Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 33
Besti greinahöfundur landsins, Guðmundur Andri Thorsson, skrif- aði pistil í Fréttablaðið nýlega. Hann deilir hart á þá sem honum finnst ekki vilja sporna gegn aukn- ingu gróðurhúsaaáhrifa af manna- völdum og kallar þá „reiðareks- menn“ sem er greinilega niðrandi skammaryrði. Hann skrifar: „Mál- flutningi reiðareksmanna má lýsa svona: í fyrsta lagi er hitastig ekk- ert að hækka; í öðru lagi er það gott að hitastig sé að hækka vegna þess að þá opnast skipaleiðir fyrir okkur og veðrið batnar, í þriðja lagi er of seint að gera nokkuð við því að hita- stig sé að hækka, of dýrt og nær að flytja fólk burt af hættusvæðum“. Orðunum virðist vera beint til stjórnvalda. Sem betur fer er þessi lýsing þó einungis fyndið hugarfóst- ur Guðmundar Andra. Enginn held- ur þessari mótsagnakenndu þvælu fram í reynd. Málflutningur Guðmundar Andra er því villandi eins og stund- um vill verða í orðræðu umhverfis- sinna um gróðurhúsaáhrifin. Það er efalaust að hitastig á jörðinni hefur hækkað síðustu öldina og gróður- húsalofttegundir aukist í andrúms- loftinu af mannavöldum og líklegt er að það valdi einhverju um hlýn- unina þó það sé reyndar enn ekki sannað. Samt eru nokkur atriði sem íslenskir umhverfissinnar mættu alveg muna eftir. Til dæmis að ef sú hlýnun sem spáð er gengur eftir mun veðurfar á Íslandi batna í raun og veru og opna margvíslega mögu- leika. Jafnvel þó hlýnunin hefði skaðleg áhrif á heimsbyggðina í heild, sem reyndar er deilt talsvert um, hlýtur þetta atriði að skipta okkur miklu máli vegna þess að við búum hér en ekki einhvers staðar annars staðar á jörðunni. En um- hverfissinnar nefna aldrei þessi já- kvæðu áhrif, hvað þá fjalla um þau efnislega. Láta bara eins og þau séu ekki. Hvers vegna? Ástæðan er rétt- trúnaður sem búinn hefur verið til af umhverfissinnum í Samfylking- unni og Vinstri grænum, sem mega heita þeir einu sem hér á landi túlka niðurstöður og spár vísindamanna um hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa og afleiðinga þeirra og gera það eftir sínu eigin sjónarhorni. Margir óttast að vera taldir flón ef þeir fylgja ekki ströngustu kreddum þessara umhverfissinna um skað- lega hlýnun á norðurslóðum og á allri jörðunni vegna gróðurhúsa- áhrifa. Kreddurnar felast í því að tíunda það neikvæða sem hægt er að finna í niðurstöðum rannsókna og líkanasviðsmyndum, en sleppa öllu jákvæðu, gæta ekki að fyrirvör- um, sem eru miklir, og óvissu sem er enn meiri, gefa í skyn að hugsan- legir möguleikar séu staðreyndir og forðast allar rökræður um álitamál. Og ef menn gera ekki þessar leik- reglur að sínum er þeim einfaldlega ýtt út úr umræðunni. ■ Kreddur um gróðurhúsaáhrif MIÐVIKUDAGUR 1. desember 2004 SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON SKRIFAR UM GRÓÐURHÚSAÁHRIF www.sonycenter.is Sími 588 7669 Skýrari mynd en þú átt að venjast! Opið í dag! *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Digital Comb Filter tryggir að þú sérð öll smáatriðin í myndinni skýrar. Sjáðu muninn. Mynd í mynd. Þú horfir á tvær stöðvar í einu, og missir ekki af neinu. Borð í kaupbæti sem er hannað undir sjónvarpstækið að andvirði 24.950. 32” Sony sjónvarp KV-32CS76 • 100 Hz Digital Plus • 3 Scart tengi • Stafræn myndleiðrétting (DNR) • Virtual Dolby Surround BBE • Forritanleg fjarstýring fylgir 12 mánaða greiðslur vaxtalaust. Þú veist hvað þú borgar mikið á mánuði. Verð 131.940 krónur eða 10.995 krónur á mánuði vaxtalaust* 32”

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.