Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 28
Hann er lamaður fyrir neðan háls eftir umferðar- slys sem hann var sjálfur valdur að. Það voru ekki mannleg mistök eða bilun í bíl sem ollu slysinu heldur ölvunarakstur. Handleggir og fæt- ur bera augljós merki lömunar. Vöðvar í stoð- kerfi líkamans hafa rýrnað vegna þess að þeir hafa ekki verið notaðir í rúm tuttugu ár. Hann réttir fram hægri handlegg þegar ég kem inn í stofuna. Hönd hans opnast ekki. Fingur eru krepptir og höndin máttlaus. Ég tek því utan um krepptan en máttlausan hnefann og heilsa hon- um. Eiginkonan býður mér upp á kaffisopa og skilur okkur síðan eftir inni í stofunni. „Vegna barna minna vil ég ekki að nafns míns sé getið. Börnin eru ung og ég hef ekki sagt þeim að ég hafi ekið undir áhrifum áfengis. Ég hef sagt þeim að ég hafi ekki verið í belti og þess vegna sé komið svona fyrir mér. Seinna mun ég segja þeim hið rétta.“ Við sitjum inni á snyrtilegu og smekklega inn- réttuðu heimili fjölskyldunnar. Hann er í hjóla- stólnum sem er orðinn stór hluti af persónu hans enda kemst hann ekkert án hans. Hann hefur verið háður honum í rúm tuttugu ár. „Ég er fæddur og uppalinn í sveit. Alger sveita- maður en hafði samt ekki hug á að ger- ast bóndi. Ég hafði mestan áhuga á bíl- um og vinnuvélum. Ég fór í verknáms- skóla í Reykjavík og var þar í tvö ár og ætlaði síðan í Iðnskólann að læra tré- smíðar. Mínir helstu vinir á þessum tíma voru vinnufélagarnir og lífið gekk út á það að vinna sér inn pening og skemmta sér. Ég fór á ball síðasta vetrardag, 23. apríl 1980. Fór þangað með vinnufélög- unum. Ég hafði ekið félögum mínum á ballið á mínum bíl. Síðan er það einhvern tíma á miðju balli að ég fæ mér í glas og það varð úr að ég fékk félaga minn sem drekkur ekki áfengi til að verða bílstjóri á bílnum mínum það sem eftir lifði kvöldsins. Hann ók mér og vinnufélaga mínum heim upp í Búrfell. Hugmyndin var sú að hann færi heim til sín fram í sveit á bílnum mínum og ég myndi koma daginn eftir á jeppa sem félagi okkar hafði skilið eftir uppi í Búrfellsvirkjun og skipta á jeppanum og bílnum mínum. Þetta ætl- aði ég að gera þegar það væri runnið af mér dag- inn eftir. Þegar við erum komnir upp í Búrfell ákveð ég að fara bara á jeppanum strax niður úr og keyra í samfloti með félögum mínum fram í sveit. Vera ekkert að bíða fram á morgundaginn, fannst ég ekki vera fullur.“ Varstu mikið ölvaður? „Ég tel það nú ekki vera. Maður er ekki dómbær á það.“ Fannst mönnum það yfirleitt í lagi að aka und- ir áhrifum áfengis? „Kannski ekki í lagi, en menn voru að stelast til þess töluvert. Niðri í Þjórsárdal stoppaði ég og talaði við fé- laga mína en hélt síðan ferðinni áfram. Við Gaukshöfða missi ég vald á bílnum. Hvernig það gerðist nákvæmlega man ég ekki. Hvort ég lenti í holu eða hvað? Hraðinn var líklegast of mikill.“ Ég lá á grúfu á veginum Manstu eftir sjálfu slysinu? „Ég man bara eft- ir látunum þegar þetta gerist. Þegar bílinn var að velta. Ég velti honum á miðjum veginum. Hann fór aldrei út af veginum. Ég man svo vel eftir hljóðunum – hávaðanum. Þetta voru svakaleg læti. Brothljóð. Á meðan á þessu stóð fóru í gegnum huga mér spurningar eins og af hverju er þetta að koma fyrir mig? Ég kastaðist út úr bílnum og lá eftir veltuna á veginum.“ Misstirðu meðvitund? „Nei. Félagar mínir sáu þetta ekki gerast heldur komu þeir akandi yfir hæðina rétt á eftir mér og þá blasti þetta við þeim. Bíllinn á hvolfi og ég liggjandi á veginum rétt hjá jeppanum. Ég man þegar þeir komu og töluðu við mig og ég heimtaði að þeir kæmu mér á fætur því að ég gat ekki staðið upp. Ég var með fulla meðvitund, en skildi ekki af hverju ég gat ekki hreyft mig né staðið upp. Ég vildi bara að þeir drifu í því að koma mér á fætur. Færu síðan með mig til læknis og allt yrði lagað.“ Hvenær er það sem þú áttar þig á því að það sé ekki hægt að laga þetta? „Maður heldur alltaf í vonina. Það var ekki sagt strax að þetta yrði varanlegt heldur var mér gefin von um það að eitthvað gæti gengið til baka, að ég gæti hugsanlega fengið einhvern mátt. Þegar félagar mínir komu að mér lá ég á grúfu á veginum. Þeir gerðu sér grein fyrir því að ég væri líklega hálsbrotinn og þorðu þess vegna ekki að hreyfa við mér, sem var alveg rétt af þeim. Annar þeirra fór yfir á næsta bæ og þaðan var hringt eftir sjúkrabíl. Þegar hann kom var ég búinn að liggja þarna hreyfingarlaus í u.þ.b. hálfa til eina klukkustund. Sjúkraflutningamennirnir gættu þess að setja mig þannig í börurnar að ég héldi sömu stellingu og ég hafði verið í þegar þeir komu að mér. Við tók mjög erfitt ferðalag alla leið á Borgarspítalann í Reykjavík, að hluta til eft- ir holóttum vegi. Það sem gerðist síðan þar komst reyndar á síður blaðanna. Þar voru lækna- kandídatar sem tóku þannig á móti mér að þeir komu með bekk til að setja mig á. Sneru mér við og skelltu mér síðan á bakið án þess að gæta þess sérstaklega að viðhalda stellingunni sem ég var í. Mér var sagt að ég hafi tryllst þegar þetta gerðist og síðan misst meðvitund. Það urðu einhver blaðaskrif út af þessari meðferð.“ „Maður setur líkamann í hendurnar á starfsfólki sjúkrahússins og reynir síð- an að lifa einhvern veginn án hans.“ Geturðu sagt frá því hvernig tilfinning það var að fá úrskurð um það að þú værir lamaður? „Maður fær í rauninni aldrei neitt sem heitir end- anleg niðurstaða. Þetta er að þróast allan tím- ann. Fyrst var gerð aðgerð þar sem hálsinn var spengdur saman þar sem hann hafði brotnað. Ég var í sjö vikur á Borgarspítalanum. Utan um höf- uðið á mér voru settar sérstakar járnspangir sem voru boraðar fastar inn í höfuðkúpuna og við þær var fest þungt lóð. Lóðið var til að toga brotið í sundur og halda því þannig að það greri sem best saman. Ég var festur niður í rúmið og síðan var því snúið þannig að annað hvort sneri ég and- litinu upp í loft eða niður í gólf. Þetta er gert til að koma í veg fyrir legusár. Allan þennan tíma var ég á mjög sterkum lyfjum. Var mestan tímann sofandi og gat aldrei spáð almennilega í þær að- stæður sem ég var kominn í. Vinir mínir heimsóttu mig en það reyndist þeim ekki auðvelt. Ég held að margir þeirra hafi átt erfitt með það. Það var auðvitað ekki sjón að sjá mig í þessu ástandi. Skyndilega var ég orðinn algerlega háður öðrum. Gat ekki einu sinni hreyft handleggina. Gat ekki borðað hjálparlaust. Lík- aminn tilfinningalaus og það var stundum eins og maður fjarlægðist sinn eigin líkama. Starfs- fólk spítalans gat í raun gert allan fjandann við mig án þess jafnvel að ég hefði hugmynd um það eða fyndi fyrir því. Maður setur líkamann í hend- urnar á starfsfólki sjúkrahússins og reynir síðan að lifa einhvern veginn án hans.“ Hvað tekur svo við eftir þessar sjö vikur? „Ég var síðan tæp tvö ár á Grensásdeildinni í endurhæfingu. Þar snerist líf mitt um það eitt að ná aftur eins mikilli færni og mögulegt var. Reyna að verða sem mest sjálfbjarga. Eftir endurhæf- inguna fór lífið síðan að snúast um það að fá ein- hverja vinnu við hæfi, en það var mjög erfitt. Að finna húsnæði var einnig mjög erfitt, miklu erfiðara en það er í dag. Ég var atvinnulaus í dágóðan tíma. Lagði mig reyndar ekki mjög mikið fram við það að finna vinnu, að minnsta kosti ekki í fyrstu því það má segja að það sé full vinna að vera svona á sig kominn og ná tökum á lífinu á ný utan sjúkrahúss. Ef maður ætlar að vera sæmilega sjálf- bjarga þá taka einföldustu hlutir svo langan tíma. Það er hins vegar félagslega mjög mikilvægt að fara að vinna sem fyrst í stað þess að loka sig af og einangrast.“ Tókst þér að finna vinnu? „Já, fyrst fékk ég vinnu á Kjarvalsstöðum en hef verið í þeirri vinnu sem ég stunda í dag í 17 ár.“ Breyttist sjálfsmynd þín? „Kannski gildismat frekar en sjálfsmynd. Lífið hefur annað gildi þeg- ar fótunum er kippt undan manni í einni svipan.“ Hvað með samskipti við konur? Kom einhvern tíma upp í huga þér að einhver tiltekin kona myndi ekki vilja líta við þér eins og ástatt var fyrir þér? „Já, örugglega. Ég átti aldrei von á því að ég gæti stofnað til sambands sem myndi endast. Maður gat ekki ímyndað sér að nokkur myndi vilja það.“ Það hefur þá verið erfitt að verða ástfanginn? „Já, ég hugsa að ég hafi áður fyrr aldrei viljað leyfa því að ganga svo langt því þá væri maður að setja viðkomandi í erfiðar aðstæður.“ Fékkst þú einhverja áfallahjálp? „Nei, enga. Ég fékk stuðning frá starfsfólki spítalans en það var aldrei meðvituð áfallahjálp og í raun má segja að þetta orð hafi ekki verið til á þessum tíma.“ Ertu þeirrar skoðunar að ölvunin hafi verið meginorsök slysins? „Það er ekki spurning. Við- bragðsflýtir og aðgætni var auðvitað ekki í lagi. Reyndar kom fleira til því það voru t.d. engin ör- yggisbelti í bílnum.“ Gerði ráð fyrir að sleppa í þetta sinn Hlaustu einhvern dóm líkt og almennt tíðkast fyrir ölvunarakstur? „Ég er reyndar ekki viss um að áfengismagnið í blóðinu hafi verið mælt. Ég hlaut engan dóm sérstaklega fyrir áfengisneysl- una og mig minnir að það eina sem komi fram í lögreglu- eða læknaskýrslum sé að það hafi fund- ist áberandi áfengislykt. Lögregla var ekki kölluð á staðinn. Í stað þess kom sjúkrabíll ofan úr Búr- fellsvirkjun.“ Reyndirðu einhvern tíma að afneita því að áfengisneysla hefði verið meginorsök slyssins? „Já, sennilega hef ég gert það á einhverjum tíma- punkti. Hafði sjálfsagt gert ráð fyrir að sleppa í þetta sinn eins og áður án þess að hafa hugsað það þannig. Ég held að fólk aki oftast undir áhrif- um hugsunarlaust frekar en að það sé einhver hugsun á bak við það.“ Reyndu félagar þínir að koma í veg fyrir að þú myndir aka? „Mér finnst það líklegt þó ég muni það ekki alveg. Það er reyndar of algengt að fólk komist upp með það að aka án þess að menn skipti sér af því.“ Manstu eftir því sem ungur maður að þú hafi upplifað þig sem ódauðlegan? Að þér væru allir vegir færir? „Já, ég man eftir því.“ Þú hefur kannski hugsað þannig þegar þú hélst af stað í þessa örlaga ríku ferð? „Já, en ungt fólk lifir hratt og tekur áhættu upp á líf og dauða.“ Hvernig verður þér við þegar þú heyrir fréttir um ölvunarakstur? „Það fær alltaf á mann. Það er staðreynd að fólk ekur ölvað. Bara spurning hver verður næstur. Það er alls staðar verið að aka undir áhrifum áfengis og reyndar ekki bara áfengis, menn aka einnig undir áhrifum fíkniefna og lyfja.“ Er hægt að segja að þú hafir þrátt fyrir allt ver- ið heppinn þar sem þú ollir ekki slysi á einhverj- um öðrum? „Já, lán í óláni. Það er eitthvað sem aldrei væri hægt að losna við. Maður getur tekist á við sínar eigin aðstæður og auðvitað þurfa aðstand- endur mínir að takast á við þetta líka. Sem betur fer er ekki um það að ræða að aðstandendur ein- hvers annars, t.d. einhvers vinar míns, þurfi að takast á við sorg sem ég hef orðið valdur að. Ég hef reyndar kynnst mönnum sem hafa lent í slíku og það hlýtur að vera óbærilegt.“ Stundaðir þú einhverjar íþróttir sem þú getur ekki stundað eftir slysið? „Nei, ég gerði það nú ekki. Var ekki mikill íþróttaáhugamaður en ef ég gæti þá myndi ég helst vilja geta stundað kappakstur. Þótt svona sé fyrir mér komið hefur áhuginn á bílum og bílaíþróttum ekkert minnkað. Mig dauðlangar að stökkva í fallhlíf en ég efast samt um að ég myndi þora það því mér finnst það vera áhætta upp á líf og dauða.“ Þú átt tvö börn. Kemur þú til með að segja þeim einhvern tíma að þú hafir verið ölvaður? „Já, ég mun segja þeim það. Það mun ekki reyn- ast mér erfitt þegar þau hafa þroska til. Ég mun nota það sem víti til varnaðar.“ Talið berst að örorkubótum og því hvernig ein- staklingar standa fjárhagslega eftir áfall sem þetta. Konan hans kemur inn og býður ábót á kaffið. „Það er nú svo skrýtið að þegar maður verður fyrir svona slysi þá fær maður ekkert út úr trygg- ingunum af því að maður ók undir áhrifum áfeng- is,“ segir hann. „Það er í raun ekki skrítið,“ segir konan hans. „Fólk sem veldur sjálfu sér eða öðrum skaða með því að aka undir áhrifum áfengis er ábyrgt gjörða sinna og á eðlilega ekki rétt á bótum frá tryggingarfélögum. Þetta eru aðstæður sem hægt er á mjög einfaldan hátt að komast hjá – með því einfaldlega að aka aldrei eftir að hafa dreypt á áfengi.“ EMM Ég skildi ekki af hverju ég gat ekki hreyft mig eða staðið upp „Þegar við erum komnir upp í Búrfell ákveð ég að fara bara á jeppanum strax niður úr og keyra í samfloti með félögum mínum fram í sveit. Vera ekkert að bíða fram á morgun- daginn, fannst ég ekki vera fullur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.