Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 49

Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 49
36 16. september 2004 FIMMTUDAGUR Hljómsveitirnar Vínyll og Ampop verða með tónleika á Grand Rokk í kvöld þar sem þær hita upp fyrir Englandsferð sína um helgina. Einnig kemur Lára Rúnarsdóttir fram og flytur eigin lög. „Við ætlum að spila á tónlistar- ráðstefnunni In The City Unsigned sem er haldin í Manchester. Þetta er ein stærsta tónlistarráðstefna Bretlandseyja og þar spila 54 heitustu bönd Evr- ópu fyrir plötuútgefendur og aðra úr iðnaðinum,“ segir Birgir í Ampop. Um tvö þúsund ungar hljóm- sveitir sóttu um að komast að á ráðstefnunni í ár. Hún hefur skipt sköpum fyrir margar sveitir, og þar stigu hljómsveitir á borð við Oasis og Coldplay sín fyrstu skref í áttina til heimsfrægðar. Víst er að bæði Ampop og Vín- yll hugsa sér gott til glóðarinnar. Ampop hefur gefið út tvær plötur hér á landi og eina smá- skífu í Bretlandi. Þeir eru í þann veginn að klára sína þriðju breið- skífu. „Við erum búnir að vera stúd- íórottur í eitt og hálft ár,“ segir Birgir. Á nýju plötunni kveður heldur betur við nýjan tón því Ampop, sem hingað til hefur einbeitt sér að rafrænni popptónlist, hefur að miklu leyti lagt rafhljóðfærin á hilluna og snúið sér að gömlu góðu órafrænu hljóðfærunum, píanó- um, orgelum og öðrum akústísk- um hljóðfærum. „Við verðum áfram með melódísku pælingarnar, en nú er þetta orðin framsækin popptón- list með einhvers konar folk- ívafi.“ Þeir sem vilja heyra hvað er í gangi hjá Ampop ættu að mæta á Grand Rokk. ■ Hitað upp fyrir Englandsferð ■ TÓNLEIKAR Fimmtudagur 16/9 PARIS AT NIGHT Kabarett með söngvum e. Jacques Prévert kl. 20 Föstudagur 17/9 PARIS AT NIGHT Kabarett með söngvum e. Jacques Prévert kl. 20 Laugardagur 18/9 CHICAGO e Kander, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun kl 20 Sunnudagur 19/9 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren kl 14 ÁSKRIFTARKORT Á 6 SÝNINGAR KR 10.700 (þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTAKORT KR 18.300 (Þú sparar 8.700) BESTI KOSTURINN FYRIR LEIKHÚSROTTUR Miðasala á net inu: www. borgar le ikhus. is Miðasala, sími 568 8000 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Jón Nordal ::: Gríma John Adams ::: Fiðlukonsert Robert Schumann ::: Sinfónía nr. 1 í B-dúr, op. 38 „Vorsinfónían“ HÁSKÓLABÍÓI Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30Gul áskriftaröð #1 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Leila Josefowicz Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Í flokki fremstu einleikara heims Þrátt fyrir að Leila Josefowicz sé aðeins 26 ára gömul er hún á góðri leið með að leggja heiminn að fótum sér í krafti glæsilegrar spila- mennsku og spennandi verkefnavals. Hún er æ oftar nefnd í sömu andrá og fremstu fiðluleikarar heims og hefur leikið með þekktustu hljómsveitum heims. Nú er komið að Sinfóníuhljómsveit Íslands. FÖSTUDAGUR 17. SEPT. KL. 20.30 BAMAN' - Tónlist og dans frumbyggja Ástralíu og ísl. tónlistarmenn; Hilmar Örn, Steindór Andersen, Diddi fiðla, Eþos o.fl. Tónleikarnir verða hjóðritaðir og kvikmyndaðir. SUNNUD. 19. SEPT. KL. 16 OG KL. 20.30 REYKJAVÍK 5 ásamt 4 manna hljómsveit; útsetningar Manhattan Transfer, New York Voices o.fl. Báðir tónleikarnir verða hljóðritaðir. Föstudagur 17. sept. kl. 20. Fimmtudagur 23. sept. kl. 20. Föstudagur 1. okt. kl. 20. Miðasala í í síma 562 9700 www.idno.is Aftur á fjalirnar ! Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon pí- anóleikari koma fram á þriðju há- degistónleikunum sem haldnir eru í tilefni af 40 ára afmæli Tón- listarskóla Garðabæjar. Þau ætla að flytja ljóð eftir Mendelssohn og Atla Heimi Sveinsson. Einnig flytja þau Þrjú númer í íslenskum búningi eftir Gunnar Reynir Sveinsson. Í þessari tónleikaröð koma ein- göngu fram tónlistarmenn sem stundað hafa nám við Tónlistar- skólann í Garðabæ. Marta Guðrún lærði þar á píanó hjá Gísla Magn- ússyni og lauk burtfararprófi í pí- anóleik árið 1987. Samhliða píanó- náminu lærði hún söng hjá Sieglinde Kahmann í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Síðar hélt hún í framhaldsnám í söng í München og hefur starfað sem söngkona frá árinu 1990. Tónleikarnir verða haldnir í sal tónlistarskólans að Kirkjulundi 11 og hefjast klukkan 12.15. ■ „Rokklist“ nefnist fjórða sýning myndlistarmannsins Örvars Árdal, sem hann opnar í Vesturporti, Vest- urgötu 18, klukkan átta í kvöld. Þótt þetta sé fjórða sýning hans er þetta samt sú fyrsta sem haldin er í Reykjavík. Hinar þrjár voru allar haldnar á heimaslóðum hans í Hveragerði. Hann segir snillinga á borð við Gil Bruvel og Boris Vallejo hafa haft mikil áhrif á myndlist hans, auk þess sem hann hefur sótt inn- blástur í myrkrahöfðingja rokks- ins á borð við Lou Reed, Jim Morrison og Nick Cave. Afmælið heldur áfram ■ TÓNLEIKAR ■ LISTSÝNING ÖRN AÐ BAKI MÖRTU Marta Guðrún Halldórsdóttir syngur og Örn Magnússon leikur á píanó í hádeginu í Tónlistarskóla Garðabæjar. Rokklist Örvars ÖRVAR ÁSAMT EINU VERKA SINNA Örvar Árdal opnar sýningu á verkum sín- um í Vesturporti í kvöld. AMPOP Hitar upp á Grand Rokk fyrir Englandsferð ásamt Vínyl og Láru Rúnarsdóttur. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.15 Tónlistarskóli Garðabæjar býður til hádegistónleika alla fimmtudaga í september í tilefni af 40 ára afmæli skólans. Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon píanó koma fram á þriðju hádegistónleikunum sem haldnir eru fimmtudaginn 16. september í sal tónlistarskól- ans að Kirkjulundi 11.  19.30 Leila Josefowicz fiðluleikari leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói. flutt verða verk eftir Jón Nordal, John Adams og Robert Schumann. Stjórnandi er Rumon Gamba.  21.00 Tónleikar með Jóni Ólafs- syni í Pakkhúsinu á Selfossi. Hljómsveitin Veðurguðirnir stígur á stokk klukkan 23.  21.00 Tríó Jóns Páls Bjarnasonar gítarleikara kemur fram á öðrum tónleikum Múlans í gyllta salnum á Hótel Borg. Ásamt Jóni Páli leika þeir Gunnar Hrafnsson á bassa og Alfreð Alfreðsson á trommur.  22.00 Vínyll, Lára og Ampop spila á Grand Rokk. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 13 14 15 16 17 18 19 Fimmtudagur SEPTEMBER 48-49 (36-37) Slanga 15.9.2004 21:14 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.