Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 16. september 1973 Viftgcrðarþjónusta Dynjanda. Þarna er verið að gera við mótordrifna stórviðarsög. Bensínmótor knýr sögina, en samt cr hún fislétt. Svona sagir kaupa þeir, sem nýta rekafjörur, stunda stórviðasmfð, eir.s og bryggjusmíð og bátasmlðar, auk fjölmargra annarra. inn með sér á bersvæði og skaut á hann með byssu, en kúlan fór ekki I gegn og þá var hann ánægður og keypti hjálminn. 10.000 öryggishjálmar — öryggishjálmarnir hafa nú fyrir lifandi löngu sannað gildi sitt. Er mér nær að halda að um 10.000 hjálmar séu í notkun á hverjum degi við dagleg störf i margvíslegum starfsstöðvum manna til sjós og lands og í lofti, og þótt ekki séu til handbærar tölur, er sýni gildi þeirra fyrir manninn, er ekki minnsti vafi á, að þeir hafa átt mikinn þátt i að vernda líf og heilsu hins vinnandi manns. Á leikfimiskóm i þungaiðnaði — Annar liður i innflutningi öryggishlifa eru öryggisskór. Islendingar eru þvi miður ennþá i sauðskinnsskóm i vissu tilliti - Við sjáum unga menn á strigaskóm, og leikfimiskóm i þungaiðnaði og við margvisleg hættuleg störf. Þetta þarf að breytast. Manni verður það ljóst, þegar málin eru skoðuð. Skóbúnaður verkamanna Við rennibekk bjá Dynjanda Tveir vélsmiðir hjá Dynjanda smiða pakkningu á rör er mjög mikilvægur. Þeir þurfa ekki aðeins þægilega, sterka skó á fæturna , eins og aðrir menn I starfi, heldur þurfa þeir, ef vel á að vera, sérstaka skó margir hverjir. Það er ein algengasta orsök slysa, að menn missa þung stykki ofan á tærnar á' sér og tábrot er mjög algeng afleiðing vinnuslysa. Þvi eiga menn að hafa á fótunum skó með stálhettu yfir tærnar. Þá getur hlaðinn vörubill keyrt yfir tærnar á mönnum, hvað þá annað, og ekkert skeður. Á stálskóm i vinnunni Einnig þyrftu starfsmenn i byggingariðnaði að vera á skóm með stálsólum, þvi að þeir eru alltaf að stinga sig á nöglum, en það er ekkert geðslegt að fá ryðg- aða nagla á kaf i fótinn. Ýmsir verktakar og vinnuveitendur hafa samt sýnt þessu mikinn skilning, og Alverið i Straumsvik reið á vaðið með þvi að útvega hlutaaf starfsmönnum sinum öryggisskó. Þó hefur frumkvæðið ekki verið einvörðungu hjá vinnuveitendum. Margir iðnaðarmenn, verka- menn og starfsmenn i þunga- iðnaði hafa komið hér og fengið sér öryggisskó, eftir að þeir hafa með einum eða öðrum hætti komizt yfir einhvern fróðleik um slika skó. Mér er það til dæmis minnisstætt fyrir nokkru, að vél- smiðjueigandi einn kom hér og keypti skó. Svo var mál með vexti, að einn starfsmanna hans hafði sjálfur keypt sér öryggis- skó. Eitt sinn er verið var að færa stóra, þunga stálplötu, misstu starfsmenn takið og platan skall ofan á tærnar á manninum og dróst eftir þeim. Yfirleðrið á skónum tættist i sundur og skórnir urðu ónýtir, en maðurinn meiddist ekkert. Það gerði stál- vörnin. Þessi maður hefði stór- slasazt og orðið nokkrar vikur frá vinnu, ef hann hefði ekki verið á öryggisskóm. Vinnuveitandinn hefði orðið að greiða honum kaup i veikindunum. Hann slapp þvi með að kaupa nýja skó á starfs- manninn og greiddi hann fyrir þá með mikilli ánægju. Ekki hægt að selja öryggisskó i skóbúðum vegna álagningar- ákvæða — Þótt skóbúnaður sé enn á frumlegu stigi i iðnaðinum, þá hefur nokkuð áunnist og þús. manna ganga nú á öryggisskóm. Álagningarreglur eru hins vegar með þeim hætti i þessum vöru- flokki, að okkur hefur ekki tekizt aö koma þeim á markaðinn hjá skóverzlunum. Þetta þyrfti að breytast, svo unnt væri að hafa þá til sölu annars staðar en hjá okkur. Oryggishjálmar eru i sérstökum tollflokki 7% en skórnir eru i flokki með almennum skófatnaði, og er nauðsynlegt, að lækka þann toll. Garðsláttuvélarnar geta verið hættulegar Það væri of langt mál, að ræða um hinar einstöku gerðir af öryggisskóm. Sérbyggðir skór eru til fyrir fjölmargar atvinnu- greinar. Það nýjasta hjá okkur eru skór fyrir garðsláttumenn. Það hefur komið i ljós að sumar gerðir garðsláttuvéla geta verið háskasamlegar, ef aðgæzla er ekki höfð og geta hreinlega klippt framan af tánum á mönnum þegar þeir draga vélina of mikið að sér. Að tilstuðlan Samvinnu- trygginga höfum við pantað til landsins sérstaka skó fyrir garð- sláttumenn. A þeim vinna ljáhnif- arnir ekki. Notkun eyrnahlifa fer vaxandi hér á landi, sem annars staðar, þar sem hávaðinn er að verða mikið vandamál i iðnaði, eða öllu heldur i mannlegu lifi. Við seljum nú um 3000 eyrnahlifar á ári hverju, en fyrsta árið, sem við fluttum þær inn, seldust 40 stykki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.