Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 16.09.2004, Blaðsíða 49
36 16. september 2004 FIMMTUDAGUR Hljómsveitirnar Vínyll og Ampop verða með tónleika á Grand Rokk í kvöld þar sem þær hita upp fyrir Englandsferð sína um helgina. Einnig kemur Lára Rúnarsdóttir fram og flytur eigin lög. „Við ætlum að spila á tónlistar- ráðstefnunni In The City Unsigned sem er haldin í Manchester. Þetta er ein stærsta tónlistarráðstefna Bretlandseyja og þar spila 54 heitustu bönd Evr- ópu fyrir plötuútgefendur og aðra úr iðnaðinum,“ segir Birgir í Ampop. Um tvö þúsund ungar hljóm- sveitir sóttu um að komast að á ráðstefnunni í ár. Hún hefur skipt sköpum fyrir margar sveitir, og þar stigu hljómsveitir á borð við Oasis og Coldplay sín fyrstu skref í áttina til heimsfrægðar. Víst er að bæði Ampop og Vín- yll hugsa sér gott til glóðarinnar. Ampop hefur gefið út tvær plötur hér á landi og eina smá- skífu í Bretlandi. Þeir eru í þann veginn að klára sína þriðju breið- skífu. „Við erum búnir að vera stúd- íórottur í eitt og hálft ár,“ segir Birgir. Á nýju plötunni kveður heldur betur við nýjan tón því Ampop, sem hingað til hefur einbeitt sér að rafrænni popptónlist, hefur að miklu leyti lagt rafhljóðfærin á hilluna og snúið sér að gömlu góðu órafrænu hljóðfærunum, píanó- um, orgelum og öðrum akústísk- um hljóðfærum. „Við verðum áfram með melódísku pælingarnar, en nú er þetta orðin framsækin popptón- list með einhvers konar folk- ívafi.“ Þeir sem vilja heyra hvað er í gangi hjá Ampop ættu að mæta á Grand Rokk. ■ Hitað upp fyrir Englandsferð ■ TÓNLEIKAR Fimmtudagur 16/9 PARIS AT NIGHT Kabarett með söngvum e. Jacques Prévert kl. 20 Föstudagur 17/9 PARIS AT NIGHT Kabarett með söngvum e. Jacques Prévert kl. 20 Laugardagur 18/9 CHICAGO e Kander, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun kl 20 Sunnudagur 19/9 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren kl 14 ÁSKRIFTARKORT Á 6 SÝNINGAR KR 10.700 (þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTAKORT KR 18.300 (Þú sparar 8.700) BESTI KOSTURINN FYRIR LEIKHÚSROTTUR Miðasala á net inu: www. borgar le ikhus. is Miðasala, sími 568 8000 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík Jón Nordal ::: Gríma John Adams ::: Fiðlukonsert Robert Schumann ::: Sinfónía nr. 1 í B-dúr, op. 38 „Vorsinfónían“ HÁSKÓLABÍÓI Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30Gul áskriftaröð #1 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Leila Josefowicz Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Í flokki fremstu einleikara heims Þrátt fyrir að Leila Josefowicz sé aðeins 26 ára gömul er hún á góðri leið með að leggja heiminn að fótum sér í krafti glæsilegrar spila- mennsku og spennandi verkefnavals. Hún er æ oftar nefnd í sömu andrá og fremstu fiðluleikarar heims og hefur leikið með þekktustu hljómsveitum heims. Nú er komið að Sinfóníuhljómsveit Íslands. FÖSTUDAGUR 17. SEPT. KL. 20.30 BAMAN' - Tónlist og dans frumbyggja Ástralíu og ísl. tónlistarmenn; Hilmar Örn, Steindór Andersen, Diddi fiðla, Eþos o.fl. Tónleikarnir verða hjóðritaðir og kvikmyndaðir. SUNNUD. 19. SEPT. KL. 16 OG KL. 20.30 REYKJAVÍK 5 ásamt 4 manna hljómsveit; útsetningar Manhattan Transfer, New York Voices o.fl. Báðir tónleikarnir verða hljóðritaðir. Föstudagur 17. sept. kl. 20. Fimmtudagur 23. sept. kl. 20. Föstudagur 1. okt. kl. 20. Miðasala í í síma 562 9700 www.idno.is Aftur á fjalirnar ! Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon pí- anóleikari koma fram á þriðju há- degistónleikunum sem haldnir eru í tilefni af 40 ára afmæli Tón- listarskóla Garðabæjar. Þau ætla að flytja ljóð eftir Mendelssohn og Atla Heimi Sveinsson. Einnig flytja þau Þrjú númer í íslenskum búningi eftir Gunnar Reynir Sveinsson. Í þessari tónleikaröð koma ein- göngu fram tónlistarmenn sem stundað hafa nám við Tónlistar- skólann í Garðabæ. Marta Guðrún lærði þar á píanó hjá Gísla Magn- ússyni og lauk burtfararprófi í pí- anóleik árið 1987. Samhliða píanó- náminu lærði hún söng hjá Sieglinde Kahmann í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Síðar hélt hún í framhaldsnám í söng í München og hefur starfað sem söngkona frá árinu 1990. Tónleikarnir verða haldnir í sal tónlistarskólans að Kirkjulundi 11 og hefjast klukkan 12.15. ■ „Rokklist“ nefnist fjórða sýning myndlistarmannsins Örvars Árdal, sem hann opnar í Vesturporti, Vest- urgötu 18, klukkan átta í kvöld. Þótt þetta sé fjórða sýning hans er þetta samt sú fyrsta sem haldin er í Reykjavík. Hinar þrjár voru allar haldnar á heimaslóðum hans í Hveragerði. Hann segir snillinga á borð við Gil Bruvel og Boris Vallejo hafa haft mikil áhrif á myndlist hans, auk þess sem hann hefur sótt inn- blástur í myrkrahöfðingja rokks- ins á borð við Lou Reed, Jim Morrison og Nick Cave. Afmælið heldur áfram ■ TÓNLEIKAR ■ LISTSÝNING ÖRN AÐ BAKI MÖRTU Marta Guðrún Halldórsdóttir syngur og Örn Magnússon leikur á píanó í hádeginu í Tónlistarskóla Garðabæjar. Rokklist Örvars ÖRVAR ÁSAMT EINU VERKA SINNA Örvar Árdal opnar sýningu á verkum sín- um í Vesturporti í kvöld. AMPOP Hitar upp á Grand Rokk fyrir Englandsferð ásamt Vínyl og Láru Rúnarsdóttur. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.15 Tónlistarskóli Garðabæjar býður til hádegistónleika alla fimmtudaga í september í tilefni af 40 ára afmæli skólans. Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon píanó koma fram á þriðju hádegistónleikunum sem haldnir eru fimmtudaginn 16. september í sal tónlistarskól- ans að Kirkjulundi 11.  19.30 Leila Josefowicz fiðluleikari leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói. flutt verða verk eftir Jón Nordal, John Adams og Robert Schumann. Stjórnandi er Rumon Gamba.  21.00 Tónleikar með Jóni Ólafs- syni í Pakkhúsinu á Selfossi. Hljómsveitin Veðurguðirnir stígur á stokk klukkan 23.  21.00 Tríó Jóns Páls Bjarnasonar gítarleikara kemur fram á öðrum tónleikum Múlans í gyllta salnum á Hótel Borg. Ásamt Jóni Páli leika þeir Gunnar Hrafnsson á bassa og Alfreð Alfreðsson á trommur.  22.00 Vínyll, Lára og Ampop spila á Grand Rokk. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 13 14 15 16 17 18 19 Fimmtudagur SEPTEMBER 48-49 (36-37) Slanga 15.9.2004 21:14 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.