Fréttablaðið - 16.11.2004, Page 27

Fréttablaðið - 16.11.2004, Page 27
19ÞRIÐJUDAGUR 16. nóvember 2004 11. hver vinnur. Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi: Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb BT. SMS kostar 199 kr. Sendu SMS skeytið BTL BHP á númerið 1900 og þú gætir unnið. LENDIR Í VERSLANIR BT 18//11//04 Í VINNING ER: Harry Potter 3 á DVD & VHS Aðrar Harry Potter myndir á DVD og VHS Aðrar DVD myndir Og margt fleira. Kemur einnig m eð íslensku tali Ný setustofa fyrir farþega Saga class Mikil fjölgun hefur orðið í hópi farþega á viðskiptafarrými hjá Icelandair. Félagið hefur opnað nýja setustofu fyrir þennan hóp þar sem boðið er upp á ýmis þægindi og afþreyingu. Icelandair hefur opnað nýja setu- stofu fyrir farþega sem ferðast á viðskiptafarrými. Í frétt frá fyrir- tækinu kemur fram að setustofan sé um 570 fermetrar og tvöfalt stærri en setustofan sem leyst er af hólmi. Í fréttatilkynningu segir að „full- kominn tæknibúnaður, góður við- gjörningur í mat og drykk og fjölbreytt aðstaða til vinnu, slökun- ar og afþreyingar einkenni nýju setustofuna“. María Rún Hafliðadóttir, for- stöðumaður viðskipavinaþjónustu Icelandair, segir að lækkun far- gjalda á viðskiptafarrými hafi haft í för með sér mikla fjölgun farþega. Hún segir að setustofan sé ein sú glæsilegasta í Evrópu og með upp- setningu hennar sé Icelandair að mæta fjölgun í hópi viðskiptafar- þega. Í nýju setustofunni er þráðlaus nettenging og mikið úrval afþrey- ingar auk þess sem unnt er að nýta fundaraðstöðu í setustofunni. Í setu- stofunni eru einnig barir og veit- ingastaðir auk þess sem gert er ráð fyrir að sett verði upp bókasafn þar sem boðið verður upp á bækur um Ísland og Íslendingasögurnar. STARFSMENN JÁKVÆÐIR Starfsmenn Magasin du Nord eru sagðir bjartsýnir í kjölfar kaupa íslenskra fjárfesta á fyrirtæk- inu. Starfsmenn ánægðir Starfsmenn verslunarkeðjunnar Magasin du Nord í Danmörku tóku tíðindum um eigendaskipti vel ef marka má frétt í danska dagblaðinu Jyllands Posten. Þar er haft eftir talsmanni starfsmanna að þeir séu ánægð- ir að fjárfestar með mikla reynslul í smásölu hafi eignast fyrirtækið og vona að rekstur- inn muni batna með tilkomu nýrra eigenda. Baugur, Straumur fjárfest- ingarbanki og B2B Holdings, sem öll eru íslensk félög, hafa eignast tæp sjötíu prósent í verslunarkeðjunni sem er ein sú rótgrónasta á Norðurlöndum. - þk OLÍUBRUNI Í ÍRAK Skemmdarverk voru unnin á olíulind í Írak og logaði glatt í á fjórum stöðum í norðurhluta landsins. Þrátt fyrir þetta lækkaði verð á olíu á heimsmarkaði í gær. Olíuverð lækkar enn Verð á olíu fór undir 46 dali í gær. Verðið hefur ekki verið lægra í tvo mánuði en er enn hátt í sögulegu samhengi. Verð á hráolíu heldur áfram að lækka á fjármálamörkuðum. Í gær fór verðið niður í 46 Banda- ríkjadali á tunnu. Verðið er þó enn mjög hátt í sögulegu sam- hengi. Hæst fór olíuverð í um 55 Bandaríkjadali en hefur farið hægt lækkandi síðan og er nú lægra en það hefur verið í tvo mánuði. Fjárfestar telja líkur á því að varabirgðir af olíu muni styrkj- ast á næstunni sökum þess að Opec-ríkin framleiða nú meiri olíu á dag en þau hafa gert síð- ustu áratugi. Þá þykir ástandið í olíufram- leiðslu í Nígeríu nú vera trygg- ara en áður og minni líkur taldar á því að verkföll komi til með að trufla framleiðsluna. - þk STJÓRNENDUR ICELANDAIR Í SETUSTOFUNNI Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða ásamt Maríu Rún Hafliðadóttur, Steini Loga Björnssyni og Sigurði Helgasyni for- stjóra í nýrri setustofu fyrir viðskiptafarþega Icelandair.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.