Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 FER‹ALEIKURINN ER Á VISIR.IS – TAKTU fiÁTT! Þú gætir unnið ferð til Kaupmannahafnar eða London! edda.is „Stórvirki“ Félagsvísindastofnun 1. – 15. nóv. 3. Skáldverk „Ólafur Jóhann lýsir persónum og umhverfi af stakri snilld og fangar lesandann áreynslulaust inn í söguheim sinn. Hann býr einfaldlega yfir þeirri náðargáfu að kunna að segja sögu ... Sagan er allt í senn sorgleg, fyndin, mannleg og ævintýri líkust.“ − Hlynur Páll Pálsson, Fréttablaðið „Frábær bók, skemmtileg ... tvímælalaust besta bók Ólafs Jóhanns.“ − Gísli Marteinn Baldursson, RÚV. „Heldur lesanda föngnum ... Sakleysingjarnir eru enn eitt stórvirki Ólafs Jóhanns. Þetta er yfirgripsmikil skáldsaga sem kemur með ný sjónarmið inn í íslenskar bókmenntir.“ − Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. Ólafur Jóhann Ólafsson er tilnefndur til IMPAC verðlaunanna 2005 sem eru ein virtustu alþjóðlegu bókmenntaverðlaun í heimi. Trúarofstækir trúleysingjar Það er vægast sagt útbreidd tískameðal fólks að flokka kristna trú sem gamaldags bábilju; í besta falli jafnmeinlausa og hjátrú á álfa og tröll, og í versta falli sem undirrót alls ills í veröldinni. Trúarafneitun er mjög greinileg hjá ungu fólki sem virðist í vaxandi mæli líta á ferminguna sem kveðjustund við kirkju og kvöldbænir, og ákveður að ganga út í lífið á sínum eigin vegum en ekki einhvers guðs sem ung- mennin álykta af umhverfi sínu að enginn heilvita maður trúi á lengur. ÞAÐ eru því miður ekki bara ung- menni sem hafa orðið fórnarlömb tómhyggju nútímans á Vesturlönd- um. Það voru foreldrar þeirra og foreldrar foreldranna sem tóku tækni- og neyslutrú og héldu að úr því að vísindin gátu framfleytt heil- um þjóðum hlytu þau líka að vera heppileg undirstaða andlegrar vellíðanar. ÞESSIR blessaðir trúleysingjar feta svo sinn stíg út í lífið og líta á sjálfa sig sem æðsta vald í öllum málum og trúa á dómgreind sína, skynsemi og kannski fyrst og fremst á vísindin – það er að segja þann sannleika sem vísindin hafa nýlegast uppgötvað. Þessi raunalega og sjálfhverfa tómhyggja er hluti af skýringunni á því af hverju líf fólks snýst fyrst og fremst um ofneyslu og ofát og síðan yfirbót í formi megrunarkúra eða strangra leik- fimiæfinga. En það er önnur saga, og verður ekki rakin hér að sinni. SÉRHVER einstaklingur verður að gera það upp við sig sjálfur/sjálf hvort hann/hún ætlar að leiða fram líf sitt í trú á eilífan anda eða æðri mátt handan við sköpunarverkið. Þetta val er því miður oft fram- kvæmt í miklu kæruleysi og án dýpri íhugunar. Sem er ákaflega sorglegt, en það er líka önnur saga. BURTSÉÐ frá því hversu dapurleg tómhyggja nútímans er, þá er trúar- ofstæki trúleysingjanna ennþá dap- urlegra. Fjandskapur við kristna trú sem brýst einkum fram í hæðnis- orðum og kaldhæðni er reyndar meinlítill miðað við þá illsku sem brýst fram í ofstæki og fjandskap gagnvart framandlegri trúarbrögð- um – sem aftur leiðir til útlendinga- haturs, þjóðrembu og fasisma. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.