Fréttablaðið - 24.11.2004, Síða 56

Fréttablaðið - 24.11.2004, Síða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 FER‹ALEIKURINN ER Á VISIR.IS – TAKTU fiÁTT! Þú gætir unnið ferð til Kaupmannahafnar eða London! edda.is „Stórvirki“ Félagsvísindastofnun 1. – 15. nóv. 3. Skáldverk „Ólafur Jóhann lýsir persónum og umhverfi af stakri snilld og fangar lesandann áreynslulaust inn í söguheim sinn. Hann býr einfaldlega yfir þeirri náðargáfu að kunna að segja sögu ... Sagan er allt í senn sorgleg, fyndin, mannleg og ævintýri líkust.“ − Hlynur Páll Pálsson, Fréttablaðið „Frábær bók, skemmtileg ... tvímælalaust besta bók Ólafs Jóhanns.“ − Gísli Marteinn Baldursson, RÚV. „Heldur lesanda föngnum ... Sakleysingjarnir eru enn eitt stórvirki Ólafs Jóhanns. Þetta er yfirgripsmikil skáldsaga sem kemur með ný sjónarmið inn í íslenskar bókmenntir.“ − Skafti Þ. Halldórsson, Mbl. Ólafur Jóhann Ólafsson er tilnefndur til IMPAC verðlaunanna 2005 sem eru ein virtustu alþjóðlegu bókmenntaverðlaun í heimi. Trúarofstækir trúleysingjar Það er vægast sagt útbreidd tískameðal fólks að flokka kristna trú sem gamaldags bábilju; í besta falli jafnmeinlausa og hjátrú á álfa og tröll, og í versta falli sem undirrót alls ills í veröldinni. Trúarafneitun er mjög greinileg hjá ungu fólki sem virðist í vaxandi mæli líta á ferminguna sem kveðjustund við kirkju og kvöldbænir, og ákveður að ganga út í lífið á sínum eigin vegum en ekki einhvers guðs sem ung- mennin álykta af umhverfi sínu að enginn heilvita maður trúi á lengur. ÞAÐ eru því miður ekki bara ung- menni sem hafa orðið fórnarlömb tómhyggju nútímans á Vesturlönd- um. Það voru foreldrar þeirra og foreldrar foreldranna sem tóku tækni- og neyslutrú og héldu að úr því að vísindin gátu framfleytt heil- um þjóðum hlytu þau líka að vera heppileg undirstaða andlegrar vellíðanar. ÞESSIR blessaðir trúleysingjar feta svo sinn stíg út í lífið og líta á sjálfa sig sem æðsta vald í öllum málum og trúa á dómgreind sína, skynsemi og kannski fyrst og fremst á vísindin – það er að segja þann sannleika sem vísindin hafa nýlegast uppgötvað. Þessi raunalega og sjálfhverfa tómhyggja er hluti af skýringunni á því af hverju líf fólks snýst fyrst og fremst um ofneyslu og ofát og síðan yfirbót í formi megrunarkúra eða strangra leik- fimiæfinga. En það er önnur saga, og verður ekki rakin hér að sinni. SÉRHVER einstaklingur verður að gera það upp við sig sjálfur/sjálf hvort hann/hún ætlar að leiða fram líf sitt í trú á eilífan anda eða æðri mátt handan við sköpunarverkið. Þetta val er því miður oft fram- kvæmt í miklu kæruleysi og án dýpri íhugunar. Sem er ákaflega sorglegt, en það er líka önnur saga. BURTSÉÐ frá því hversu dapurleg tómhyggja nútímans er, þá er trúar- ofstæki trúleysingjanna ennþá dap- urlegra. Fjandskapur við kristna trú sem brýst einkum fram í hæðnis- orðum og kaldhæðni er reyndar meinlítill miðað við þá illsku sem brýst fram í ofstæki og fjandskap gagnvart framandlegri trúarbrögð- um – sem aftur leiðir til útlendinga- haturs, þjóðrembu og fasisma. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.