Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 24. nóvember 2004 ■ TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Moby gefur út sína fimmtu hljóðversplötu, Hotel, þann 14. mars á næsta ári. Fyrsta smáskífan af plötunni kemur út 28. febrúar. Platan var tekin upp og hljóð- blönduð í íbúð Mobys, Electric Lady-hljóðverinu og í Loho-hljóð- verinu í New York. Alls verða fjórtán lög á nýju plötunni og syng- ur Moby einn á tíu þeirra og dúett á tveimur með Laura Dawn. Verð- ur þetta fyrsta plata hans þar sem raddbútum verður ekki skeytt inn í lögin. Moby spilar á öll hljóðfæri á plötunni nema trommur. ■ MOBY Tónlistarmaðurinn Moby sendir frá sér sína fimmtu hljóðversplötu í mars á næsta ári. Ný plata í mars Tvíkynhneigður Alexander? Jonny Greenwood, gítarleikari Radiohead, mun koma fram í næstu Harry Potter-mynd ásamt Jarvis Cocker, söngvara Pulp. Koma þeir fram í litlu hlutverki sem hluti af nornahóp sem kallar sig Wyrd Sisters. Myndin kallast Harry Potter og eldbikarinn og verður sú fjórða í röðinni um galdrastrákinn og vini hans. Greenwood og Cocker eru ekki einu poppstjörnurnar sem hafa sést í Harry Potter-mynd því söngv- arinn Ian Brown kom fram í litlu hlutverki í þeirri síðustu, Harry Potter og fanginn í Azkaban. ■ JONNY GREENWOOD Gítarleikari Radiohead mun sjást í næstu Harry Potter-mynd. Popparar í Harry Potter ■ KVIKMYNDIR ■ KVIKMYNDIR Það er yfirleitt mikið fjaðrafok í kringum kvikmyndir bandaríska leikstjórans Oliver Stones. Skemmst er að minnast kvik- myndanna JFK og Nixon þar sem Stone fór sínar eigin leiðir í nálg- un sinni að viðfangsefni sínu. Í kvöld verður svo nýjasta afurð Stones frumsýnd vestanhafs, kvikmyndin um Alexander mikla með Colin Farrell í aðalhlutverk- inu, en myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Myndin var þó farin að vekja umtal áður en hún var frumsýnd, þar sem Oliver Stone lýsti því yfir í viðtali við karlatímaritið Play- boy, að Alexander mikli yrði sýnd- ur sem tvíkynhneigður. Í mynd- inni sést Alexander mikli nefni- lega kyssa makedónískan leið- toga, og vel vaxinn Persa auk þess sem Hephaistion, sem leikinn er af Jared Leto, virðist vera hans helsta ást. Þetta hefur farið mikið fyrir brjóstið á Grikkjum, og nú hefur hópur grískra lögfræðinga hótað kvikmyndafyrirtækinu Warner Bros, lögsókn verði kvik- myndin ekki kynnt sem söguleg skáldsaga. Sjálfur segir Stone að kynferði hafi verið litið öðrum augum á þessum tíma og að Alexander mikli hafi lifað á tímum frjálsræð- is í kynlífi „Alexander lifði á mun heiðarlegri tíma. Ungir strákar voru með strákum þegar þeir vildu það“.Og þó að ekki sé nein bein myndræn framsetning á tví- kynhneigð Alexanders, þá segir Oliver Stone að hún ætti ekki að fara framhjá neinum „Þegar Alex- ander segir, „vertu með mér í nótt, Hephaistion, og þú færð það“, þá ætti fólki að vera fyllilega ljóst hvað er í gangi“. Söguskilningur Oliver Stones er því ekki hverjum og einum gefin. ■ ALEXANDER MIKLI Kyssir mann og ann- an í nýjustu mynd Oliver Stones.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.