Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.09.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 16. september 1973 TÍMINN n „Max”. Myndin var tekin i fangelsi tveimur vikum eftir aö tiltæði hans gegn de Gaulle mistókst. ók og sem stolið hafði verið nokkrum dögum áður, var ekki nógu aflmikil. Við beygjuna til Villacoublay sá hann vegatálma lögreglunnar. Hann sá litla hliðargötu til hægri, sem hægt var að taka, og hann snéri bifreiðinni á tveimur hjólum, á 60 milna hraða, og komst aftur til Parisar áður en lögreglunni vannst timi til að koma upp vegatálmum. 2. Leitin í ibúð vinkonu sinnar i Passy heyrði Max fyrstu fréttirnar i út- varpinu — de Gaulle hafði naum- lega sloppið lifandi þegar tilraun hafði verið gerð til að myrða hann. Þegar hershöfðinginn steig inn i þyrluna i Villacoublay sagði hann: ,,í þetta sinn, herrar minir, munaði mjóu”. Bifreið forsetans hafði orðið fyrir sex byssukúlum. Tvær fóru i skothelda hjólbarð- ana, ein gegnum skrásetningar- spjaldið að aftan og inn i bak aftursætisins, ein i gegnum lokið, sem var yfir opinu á bensin- geyminum, ein lenti i hægri fram- hurðinni og ein fór i gegnum afturrúðuna. Max velti fyrir sér hinum mörgu „efum” — ef Didier hefði verið nær er hann gaf merkið, ef þeir hefðu fengið Sturmgewehr vélbyssurnar, sem OAS (Leyni- samtök þeirra i franska hernum sem vildu gera allt til að halda Alsir undir frönskum yfirráðum) hafði lofað, ef hann hefði haft Jaguar til þess að elta forsetabif- reiðina i stað gamals og afllitils bils... Max losaði sig við stolnu Citro- en-bifreiðina og hafði samband við hina þátttakendurna, sem höfðu allir komizt heilir á húfi til Parisar. Þeir fóru i felur, og undirbjuggu flótta til Spánar. En lögreglan hafði komið upp vega- tálmum um allt Frakkland. Snemma i september var einn hinna þýðingarminni i hópnum, ungur liðhlaupi Magade að nafni, að ferðast á „puttanum” frá Mar- seilles til Parisar eftir að honum hafði mistekizt að komast yfir spænsku landamærin. Hann hafði persónuskilriki i eigin nafni. Nafn hans var á lista yfir liðhlaupa, og þvi var Magade handtekinn við vegatálma lögreglunnar i Rhone- dalnum. Þegar lögreglan yfirheyrði hann sýndi hún honum megnustu fyrirlitningu. Þetta særði hégómagirnd hans, og hann gat ekki stillt sig um ab segja: „Þið ættuð ekki að tala svona við mig. Ég var i Petit Clamart”. Lögreglan lofaði Magade sakar- uppgift að hluta til og hann gaf þeim i staðinn nöfn allra þeirra, sem þátt tóku i tilrauninni. 5. september var Max enn i Paris. Þann dag borðaði hann há- degisverð með öðrum úr hópnum, sem vildi sýna öllum andstöðu sina við stefnu stjórnarinnar með þvi að aka enn hvítum Chevrolet með alsirskum skráningarspjöld- um. Eftir matinn, um kl. 5 sið- degis, voru þeir áð aka eftir Montmartre þegar lögreglan um- kringdi skyndilega bifreiðina. Tveimur vikum eftir tilraunina gegn de Gaulle hafði Bouvier lög- regluforingja, sem var yfirmaður þeirrar lögregludeildar sem hafði með baráttuna gegn OAS að gera, handtekið alla nema þrjá af þátt- takendunum, en þessir þrir höfðu komizt til útlanda. Max reyndist vera 35 ára gam- all liðsforingi, sem hafði farið i felur eftir að hafa þjónað i fjögur ár I Alsir, Alain de Bougrenet de la Tocnaye. Didier, sem Magade þekkti af myndum sem öryggis- lögregla hersins sýndi honum, var Jean-Marie Bastien-Thiry yfirforingi, einn af þekktustu verkfræðingum hersins og sá maður, sem hvað mest hafði lagt af mörkum við gerð frönsku SSll eldflaugarinnar. í frönskum blöð- um hafði hann oft verið nefndur „von Braun Frakklands”. Það, aö þessir tveir foringjar tilraunarinnar til að myrða for- seta landsins reyndust vera virtir herforingjar, kom vissulega nokkuð á óvart. Bastien-Thiry og de la Tocnaye voru dæmdir til dauða af herdómstóli i marz 1963. Bastien-Thiry var tekinn af lifi 10 dögum siðar, en de la Tocnay fékk dauðadómnum breytt i ævi- langt fangelsi. Árið 1968 gerðu stúdentar og verkamenn i Frakk- landi hina svonefndu „næstum- þvi-byltingu”, en ein afleiðing þeirra atburða var náðun allra pólitiskra fanga. De la Tocnaye var náðaður af manninum, sem hann ætlaði að myrða, eftir að hafa setið inni i fimm og hálft ár. 3. Laun- morðinginn Alain de la Tocnaye hefur mildilegt útlit. Hann kemur fram við fólk með gamald'ags kurteisi, lyftir hatti sinum og kyssir á hendur kvenna. Samt sem áður hefur liflína þessa manns mætt liflinu annars manns, sem hann hafði aldrei séð, de Gaulles forseta, og á vegamótunum i Petit Clamart 22. ágúst 1962reyndi annar þeirra að drepa hinn. Þúsundir annarra Frakka voru mjög andvigir stefnu de Gaulles i Alsirmálinu, en enginn þeirra valdi að fara leið pólitisks morðs til að sýna and- stöðu sina. Ýmsir lýstu að visu yf- ir stuðningi við gerðir hans, en hefðu hins vegar aldrei sjálfir gert hið sama. Hjá Alain de la Tocnaye var það fjölskyldusaga, skapgerð og aðstæður, sem sameiginlega leiddu til þess, að hann gerði til- raun til að myrða forseta lands sins. De la Tocnaye-f jölskyldan stendur á gömlum merg. Hún er frá Bretaniu og hefur ávallt ein- kennzt af uppreisnarhug. Einn af forfeðrum Alains tók þátt i upp- reisn gegn Karli VI á 15- öld. Annar forfaðir hans var Char- lette, sem stjórnaði uppreisn gegn foringjum frönsku stjórnar- byltingarinnar. Hann var hand- tekinn og tekinn af lifi árið 1796. Alain var kennt að virða keltiskt ætterni sitt og hina þekktu upp- reisnargjörnu forfeður sina. Alain var einkasonur, og hann ólst upp I ströngu, hefðriku um- hverfi, þar sem borin var meiri virðing fyrir liðinni tið en sam- timanum. Þegar á unga aldri, segir hann,varð hann sannfærður um „siðferðilega hnignun” okkar tima, en var að sama skapi hrif- inn af liðnum tima miðaldanna, tima riddara og dómkirkjusmiða, einviga og fórnarlundar, léns- skipulags og forréttinda lénsherr- anna. De la Tocnaye fjölskyldan hef- ur áfallt verið tengd hernaði. Þrir af forfeðrum hans tóku þátt i krossferðunum, og afi og langafi Alains voru báðir hershöfðingjar. Faðir hans snérist hins vegar gegn fjölskylduhefðinni og varð efnafræðingur. Arið 1936, þegar Þjóðfylking vinstri manna var við völd i Frakklandi, varð hann virkur þátttakandi i hægri sinn- uðum stjórnmálasamtökum. Faðir hans átti litla verksmiðju og þegar verkafólkið hóf að taka yfir verksmiðjur i landinu árið 1936 náði faðir Alains sér i sprengiefni og kom þvi fyrir i verksmiðjunni. Hann var stað- ráðinn i að sprengja hana i loft upp fremur en láta verkafólkið taka hana yfir, enda fór svo, að hans verksmiðja var ein hinna fáu, sem ekki var hernumin af verkamönnum i Paris. Eftirfarandi saga er talin iýsa föður Alains vel: Vetrarmorgun nokkurn sá hann beiningamann skjálfandi á götu úti og gaf honum frakkann sinn. Daginn eftir sá hann sama mann á ný, skjálfandi og án frakkans. Hann reiddist ofsalega og barbi betlarann ræki- lega. Fvrir áhrif umhverfisins varð Alain fljótt maður mjög ákveð- inna og fastmótaðra skoðana. Hann sá aðeins hvitt eba svart, en ekkert þar á milli. Hann virti heiður og samkvæmni. Honum fannst ekkert alvarlegra en að gefa loforð sitt. Hann haföi megn- ustu fyrirlitningu á þeim mönn- um, sem hann sagði að væri „eins og hreðkur, rauðar að utan og hvitar að innan”. Hann valdi ein- faldar lausnir, og eitt af þvi, sem hann lærði af föður sinum var, að ofbeldi, eða hótun um ofbeldi er áhrifarikt tæki. Hann var reiðubúinn að berjast fyrir þjóðfélagskerfi, sem ekki var hægt að endurreisa — kerfi, þar sem aðallinn réði rikjum, lénsherrar væru valdsmennirnir hver á sinum stað, og hugrekki i orustu mesta verðleikamerkið. Söguskoðun hans var sú, að sagan „væri verk fáeinna manna og fá- einna hugmynda. Fjöldinn skiptir ekki máli, honum er alltaf stjórn- að”. Hann var einnig reiðubúinn til þess að helga sig algjöriega ákveðnu baráttumáli, en var samt sem áður á móti ölium ism- um, hvort sem það var Bónapart- ismi, Jakóbinismi, sósialismi, Marxismi, kommúnismi, liberal- ismi eða, umfram allt, Gaullismi. Hinn ákafi stuðningur hans við málstað sinn varð til þess, að andsvar hans við þvi sem hann taldi svik varð þeim mun ástriðu- þrungnara. Á unga aldri hafði ósigur Frakka 1940 mjög mikil áhrif á Alain. Sú skömm, sem hann fann djúpt til, vegna ósigurins, birtist greinilegast i einni sýn, sem hann segir, að hafi runnið á ný upp I huga sér kvöldið örlagarika i Pet- it Clamart, vopnlaus ofursti að hjóla á kvenreiðhjóli frá vig- vellinum. „Ég grét af reiði”, segir hann, „þegar ég sá franska herm. fá heiðursmerki fyrir að hafa flúið með vopn sin I höndunum. Sveita- setur okkar var hernumið af þýzkum flugmönnum. Þegar ég sá Þjóðverjana þá sá ég her. Þeir voru beinir i baki. Þeir stóöu I réttstöðu þegar þeir komu til aö skoða safn afa mins frá Napóleonstimanum. Ég játa, að á þeim tima var ég hrifinn af fas- , isma. Ég hata þá, sem alltaf tapa. Ég vildi fá sterka rikisstjórn eins og stjórn Salazars (Salazar var einræðisherra i Portúgal 1932- 1968). Ég taldi, að það væri síöasti möguleiki sigraðar Evrópu, jafn- vel þótt ég vissi að það gæti leitt til hruns”. Þaö var þá, þegar Alain var 14 ára, að de Gaulle vakti fyrst at- hygli hans. Hershöfðinginn flutti sína þekktu 18. júni-ræðu, þar sem hann sagði Frökkum: „Frakkland hefur tapað orustu, en Frakkland hefur ekki tapað striðinu”. De la Tocnaye hlustaði á ræðuna ásamt föður sinum, sem sagði honum: „Trúðu aldrei þess- um manni, hann er lýðskrumari þrunginn metnaðargirnd”. „Andstaða min við de Gaulle á rætur sinar að rekja til þess dags,” — segir de la Tocnaye. — „Mér geðjaðist ekki að þvi, að maður i Englandi væri að segja okkur hvað við ættum að gera. Að segja þessa hluti I öryggi frjáls Englands virtist mér vera eins konar hugleysi. Og þegar hann kom aftur 1944 voru framin hörmuleg hefndarverk. 40 þúsund menn voru skotnir fyrir sam- vinnu við hernámsliðið, en senni- lega hafa um 10% þeirra átt slikt skilið”. Eftir styrjöldina varð Alain óðalsbóndi skammt frá Mont- Saint-Michel i Bretaniu. Hann kvæntist, eignaðist tvö börn og sérhæfði sig i innflutningi danskra svina. A sveitasetri sinu fylgdist hann með þjóðmálum. Hann var mjög reiður yfir upp- gjöf Frakka i Indókina. Uppgjöf nýlendna Frakka var hlutur, sem hann taldi sig geta unnið gegn og þannig bætt fyrir það, að hafa verið of ungur til hernaðar á heimsstyrjaldarárunum. Þvi var það, að árið 1956 bauðst hann til að gegna herþjónustu I Alsir og gekk i landherinn. „Ég vonaði að við héldum Alsir”, — segir hann. — „Alsir- menn vildu ekki sjálfstæði strax, þeir hefðu beðið. En við gerðum allt til þess að losna við Alsir”. 4. júni 1958 sá de la Tocnaye yfir- mann frönsku hersveitanna I Alsir, Raoul Salan hershöfðingja, sem mikill fjöldi fagnaði, vikja af ræðupallinum fyrir de Gaulle hershöfðingja, sem sagði hin frægu orð: „Je vous ai compris”. De Gaulle komst á ný til valda með aðstoð hersins og lofaði hátiðlega að halda Alsir frönsku. „Ég vissi, að það var gildra”, segir de la Tocnaye. „De Gaulle vildi eyða franska heimsveldinu. Hann var að saga af greinina,sem við sátum á”. Hann var með her- deild sinni i bækistöðvum I Kaby- lia-fjöllum, og segist hafa fengið skriflega fyrirskipun um að skipuleggja kosningarnar og tryggja, aö 90-95% væru fylgjandi de Gaulle. Þyrlur voru notaðar, segir hann, til að ná i kjörkass- ana, sem höfðu m.a. að geyma at- kvæði barna, sem látin voru kjósa ásamt mæðrum sinum, og at- kvæði Múhammeðstrúarmanna, sem voru látnir. 4. Samsæríð Arið 1961 varð öllum ljóst, að de Gaulle ætlaði sér að binda endi á Alsirstriðið, sem hann taldi að væri áð eyðileggja Frakkland. Fjórir hershöfðingjar gerðu upp- reisn i Alsir. De la Tocnaye sendi þeim þegar stuðningsskeyti, og tilkynnti yfirmanni sinum, að hann væri farinn úr hernum. „Það var þá sem ég fór yfir Rúbi- con”, — segir hann. — „Ég var eins og riddari miðalda, sem braut sverð sitt”. Uppreisnin mistókst tveimur dögum siðar, og þrir af hershöfðingjunum fjórum voru handteknir. Fyrir de la Tocnaye þýddi þetta, að barátt- una væri ekki hægt að vinna i Alsír. Hann varð sannfærður um, að eina lausnin væri útrýming de Gaulles. „Ég tel, að kenning Tómasar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.