Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 16. nóvember 2004 Kanaríeyjar 23. nóvember frá 19.990.- 19.990.- M.v. tilboð 2 fyrir 1. Flugsæti með sköttum. Úrval hótela í boði frá kr. 1.400 kr. per nótt. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 23.nóvember í 28 nætur til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí. Það er um 22-25 stiga hiti á Kanarí í nóvmeber og desember, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábærar aðstæður. 28 nætur BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Tvíréttað í hádeginu á aðeins 1.900 kr. Nýr hádegismatseðill alla þriðjudaga villibráð á kvöldin • • • • • • Atvinnulausir kennarar: Eiga aftur rétt á bótum VERKFALL Úrskurðarnefnd atvinnu- leysisbóta felldi úr gildi ákvörðun úthlutunarnefndar um niðurfell- ingu bóta til atvinnulausra kenn- ara. Kennurunum hafði verið gert að sækja bætur í vinnudeilusjóð kennara þrátt fyrir að hafa ekki starfað við kennslu þegar verk- fallið hófst. Árni Heimir Jónsson, formað- ur stjórnar Vinnudeilusjóðs Kenn- arrasambands Íslands, segir um þrjár milljónir hafa runnið til at- vinnulausra kennara á verkfalls- tímanum. Úrskurður nefndarinn- ar sé ekki afturvirkur en mikil- vægur og gefi fordæmi. - gag ÁRNI HEIMIR JÓNSSON Atvinnulausir kennarar misstu rétt sinn á atvinnuleysisbótum. BENSÍNSTÖÐIN Á FÁSKRÚÐSFIRÐI Enn standa merki gömlu olíufélaganna þriggja, sem sökuð hafa verið um samráð, saman á skilti við bensínstöðina á Fáskrúðsfirði. Bensínverð í bænum er með því hæsta sem gerist. Íbúar bæjarins hafa ítrekað beðið um að fá sjálfsala í bæinn en án árangurs. Fékk sveitarfélagið þau svör við beiðninni að of mikill kostnaður væri við að setja upp sjálfsala. Peningafölsun: Borgaði með grínseðli BANDARÍKIN, AP Kona sem var ákærð fyrir þjófnað verður ekki látin svara til saka eftir að hún greiddi aftur fyrir vörur sem hún keypti upphaflega með fölsuðum peningaseðli. Lögmaður hennar sagði að hún hefði ekki haft hug- mynd um að 200 dollara seðillinn með mynd af núverandi Banda- ríkjaforseta væri ekki löglegur gjaldmiðill. Seðillinn sem hún borgaði með er grínseðill sem var prentaður í nokkru upplagi af andstæðingum forsetans. Á honum stendur með- al annars „Bandaríkin eiga skatta- lækkun skilið“ og „Okkur finnst spergilkál gott“. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.