Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 36

Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 36
36 TÍMINN Sunnudagur 16. september 1973 Fisker ásamt dóttur sinni og barnabarni. Dóttirin hefur einnig gcfift út bók. Tekjuhæsti rithöfundur í Danmörku Skrifar fyrir þakklátasta lesendahópinn eftir öðrum leiðum, þá er það rit- höfundarins að gefa það lesend- um, og jafnvel láta þá finna sjálfa sig i þvi. Það heppnast sem betur fer oft, að gera imyndaða persónu eða raunverulegan atburð. Þess eru mörg dæmi að sögupersónur hafi orðið eins og raunverulegar. Má þar nefna Hróa hött og Róbin- son Crusoe. Þeir hafa alveg runn- ið saman við alþýðumálið. Það er eins með bækur og fólk. Sumar skilur maður strax, aðrar aldrei. Bókin er persónulegur hlutur, svo persónulegur að ég held að hvorki kvikmyndir né sjónvarp muni útrýma henni. Hún er i rikum mæli persónulegur atburður. Annað er lika mikil- vægt. Hægt er að gripa til bókar- innar allsstaðar. Hún þarfnast hvorki rafmagns né annarra tæknibrellna. Lesandinn þarf ekki annað en að hugsa sér að- stæðurnar sem bókin gerist i. Hugmyndaflugið sér um það. 1 leikhúsi er leikstjórinn neydd- ur til að gera umhverfið, sem leikurinn gerist i. Þó að það liti vel út, þá er það aðeins hinn per sónulegi skilningur hans, sem er borinn fyrirokkur. Við bóklestur- inn búum við til okkar eigin heim, sem er mikið skemmtilegra fyrir okkur. Seinustu ár hefur mikið verið rætt um barnabækur. Margir hafa sagt sina skoðun á, hvernig þær eigi að vera. Rithöfundarnir fá að vita, hvernig þeir eigi að skrifa. Auðvitað getur verið gott að heyra skoðanir annarra og það er ánægjulegt, að barnabækur skuli nú loksins seinustu árin vera teknar alvarlega. En þaðan og svo til að stjórna okkur er stórt stökk. Guð má vita, hvað málari eins og Emil Nold mundi hafa sagt, ef honum hefði veriö skipað að mála á einhvern sérstakan hátt. Hann mundi sennilega verða þrumulostinn. — Það er nú einu sinni þannig, að maður skrifar um atburði sem maður hefur lent i sjálfur. Þegar nýir atburðir gerast, breytist stillinn hægt, en ósjálfrátt. — Mér er meðfætt að segja sög- ur. Þegar ég var drengur hafði ég næstum of fjörugt hugmyndaflug. Aður en ég lærði að skrifa sagði ég félögum minum sögur og eftir að ég lærði það fór ég að skrifa sögurnar niður. En þetta hafa sjálfsagt margir reynt. Ég var staðráðinn i, að um leið og ég væri búinn með skólann, ætlaði ég að verða blaðamaður. Gallinn var sá,.að þetta var um 1930 og ég var frá venjulegu iðnaðarmannsheimili i Arhus þar sem ekki þótti venjulegt að skrifa. Við höfðum heldur ekki það sem kallast sambönd. Seinasta mánuðinn i skólanum kallaði skólastjórinn á okkur og sagðist vildi reyna að hjálpa okk- ur að verða það sem okkur lang- aði til. En þegar ég sagði að ég vildi verða blaðamaður, horfði hann lengi á mig og lýsti siöan yf- ir,að það væri það eina sem hann vildi ekki hjálpa mér til að verða. Hann var gamall hermaður og hafði ákveðnar skoðanir á heiminum og hvernig hann ætti að vera. Ég fór svo að vinna á skrifstofu, en hætti þar og byrjaði að vinna i verksmiðju. Fékk mér siðan aftur vinnu á skrifstofu. A þeim árum mátti lofa fyrir að hafa vinnu. En eftir sjö til átta ár var ég orðinn sannfærður um að þetta væri alveg niðurdrepandi og fór þá i kennaranám. Það snerti þó alltaf manninn sjálfan. Um það leyti gaf ég út fyrstu bókina mina, skáldsöguna ,,Morgun timans”. Ég var undir gifurlegum áhrifum frá Joh. V. Jensen. Það var eink- um mál hans,sem heillaði mig. En eftir að ég byrjaði á kennara- náminu, fór ég að hafa áhuga á barnabókum. Og árið 1941 — áður en ég lauk prófi — kom sú fyrsta „Fuglaskipin koma”, en hún ger- ist á steinöld. Við vitum úr sög- AR EFTIR AR er Robcrt Fisker sá sem fær hæstu upphæftina frá bókaútgáfufyrirtækjunum. Sjálf- ur vill hann helzt ekki tala um peninga, heldur um hve stórkost- legt þaft sé aft kunna aft búa til söguþráft. I pappirsskortinum I striftinu lærfti hann aft tjá sig i stuttu máli. — Það er auðvitað ekkert hræðilegt við að græða peninga. Maður hefur alltaf þörf fyrir þá. En ég er ekki alltaf að hugsa um meðan ég skrifa, hvað ég muni fá frá bókaútgefendum. Robert Fisker er sextugur að aldri og var áöur kennari. Hann hefur slegið út vinsældir danskra höfunda, eins og Rifbjergs, Pan- duro. Hann hefur fengið sexfaldar upphæðir frá útgefendum. Arið I ár verður engin undantekning. — Auðvitaö skipta peningarnir frá bókaútgefendum mig og fjöl- skyldu mina miklu máli. Og það gera þeir lika vegna þess hvað Danmörk er litill markaður, aö þaö er takmarkað hvað forlögin geta gefið út i stórum upplögum. En fyrst og fremst sýna upp- hæðirnar frá útgefendum, aö bækur minar eru lesnar af mörg- um. Og það er eins með skriftir og alla aðra vinnu.að maður gleðst þegar árangurinn er góður. Það er hægt að meta bókmennt- ir á svo margan hátt, eins og raunar allar aðrar listgreinar. Það er útbreidd skoðun, að það sem þorra almennings likar, þurfi að vera eitthvaö litilsvert. Með efasemdarhreim er það kall- að alþýðulist. Það gleymist að æöri list er komin af alþýðulist- inni. Væri hún ekki til, væri ekki um svo auðugan garö að gresja. Það kemur einkum og sérilagi greinilega fram hjá tónskáldun- um. Aö segja frá er að lifa. Allt lifið er röft atburða, sem móta mann- inn. Hvort sem það eru atburðir, sem maöur sjálfur hefur fengiö að finna fyrir eða fengið að vita Þaft er hér vift ritvélina, scm hinar f jölmörgu bækur Fiskers verfta til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.