Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 16. september 1973
Men n o 9« n á Iff • m Ásiglingarnar
Vonandi endurskoðar Sjálfstæðis-
flokkurinn þessa flausturslegu af-
stöðu sina.
Ný hætta í
þorskastríðinu
Það hefur að vonum valdið
áhyggjum hér á landi, aö brezk
herskip, sem verja landhelgis-
brjóta á Islandsmiðum, hafa að
undanförnu aukið mjög þær
háskalegu strfðsaögerðir að
reyna að sigla á islenzk varðskip
og valda þannig á þeim tjóni, sem
dæmi þau úr leik um lengri eða
skemmri tima. Hvenær sem er,
geta þessar árásaraðgerðir Breta
leitt til stórslysa. I fyrstu var álit-
ið, aö hér væri um aðgerðir
ófyrirleitinna skipstjóra herskip-
anna að ræða, en þetta hefur svo
oft endurtekið sig i seinni tið, aö
ekki er hægt að álykta annað, en
að hér sé um bein fyrirmæli
brezkra stjórnvalda að ræða.
Óþarft er að eyða mörgum orð-
um að þeirri mótbáru Breta, að
ásiglingar brezku herskipanna og
dráttarbátanna séu ekki annað en
heilaspuni islenzkra varöskips-
manna, svo margar sannanir eru
fyrir hendi um hið gagnstæða.
Þeir brezkir aðilar, sem standa
að slikri upplýsingastarfsemi,
haga sér likt og herforingjarnir i
Pentagon, sem afneituðu öllum
loftárásum á Kambódiu eftir aö
þær höfðu þó átt sér stað misser-
um saman.
Krafa um
stjórnmálaslit
Bæði i fyrra þorskastriðinu og i
þorskastriðinu nú hafa heyrzt
raddir um að svara ætti ofbeldi
Breta með þvi að slita stjórn-
málasambandinu. Til þessa úr-
ræðis hefur þó ekki verið gripiö,
enda eru Islendingar yfirleitt
seinþreyttir til vandræða. Sam-
búð Islendinga og Breta hefur
lika yfirleitt verið vinsamleg, og
Islendingar hafa viljað treysta
þvi, aö Bretar sæju brátt að sér,
þótt þeir beittu ofbeldisaöferðum
um stund. Þess vegna hefur ekki
verið beitt þvi úrræði að rjúfa
stjórnmálasambandið, þótt Bret-
ar gæfu ærið tilefni til þess, bæði
1958 og nú, þegar þeir sendu her-
skip á vettvang. Með hinum sið-
ustu aðgerðum Breta, sem eru
fólgnar i ásiglingum herskipa og
dráttarbáta, hefur þorskastriöið
færztá nýtt og hættulegt stig. Þar
er um svo stóraukinn háska aö
ræöa, aö íslendingar geta ekki
annað og mega ekki annað en að
reyna að mæta honum á hinn al-
varlegasta hátt, jafnt i orði og
verki. Þegar styrjöld milli þjóöa
er komin á það stig, aö reynt er
visvitandi að granda skipum á
þann hátt, að til manntjóns getur
hæglega leitt, er venjulegt stjórn-
málasamband milli þeirra orðið i
fyllsta máta óeðlilegt. Þess vegna
er eölilegt stjórnmálasamband
tslands og Bretlands útilokað, ef
ásiglingunum heldur áfram.
Bretar fá
viðvörun
Nú sem fyrr eru Islendingar
hins vegar seinþreyttir til vand-
ræða. 1 ályktun þeirri, sem sam-
þykkt var á sameiginlegum fundi
þingflokks og framkvæmda-
stjórnar Framsóknarflokksins að
Hallormsstað, er ekki krafizt
stjórnmálaslita milli Islands og
Bretlands, þótt ærin ástæöa væri
til, heldur fjallar tillagan um til-
raun til að koma i veg fyrir
stjórnmálaslit. Samkvæmt henni
verður stjórnmálasambandinu
ekki slitið, ef brezku herskipin og
dráttarbátarnir hætta ásiglingun-
um.
I framhaldi af áðurgreindri
ályktun Framsóknarmanna, hef-
ur orðið fullt samkomulag um það
i rikisstjórninni að tilkynna Bret-
um, aö það þýði slit stjórnmála-
sambands, ef um frekari
ásiglingar brezkra herskipa og
dráttarbáta veröur að ræða.
Bretum er þannig gert ljóst, að
þeir eru að slita stjórnmálasam-
bandinu, ef ásiglingarnar halda
áfram. Ofbeldi þeirra neyðir
þannig vopnlausa smáþjóð til að
beita þeim ýtrustu mótmælum,
sem komið verður við i samskipt-
um þjóðanna.
Það er von islenzku rikis-
stjórnarinnar að þessi viðvörun
geti orðið til þess, að brezk
stjórnarvöld athugi betur ráð sitt i-
og hverfi frá hinu háskasamlega
atferli, sem ásiglingarnar eru.
Með þvi væri lika af hálfu þeirra
dregið úr þeirri miklu spennu,
sem ásiglingarnar valda, og gæti
það orðið spor i þá átt, að auð-
velda sáttatilraunir siðar. Hins
vegar er ljóst, að áframhaldandi
ásiglingar munu auka spennuna
og gætu ekki aðeins leitt til stjórn-
málaslita, heldur algerra slita
milli þjóöanna. Viðvörun sú, sem
islenzka rikisstjórnin hefur sent
brezku stjórninni, er tilraun til að
reyna að koma i veg fyrir, að slikt
ástand skapist.
Viðbrögð Geirs
og Gylfa
Þegar allt þetta er haft i huga,
verður ekki annað sagt en að viö-
brögð stjórnarandstöðuflokk-
anna, eða réttar sagt, þeirra
Geirs Hallgrimssonar og Gylfa Þ.
Gislasonar, séu næsta furðuleg.
Þeir viðurkenna, að ásiglingarn-
ar hafa skapað nýtt stóraukið
hættuástand i þorskastriðinu.
Þeir viðurkenna, að óhjákvæmi-
legt sé að gera eitthvað til að
reyna að draga úr þessu nýja
hættuástandi. Þeir viðurkenna,
að þorskastriöið geti leitt til, að
stjórnmálasambandsslit verði
óhjákvæmileg. En samt reyna
þeir að gagnrýna og ófrægja
ákvarðanir rikisstjórnarinnar, án
þess að benda á nokkuð annaö,
sem ætti að gera. Niðurstaöa
þeirra verður þvi marklaust nöld-
ur. Or bókunum þeim og yfir-
lýsingum, sem þeir Geir og Gylfi
lásu upp i útvarpið, siöastl.
þriðjudagskvöld, er ekki hægt að
fá minnstu visbendingu um, hvaö
þeir og flokkar þeirra vilja láta
gera til að reyna að stöðva
ásiglingarnar. Þeir aðeins nöldra
og nöldra.
Það verður sannarlega ekki
annað sagt en slik framkoma
leiðtoga stjórnarandstöðunnar sé
næsta ömurleg, þegar þjóðin
stendur á örlagarikum timamót-
um i landhelgisdeilunni. Þjóðin
krefst áreiðanlega annars en
nöldurs af leiðtogum sinum, þeg-
ar þannig stendur á.
Mbl. ætti að
spyrja Geir
Mbl. hefur gert að miklu um-
talsefni þann þátt i ályktun Hall-
ormsstaðarfundar Framsóknar-
flokksins, að þess verði krafizt af
Atlantshafsbandalaginu, að það
hlutist til um, að Bretar hætti
flugi Nimrodþotanna við tsland.
Um þetta segir m.a. i forustu-
grein Mbl. siöastl. föstudag:
„Ef rikisstjórn Islands gerir þá
kröfu til Atlantshafsbandalags-
ins, að það gefi rikisstjórn eins
bandalagsrikjanna fyrirmæli um
að láta af ákveðnum aðgerðum,
hlýtur það að þýða, að islenzka
rikisstjórnin telji Atlantshafs-
bandalagið hafa rétt til að segja
rikisstjórnum aðildarrikjanna
fyrir verkum, þ.á.m. rikisstjórn
Ólafs Jóhannessonar. Hér er um
alveg nýja túlkun aö ræöa á stööu
Atlantshafsbandalagsins gagn-
vart aðildarrikjum þess, sem
ekki hefur verið haldið á loft hér á
landi áður. Það hefur einmitt ver-
ið grundvallarþáttur i uppbygg-
ingu Atlantshafsbandalagsins, að
þaö hefði engan slikan rétt til þess
t.d. að segja islenzkri rikisstjórn
— eða brezkri — fyrir verkum. En
samþykkt Framsóknarmanna
verður ekki skilin á annan veg en
þann, aö nú vilji þeir, með Ölaf
Jóhannesson i broddi fylkingar,
kalla yfir aðildarriki Atlantshafs-
bandalagsins einhvers konar
yfirstjórn frá Brussel.”
t tilefni af þessum skrifum Mbl.
þykir rétt að minna á, að á úti-
fundi, sem Alþýðusamband Is-
lands hélt i Reykjavik i vor um
landhelgismálið, var Geir Hall-
grimsson meðal ræðumanna.
Ræðumennirnir voru allir sam-
þykkir þeirri tillögu, sem var bor-
in upp á fundinum, og samþykkt
einróma. Þar stóð m.a.:
„Við krefjumst þess, að fasta-
ráö Nato fordæmi árásir Breta og
fyrirskipi þeim að afturkalla flota
sinn.”
Mbl. getur svo spurt Geir Hall-
grimsson, hvort hann hafi með
þvi að samþykkja þessa tillögu
ætlað að kalla yfir Island ein-
hverja yfirstjórn frá Brussel!
Jan AAayen
og Rockall
1 grein eftir Árna Benediktsson,
sem birtist hér i blaðinu 11. þ.m.,
er bent á, að Sálfstæðismönnum
hafi oröið á meira en litil skysssa,
þegar þeir báru fram tillögu sina
um 200 milurnar.
Arni segir:
„Einn af stjórnmálaflokkum
landsins hefur borið fram tillögu
um nýja útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar fyrir árslok 1974. Tillagan
gerir ráð fyrir 200 milna fisk-
veiðilögsögu og miðlinum milli
tslands og Grænlands, Islands og
Jan Mayen, Islands og Færeyja
og Islands og Rockalis. Jafnframt
hefur flokkurinn lýst yfir að hann
muni leita eftir samstöðu Al-
þingis um þessa tillögu. Þessi til-
laga er ákaflega vanhugsuð og
samstaða um hana á Alþingi væri
óbætanleg mistök, á sama hátt og
það hefði verið óbætanlegt ef
samstaða hefði verið á Alþingi
um landhelgissamninginn við
Breta árið 1961.
Mistökin eru i þvi fólgin að i til-
lögunni er slegið fastri miðlinu-
reglunni gagnvart óbyggilegu
Austur-Grænlandi, Rockall-
klettinum og Jan Mayen, þaðan
sem fiskveiðar eru ekki stundað-
ar. Hún gerir með öðrum orðum
ráð fyrir að við afsölum okkur af
fúsum og frjálsum vilja mikil-
vægum réttindum til fiskveiöa,
réttindum, sem engan veginn
liggur fyrir að verði af okkur tek-
in á hafréttarráðstefnunni. 1 stað
þess að afsala. okkur þessum
réttindum þegjandi og hljóöa-
laust, þurfum við einmitt að
reyna að tryggja okkur réttindi á
þessum slóðum.”
Við þessi ummæli Arna má
bæta þvi, að allar likur benda til
þess, að hafréttarráðstefnan
viöurkennir ekki fiskveiðiréttindi
til handa óbyggilegum smáeyj-
um, sem eru fjarlægar heima-
landinu, likt og t.d. Rockall og
Jan Mayen. Þaö er lika sjálfsagt,
að Islendingar beiti sér gegn þvi.
ísland og
Haagdómstóllinn
Alþýðublaðið hefur nú birt ræðu
þá, sem Benedikt Gröndal ætlaði
að flytja i Grimsby, en ekki varð
úr sökum þess, að Bretar neituðu
um fundarhús. I ræðu sinni vikur
Benedikt m.a. að rökum tslands
fyrir þvi, að lögsaga Haag-dóm-
stólsins nái ekki til þess. Benedikt
vikur fyrst að samningnum frá
1961 og segir siðan:
„Engin ákvæði voru um upp-
sögn þessa samkomulags. Þar eð
engir samningar geta gilt að ei-
lifu, varð að beita almennum
reglum um uppsögn. Islendingar
töldu 1971, að tilgangi samkomu-
lagsins hefði verið náð og að allar
aðstæður i fiskveiðum Noður-At-
lantshafsins hefðu gerbreytzt.
Þessi tvö atriði, tilgangi náð og
breyttar aðstæður, eru fullkom-
lega gildar ástæður til þess að
segja upp samningi milli rikja.
Við sögðum þvi samningnum upp
með nægum fyrirvara, og við trú-
um þvi, að við höfum gert það að
lögum ogenga samninga brotið.
Gömlu mennirnir i dómstólnum
i Haag eru annarrar skoðunar, en
tslandi ber ekki skylda til að
viðurkenna lögsögu þeirra og
gerir það ekki. Stórar og smáar
þjóðir hafa verið tregar til að lúta
lögsögu dómstólsins. Þegar hann
hugðist fjalla um kjarnorku-
sprengingar Frakka fyrir nokkr-
um vikum, neituðu Frakkar að
fallast á lögsögu hans og mættu
ekki við réttarhöldin. Enda þótt
Bretland hafi formlega gengizt
undir lögsögu dómstólsins i öllum
málum, leyfi ég mér að fullyrða,
að hvaða brezk stjórn sem er
mundi smeygja sér undan lög-
sögu hans, ef llfshagsmunir Breta
væru I veði.
Þegar við Islendingar tölum
um breyttar aðstæður i fiskveið-
um á Atlantshafi, og raunar um
allan heim, höfum við i huga hin-
ar gifurlegu framfarir i fiskveiði-
tækni siðustu ára.”
Vilja
Sjólfstæðismenn
viðurkenna
lögsöguna?
Benedikt Gröndal tekur hér
mjög ákveðið þá afstöðu, að Is-
land hafi sagt upp landhelgis-
samningunum frá 1961 með full-
komlega löglegum hætti og þvi
viðurkenni Island ekki lögsögu
Haag-dómstólsins og muni ekki
gera. Vafalitið talar Benedikt
Gröndal hér ekki aðeins fyrir
sjálfan sig, heldur einnig fyrir Al-
þýðuflokkinn, þar sem hann er
varaformaður hans. Það er
mikilsvert, að afstaða Alþýðu-
flokksins til lögsögu Alþjóðadóm-
stólsins skuli þannig koma ótvi-
rætt i ljós. En i sambandi við það,
ber að harma, að afstaða Sjálf-
stæðisflokksins er næsta óskýr i
þessu máli. Þó má helzt halda, að
hann vilji viðurkenna lögsögu
dómstólsins, þvi að stundum pre-
dika leiðtogar hans, að tsland eigi
að halda uppi fullum málflutningi
fyrir dómstólnum. Slikt væri þó
hrein móðgun við dómstólinn, ef
lögsaga hans væri ekki jafnframt
viðurkennd.
Hitt er svo annaö mál, að Island
getur komið á framfæri við dóm-
stólinn öllum röksemdum sínum,
þótt það haldi ekki uppi málflutn-
ingi. Nauðsynlegt er að samin
verði itarleg greinargerð, þar
sem hraktar séu fullyrðingar
þær, sem er að finna i kæruskjali
þvi, sem lögfræðingar Breta hafa
sent dómstólnum. Slika greinar-
gerð er hægt aö senda sem fylgi-
skjal með bréfi til dómstólsins,
þar sem áréttað er að Island
viðurkenni ekki lögsögu hans.
Þ.Þ.