Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 10
10
TtMiNN ‘ ■ ■ SunnudagurlB.septembfer 1973'
Harmar það eitt
að hafa ekki
drepið de Gaulle
HINN
SANNI
SJAKALI
A KAPUSIDU eintaks mlns af
bók Frederick Forstyh, „Dagur
Sjakalans” (sem nú hefur verið
kvikmynduð með Edward Fox i
aðalhlutverki) stendur eftirfar-
andi efnislýsing:
„Hlutverk hans: að myrða
Charles de Gaulle, forseta.”
„Dulnefni hans: Sjakalinn”
„Verð hans: hálf milljón
bandariskra dala”
„Krafa hans: algjör leynd,
jafnvel gagnvart yfirboðurun-
um. ”
Síðar segir, að Sjakalinn sé
„hár, Ijóshærður Englendingur,
með grá augu — drápsmaður á
hátindi starfsferils sins”.
Nú vill svo til, að hinn raun-
verulegi „Sjakali” — það er að
segja maðurinn, sem í raun
reyndi að drepa de Gaulle, er lág-
vaxinn, hálfsköllóttur Frakki,
með skær blá augu og gleraugu.
Dulnefni hans var Max, verð hans
var ekki ein einasta króna og
krafa hans var, að herinn tæki
völdin og Alsfr yrði áfram franskt
land. Raunverulegt nafn hans er
Alain de Bougrenet de la
Tocnaye. Það fór eins hjá honum
og „Sjakalanum”, að morðtil-
raunin mistókst, en hins vegar
var hann ekki drepinn. Hann var
handtekinn, dæmdur til dauða, en
fékk dómnum breytt i lifstiðar-
fangelsi. Árið 1968 var hann,
ásamt öðrum pólitiskum föngum i
Frakklandi, náðaður. Hann býr
nú I tveggja herbergja ibúð i
skugga Eiffel turnsins og rekur
litið vöruflutningafyrirtæki. Ég
hitti hann nýlega fyrir milligöngu
vina. Hann var óánægður með þá
blöndu af staðreyndum og imynd-
un, sem einkennir „Sjakalann”,
þar sem morðtilraun de la Tocn-
aye er lýst sem undanfara þess,
að Sjakalinn var leigður til verks-
ins. Hann samþykkti að segja
sögu sina „svo sannleikurinn liggi
ljós fyrir”. Meginatriðið er, að
morðtilraunin i Petit Clamart,
sem de la Tocnaye stóð fyrir, og
sem er itarlega lýst i skáldsög-
unni, gerðist i raun og veru, en
þegar hún mistókst, þá voru ekki
gerðar frekari tilraunir til þess að
leigja launmorðingja, hvorki inn-
lendan né erlendan.
I.
Glæpurinn
22. ágúst 1962 var kaldur,
skýjaður dagur i Paris, likari
haustdegi en sumri. Um morgun-
inn kom Charles de Gaulle til
borgarinnar frá sveitasetri sinu i
Colombey-les-deux-Eglises til
þess aö stýra rikisstjórnarfundi.
Allt frá þvi að sprengja, sem var
falin i sandi við vegkantinn, hafði
sprungið á leið þeirri, er hann fór
um, án þess þó að valda skaða,
hafði sú venja verið upp tekin, að
forsetinn færi þessa leið bæði i
bifreið og þyrlu. Honum var ekið
frá Colombey til flugvallarins i
Saint-Dizier, sem er 40 milna leið.
Þaðan var flogið til herflug -
vallarins i Villacoublay, en þang-
að voru 150 milur, og loks ekið þá
átta milna leið, sem eftir var til
Elysée hallarinnar.
Meginefni rikisstjórnarfundar-
ins var Alsirmálið. Alsir hafði
lýst yfir sjálfstæði sinu i júli eftir
átta ára nýlendustrið. Mikil
óvissa rikti i landinu, og hundruð
þúsunda franskra manna ákváðu
að fara úr landi og heim til
Frakklands. Fundinum lauk siðla
um daginn og forsetinn ákvað að
halda aftur til Colombey. Kl. 7.35
að kvöldi opnuöust hlið forseta-
ha.llarinnar, og tvær svartar
Citroen-bifreiðar óku á brott i
fylgd tveggja lögreglumanna á
bifhjólum.
Fimm minútum siðar var mað-
ur, sem kallaöi sig Didier, kallað-
ur I simann á kaffihúsi i úthverf-
inu Meudon. Didier var sagt i
simann, að de Gaulle væri i aftur-
sæti á Citroen DS 19, sem hefði
skrásetningarmerkið „5349 HU
75”, og væri frú de Gaulle við hlið
hans, við stýrið væri bifreiða-
stjóri frá hernum, Marroux, og
við hlið hans tengdasonur og að-
stoðarmaður forsetans, Alain de
Boissieu, ofursti. I hinum svarta
DS 19 bilnum væri ökumaður,
herlæknir, Degans að nafni, og 2
„górillur” eða öryggisverðir,
Puissant og Djouher. A eftir
bflunum væru tveir lögreglumenn
á Triumph bifhjólum.
Tvær leiðir liggja frá Elysée til
Villaboublay-flugvallar. önnur er
meðfram hægri bakka Signu, yfir
Sévres brúna og gegnum Meudon-
skóginn. Hin liggur meðfram In-
valides, upp Anvenue du Maine,
inn á Leið 306 gegnum Porte de
Chatillon og yfir vegamótin við
Petit Clamart. Fimm minútum
eftir áðurnefnt simtal var aftur
hringt i Didier og honum tjáð, að
forsetinn hefði farið siðarnefndu
leiðina.
Didier hélt út úr kaffihúsinu,
stóð á stéttinni og veifaði dag-
blaði. Tólf menn komu út úr
byggingu þar skammt frá og óku
af stað i fjórum bifreiðum að
vegamótunum við Petit Clamart,
sem eru við enda langrar, beinn-
ar leiðar, sem kallast Avenue de
la Libération. Þessi vegur er
meðfram einbýlishúsum, fjölfar-
inn. Didier lagði bifreið sinni,
gekk yfir Avenue de la Liberation
og staðnæmdist við strætisvagna-
biðstöð.' Peugeot bifreið var lagt
þar skammt frá. 200 metra i burtu
var Renault bifreið lagt meðfram
limgerði, og snéri framhlið hans
frá Paris. Siðasta bifreiðin,
svartur Citroen með hvitt þak,
hafði verið lagt i hliðargötu við
Avenue de la Liberation, um 300
metra frá biðstöðinni, þar sem
Didier stóð. ökumaður Citroen-
bifreiðarinnar var lágvaxinn,
skolhærður maður, sem kallaði
sig Max. Hann og tveir aðrir
menn i bifreiðinni renndu glugga-
rúðunum niður og skoðuðu vél-
byssurnar, sem lágu við hlið
þeirra.
Um kl. 8.10 siðdegis, þegar
komin var súld, sá Didier bifreið-
ar forsetans nálgast og veifaði þvi
á ný dagblaði sinu. Slæmt skyggni
varð til þess, að bílstjóri
Renaultsins 200 m ofar sá ekki
Didier gefa merki. Fáeinum
sekúndum siðar sá hann tvær
svartar bifreiðar um 30 metra i
burtu á hraðri ferð og hann kall-
aði til mannanna tveggja, sem
voru aftan i bifreiðinni, „Skjót-
ið”. Mennirnir skutu úr léttum
vélbygsum á bifreið de Gaulles
um leið og hún fór framhjá þeim,
og skutu einnig á eftir henni.
Enn ofar heyrði Max skothrið-
ina og taldi öruggt, að hann hefði
nægan tima til að komh bifreið
sinni fyrir þvert á Avenue de la
Liberation og stöðva þannig bif-
reið forsetans. En vegna þeirrar
tafar, sem varð vegna þess, að
merkið sást ekki, varð Max of
seinn. Hann kom að aðalgötunni
um leið og bifreið de Gaulles þaut
framhjá ásamt fylgdarliði. Max
ákvað að elta, og komast inn á
milli siðari bifreiðarinnar og bif-
hjólanna. Skotmaðurinn við hlið
hans I bilnum skaut um leið og
Max skellti bifreiðinni inn i bila-
lestina. Afturrúðan i bifreið for-
setans brotnaði, og höfuð forset-
ans hvarf. „Þú hittir hann”,
hrópaði Max.
Max setti bensingjöfina i botn
og reyndi að komast framhjá
fyldarbifreiðinni og að forsetabif-
reiðinni, en bifreiðin, sem hann
De Gaulle, leikinn af Adrien Cayla, i kvikmyndinni Dagur Sjakalans. Hér er verið aö (aka þann kafla myndarinnar, þar sem Sjakalinn gerir tilraun til aö myröa forsetann fyrir
utan Gare de Montparnasse.