Fréttablaðið - 24.11.2004, Síða 47

Fréttablaðið - 24.11.2004, Síða 47
MIÐVIKUDAGUR 24. nóvember 2004 ■ TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Moby gefur út sína fimmtu hljóðversplötu, Hotel, þann 14. mars á næsta ári. Fyrsta smáskífan af plötunni kemur út 28. febrúar. Platan var tekin upp og hljóð- blönduð í íbúð Mobys, Electric Lady-hljóðverinu og í Loho-hljóð- verinu í New York. Alls verða fjórtán lög á nýju plötunni og syng- ur Moby einn á tíu þeirra og dúett á tveimur með Laura Dawn. Verð- ur þetta fyrsta plata hans þar sem raddbútum verður ekki skeytt inn í lögin. Moby spilar á öll hljóðfæri á plötunni nema trommur. ■ MOBY Tónlistarmaðurinn Moby sendir frá sér sína fimmtu hljóðversplötu í mars á næsta ári. Ný plata í mars Tvíkynhneigður Alexander? Jonny Greenwood, gítarleikari Radiohead, mun koma fram í næstu Harry Potter-mynd ásamt Jarvis Cocker, söngvara Pulp. Koma þeir fram í litlu hlutverki sem hluti af nornahóp sem kallar sig Wyrd Sisters. Myndin kallast Harry Potter og eldbikarinn og verður sú fjórða í röðinni um galdrastrákinn og vini hans. Greenwood og Cocker eru ekki einu poppstjörnurnar sem hafa sést í Harry Potter-mynd því söngv- arinn Ian Brown kom fram í litlu hlutverki í þeirri síðustu, Harry Potter og fanginn í Azkaban. ■ JONNY GREENWOOD Gítarleikari Radiohead mun sjást í næstu Harry Potter-mynd. Popparar í Harry Potter ■ KVIKMYNDIR ■ KVIKMYNDIR Það er yfirleitt mikið fjaðrafok í kringum kvikmyndir bandaríska leikstjórans Oliver Stones. Skemmst er að minnast kvik- myndanna JFK og Nixon þar sem Stone fór sínar eigin leiðir í nálg- un sinni að viðfangsefni sínu. Í kvöld verður svo nýjasta afurð Stones frumsýnd vestanhafs, kvikmyndin um Alexander mikla með Colin Farrell í aðalhlutverk- inu, en myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Myndin var þó farin að vekja umtal áður en hún var frumsýnd, þar sem Oliver Stone lýsti því yfir í viðtali við karlatímaritið Play- boy, að Alexander mikli yrði sýnd- ur sem tvíkynhneigður. Í mynd- inni sést Alexander mikli nefni- lega kyssa makedónískan leið- toga, og vel vaxinn Persa auk þess sem Hephaistion, sem leikinn er af Jared Leto, virðist vera hans helsta ást. Þetta hefur farið mikið fyrir brjóstið á Grikkjum, og nú hefur hópur grískra lögfræðinga hótað kvikmyndafyrirtækinu Warner Bros, lögsókn verði kvik- myndin ekki kynnt sem söguleg skáldsaga. Sjálfur segir Stone að kynferði hafi verið litið öðrum augum á þessum tíma og að Alexander mikli hafi lifað á tímum frjálsræð- is í kynlífi „Alexander lifði á mun heiðarlegri tíma. Ungir strákar voru með strákum þegar þeir vildu það“.Og þó að ekki sé nein bein myndræn framsetning á tví- kynhneigð Alexanders, þá segir Oliver Stone að hún ætti ekki að fara framhjá neinum „Þegar Alex- ander segir, „vertu með mér í nótt, Hephaistion, og þú færð það“, þá ætti fólki að vera fyllilega ljóst hvað er í gangi“. Söguskilningur Oliver Stones er því ekki hverjum og einum gefin. ■ ALEXANDER MIKLI Kyssir mann og ann- an í nýjustu mynd Oliver Stones.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.