Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 16. september 1973 TÍMINN 3 Þjóðleikhúsið — Lindarbæ: Elliheimilið eftir Kent Andersson og Bengt Bratt Þýðandi: Steinunn Jóhannesdóttir Þýðandi söngtexta: Þórarinn Eldjárn Tónlist: Sven-Eric Johanson Tónlistarstjórn og undirleikur: Sigurður Rúnar Jónsson Leiktjöld og búningar: Ivar Török Leikstjóri: Stefán Baldursson ELLIHEIMILIÐ er ósvikið og sannfagurt leikhúsverk, sem á erindi til allra hugsandi manna. Krafa þess um aukinn mann- kærleika og skilning á lifskjör- um aldraðra og viðkvæmu sálarlifi, er studd haldgóðum rökum og f jölbreytilegustu dæmum. Þótt æviferill næstum hverrar leikpersónu sé rakinn sérstaklega, einangrast ekki hinar persónurnar sem þöglir sjónarvottar á eins konar geir- fuglaskeri á sviðinu meðan á þvi stendur, heldur taka þær virk- asta þátt i ævil ýsingu hver ann- arar með þvi að fara t.d. með hlutverk maka, húsbænda, starfsfélaga, barna o.s.frv. Það mun ekki ofmælt, að það gangi kraftaverki næst hversu höf- undarnir eru frumlegir og hug- myndarikir i þessum efnum. I einu vetfangi kastar einhver leikpersóna elligervi sinu og stendur frammi fyrir okkur i fermingarfötunum, verka- mannagallanum, eða þá við- hafnarmeiri klæðum betri borg- ara. Hér er þó sjaldnast um raunveruleg búningaskipti að ræða, þar eð slikar breytingar eru oftast gefnar til kynna með látbragði eða raddblæ. Að minni hyggju er Elliheim- ilið hafið svo langt yfir svokall- aðar tölvubókmenntir og þurrar skýrslur, að ekki nær nokkurri átt, að nefna það i sömu andrá. Sjónleikur þessi er mesta völ- undarsmiði á leikbyggingarlega visu. Viða sýna þeir félagar, Kent Andersson og Bengt Bratt, skáldleg tilþrif, eins og t.d. i eftirfarandi lýsingu Matthildar á samstöðunni: „Samstaðan! Alveg hnöttótt. Eins og bolti. Alveg heil. Hún byrjar hvergi, endar hvergi, allt yfirborðið er rennislétt. Enginn blettur fær að vera útundan, allir verða að standa saman, til þess að þú getir tekið hana og kastað henni hátt, hátt upp i himininn og gripið hana aftur eins og bolta! Tæplega trúi ég þvi, að slik orð hafi orðið til á leikæfingu eða umræðufundi með leikend- um, þar sem hver hafi haft sitt að segja eða hver lagt sina ögn- ina af mörkum. Enda þótt ég hafi engar sannanir, er mér hins vegar nær að halda, að hugsun- in, sem býr hér að orða baki, sé sprottin úr einu og sama heila- búinu. Höfundarnir deila af slikri skarpskyggni og vægðarleysi, orðsnilld og orðheppni á ýmis fyrirbæri nútima þjóðskipulags og kerfishyggju, að við hljótum að fylgjast með málflutningi þeirra með athygli, áhuga og hrifningu. Dæmisagan um talenturnar er til að mynda not- uð með listilega farsælum árangri og eftirminnilegum hætti, og svo mætti reyndar segja um margt fleira. Það er eins og það sé lævis- lega gefið i skyn, að fullkomið velferðarriki verði ekki að veru- leika hér á jörðu fyrr én okkur hefur tekizt að ryðja fjölmörg- um ljónum úr vegi, uppræta gamalgróna hleypidóma, af- nama forréttindi, stöðva arð- rán, eða i einu orði sagt, eyða eigingirninni úr brjósti okkar. En ósköp erum við enn þann dag i dag langt undan fyrirheitna landinu. Matthildur sér lifið og kerfið eins og það i rauninni er, þegar hún ;ælir þau orð, sem hér fara á eftir: „Þegar maður er kúg- aður, þá hefur maður bara tima til þess að hugsa um sjálfan sig, sérðu til. Einhvern veginn verð- ur maður að lifa. Maður hefur bara ráð á þvi að vera eigin- gjarn . . Og samstaðan kemur ef til vill einhvern tima löngu, löngu seinna i fjarlægri og óljósri framtið. Það má varla milli sjá hvor eða hvort stendur sig betur Bjarni Steingrimsson eða Rand- ver Þorláksson, Jón Gunnars- son eða Kristbjörg Kjeld, Geir- laug Þorvaldsdóttir eða Brynja Benediktsdóttir, Mar- grét Guðmundsdóttir eða Ing- unn Jensdóttir, Guðmundur Magnússon eða Hákon Waage, Sigmundur örn Arngrimsson eða tónlistarmaður Sigurður Rúnar Jónsson, Steinunn Jóhannesdóttir (þýðandi leik- texta) eða Þórarinn Eldjárn (þýðandi söngtexta), svo jafn- prýðilegt er framlag hvers og eins. Þótt ég hafi ekki frumtextann við höndina og geti þvi ekki dæmt um nákvæmni þýðingar- innar, er hitt vist, að hún er laus við þjalarför, tilgerð og rembing. Vel unnið verk verð- skuldar margfaldar þakkir. Að öðrum ólöstuðum mun þó Stefán Baldursson hafa mestan veg og vanda af þessari leiksýn- ingu. Hann er vandvirkur leik- stjóri og smekkvis, útsjónar- samur og fundvis á réttar túlk- unarleiðir, stöðuskiptingar og hreyfingarmáta. Lesendum, sem vilja ávaxta sitt andlega pund og þola eða réttara sagt þora að hlusta á óþægilegustu samvizkuspurningar, skal ein- dregið ráðlagt aö sjá þessa óvenjulegu leiksýningu. Hún svikurengan. Hún er viðburð- ur! Reykjavik 14. sept. Halldór Þorsteinsson Tíminn er peningar | Auglýsid' 1 : i Timanum Réttir á höfuðborgar svæðinu um helgina Kaldársels- og Fossvallarétt á sunnudag og Hafravatnsrétt á mánudag Klp-Reykjavik. Nú um helgina og i byrjun næstu viku vcrður réttað i nær öllum réttum landsins. Réttir hófust viða fyrr i þessari viku, en mest verður um að vera nú um helgina, og svo fram eftir næstu viku. Margir bæjarbúar bregða sér venjulega i réttir. En það er ekki á allra færi aðfara i þær stærstu, enda yfirleitt langt að fara. Þó setja það ekki allir fyrir sig, og reyna af öllum mætti að komast i sinar réttir, hvað sem það kostar. Hér i nágrenni Reykjavikur verður réttað um helgina. A morgun — sunnudag — verður t.d. réttað i Kaldánselsrétl. sem er rétt fyrir ofan Hafnarfjórð, og þá verður einnig réttað i Foss- vallarétt, sem er skammt fyrir ofan Lækjarbotna, eða Lögberg, eins og sumir kalla einnig staðinn. Þar verður réttað i nýrri rétt, sem nú verður i fyrsta sinn tekin i notkun. Að byggingu hennar hafa staðið f járeigendafélögin i Reykjavik og Kópavogi. Þarna verður réttað á milli 2000 Leiðrétting Frétt i Timanum s.l. föstudag um sölu Bæjarútgerðarinnar á togaranum Þorkeli Mána var höfð eftir Þorsteini Arnalds, for- stjóra BÚR. Þetta var rangt hermt, heimildarmaður blaðsins var Marteinn Jónasson hjá BÚR. Þeir eru hér með beðnir velvirðingar á mistökunum. og 3000 fjár, og þangað er skammt að fara fyrir bæjarbúa, sem eflaust fjölmenna þar eins og venjulega. A mánudaginn verður réttað i Hafravatnsrétt, en sú rétt hefur einnig verið fjölsótt af borgarbú- um undanfarin ár, þó að ekki HATIÐAMESSA var i Reykhóla- kirkju sunnudaginn 9. september. Tilefni hennar var héraðsfundur Baröastrandarprófastsdæmis og 10 ára vígsluafmæli kirkjunnar á Reykhólum. Jafnframt stóð svo á, að séra Þórarinn Þór prófast- ur, sem þjónaði Reykhólapresta- kalli um 20 ára skeið, átti 25 ára vigsluafmæli, og predikaöi hann. Þá vildi ennfreinur svo til, aö vigslubróðir hans, séra Andrés Ólafsson á Hólamvik, var við- staddur og þátttakandi i mess- unni, sömuleiðis séra Jón Arni Sigurðsson prestur i Grindavik, sem byrjaði prestskap sinn hér i sókn. Altarisþjónustu eftir predikun annaðist, ásamt prófasti, séra jafnist hún neitt á við stóru réttirnar úti á landi, eins og t.d. Þverárrétt, þar sem réttað verður n.k. miðvikudag. Þar má búast við, að mikið verði um að vera, eins og reyndar i öllum rétt- um — litlum og stórum — þessa dagana. Sigurður Pálsson vigslubiskup, sem nú þjónar Reykhólapresta- kalli. Þá var hið þriðja hátiðatilefnið, að sett var upp i kirkjunni altaris- tafla sú, er á sinum tima hafði verið gefin Reykhólakirkju af Þóreyju, móður Jóns Thorodd- sens skálds. Höfðu afkomendur hennar kostað miklar endurbætur á listaverkinu og viðgerð, og var hún nú afhent nýju kirkjunni af dr. Gunnari Thoroddsen, sem fulltrúa ættar sinnar. Mikið fjölmenni var við athöfn- ina, sem bæði var fögur og hátið- leg. Eftir messu bauð sóknarnefnd öllum gestum til kaffidrykkju i félagsheimili staðarins. Ó.E.Ó. FÆREYSKT GRIN OGSÖNGUR í NORRÆNA HÚSINU Hve lengi viltu bíða eftir fréttunum? VÍSIR flytur helgar- fréttimar á mánu- dogum. Degi fyrr en önnur dagblöð *—J (gerist áskrifendur) IVrstur með fréttimar VISIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.