæð sem lögreglan hefur lagt hald á í fíkniefnamáli. Hluti af peningun- um, 85 þúsund krónur, fundust í brjóstvasa á flíspeysu Halls þegar hann var handtekinn. Dómurinn segir niðurstöðu sína vera að Hallur hafi dregið sér fjármunina í heild sinni eins og hann er sakaður um. Við ákvörðun refsingar var horft til þess hversu alvarleg brot hans voru. „Hefur hann verið sakfelldur fyrir að hafa dregið sér fjármuni er hon- um, í skjóli stöðu sinnar, var trúað fyrir,“ segir í dómnum. Litið er til þess að Hallur hefur skilað pen- ingunum og að hann starfi ekki lengur sem lögreglumaður eins og hann hefur menntað sig til. Þannig hafi brotin þegar valdið honum talsverðri röskun. Hann hefur ekki áður sætt refsingu svo vitað sé. hrs@frettabladid.is BERJAST Á NETINU Þrátt fyrir að talsvert sé um liðið frá bandarísku forsetakosningun- um virðast Bandaríkjamenn ekki enn hættir að deila um þær. Hundruð manna hafa birt myndir af sér á vefnum sorry- everybody.com þar sem þeir biðja heiminn afsökunar á sigri Bush. Á síðunni wearenot- sorry.com segjast menn hins vegar enga ástæðu hafa til að biðjast afsökunar. FIMM FÓRUST Fimm létust þeg- ar lítil flugvél fórst í vondu veðri nærri San Antonio í Texas. Flugvélin hrapaði í þétt- býlu íbúahverfi og litlu mátti muna að hún lenti á fjölbýlis- húsi. ■ BANDARÍKIN SVONA ERUM VIÐ – hefur þú séð DV í dag? Scott Ramsey er harmi sleginn yfir dauða Danans „Ég er gáttaður” LÍFEYRISMÁL Tryggingastofnun hef- ur engar skýringar á því að um 1500 manns eldri en 67 ára hafi ekki sótt um ellilífeyri, að sögn Gunnars Salvarssonar forstöðu- manns kynningarmála stofnunar- innar. Af þessum 1500 manns eru tveir einstaklingar sem verða eitt hundrað ára á þessu ári, sam- kvæmt gögnum Tryggingastofn- unar. Gunnar sagði að í þessum hópi væri enginn sem hefði fengið synj- un vegna of hárra tekna eða vegna vistunar á dvalar- eða hjúkrunarh- eimili. Hins vegar væri líklegt að í flestum tilvikum skýrðu tekjur ástæður þess að ekki væri leitað úrskurðar TR um ellilífeyri. Spurður hvort verið gæti að þetta fólk væri ekki meðvitað um rétt sinn til ellilífeyris kvað Gunn- ar svo ekki geta verið. Þegar fólk næði 67 ára markinu fengi það sendan upplýsingapakka frá Tryggingastofnun, þar á meðal umsóknareyðublöð og bréf þar sem vakin er athygli á réttindum viðkomandi. „Við erum ekkert að reyna að hnýsast í ástæður þess að fólk sækir ekki um, enda er það einka- mál hvers og eins,“ sagði Gunnar. „En gögn Tryggingastofnunar sýna að langflestir þeirra eru á aldrinum 67-70 ára, það er fólk sem líkast til er með atvinnutekjur sem leiða til þess að grunnlífeyrir fellur niður.“ Ellilífeyrir er tekjutengdur og Gunnar sagði að á sjötta hundrað einstaklingar 67 ára og eldri fengju ekki greiddan ellilífeyri vegna of hárra tekna. Sá hópur væri til viðbótar við þá 1500 ein- staklinga sem greint er frá hér að ofan. Skerðing ellilífeyris hefst við mánaðarlegar atvinnutekjur um- fram rúmlega 143 þúsund krónur og tvöfalt hærri fjármagnstekjur. Tekjur úr lífeyrissjóði skerða hins vegar ekki grunnlífeyri ellilífeyr- is. Sækja þarf um ellilífeyri eins og aðrar bætur almannatrygg- inga. Einstaklingur sem fær full- an ellilífeyri, án skerðingar vegna tekna, fær um 101 þúsund krónur á mánuði. Ellilífeyrisþegar eru í dag rétt liðlega þrjátíu þúsund talsins. jss@frettabladid.is Tryggingastofnun ríkisins: Um 1500 sækja ekki um ellilífeyri SÓTTVARNARLÆKNIR Hvetur samkynhneigða til að fara varlega eftir að fregnir hafa borist frá Noregi um mikla fjölgun HIV-smitaðra. ■ AFRÍKA HALLUR HILMARSSON Lögmaður Halls telur að hann áfrýi dómnum. Lögreglumaður dæmdur í fangelsi Hallur Hilmarsson, fyrrum fíkniefnalögreglumaður, var í gær dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi. Sex mán- uðir eru skilorðsbundnir. Verjandi Halls telur líklegt að hann áfrýi. ENGINN ELLILÍFEYRIR Fæðingarár Fjöldi Fæðingarár Fjöldi 1904 2 1925 23 1911 1 1926 24 1912 3 1927 20 1913 2 1928 27 1915 1 1929 42 1916 2 1930 50 1917 1 1931 63 1919 4 1932 75 1920 3 1933 68 1921 6 1934 135 1922 5 1935 230 1923 5 1936 299 1924 8 1937 401 HÁKARL DRAP KONU Tæplega áttræð kona lést eftir að hákarl réðst á hana þar sem hún synti við strendur Höfðaborgar í Suður- Afríku. Nokkuð er um hákarla á svæðinu en þeir ráðast sjaldan á fólk, sextán ára piltur missti þó annan fótinn í árás hákarls á svip- uðum slóðum fyrr á þessu ári. Á BORGARSTJÓRNARFUNDI Lagt verður til á fundi borgarstjórnar í dag að útsvarið í Reykjavík verði hækkað upp í leyfilegt hámark. Reykjavík: Útsvarið í hámark SKATTAR Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag verður lagt til að útsvar næsta árs verði 13,03 prósent, í stað 12,7 prósenta. Gangi það eftir verður um hámarks- útsvar að ræða í Reykjavík. 67 sveitarfélög af 105 innheimta há- marksútsvar. Á höfuðborgarsvæð- inu er hámarksútsvar bara innheimt í Hafnarfirði og á Álfta- nesi. Í Kópavogi er útsvarið 12,94; á Seltjarnarnesi 12,46 prósent og í Garðabæ 12,46 prósent. Jafnframt verður lagt til að fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði í Reykjavík hækki um 0,025 prós- entustig og verði 0,345 prósent af fasteignamati. Það er sami fast- eignaskattur og innheimtur er í Kópavogi. Í Garðabæ er hlutfallið aðeins lægra, eða 0,31 prósent og 0,34 prósent á Álftanesi. Á Sel- tjarnarnesi og í Hafnarfirði er fasteignaskattur 0,36 prósent af fasteignamati. -ss HAMIZ REZA ASEFI Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins sagði Írana ekki skuldbinda sig til fram- búðar. Kjarnorkudeila: Hætta auðg- un úrans ÍRAN, AP Íranar hafa heitið því að hætta auðgun úrans meðan þeir semja við Evrópuríki um lausn á deilum um kjarnorkuáætlun þeirra. Óvíst er þó hvort þetta sé til frambúðar því það ræðst af niðurstöðum viðræðna við Evr- ópuríkin. Búast má við að viðræð- urnar standi fram yfir fund Al- þjóðakjarnorkumálastofnunar- innar síðar í mánuðinum en þar vonuðust Bandaríkjamenn til þess að samþykkt yrði að vísa deilunni til Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. Auðgað úraníum má nota hvort tveggja í friðsamlegum tilgangi og til gerðar kjarnorkuvopna. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.