Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 10
Tólf létust í Jeddah Tólf létust þegar vígamenn tóku ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Jeddah á sitt vald. Árásin fylgir í kjölfar fjölmargra árása á vestræn skotmörk síðustu mánuði en er sú fyrsta á ræðismannsskrifstofu eða sendiráð. 10 7. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR VERÐSAMRÁÐ Í undirbúningi er skaðabótakrafa á hendur olíufé- lögunum vegna skaða sem hlotist hefur af verðsamráði olíufélag- anna. Eggert B. Ólafsson héraðs- dómslögmaður er að vinna að undirbúningi málsins. Hann seg- ist ekki vilja upplýsa hver skjól- stæðingur hans sé og ekki sé búið að reikna bótakröfuna. Eggert segir að það kunni að reynast erfitt að sanna tjónið sem einstaklingar og fyrirtæki hafi orðið fyrir en það sé alls ekki útilokað. Það sé skilyrði í ís- lenskum skaðabótarétti að það sé gert. Neytendasamtökin hafa boðað til opins fundar á Grandhótel í Reykjavík í kvöld klukkan 20.00 um olíusamráðið. Þar verður Eggert á meðal frummælenda og ræðir hvort neytendur eigi bóta- kröfu á hendur olíufélögunum. Á fundinum verður einnig farið yfir í hverju samráðið fólst og afleiðingar þess fyrir íslenskt efnahagslíf. Velt verður upp spurningum um ábyrgð stjórn- enda og hvort herða þurfi sam- keppnislög til að hindra samráð. - ghg jólagjöf Hugmynd að fyrir hann Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Liðatreyjur Jólatilboð,5 gerðir. Verð áður 7.990 kr. Verð 4.990 kr. EGGERT B. ÓLAFSSON Frummælandi á fundi Neytendasamtak- anna í kvöld. Þar fjallar hann um hvort neytendur eigi bótakröfu á hendur olíu- félögunum. Verðsamráð olíufélaganna: Skaðabótakrafa í undirbúningi AUGLÝSINGAR Kostnaður við að auglýsa í breskum dagblöðum og tímaritum mun aukast svo mikið á næsta ári að hætta er á að prentmiðlar verði of dýrir fyrir auglýsingamarkaðinn. Þetta kemur fram í könnun virtrar fjölmiðlastofnunar í Bretlandi. Kostnaðurinn við að kaupa pláss í dagblöðum og tímaritum mun hækka um 9,2%, langt upp fyrir verðbólgustig. „Það er nokkur hætta á að með því að hækka auglýsinga- verðið svo mikið muni þeir setja sjálfa sig út af markaðinum,“ sagði starfsmaður stofnunarinn- ar. ■ Breskar blaðaauglýsingar: Of dýrar fyrir markaðinn Lokið er árlegum fundi sam- starfshóps um þorskrannsóknir. Þar komu saman 20 skipstjórnar- og útgerðaraðilar sem búa yfir sérþekkingu á sviði þorskveiða ásamt sérfræðingum Hafrann- sóknastofnunarinnar. Á fundin- um voru sérstaklega til umfjöll- unar markmið friðunaraðgerða í þorskveiðunum og lokun veiði- svæða. Ekki var áætlað að skila niðurstöðum um þessa þætti en ljóst er að samræður kunnáttu- fólks um málið eru þýðingarmikl- ar. Á undanförnum árum hefur Hafrannsóknastofnunin reynt að efla tengsl sín við sjómenn og út- vegsmenn með stofnun sérstakra samráðshópa um rannsóknir á til- teknum fiskistofnum. ■ ÞORSKUR TIL UMRÆÐU Árlegum fundi samstarfshóps um þorsk- rannsóknir er lokið. Árlegur fundur samstarfshóps um þorskrannsóknir: Hafrannsóknastofnunin eflir tengsl sín við sjómenn SÁDI-ARABÍA, AFP Tólf lágu í valn- um eftir bardaga á ræðismanns- skrifstofu Bandaríkjanna í sádi- arabísku hafnarborginni Jeddah. Bardaginn braust út eftir að hóp- ur vígamanna, sem grunaðir eru um tengsl við al-Kaída, braut sér leið inn í ræðismannsskrifstof- una og náði henni á sitt vald. Fimm sádi-arabískir starfs- menn sendiráðsins, fjórir þjóð- varðliðar og þrír árásarmenn féllu áður en yfir lauk. Árásin fylgir í kjölfar fjölda árása sem hafa verið gerðar á vestræna menn og vestræn skotmörk í Sádi-Arabíu síðustu nítján mán- uði, þær árásir hafa kostað um níutíu manns lífið. Árásin í gær er þó fyrsta slíka árásin sem er gerð á sendiráð eða ræðismanns- skrifstofu erlends ríkis. Í fyrstu var talið að árásar- mennirnir hefðu tekið átján starfsmenn sendiráðsins í gísl- ingu. Síðar kom í ljós að þeir höfðu lokað sig af í hluta hús- næðisins og biðu þess þar að ör- yggissveitir kæmu þeim til hjálpar. Sprengingar heyrðust og mik- ið var skotið af hríðskotarifflum. „Árásirnar í Sádi-Arabíu minna okkur á að hryðjuverka- menn eru enn í vígahug,“ sagði George W. Bush Bandaríkjafor- seti eftir árásina. „Þeir vilja að við förum frá Sádi-Arabíu, þeir vilja að við förum frá Írak, þeir vilja þreyta okkur og hræða.“ ■ ELDUR Í GARÐABÆ Eldur kvikn- aði í rúmdýnu í svefnherbergi unglings í Garðabæ um tvö leytið í gær. Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var kallað á staðinn og slökkti eldinn og reykræsti á um 30 mínútum. Tveir unglingar voru fluttir til skoðunar á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Skemmdir urðu ekki miklar. EIGNARTJÓN Í REYKJAVÍK 46 um- ferðaróhöpp með eignatjóni voru tilkynnt um helgina til lögregl- unnar í Reykjavík. Hún tók um helgina tólf ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast fór var á 130 km hraða í Ártúns- brekku í Reykjavík þar sem leyfilegur hraði er 80 km á klukkustund. Lögreglan stöðvaði tólf ökumenn grunaða um ölvun við akstur. Abbas og Barghuti: Hnífjafnir PALESTÍNA, AFP Mahmud Abbas og Marwan Barghuti eru hnífjafnir samkvæmt tveimur skoðana- könnunum sem mæla fylgi þeirra tíu frambjóðenda sem gefa kost á sér í leiðtogakosning- um Palestínumanna. Abbas hef- ur hins vegar átján prósentu- stiga forskot í þriðju könnuninni. Ein könnun mælir Barghuti með 46 prósenta fylgi og Abbas með 44 prósent, önnur sýnir Abbas með 40 prósent en Barg- huti 38 prósent. Samkvæmt þriðju könnuninni myndu 40 prósent kjósa Abbas en 22 pró- sent Barghuti. Aðrir frambjóð- endur mælast allir með mun minna fylgi. ■ ANNARS KONAR FÓTBOLTASPIL Gestir á sýningunni Expogoal í Mílanó á Ítalíu gátu reynt leikni sína í risastóru fót- boltaspili. Spilið er svipaðrar tegundar og þekkt borðspil þar sem fígúrur eru fastar á stöng sem leikmenn hreyfa en í þessu til- felli voru þátttakendur festir við stangirnar og urðu að vinna saman. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR REYKURINN LIÐAST UPP Sprengingar kváðu við og eldur braust út á ræðismannsskrifstofunni þegar árásarmenn og þjóðvarðliðar börðust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.