Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 1. desember 2004 23 Utah Jazz varð fyrir áfalli í leik gegn San Anton- io Spurs í NBA-körfu- boltanum um helg- ina þegar framherjinn Andrei Kirilenko meidd- ist á hné. Kirilenko lenti í samstuði við Beno Udrih í tapleik Jazz gegn Spurs. Kappinn, sem hefur reynst liði sínu drjúgur í vetur, missir af næstu fimm leikjum. Walter Smith, fyrrum knatt-spyrnustjóri Glasgow Rangers, hefur verið boðið að gerast þjálfari skoska landsliðsins. Skoska knattspyrnu- sambandið hefur átt í viðræðum við Smith síðan að Þjóðverjinn Berti Vogts sagði starfi sínu lausu í síðasta mánuði. Smith var einkar sigursæll með Rangers og vann 13 titla með liðinu. Hann hélt síðan til Everton árið 1998. Búist er við að tilkynnt verði um ráðninguna á morgun. Alex Ferguson, knattspyrnustjóriManchester United, býst við að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, efni loforð sitt og mæti með varaliðið þegar liðin mætast í kvöld á Old Trafford. „Ég þekki einn eða tvo úr því liði og það hefur náð góðum úrslitum gegn Everton og Manchester City,“ sagði Ferguson. Það hefur oft andað köldu á milli liðanna tveggja og verður væntanlega engin breyting á því í leiknum í kvöld. Lögreglan í Detroit, sem rannsakarslagsmálin á leik Detroit Pistons og Indiana Pacers, segist hafa fundið manninn sem henti stól í átt að leikmönnum Pacers. Sá heitir Bryant Jackson og er 35 ára ársmiðahafi á Pistons. Hann hefur hvorki verið handtekinn né yfirheyrður að svo stöddu en að sögn lögreglunnar þykist hún viss í sinni sök af myndbandsupptöku að dæma. Rafael Herrerias, forsetimexíkóska liðsins Veracruz, er kominn í sex mánaða bann eftir að lið hans sleppti því að mæta í leik gegn Chiapas. Leikmenn liðsins sögðu að á- stæðan hafi verið of mikill hiti á heima- vellinum þeirra, Luis Fuente Stadium, en hann verður oft í kringum 40 gráður. Chiapas var dæmdur 2-0 sigur í leiknum og var Veracruz einnig gert að borga sekt fyrir atvikið. Það er því skammt stórra högga á milli í fótboltanum í landi Mexíkóa því forseti Puebla- liðsins var dæmdur í eins árs bann í október síðastliðinn eftir að hópur manna á hans vegum réðist á dómara og aðstoðarmenn hans. Rannsókn hefur leitt í ljós aðverkefnastjóri byggingar knatt- spyrnuvallar í München í Þýskalandi, sem á að nota á HM 2006, er saklaus af að hafa þegið mútur. Maðurinn, sem heitir Karl-Heinz Wildmoes, átti að hafa þegið 2,8 milljónir evra fyrir að veita upplýsingar um samningaviðræður varðandi uppboð á byggingu vallarins. Faðir kappans, sem var forseti knattspyrnuliðsins TSV 1860, sagði starfi sínu lausu eftir að hafa verið tengdur við málið. Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics,náði að hefna sín á gamla félagi sínu, Orlando Magic, með góðum sigri á útivelli, 117-101, í fyrri- nótt. Forráðamenn Magic létu Rivers fara eftir rúm- lega fjögur ár hjá félaginu. Rivers fullyrti þó að hann bæri engan kala til Magic. „Leik- urinn var fyrst og fremst eign leikmann-anna sjálfra sem svöruðu kallinu í kvöld,“ sagði Rivers. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Ár liðið frá formlegri opnun Egilshallarinnar: Flestar áætlanir staðist ÍÞRÓTTAMANNVIRKI „Það er í raun óhætt að segja að allar áætlanir sem gerðar voru fyrir fram hafi staðist og ekkert komið á óvart eftir þetta fyrsta ár,“ segir Páll Þór Ármann, framkvæmdastjóri Egilshallarinnar, stærsta íþrótta- mannvirkis á landinu. Nú er rúmt ár síðan höllin var formlega opnuð og þangað sækja milli tólf og fjórtán þúsund manns í viku hverri. Sá fjöldi nær ekki þeim tölum sem forsvarsmenn hallarinnar vonuðust eftir. Var gælt við að yfir 800 þúsund manns legðu leið sína þangað árlega en töluvert vantar enn upp á að það náist. Þó ber að hafa í huga að ekki er enn öll sú þjónusta í húsinu sem lagt var upp með í upphafi. Var gert ráð fyrir að innanhúss yrðu meðal annars veitingastaðir, keilusalur, bankaútibú, hársnyrtistofa og verslanir af ýmsu tagi en Páll Þór segir að um mitt næsta ár eigi starfsemin að vera komin í það horf sem vonir stóðu til. „Það komu nýir eigendur að höllinni á þessu ári og það hefur að einhverju leyti tafið fyrir enda komu þeir með sínar eigin hugmyndir. Engu að síður er ég viss um að fljótlega muni almenningur geta gengið hér að þeim verslunum og þeirri þjónustu sem til stóð að yrðu hér þegar húsið var byggt.“ - aöe FRÁ EGILSHÖLL Rúmt ár er síðan mannvirkið var opnað formlega og á þessu eina ári hafa stórviðburðir á borð við landsleik og risatónleika farið þar fram með góðum árangri. Fréttablaðið/Pjetur Vináttulandsleikjum fer fækkandi Íslenska landsliðið í handknattleik spilar enga vináttulandsleiki hér heima fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Túnis í janúar. HANDBOLTI Það hefur vakið nokkra athygli að íslenska landsliðið í handknattleik leikur enga lands- leiki á heimavelli í undirbúningi sínum fyrir HM í Túnis og í raun er ekki skipulagður landsleikur hér heima fyrr en í vor en þá verður liðið tæpt ár síðan liðið lék síðast á Íslandi. Undirbúningur landsliðsins fyrir HM hefst í Svíþjóð með tveim leikjum gegn frændum okkar 4. og 6. janúar. Í kjölfarið verður haldið til Barcelona þar sem Ísland tekur þátt í móti með Spánverjum, Frökkum og Egypt- um. Leikið er 14.-16. janúar. Frá Spáni verður haldið beint til Tún- is en Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM 23. janúar. „Því miður er lítið við þessu að gera,“ sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, aðspurð- ur um ástæður þess að landsliðið léki ekkert á Íslandi fyrir mótið. „Viggó fær hópinn ekki saman fyrr en 3. janúar, 20 dögum fyrir mót. Það er sífellt erfiðara að fá vináttulandsleiki hingað til lands og það er orðið meira um það að þjóðir haldi stutt mót fyrir stór- keppnir. Það er ekkert grín að fjármagna slík mót og það hjálpar okkur ekki hvað við erum fjarri öllum öðrum. Við gerðum samn- ing við Svía um að heimsækja þá núna og í staðinn koma þeir í lok maí eða byrjun júní og leika tvisvar við okkur skömmu áður en við leikum í forkeppni EM.“ Einar sagði enn fremur að þró- unin í handboltaheiminum væri sú að vináttulandsleikjum færi fækkandi enda hefði álagið á handboltamenn í Evrópu sífellt verið að aukast og því væri ekki auðvelt að fá leikmenn heim í leiki. Við bætist að stórmót fara fram nánast árlega og nú liggur frammi tillaga þess efnis að breyta fyrirkomulaginu á stór- mótunum og hafa þau á fjögurra ára fresti, eins og í knattspyrn- unni, í stað tveggja eins og tíðkast í dag. Þá yrði undankeppnin líka eins og í knattspyrnunni – riðlar þar sem væri leikið heima og heiman á föstum leikdögum. Það á enn eftir að samþykkja þessa tillögu og því má líklega ekki búast við neinum breyting- um á keppnisfyrirkomulaginu fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö til fjögur ár. henry@frettabladid.is 1. deild kvenna í körfu: Nýir bak- verðir mæta til leiks KÖRFUBOLTI Bæði lið Njarðvíkur og KR stefna að því að tefla fram nýjum erlendum leikmönnum þegar liðið mætast í áttundu um- ferð 1. deildar kvenna í körfubolta í kvöld en þá fara einnig fram leikur Grindavíkur og Hauka og leikur toppliða Keflavíkur og ÍS í Keflavík. Njarðvík hefur fengið til sín fyrrum unglingalandsliðskonu frá Serbíu og Svartfjallalandi, Veru Janjic, en KR hefur fengið til sig bandarískan bakvörð að nafni Cori Williston fyrir þennan sex stiga leik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Á heimsíðu körfuknattleiks- deildar Njarðvíkur kemur fram að Janjic muni styrkja liðið mikið með góðum sendingum og hittni sinni ef marka það sem sést hefur til hennar á fyrstu æfingum henn- ar með liðinu. Á heimasíðu KR kemur fram að Cori geti spilað stöðu leik- stjórnanda, skotbakvarðar og lítils framherja, að hún lék í fjög- ur ár fyrir Oral Roberts háskól- ann, þaðan sem hún útskrifaðist síðastliðið vor. Á háskólaferlinum setti hún skólamet fyrir besta þriggja stiga nýtingu og vítanýtingu, auk þess að vera ellefta konan til að skora yfir 1000 stig í sögu skólans. Báðar eru þessir leikmenn bak- verðir og jafnaldrar (22 ára) en nokkuð hefur vantað upp á leik- stjórn beggja liða í vetur enda hafa þau tapað flestum boltum í deildinni. Leikurinn er gríðarlega mikil- vægur í fallbaráttu 1. deildarinn- ar en Njarðvík er fyrir hann tveimur stigum á undan KR þökk sé 51-62 sigri liðsins í fyrri leik liðanna í 1 .deild kvenna í vestur- bænum í október. ■ EINAR ÞORVARÐARSON Erfitt og dýrt að fá landslið til að leika vináttulandsleiki á Ís- landi. Fréttablaðið/Pjetur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.