Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 15
F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 13:00–17:00 Í samræmi vi› glæsilega hönnun á Nissan Primera, er bíllinn hla›inn búna›i. Sem dæmi flá er fletta eini fólksbíllinn á marka›inum sem hefur innbygg›a bakk- myndavél og skjá sem tryggir a› ekkert fari úrskei›is. Nissan Primera – n‡ og fersk nálgun Almera og Micra – a›eins fyrir kröfuhar›a VETRARTILBO‹ Primera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 4 2.380.000 kr. 2.240.000 kr. Primera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 5 2.445.000 kr. 2.305.000 kr. Tilbo›sver› gildir frá 1. nóv. – 31. des. 2004 Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Ver›skrá Tilbo›sver› – á n‡jum Nissan KAUPAUKI Vetrardekk me› umfelgun fylgja öllum Nissan á vetrartilbo›i. Nissan Micra Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Micra Visia 1,2i Beinskiptur 80 3 Ver›skrá 1.390.000 kr. Tilbo›sver› 1.300.000 kr. Micra Visia 1,2i Beinskiptur 80 5 Ver›skrá 1.440.000 kr. Tilbo›sver› 1.350.000kr. Micra Visia 1,2i Sjálfskiptur 80 5 Ver›skrá 1.590.000 kr. Tilbo›sver› 1.500.000 kr. Nissan Almera Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Almera Visia 1,5i Beinskiptur 90 5 Ver›skrá 1.730.000 kr. Tilbo›sver› 1.620.000 kr. Almera Acenta 1,8i Beinskiptur 116 5 Ver›skrá 1.830.000 kr. Tilbo›sver› 1.690.000 kr. Almera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 5 Ver›skrá 1.930.000 kr. Tilbo›sver› 1.790.000 kr. Almera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 4 Ver›skrá 1.940.000 kr. Tilbo›sver› 1.800.000 kr. 15MIÐVIKUDAGUR 1. desember 2004 Eins og Mogginn fyrir tíu árum Það var greinilegt að Þórður Pálsson, forstöðumað- ur greiningardeildar KB banka, var ekki ýkja hrifinn af öllu sem kom fram hjá Árna Mathiesen sjávarút- vegsráðherra á ráðstefnu Kauphallarinnar um sjáv- arútvegsfyrirtæki í gær. Í pallborðsumræðum sagði Þórður að málflutningur Árna hefði ekki einkennst af bjartsýni heldur hafi hann verið fastur í fortíð- inni. Undir þessa skoðun tók Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Styrmir sagði að skoðanir Árna væru líkar þeim sem ritstjórn Morgunblaðsins hafði fyrir tíu árum. Árni lét ekki bilbug á sér finna og sagði að fyrir sitt leyti þætti honum þetta ekki slæm einkunn enda þætti honum Morgunblaðið um margt hafa verið betra fyrir tíu árum heldur en nú. Prentfrelsið ekki út af tiltekinni bók Þórði þótt áhugavert hvernig sjávarútvegsráðherra talaði um reglur um erlenda fjárfestingu í sjávarút- vegi. Í ræðu sinni sagði ráðherrann að hvorki hann né starfsmenn sjávarútvegsráðuneytisins hefðu orðið varir við þrýsting frá útlöndum um að breyta reglum um fjárfestingu erlendra aðila í útveginum. Þetta fannst Þórði ekki vera mikil tíðindi enda væri sjávarútvegsráðherra ekki að selja hlutabréf í sjáv- arútvegsfyrirtækjum. Þórður benti svo á að þótt sjávarútvegsráðherra kæmi ekki auga á áhuga er- lendra aðila á að fjárfesta í sjávarútvegi þá væri það heldur ekki hans hlut- skipti. Reglurnar ættu að bjóða upp á mögu- leika en ekki vera sniðn- ar að því að ákveðnar hugmyndir yrðu að veruleika. „Prentfrelsinu var ekki komið á svo unnt væri að prenta ein- hverja eina tiltekna bók,“ sagði hann og uppskar mikinn hlátur í saln- um. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.441 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 223 Velta: 2.528 milljónir -0,90% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Væntingavísitala Gallup lækk- aði milli október og nóvember. Nú hefur vísitalan lækkað tvo mánuði í röð um alls 18 punkta. Greiningardeild Íslandsbanka telur að kennaraverkfallið hafi haft neikvæð áhrif á væntingar. Væntingar neytenda í Banda- ríkjunum minnkuðu einnig í nóv- ember, fjórða mánuðinn í röð. Vegna hækkunar á áfengis- gjaldi hafa greiningardeildir bank- anna hækkað verðbólguspá sína. KB banki og Íslandsbanki spá nú 0,3 prósenta hækkun. Lands- bankinn spáir 0,2 prósenta hækkun. Hagstofan greindi frá þvi að aflaverðmæti á fyrstu átta mánuð- um ársins hafi verið 45,9 milljarð- ar. Þetta er 3,5 prósenta lækkun frá því í fyrra. vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,20 -0,74% ... Bakkavör 24,50 -2,00% ... Burðarás 12,20 -2,40% ... Atorka 5,55 -0,89% ... HB Grandi 8,00 -2,44% ... Íslandsbanki 11,60 - ... KB banki 448,00 - 0,88% ... Landsbankinn 12,30 -1,99% ... Marel 57,20 -2,05% ... Medcare 6,09 +0,66% ... Og fjarskipti 3,35 -1,47% ... Opin kerfi 27,60 -0,72% ... Samherji 12,40 -1,59% ... Straumur 9,60 +0,52% ... Össur 87,00 -0,57% Medcare 0,66% Straumur 0,52% Kögun 0,43% HB Grandi -2,44% Burðarás -2,40% Marel -2,05% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is BERA SAMAN BÆKUR SÍNAR Edda Rós Karlsdóttir ráðstefnustjóri og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Ís- lands. Óvissa háir útveginum Óvissa um pólitísk afdrif kvóta- kerfisins eru meðal ástæðna þess að sjávarútvegsfyrirtækjum í Kauphöll Íslands hefur fækkað hratt á síðustu árum. Þetta segja sérfræðingar sem ávörpuðu ráð- stefnu Kauphallarinnar í gær. Sjávarútvegsráðherra taldi hins vegar að nú væri kominn á góður friður um kerfið og nefndi því til stuðnings að búið væri að kjósa fimm sinnum til Alþingis frá því kvótakerfið var tekið upp. Á fundinum fjölluðu ýmsir sér- fræðingar um íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki en kveikja umræð- unnar er skýrsla eftir Prófessor Friðrik Má Baldursson og Stefán B. Gunnlaugsson. Í skýrslunni segir að lítil velta með hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum, lág ávöxtun, takmarkaðir vaxtar- möguleikar og pólitískir óvissu- þættir hafi valdið áhugaleysi fjár- festa á hlutabréfum í sjávarút- vegsfyrirtækjum. Þá kom fram að lágar arð- greiðslur, miklar fjárfestingar og óvissa í rekstri drægju úr eftir- sókn eftir bréfum sjávarútvegs- fyrirtækja enda séu háar arð- greiðslur og stöðugur rekstur jafnan talin mikilvæg fyrirtækj- um sem ekki geta boðið hluthöf- um upp á öran vöxt. - þk Krónan í hámarki Gengi íslensku krónunnar hefur ekki verið sterkara síðan í lok árs- ins 2000. Gengisvísitala krónunn- ar var 118 við lokun markaða í gær. Þetta er lægsta gildið frá því 6. nóvember árið 2000. Eftir því sem gengisvísitalan er lægri þeim mun ódýrara er að kaupa erlenda mynt í íslenskum krónum. Lágt gildi hennar gefur því til kynna hátt verðgildi krón- unnar. Bandaríkjadalur heldur einnig áfram að falla í verði, bæði gagn- vart evru og íslensku krónunni. Dalurinn var í gærmorgun skráð- ur á 64,98 krónur en það er lægsta gildi hans frá því 14. ágúst 1995. Á gjaldeyrismörkuðum féll Bandaríkjadalur lítillega gagn- vart evru og fást nú 1,33 evrur fyrir hvern Bandaríkjadal. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.