Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 16.11.2004, Blaðsíða 15
15ÞRIÐJUDAGUR 16. nóvember 2004 Tilboð! Geta jólin byrjað BETUR ? 25 jólakort 499 kr. Jólapottur 199 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 64 76 11 /2 00 4 Sýpris 100 sm 999 kr. í Sigtúni í kvöld og á morgun kl. 20-22. Skráið ykkur í síma 580 0500 eða á blomaval@blomaval.is Ókeypis aðgangur Jólastjörnur 490 kr. stk. Rauðar, hvítar, bleikar, stórar og flottar. 299 kr. Jólasýpris (lítill) Jólaskreytingakvöld Stjórnvöld hafa sett lög á vinnu- deilur í 28 skipti 1938 – Lög um að ágreiningur milli út- gerðarmanna botnvörpuskipa og sjó- manna um kaupkjör skuli lagður í gerð. 1938 – Lög um að ágreiningur milli Eimskipafélags Íslands hf. og Skipaút- gerðar ríkisins o.fl. annars vegar og Stýrimannafélags Íslands hins vegar skuli lagður í gerð. 1942 – Bráðabirgðalög um gerðardóm í kaupgjalds ñ og verðlagsmálum. 1960 – Lög um bann gegn vinnustöðv- un íslenskra atvinnuflugmanna. 1961 – Bráðabirgðalög um bann gegn stöðvun eða hindrun millilandaflugs ís- lenskra flugvéla. 1962 – Bráðabirgðalög til lausnar á síldveiðideilunni sumarið 1962. 1963 – Bráðabirgðalög um lausn kjara- deilu verkfræðinga. 1965 – Lög um lausn kjaradeilu at- vinnuflugmanna. 1966 - Bráðabirgðalög um lausn deilu framreiðslumanna og veitingamanna. 1967 – Bráðabirgðalög um framlengingu á kjarasamningi milli Apótekarafélags Ís- lands og Lyfjafræðingafélags Íslands. 1967 – Bráðabirgðalög um lausn deilu stýrimanna, vélstjóra og loftskeyta- manna á íslenskum farskipum og eig- enda íslenskra farskipa. 1969 – Lög um lausn kjaradeilu útvegs- manna og yfirmanna á bátaflotanum. 1969 – Bráðabirgðalög um skipan gerð- ardóms í kjaradeilu atvinnuflugmanna og flugvélstjóra og íslenskra flugfélaga. 1970 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls stýrimanna, vélstjóra, loftskeyta- manna og bryta á íslenskum farskipum. 1975 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, Sementsverksmiðju ríkisins og Kísiliðj- unni hf. 1979 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls á farskipum og verkbannsað- gerða Vinnveitendasambands Íslands. Bannið var endurnýjað með öðrum bráðabirgðalögum þar sem það hefði að öðrum kosti fallið úr gildi vegna þingrofs. 1981 – Lög um úrskurðaraðila í deilu um starfsaldurslista flugmanna Flug- leiða hf. 1984 – Bráðabirgðalög um lausn á deilu verkalýðsfélaga og sláturleyfishafa á Suðurlandi. 1985 – Lög um kjaradóm í verkfallsdeilu Flugfreyjufélags Íslands og Flugleiða hf. 1986 – Lög um lausn vinnudeilu Mjólk- urfræðingafélags Íslands annars vegar, Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambands samvinnufélag- anna hins vegar. 1986 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls félagsmanna í Skipstjórafélagi Íslands svo og félagsmanna í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, sem vinna á farskipum. 1986 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls flugvirkja og flugvélstjóra í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá Arnarflugi hf. 1993 – Lög um bann við verkfalli og verkbanni á Herjólfi. 1994 – Bráðabirgðalög um stöðvun verkfalls fiskimanna í aðildarfélögum Sjómannasambands Íslands og Far- manna- og fiskimannasambands Ís- lands utan Vestfjarða, svo og Vélstjóra- félagi Íslands, Vélstjórafélagi Suðurnesja og Vélstjórafélagi Vestmannaeyja. 1998 – Lög um kjaramál fiskimanna. 2001 – Lög um frestun á verkfalli fiski- manna. 2001 – Lög um kjaramál fiskimanna og fleira. 2004 – Lög um bann við verkfalli grunnskólakennara. HVER ER? COLIN POWELL Colin Powell, utanríkisráðherra Bandarík- janna, hefur sagt af sér embætti. Powell hefur á síðustu fjórum árum oft þurft að láta í minni pokann fyrir herskáum félög- um sínum í ríkisstjórninni. Bakgrunnur Colin Luther Powell fæddist í Harlem- hverfinu í New York 5. apríl 1937 en fluttist síðan með foreldrum sínum, inn- flytjendum frá Jamaíku, í Bronx-hverfið. Powell var innan við tvítugt þegar hann fór í herforingjaskóla en jafnframt nam hann við City College í New York. Snemma á sjöunda áratugnum var hann sendur til herþjónustu í Þýskalandi en síðar barðist hann í Víetnam þar sem hann slasaðist í þyrluslysi. Árið 1971 út- skrifaðist Powell úr George Washington háskólanum með MBA-gráðu. Powell hefur verið kvæntur Ölmu nokk- urri Johnson frá 1962. Hjá hinu opinbera Colin Powell réðst til starfa í varnarmála- ráðuneytinu í tíð Jimmy Carter og hélt þar áfram eftir að Reagan komst til valda. Árið 1983 varð hann aðstoðar- maður Caspars Weinberger, varnarmála- ráðherra í ríkisstjórn Reagans, og fjórum árum síðar varð hann þjóðaröryggisráð- gjafi forsetans. George Bush skipaði Powell oddvita yfirstjórnar Bandaríkja- hers árið 1989 en það er valdamesta staðan í hernum. Powell varð heims- frægur fyrir að skipuleggja árangursríkan hernað Bandaríkjamanna í Flóabardaga árið 1991. Hann lét svo af störfum fyrir herinn árið 1993 og tók í staðinn að sér sendifulltrúastörf fyrir ríkisstjórnina. Þannig var hann fulltrúi Bandaríkjanna við setningu Nelsons Mandela í forseta- embætti Suður-Afríku sama ár. Stjórnmálamaðurinn Strax eftir að Powell lét af störfum sínum fyrir herinn fóru báðir stóru stjórnmálaf- lokkarnir að bera víurnar í Powell. Í ævi- sögu sinni segir hann að hvorugur flokk- urinn hafi freistað sín á þeim tíma og því tilkynnti hann í nóvember 1995 að hann myndi ekki gefa kost á sér í forsetakosn- ingunum 1996. Skömmu síðar gekk Powell þó til liðs við Repúblikanaflokk- inn. Árið 2001 fékk George W. Bush hann í ríkisstjórn sína og hefur hann frá upphafi notið mikillar virðingar, bæði í heimalandi sínu og erlendis. Þrátt fyrir vinsældir sínar hefur Powell oft virst einangraður í rík- isstjórninni. Hann hefur verið talsmaður þess að stíga varlega til jarðar í öryggismálum á meðan haukarnir í stjórninni, Dick Cheney varaforseti, Don- ald Rumsfeld varnarmálaráðherra og Paul Wolfowitz aðstoðarvarnar- málaráðherra hafa hvatt til mun her- skárri stefnu. Þessu hefur hann kunnað mjög illa. Hann kunni þeim litlar þakkir fyrir að láta sér í hönd vafasamar upplýs- ingar um gereyðingarvopnaeign Íraka sem hann kynnti svo fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna enda þótti hann bera álitshnekki af málinu. Því kemur af- sögn Colins Powell ekki mjög á óvart. Dúfan í hópi haukanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.