Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 39
Sunnudagur 16. september 1973
TÍMINN
39
Skeiðard
Jónas Gíslason hefur verið
fastur verkstjóri við brúar-
gerðir siðan um 1950, og eins
og gefur að skilja hefur farar-
tálminn verið yfirstiginn, fyrir
hans atbeina.
— Að sjálfsögðu er þetta
langstórkostlegasta verkefni,
sem ég hef fengið og það, sem
tvisýnast var, hvernig af
reiddi sagði hann að lokum.
En ég geri mér samt vonir
um, að mannvirkin hér á
Skeiðarársandi standist
jökulhlaup, ef þau koma á
svipuðum stöðum og verða
eitthvað i likingu við það, er
verið hefur undanfarin ár.
Súlnahlaupið i sumar olli til
dæmis ekki neinu tjóni, og þó
var þá tæplega búið að ganga
fullkomlega frá öllu sem það
mæddi mest á.
0 Fúkalyf
sillin og afleidd efni og tetrasiklin
og afleidd efni.
Sjálf svepparæktin er þannig,
að sveppirnir eru ræktaðir i sér-
stökum gerjunartönkum og fá þar
sérstaka næringarblöndu með
fjörefnum og steinefnum, og svo
er lofti dælt i gegn. Ræktunin er
m.ö.o. stöðluð, þannig að ekki
skiptir máli hvar hún fer fram.
Það er heldur ekki ósennilegt, að
sjávarútvegurinn eða land-
búnaðurinn gæti framleitt
n æ r i n g a r b 1 ö n d u n a , sem
sveppirnir eru aldir á.
Stofnkostnaður yrði mjög
mikill auk þess sem okkur kann
að skorta kunnáttu til að hrinda
þessu af stað upp á eigin spýtur.
Þess vegna held ég, að ráðlegast
væri að reyna að komast að
samningum við einhverja stóra
lyf javerksmiðju erlendis og
framleiða fúkalyfin á einka-
leyfisgrundvelli, þannig að við
þyrftum ekki að leggja fram
annað en einhvern mannafla og
orku, sem við höfum nóg af.
Smám saman mundum við svo
læra tökin á þessum iðnaði —
segjum að það tæki okkur 5—10 ár
— þannig að við gætum hafizt
handa sjálfir.
Ef þetta næði fram að ganga,
mundi það ekki aðeins afla okkur
mikilvægra gjaldeyristekna,
heldur mundum við afla okkur
verðmætrar þekkingar á þessu
sviði, sem kæmi að haldi, ef við
vildum færa út kviarnar.
Lyfjajurtir i
gróðurhúsum
— Menn hafa látið sér detta i
hug, hvort ekki mætti rækta i
gróðurhúsum hérlendis jurtir til
lyfjagerðar og efna þannig til
mun arðvænlegri ræktar en
blómarækt er, þótt góð sé.
Hvernig lizt þér á það, Reynir?
— Það er háð þvi eftir hvaða
lyfjum er sótzt. Eins og ég sagði
áðan, eru lyf nú á timum yfirleitt
framleidd á efnafræðilegan hátt i
efnaverksmiðjum. Fáeinar
undantekningar eru þó til, þar
sem lyf eru enn unnin úr jurtum.
Það eru fúkalyfin, sem við höfum
talað um og svo tveir aðrir
flokkar efná, sem nefnast alkaló-
Iðar og hjartaglýkósiðar.
Þessi efni eru mjög flókin að
efnafræðilegri gerð, og þess
vegna hefur ekki verið unnt að
búa þau til á rannsóknarstofum á
hagkvæman hátt.
Ymis mikilvæg lyf eru unnin úr
þessum efnum. Kvalastillandi lyf
á borð við morfin og kodein, svo
að ég nefni þau helztu, eru t.d.
*
*v
0$
vVv\
4?: v-N'
unnin úr ópiumsalkalóiðum, sem
fæst úr risavalmúa. Þessi valmúi
er hitabeltisjurt og það hefur sýnt
sig, að hann er ekki hægt að rækta
i norðlægum löndum, án þess að
það magn, sem jurtin framleiðir
af ópiumsalkalófðum minnki svo
mikið að ekki svarar kostnaði að
vinna það úr jurtinni. Sem dæmi
um þetta get ég nefnt reynslu
Dana I þessu efni. Þar i landi var
mikill skortur á ópium til lyfja-
framleiðslu i heimsstyrjöldinni
siðari. Þess vegna hófu þeir til-
raunir með valmúarækt að strið-
inu loknu til þess að vera sjálfum
sér nógir ef I hart færi á nýjan
leik, en það var alveg sama
hvernig að var farið — alkalóið-
magnið var alltaf jafn litið. Hvers
vegna vita menn ekki, þótt gizkað
hafi verið á ýmsar hugsanlegar
skýringar, sólarljósið t.d. að
taka. Svo er að sjá sem jurtir,
sem teknar eru úr sinu náttúrlega
umhverfi þrifist vel, en þegar til á
að taka, framleiða þær bara ekki
þau efni sem sótzt er eftir, eða svo
litið af þeim, að ekki kemur að
haldi.
Þess vegna er ég vondaufur um
að slik ræktun borgi sig hérlendis
hvað þessar jurtir áhrærir.
En svo eru til jurtir sem fram-
leiða svokallaða hjartaglýkósiða.
Þeim efnum er beitt þegar
hjartavöðvinn er kraftlitill, þvi að
þeir verka örvandi á hið veika
hjarta, svo að hjartsláttur eykst
og meira blóð dælist um likamann
á hverri timaeiningu. Það er ekki
óhugsandi að rækta mætti hér-
lendis jurtir,. sem vinna mætti
hjartaglýkósiða úr, en það krefst
auðvitað umfangsmikilla rann-
sókna. Þó er ekki með öllu örvænt
um, að jurtir af þessu tagi mundu
halda áfram að framleiða þessi
efni hér á norðurhjara veraldar.
Mér dettur t.d. i hug fingur-
bjargarblómið, sem vex um
mikinn hluta Evrópu og hér á
landi sem skrautblóm i görðum.
Það er talið baneitrað hérlendis
og það bendir til þess að það
framleiði hjartaglýkósiða hér
sem annars staðar. Úr þessari
jurt eru unnin ýmis mjög verð-
mæt lyf. Ég get nefnt lyf eins og
digoxin, en samkvæmt lyfjaskrá
kosta eitt hundrað millgrömm af
þi 269 krónur eða, 2690 krónur
grammið með öðrum orðum. Þá
má nefna digitoxin, sem er enn
dýrara, eða 312 krónur hver
hundrað milligrömm þ.e. 3120
krónur grammið.
Ég er þess vegna ekki eins von-
daufur um að rækta megi þessar
jurtir hérlendis og ég er um rækt
jurta, sem framleiða ópium-
alkalóiða. Fingurbjargarjurtin
eða digitalis purpurea býr til
urmul af glýkósiðum, og þess er
að gæta, að þetta eru afar við-
kvæm efni og skyldleiki þeirra
mikill svo að það er mjög vanda-
samt og timafrekt að hreinsa þau.
Þá má lika nefna vincaal-
kalóðíða i þessu sambandi. Þeir
kunna að koma að gagni
sem krabbameinslyf, og um
þessar mundir eru gerðar um-
fangsmiklar tilraunir erlendis
þar að lútandi. Mér þykir ekki lik-
legt, að hægt væri að rækta jurtir
af þvi tagi hér á landi, þótt ekki sé
það með öllu fráleitt og væri ef til
vill vert að reyna það, þvi að hér
er um rándýrt efni að ræða.
— Eru engar islenzkar jurtir
þesslegar, að vinna megi lyf úr
þeim?
—Þessu verð ég þvi miður að
svara neitandi, þótt engar rann-
sóknir hafi verið gerðar á þvi
sviði. En mér þykir ótrúlegt, að
lækningajurtir leynist meðal æðri
jurta hérlendis. Þá á ég við mikil-
virk lyf af þvi tagi t.d. sem við
höfum talað um. Hitt er svo annað
mál, að ýmsar islenzkar jurtir
koma að góðu haldi sem fjörefna-
gjafar. HHJ
0 AAinjasafn
sönnur á þvi, hélt Jón Birgir
áfram, að i horni pósthússins við
Austurstræti sé múraður steinn,
þar sem merkt er núll, og þaðan
sé svo vegalengdin talin austur
yfir Hellisheiði og Mosfellsheiöi.
En viö þá vegi stendur enn tals-
vert af kilómetrasteinum.
Austast hef ég haft spurnir af
steini i grennd við Djúpadal i
Rangárvallasýslu, og hann er
merktur með tölunni hundrað. Ég
hef heyrt um stein við veginn
vestur i Kolbeinsstaðahreppi.
Þetta sagði Jón Birgir. Timan-
um hefur verið tjáð af öðrum, að
norður i Húnavatnssýslu hafi
einnig verið kilómetrasteinar
skammt frá Brekku og Sveins-
stöðum i Þingi, og svo hefur ef-
laust verið mjög viða um land. En
mikið af þessum steinum mun nú
glatað.
Ferðakamrana góðu gátum við
ekki stillt okkur um að fá lánaða
litla stúnd til þénanlegra afnota.
Sú sögn, að þeir hafi verið
konungi Islendinga og föruneyti
hans til gagnsmuna á ferð um litt
vegað land endur fyrir löngu
freistaði okkar. Og séu þeir til
dæmis frá árinu 1907 sem við
viljum þá engan veginn
ábyrgjast, þá hefur sá konungur,
er þá var á ferð, átt nokkurs úr-
kostar, sem Jón Ölafsson ritstjóri
gat ekki i frægri grein, sem olli
mikilli hneykslun, um koppleysi
konungsins á Þingvöllum. -JR.
o Jóhannes
Nú er þetta allt orðið hvanngrænt
og gróið, og enginn maður sér, að
þar hafi verið tjörnfyrir'áum ára-
tugum. Ég get bent á tvo staði,
þar sem svona er ástatt. Annar er
efst á Sandskeiðinu, rett við
gamla veginn, en hinn er neðan
Sandskeiðs, rétt fyrir neðan
Vatnsásinn.
Ég tala nú ekki um Esjuna.
Þegar litið var i áttina til hennar
hér i gamla daga, sást ekkert
grænt, nema túnin á Kjalarnes-
inu. Nú má heita, að Esjan sé að
verða græn upp á brúnir.
— Hverju þakkar þú þessa
miklu breytingu?
— Veðurfarinu. Þetta á sér
sömu orsök og það, hversu mjög
jöklarnir okkar hafa minnkað
seinustu áratugi. Veðurfarið er
mildara, það er skýringin.
— Við verðum vist að fara að
slá botninn i þetta, Jóhannes, en
viltu ekki segja mér að lokum;
hvað hefur verið þinn leiðarsteinn
og lifsregla á þinum mörgu og
löngu ferðum?
— Jú, það skal ég með glöðu
geði gera. Lifsregla min hefur
verið sú að hlusta aldrei á veður-
fregnir. Sá maður, sem alltaf er
að hlusta á veðurspá, fer aldrei i
neitt ferðalag.
Eftir að þetta samtal var tekið
upp gerðist það, að sjónvarpiö
kynnti Jóhannes Kolbeinsson i
þættinum Maður er nefndur.
Þetta kemur þó ekki að neinni
sök, þvi að hér er rætt um allt
aðra hluti en þar voru til umræðu.
—vs
■ ■ Iálfnað er verk
= 1 ÞÁHAFIÐER
■ ■ § SAMVINNUBANKINN
vefnaðarvöruverzlun
í Hafnarstræti 95 — Akureyri
Fatnaður á dömur, telpur og börn
Gluggatjaldaefni og sængurfatnaður í úrvali
FJÖLBREYTT ÚRVAL — HAGSTÆTT VERÐ
Reynið viðskiptin í glæsilegum húsakynnum
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
Vefnaðarvörudeiid
SÍMI 96-21400
rrnm
r, kalt borð^ mrjnfTR
í í IfÁDEGINU 1 LillUyii
LOFTLBÐIR
BLÓMASALUR
\*
A*'
BORÐAPANTANIR I SIMUM
22321 22322
BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 9.
VjKINGASALUR