Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 44
24 7. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Við tökum hattinn ofan fyrir... ...fyrir Guðrúnu Gunnarsdóttur, knattspyrnukonu úr KR. Ekki nóg með að hún stundi fullt nám í viðskiptafræði við Notre Dame háskólann í Indiana í Bandaríkjunum heldur kaus hún einnig að keppa fyrir hönd skólans í háskóladeildinni í kvennafótboltanum. Um helgina lyfti hún sem fyrirliði liðsins meistaratitlinum í þessari erfiðu deild og er án vafa um að ræða einn mesta og besta árangur sem íslensk knattspyrnukona hefur nokkru sinni náð. Úrslitaleikurinn milli Notre Dame og Háskólans í Kaliforníu var sýndur í sjónvarpi um öll Bandaríkin.sport@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS 1. deild kvenna í körfubolta HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 4 5 6 7 8 9 10 Þriðjudagur DESEMBER KÖRFUBOLTI Keflvíkingar mæta Bakken Bears í Bikarkeppni Evr- ópu í körfuknattleik í Árósum í kvöld. Bakken Bears er nýbakað- ur bikarmeistari í dönsku deild- inni og er eina liðið sem hefur náð að sigra Keflavík fram að þessu í Evrópukeppninni. Sá leikur fór fram á heimavelli Keflvíkinga og þar náðu gestirnir að knýja fram sigur, 80-81, eftir að hafa verið undir megnið af leiknum. Með sigri í leiknum hefðu Keflvíking- ar haft afar vænlega stöðu fyrir útileikjahrinu liðsins sem nú stendur yfir. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkurliðsins, sagði lið sitt ætla að hefna fyrir leikinn í Keflavík. „Og rúmlega það,“ sagði Sigurður. „Í þeim leik vor- um við óheppnir og lélegir í bland og þurfum að laga ýmislegt sem fór forgörðum þar. Við þurfum t.d. að spila betri sóknarleik en við gerðum heima. Þar var hann ekki nógu góður og við verðum að vera markvissari í okkar aðgerðum.“ Að sögn Sigurðar verður í mörg horn að líta fyrir leikmenn Keflavíkur gegn Bears-liðinu og þó svo að „stóri maðurinn“ í liði Bears, Chris Christoffersen, hafi verið drjúgur í síðasta leik, sé megináherslan lögð á aðra menn sem eru skæðir sóknarmenn. „Chris mun skora sín stig gegn okkur þannig að við höfum engar stórar áhyggjur af honum. Vörnin okkar gegn honum gekk mjög vel síðast þannig að við þurfum frek- ar að hafa áhyggjur af öðrum leik- mönnum Bakken Bears.“ Með sigri í leiknum eru Kefl- víkingar nánast öruggir með að vinna riðilinn og munu leikmenn liðsins því kappkosta að ná því markmiði. „Þetta er algjör úrslita- leikur fyrir okkur en ef þeir ná að vinna munu þeir vinna riðilinn. Þetta er mjög einfalt í okkar huga; Við ætlum að vinna þennan riðil,“ sagði Sigurður Ingimundarson. Hægt er að fylgjast með leikn- um á heimasíðu Keflavíkurliðs- ins. smari@frettabladid.is MAGNÚS GUNNARSSON, LEIKMAÐUR KEFLAVÍKUR Maggi „Gun“, sem hér mundar byssuna góðu, hefur átt góðu gengi að fagna í Bikar- keppni Evrópu. Ætlum að vinna riðilinn Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Bakken Bears í kvöld. ■ ■ LEIKIR  19.15 KA og ÍBV mætast í KA- heimilinu í SS-bikar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Olíssport á Sýn.  19.00 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeildina í fótbolta.  19.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Bein útsending frá leik Arsenal og Rosenborg í meistaradeildinni í fótbolta.  19.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn 2. Bein útsending frá leik Valencia og Werder Bremen í meistaradeildinni í fótbolta.  21.40 Meistaramörk á Sýn.  22.15 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Útsending frá leik Porto og Chelsea í meistaradeildinni í fótbolta.  00.05 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Útsending frá leik Valencia og Werder Bremen í meistaradeildinni í fótbolta. Flestra augu beinast að Phoenix Suns í NBA-deildinni um þessar mundir: Suns með besta liðið í NBA KÖRFUBOLTI Lið Phoenix Suns í NBA- körfuboltanum, er á miklu skriði um þessar mundir. Suns, sem er drifið áfram af leikstjórnandan- um Steve Nash, hefur unnið 9 leiki af síðustu 10 og er með 82% vinn- ingshlutfall. Liðið á í harðri bar- áttu við Seattle Supersonics og San Antonio sem eru efst allra liða í deildinni, einum sigurleik á und- an Suns. Samkvæmt íþróttaspekingum í Bandaríkjunum, virðist Suns bera þess merki að andi Cotton Fitzsimmons, fyrrum þjálfara og framkvæmdastjóra liðsins, búi í liðinu en hann var mikill stuðn- ingsmaður leikstjórnandastöð- unnar. „Þú getur ekki unnið án þess að vera með góðan mann sem lætur allt virka á vellinum,“ sagði Fitzsimmons, stuttu áður en hann beið lægri hlut fyrir illkynja krabbameini í sumar. En leikstjórnandinn Nash er ekki einn um að skila sínu í liðinu, þó hann spili stórt hlutverk í liði Suns. Amare Stoudemire leikur stærri rullu en á síðasta ári og hefur bætt meðaltal sitt um 5 stig frá því í fyrra. Þá er þjálfarinn, Mike D’Antoni, að fara ótroðnar slóðir í aðferðum sínum. „Þegar ég ætlaði eitt sinn að standa upp til að láta Steve vita hvað kerfi þeir ættu að spila, þá var hann kominn yfir allan völlinn og búinn að leggja boltanum í hendurnar á einhverjum í upplögðu færi,“ sagði D’Antoni sem sagðist hafa breytt leikstílnum út frá því og hefur Phoenix-liðið vakið mikla lukku hjá unnendum körfuboltans fyrir hraðan og skemmtilegan bolta. QUENTIN RICHARDSON Hefur blómstr- að í Phoenix með tilkomu Steve Nash. ÍS–NJARÐVÍK 56–52 ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 18 (hitti úr 10 af 11 vítum), Stella Rún Kristjánsdóttir 14, Signý Hermannsdóttir 11 (13 fráköst, 6 stoðsendingar), Þórunn Bjarnadóttir 8 (8 fráköst, 4 stoðs.), Guðrún S. Baldursdóttir 5. Njarðvík: Jaime Woudstra 25 (15 fráköst, skoraði 14 stiganna í 3. leikhluta sem Njarðvík vann 27–6), Vera Janjic 11 (7 stoðs., 5 fráköst, 4 stolnir, 4 varin), Helga Jónasdóttir 4 (11 fráköst), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 4, Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir 3, Díana B. Jónsdóttir 3, Margrét Kara Sturludóttir 2. ÍS hafði yfir í hálfleik 40–21. Enska úrvalsdeildin MIDDLESBROUGH–MAN. CITY 3–2 1–0 Viduka (9.), 1–1 Fowler (39.), 2–1 Viduka (53.), 3–1 Hasselbaink (64.), 3–2 Wright-Phillips (79.). Jimmy-Floyd Hasselbaink lagði upp seinna mark Mark Viduka og skoraði síðan þriðja markið beint úr aukaspyrnu sem hann fékk sjálfur. STAÐA EFSTU LIÐA CHELSEA 16 12 3 1 31–6 39 ARSENAL 16 10 4 2 42–20 34 EVERTON 16 10 3 3 20–14 33 MAN. UTD. 16 8 6 2 22–10 30 MIDDLESBR.16 8 4 4 27–20 28 A. VILLA 16 6 7 3 21–17 25 LIVERPOOL 15 7 3 5 24–17 24 TVENNA HJÁ VIDUKA Mark Viduka skoraði tvö af mörkum Middlesbrough gegn Man. City í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.