Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 9
Björn Asmundsson, framkvæmdastjóri Dynjandasmiöjunnar. Björn
var um árabil vclstjóri á ýmsum skipum og i orkuvcrum. Hann stjórn-
ar nú umfangsmiklum diesilvélaviðgerðum í bæjartogurunum og fleiri
skipum og hefur verið farsæll í störfum sinum.
Eyrnahlifar i iðnaði —
menn eru ekki
,,heyrnarlausir” með
hlifarnar
— Notkun eyrnahlffa hefur
vaxið geysilega, eftir að mönnum
varð ljóst sambandið milli eyrna-
skemmda og mikils og stöðugs
hávaða. Eyrnahlifar eru nú not-
aðar i mörgum starfsgreinum.
Stjórnendur véla og þungavinnu-
véla nota eyrnahlifar, flugmenn
og starfsmenn flugvalla. Starfslið
i öðrum hávaðasömum iðnaði,
hraðfrystihúsum. T.d. nota
starfsmenn i Hampiðjunni eyrna-
hlifar, ennfremur i naglaverk-
smiðjunni i Borgarnesi og öðrum
smiðjum og starfstöðvum, þar
sem hávaði er mikill.
'
Gunnlaugur með velbúnum herramanni f söluskrifstofu Dynjanda.
Brúðan er færð i hlifar frá Dynjanda, þ.e. öryggishjálm, rykgrimu,
suðugleraugu, eyrnahlif, andlitshlif, öryggisbelti og svo er „hann”
auðvitað meö öryggisskó á fótum. Á bak við sést hluti af „skóbúðinni’,’
en öryggisskór geta ekki enn verið til sölu i verzlununum, þvi að
álagningarreglur leyfa það ekki.
Gunnlaugur P. Steindórsson, framkvæmdastjóri Dynjanda. Gunníaugur var áður vélstjóri á farskipum
og togurum, en gerðist siðan vélstjóri í raforkuverunum við Sog. Hann sigldi um allan heim i „lang-
fart", meðal annars var hann á Jökulfellinu i bananaflutningum i Suður-Ameriku. Gunnlaugur lærði
járnsmiði í Landssmiðjunni á árunum 1942-46, er verið var að byggja sildarverksmiðjur og ýms merki-
leg atvinnufyrirtæki landsmanna. Lauk prófi frá Vélskóla islands árið 1950.
Eyrnahlifarnar hafa ýmsa
kosti, sem menn gera sér almennt
ekki grein fyrir. Maður með
eyrnahlifar er brynjaður fyrir
miklum hávaða. Hins vegar getur
hann með hlifarnar á áér talað við
samstarfsmenn sina i venju-
legum skraftón, þvi aö eyrnahlif-
arnar hleypa þeim tónum auð-
veldlega i gegn. Maður með
eyrnahlifar er þvi ekki „heyrnar-
laus” eins og sumir halda. Mér er
það t.d. minnisstætt, þegar ég
fyrir nokkrum árum var i sölu-
ferð til Akureyrar. Þá missti ég
pústgreinina undan bilnum. Ég
ætla ekki að lýsa hávaðanum. En
við vorum með nægar birgðir af
eyrnahlifum meðferðis og nú
settum við bara upp eyrnahlifar,
svo að hávaðinn i bilnum varð
okkur ekki til ama, en það sem
meira var, — við gátum hlustað á
útvarp á leiðinni, þrátt fyrir
vélargnýinn. Eyrnahlifin tók
bara hátónana, en lægri tónar
fóru i gegn.
Við seljum eyrnahlifar fyrir
EXEL i Finnlandi.
Þeir voru áður framleiðendur á
hvellhettum. Forstjórinn þar
fann upp eyrnahlif og nú er svo
komið, að þeir hjá EXEL hafa
hætt framleiðslu á hvellhettum og
hafa snúið sér algjörlega að
framleiöslu á eyrnahlifum.
Þessar hlifar eru framleiddar
undir nafninu SILENTA og er
þetta heimsfirma með útibú I 46
löndum.
Augnhlifar og rykgler-
augu í Vestmannaeyjum
— Þótt öryggishjálmar,
öryggisskór og eyrnahlifar séu
stærsti liðurinn i innflutningi hlifa
fyrir vinnandi menn hjá Dynj-
anda, erum við með margs konar
aðrar hlifar fyrir iðnaðinn. Augn-
hlifar allskonar eru þar efst á
blaði. Gifurleg sala var á augn-
hlifum fyrir þá , sem voru i
Eyjum þegar eldgosið var þar,
enda naumast komandi út fyrir
dyr, án augnhlifa af einhverri
gerð. Þá hefur vegagerðin og
aðrir vegagerðarmenn keypt
mikið af rykgleraugum. Þau eru
nú i notkun þúsundum saman.
Sérstaklega hafa þau reynst
mikið þarfaþing við vegagerðina
austur á Söndum, þar sem sand-
stormar eru algengir viðburðir.
Grimur og
súrefnistæki
— Þá eru ótaldar alls konar
grimur fyrir vit manna. Allt frá
einföldustu heygrimum upp i
súrefnistæki. Rykgrimur eru
notaðar til að verjast mengun á
vinnustað, svo sem við sement og
alls konar laus efni og þær voru
mikið notaðar i Vestmannaeyjum
meðan eldgosið var þar i
algleymingi. Súrefnisgrimurnar
eru þó aðallega öryggistæki, þvi
að oft getur verið nauðsynlegt að
hafa loftið meðferðis. T.d. þegar
farið er inn i reyk, eða eitraðar
lofttegundir. Velflest hraðfrysti-
hús eiga t.d. súrefnistæki, þvi að
fyrir kemur, að ammoniaksleki
komi i veg fyrir viðgerðastörf, án
áúrefnistækja. Þeir hafa þetta þvi
við hendina af öryggisástæðum.
Þeim sem kynnir sér starfsemi
Dynjanda verður það ljóst, að
mikið starf liggur að baki
þessarar verzlunar. Svo til allir
hlutir mega teljast til nýjunga,
eða eru venjulegum borgara á
einhvern hátt framandi. Við
spurðum þvi Gunnlaug P.
Steindórsson að lokum, hvernig
fyrirtæki þeirra hefði aflað sér
þessarar sérstæðu vöru-
þekkingar?
Hafa fikrað sig áfram
— Hvað vélainnflutninginn
áhrærir, þá kemur hann nú að
mestu af sjálfu sér. Við eig-
endurnir höfum báðir lokið járn-
smiðaprófi og vélstjóraprófi frá
Vélskólanum i Reykjavik og þá
tók við vélstjórn á togurum og
kaupskipum i mörg ár. Við
nauðaþekkjum þvi allt i vél-
búnaði átórra skipa, sem smárra.
Vitum hvar skórinn kreppir og
hve áriðandi það er að ljúka
viðgerðum fljótt og vel.
Hvað öryggishlifarnar varðar,
þá höfum við fikrað okkur áfram.
Við höfum varið miklu fé i leit að
góðri vöru, og svo þarf lika að
gera verðsamanburð. Fyrirtækin
hafa mörg hver ekki af stórum
sjóðum að taka og geta ekki varið
nema tukmörkuðu fé til hliföar-
kaupa. Við reynum lika að
fylgjast meö nýjungum. Til
dæmis er ég núna að fara til út-
landa á öryggistækjasýningu en
vörusýningar verður að sækjá
með einhverjum ráðum, til þess
að dragast ekki aftur úr. Venju-
lega koma fram umtalsverðar
nýjungar á þessum stóru
sýningum. Við höfum sýnt
þessum málum áhuga umfram
aöra. Vitaskuld er þetta atvinna
okkar, en ég held ég megi segja,
að þetta sé að vissu leyti hugsjón
hjá okkur lika. Viö höfum um
langt skeið tekið virkan þátt i at-
vinnulifinu á þeim stöðum, þar
sem vinnuslys eru tið. 1 fjöl-
mennri smiðju við járnsmiða-
nám, sfðan á togurum I mörg ár
og til sjós á farskipum. Oft varð
maður vitni að slysum á þessum
stöðum. Oft týndu menn lifi eða
hlutu örkuml, og þvi miður var oft
um að kenna lélegum búnaði
starfsmanna, og öryggisreglur
voru nánast ekki til á vinnu-
stöðum. Það er þvi persónulega
mikil ánægja fyrir okkur hér að
geta i daglegum störfum okkar
stuðlað að öryggi hins starfandi
manns, segir Gunnlaugur P,
Steindórsson að lokum.
Jónas Guðmundsson