Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 18
Að kæla sig niður eftir æfingu er alveg jafn mikilvægt og að hita sig upp. Endaðu æfinguna á léttum æfingum og góðum teygjum til að auka liðleika.[ Fyllsta öryggis er gætt Jóhannes Kári Kristinsson hjá Sjónlagi hefur skorið í rúmlega 1.000 augu. Er maginn vandamál? Stress, þreyta og sérstakur matur getur sett magann úr jafnvaægi. Óþægindi lýsa sér oft sem nábítur, brjóstsviði, vindgangur, harðlífi og niðurgangur. Þetta þykir öllum afar óþægilegt og líður þá illa í öllum líkamanum. Silicol fæst í apótekum YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 3 8 ] Laserskurðaðgerðir til að bæta sjón hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum og njóta vaxandi vin- sælda. Um þessar mundir eru þessar að- gerðir framkvæmdar á tveimur augnlæknastofum á Íslandi og kosta á bilinu 275.000 - 330.000 krónur fyrir bæði augun. Aðgerðin fer þannig fram að það er losað um örþunna yfir- borðshimnu á auganu og með laser er lögun augans undir þess- ari himnu breytt lítillega þannig að fókusinn lendi skarpar á augn- botninum. Með þessum hætti er hægt að leiðrétta flesta sjónlags- galla, nærsýni, sjónskekkju, fjar- sýni og jafnvel snúa á byrjandi aldursfjarsýni með því að stilla augun misjafnlega eins og áður var sagt. Tuttugu og fimm ár eru síðan fyrstu frumstæðu laserað- gerðirnar voru gerðar á augum og að sögn lækna reynast þær að- gerðir vera stöðugar. Kostnaðurinn vex fólki í aug- um en hægt er að borga aðgerðina með raðgreiðslum í allt að þrjú ár og mánaðarkostnaðurinn er svip- aður og sá sem fylgir linsunotkun. Þeir sem eru orðnir þreyttir á að byrja daginn á því að fálma eftir gleraugunum sínum á náttborðinu eiga nú möguleika á bættri sýn á lífið og tilveruna. ■ Gleraugu gætu brátt heyrt sögunni til. Augnaðgerðir verða æ vinsælli Jóhannes Kári Kristinsson, augn- skurðlæknir á augnlæknastofunni Sjónlag, hefur verið að gera sjón- lagsaðgerðir á augum síðan hann var í námi í Bandaríkjunum. Hann hefur skorið rúmlega þúsund augu síðan hann kom heim árið 2000. Ekki komast samt allir í aðgerð sem vilja: „Við gætum fyllsta öryggis og þrjátíu prósent þeirra sem koma í forskoðun geta ekki farið í aðgerð- ina. Ástæður geta verið ýmsar, galli á auganu, sérstaklega þó á hornhimnunni, og svo líka sjúk- dómar eins og sykursýki, gigt, sjálfsofnæmi. Þau sjötíu prósent sem eftir eru komast í aðgerð. Við ýtum þó ekki á fólk að fara í að- gerðina og viljum að fólk kynni sér málið og taki sjálft ákvörðun- ina. Ég bendi sjúklingum á vefsíð- ur þar sem fjallað er um málið á hlutlausan hátt.“ Og margir hafa sýnt aðgerðun- um áhuga.“Ég geri kannski að meðaltali tíu til tólf aðgerðir á viku en fjöldi aðgerða hefur aukist um sextíu prósent frá í fyrra. Ég held að ástæðan sé sú að þetta spyrst vel út. Við fylgjum sjúk- lingnum eftir þangað til hann er ánægður og höfum reglubundið eftirlit í sex mánuði eftir aðgerð. Flestir sjúklinganna keyra þó sjálfir í skoðunina daginn eftir.“ Jóhannes telur áhættuna ekki vera mikla þótt auðvitað sé hún til staðar. „Það felst áhætta í því að vera með gleraugu og margar ljót- ustu sýkingar sem ég hef séð hafa verið af völdum sjónlinsa. Áhætt- an af laseraðgerðum er mjög lítil og ég fór sjálfur í þessa aðgerð um leið og ég gat og er mjög ánægður. Þegar ég þurfti að velja mér mann til að gera aðgerðina valdi ég kol- lega minn, Eirík Þorgeirsson, en sagði að hann yrði að gera hana á minn laser. Ég tók hinsvegar ekki valíum fyrir aðgerðina því ég þurfti að segja honum á hvaða takka hann átti að ýta.“ ■ Á augnlæknastöðinni Lasersjón eru gerðar 16-20 laseraðgerðir á viku en stofan hóf starfsemi sína árið 2000. Eiríkur Þorgeirsson, sérfræðingur í augnlækningum, gerir laseraðgerðir á augum í hverri viku. „Við erum nýbúin að endur- nýja tækjakostinn sem gerir okk- ur kleift að gera aðgerðir sem eru meira sniðnar að einstökum til- fellum. Þá eru augu viðkomandi lesin og geymd í minni vélarinnar sem gerir þá aðgerðina á auganu á þér en ekki bara einhverju auga. Slík aðgerð er 27.000 krónum dýr- ari á augað. Kosturinn við slíka aðgerð er að hægt er að gera minni skurði og að auki sinna fleiri jaðartilfellum en áður. Við mælum í hverju einstöku tilfelli hvor aðgerðin gefi betri árangur.“ Á stofunni hafa frá upphafi verið löguð um fjögur þúsund augu. Fleiri nærsýnir en fjarsýnir fara í laseraðgerð og árangur þeirra er almennt aðeins betri. „Í dag er vaxandi eftirspurn eftir því hjá fólki á miðjum aldri sem þarf tvískipt gleraugu að stilla augun á mismunandi fjarlægðir, þannig að annað augað sér vel frá sér og hitt verður örlítið nærsýnt. Svo eru augun notuð ómeðvitað til skiptis eftir aðstæðum. Það gerir gleraugnaþörfina minni,“ segir Eiríkur og bætir því við að 96% prósent fái fulla sjón eftir aðgerð og í öllum tilfellum batni sjónin til muna. „Áhætta er auðvitað alltaf ein- hver en mjög sjaldgæft að vanda- mál séu ekki leyst. Sumir fá þurrk í augun eða finna fyrir ertingu í einhvern tíma eftir aðgerðina. Viss áhætta fylgir auðvitað öllum aðgerðum og stundum erum við ekki alveg ánægð með ástand aug- ans þegar í aðgerðina er komin. 0,2% hafa þurft að fara aftur í að- gerðina eða 10 augu af þessum 4.000 sem við höfum skorið. Þeir allir hafa hinsvegar fengið góðar niðurstöður að lokum.“ ■ Fjögur þúsund augu sjá betur Eiríkur Þorgeirsson hjá Lasersjón segir fleiri nærsýna en fjarsýna fara í augnaðgerðir. Eiríkur Þorgeirsson við nýju tækin sem gera kleift að sníða aðgerðir að einstök- um tilfellum. Jóhannes Kári Kristinsson hefur sjálfur farið í sjónlagsaðgerð. - mest lesna blað landsins Á MIÐVIKUDÖGUM Sparnaður, hlutabréf, lífeyrir ofl. Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.