Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 26
26________________________ TÍMINN Sunnudagur 16. september 1973
Hér á myndinni sést danski leikmaburinn Jensen (7), sem leikur með Mönchengladbach. Myndin er tekin ileik Mönchengladbach og 1. FC Köln Ibikarúrslitaleiknum.
V-Þýzkaland hefur nú tekið við
hlutverki Englands sem leið-
andi afl í evrópskri knattspyrnu
Borussia AAönchengladbach, sem leikur gegn Eyjamönnum í Evrópukeppni bikarmeistara,
er talið bezta bikariið Vestur-Þýzkalands. AAeð liðinu leika tíu landsliðsmenn
Borussia Mönchen-
gladbach, liðið sem leik-
ur við ÍBV i Evrópu-
keppni bikarmeistara
Laugardalsvellinum
fimmtudginn 20. sept.
n.k. er tvimælalaust eitt
bezta knattspyrnulið,
sem heimsótt hefuij ís-
land. Félagið á þó ekki
langa sögu að baki sem
topplið i V-Þýzkalandi.
Það kom upp i Bundes-
liga (I. deild) árið 1965
ásamt öðru félagi, sem
nú er einnig orðið
heimsþekkt, Bayern
Múnchen, og þessi lið
tvö hafa fært nýtt lif og
nýjan ,,stil” i knatt-
spyrnuna.ekki bara i
sinu heimalandi heldur
um alla Evrópu. V-
Þýzkaland hefur nú tek-
ið við hlutverki Eng-
lands sem leiðandi afl I
evrópskri knattspyrnu,
og það eru Borussia og
Bayern, sem leggja til
kjarnann i landslið V,-
Þýzkalands.
Félögin leggja alla áherzlu á
sóknarknattspyrnu, leika fallega,
skemmtilega og spennandi knatt-
spyrnu og skora mörg mörk.
Varnarleikur á ekki upp á pall-
borðið hjá þessum þekktu félög-
um, enda óttast mótherjar þeirra
fáa menn eins mikið og marka-
skorarana miklu Muller (Bay-
ern) og Heynckes (Borussia), en
þeir voru markahæstu i Bundes-
liga siðasta keppnistimabil.
Borussia Mönchengladbach
náði frábærum árangri, á siðasta
keppnistimabili, lék til úrslita i
þremur bikarkeppnum, en varð
hins vegar að láta sér nægja 5.
sætið i Bundesliga.
1 UEFA bikarkeppninni lék
Borussia við Liverpool i úrslitun-
um og fór fyrri leikurinn fram á
Anfield Road. Lauk honum með
sigri Liverpool, 3:0, en i þeim leik
mistókst Heynckes framkvæmd
vitaspyrnu og átti það eftir að
reynast afdrifarikt i meira lagi.
Siðari leikinn vann Borussia
nefnnilega 2:0 og hefði þvi unnið
bikarinn samanlagt á útimarki,
EF Heynckes hefði skorað úr vit-
inu. Svona skammt er off á milli
sigurs og tapa i knattspyrnunni
og Liverpool hampaði bikarnum.
t úrslitum Deildabikarsins i
V.-Þyzkalandi bættist enn á von-
brigði Borussia, þvi líðið tapaði
stórt fyrir Hamburger SV 0:4. En
loks í úrslitum Bikarkeppninnar
kom að þvi, að Borussia kom
höndum yfir siIfrið.Mótherjar þar
voru leikmenn FC Köln með
Overath i broddi fylkingar. Eftir
framlengdan leik fór Borussia
með sigur af hólmi 2:1, og ieikur
þvi hér við Vestmannaeyinga á
Laugardals vellinu m . Þessi
úrslitaleikur mun lengi vera I
minnum hafður i Þýzkalandi,
enda talinn bezti leikur ársins og
bæði liðin þóttu sýna frábæra
knattspyrnu. 70.000 áhorfendur
urðu vitni að þessum “ævintýra-
leik fullkominnar knattspyrnu”,
eins og blöðin lýstu honum, og
þeir sáu Gunter Netzer skora
sigurmarkið fyrir Borussia.
Þetta mark hans var kveðja hans
til knattspyrnuunnenda i V-
Þýzkalandi, þvi að eftir leikinn
hélt hann til Spánar. Mikill er
missir Þjóðverja að horfa á bak
honum en meiri er þó missir okk-
ar islendinga að fá ekki séð þenn-
an snilling leika listir sinar á
Laugardalsvellinum.
Árangur Borussia
Mönchengladbach i
Evrópukeppnum:
1970/71, Evrópukeppni
meistaraliða.
Borussia — Larnax (Kýpur) 10-0
og 6-0.
Borussia — Everton (England) 1-
1 og l-l, Everton sigraði 4-3 eftir
vítaspyrnukeppni.
1971/72, Evrópukeppni
meistaraliða.
Borussia — Cork Hibernians (Ir-
land) 2-1 og 5-0.
Berti Vogts th. faðmar Gúnter Zetzer að sér, eftir að Zctzer hafði skorað úrslitamarkið i bikarúrslitun-
um.