Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Sunnudagur 16. september 1973
Hvílík augu
Jean, en það heitir hún þessi, er
sérfræðingur i tviræðu augnatil-
liti og tviræðu tali. Hún kann
bezt við menn sem eru sjálfs-
öruggir og þeir mega gjarnan
eiga litla hvita sportbila. Bezt
kann hún við þá úr oliubransan-
um, en blaðamenn hafa einnig
visst aðdráttarafl.
Kjarnmikill
morgunverður
Hinn gamli og nýi morgunverð-
ur Breta, bacon og egg, pyslur
brauð og smjör, leit út fyrir að
vera framreiddur af ástúð og
umhyggju, en þegar Charles
Watson nokkur tók að borða
hann, fannst honum eitthvað
ekki vera alveg eins og venju-
lega. Lögreglurannsókn leiddi i
ljós, að heilmikið af glerflisum
var i matnum, og skömmu siðar
viöurkenndi frú Watson, að hún
hefði kryddaö morgunverö
manns sins á þennan hátt og
heföi sinar góöu og gildu ástæð-
ur til þess. — Maöurinn minn er
kynóður. Hann vildi samfarir
kvölds og morgna og um miðjan
dag, sagði frúin og jafnvel þeg-
ar hann kom heim seint á kvöld-
in úr vinnunni, gat hann ekki séð
mig i friði, heldur vakti mig.
Hann neyddi mig meira aö
segja til að gera það að börnun-
um ásjáandi. Frúin var sýknuð
af öllum ákærum.
Maðurinn
og yfirvaldið
Hann Pétur Grootwald tók sig
til og byggði sér bát úr þeim viði
sem rak á fjörur hans i sikjum
Amsterdam. En nýlega komu
svo menn frá hreinsunardeild
borgarinnar og fjarlægðu bátinn
á þeim forsendum, að hann væri
rusl úr ánni. Veslings Pétur sat
bara og klóraði sér i skallanum.
Þessir hreinsunarmenn koma
aldrei, þegar þeirra er þörf.
Djarfir ræningjar
Fjórir bankaræningjar, ákaf-
lega „miklir karlar”, þóttust
heldur en ekki hetjur um daginn
I Róm, þegar þeir héldu tveimur
bankastarfsmönnum i skefjum
með skammbyssum og stungu
siðan af með pakka þá, sem
mennirnir höfðu verið að bera
úr bankanum inn I rammgeran
bil. Sennilega hafa hetjurnar
orðiö dálitið skrýtnar á svipinn,
þegar þær opnuðu pakkana. 1
þeim var sem sé ekkert annað
en innistæðulausar ávisanir og
ógildir vixlar, allt vandlega
yfirstimplað og gatað.
Þessi Gullbrá var eins og
innbrotsþjófur Hún fór aideilis
illa með birnina þrjá.