Tíminn - 16.10.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.10.1973, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 16. október 1973. TÍMINN 7 FYRIRLESTRAR UM SAL- FRÆÐI I NORRÆNA HÚSINU UM ÞESSAR mundir er staddur i Reykjavik prófessor K.B. Madsen, prófessor við danska Kennaraháskólann. Hann heldur fyrirlestra um sálfræði á vegum háskólans og Norræna hússins. Próf Madsen er mjög þekktur fyrirlesari og héfur ferðazt viða til að halda fyrirlestra. Að þessu sinni heldur hann 20 tima námskeið i sambandi við kennslu i persónuleikasálfræði við sál- fræöideildina hér við háskólann, og er það námskeið ætlað sál- fræðinemum. í Norræna húsinu heldur hann tvo fyrirlestra, þriðjudaginn 15. og fimmtu- daginn 18 október. Fyrri fyrir- lesturinn kallar hann Psykologi og Menneskesyn, en hinn siðari Motivation — drivkraften bag vore handlinger.Er sá fyrirlestur mjög auðskilinn hverjum sem er, þótt ekki sé til að dreifa sálfræði- legri þekkingu. K. B. Madsen er þekktur fyrir það, hve ljóst og skýrt hann setur efnið i fyrirlestr- um sinum fram, og er hann mjög vinsæll fyrirlesari, sem bæði lærðir og leikir geta notið þess að hlusta á. Próf K. B. Madsen hefur áður komið til Islands og haldið fyrir- lestra, en það var s.l. sumar i sambandi við norrænt fóstrumót hér i Reykjavik. Hann hefur ritað allmargar bækur um sálfræði, og eru hinar elztu löngu uppseldar. Margarhafa verið þýddar á m.a. sænsku og norsku. Þykja þær einkar ljóst skrifaðar og eru mjög notaðar við kennslu. Má þar nefna Almen psykologi i 2 bindum, sem er kennd hér við háskólann. Einnig er Lære- processens psykologi og ind- læringsmaskiner mjög notuð, en i henni er m.a fjallað um ýmsar námsaðferðir. Efni bókarinnar eru útvarpsfyrirlestrar, en i nokkur ár voru haldnir fyrir- lestrar i danska útvarpið undir heitinu „Söndagsuniversitetet”. — Þessi bók er eins konar náms- sálarfræði. Doktorsritgerð K. B. Madsen, Theories of Motivation, hefur komiö út i fjórum útgáfum og er það ekki algengt um doktorsrit- gerðir. Þetta er i rauninni rann- sókn á uppbyggingu ýmissa sál- fræðikenninga, en i ritgerðinni rekur hann og greinir 20 kenn- ingar. Hún hefur verið þýdd á spönsku og tékknesku og nú er verið að þýða hana á pólsku.Frá þvi ritgerðin kom út fyrst 1959, hefurpróf. Madsen haldið áfram rannsóknum sinum á sálfræði- kenningum, og bráðlega kemur út eins konar viðbætir eða framhald ritgerðarinnar og ber heitið Modern Theories of Motivation, þar sem teknar eru til athugunar 22 kenningar. — Motivation hefur á tslenzku verið þýtt með orðinu atferlisvaki, en þar er átt við þau öfl hið innra með manninum, ásköpuö, eða ekki, sem athafnir mannsins ákvarðast af. Auk þess sem hér hefur verið nefnt, á próf. Madsen ritgerðir i ýmsum stórverkum um sálfræði, og hann er ritstjóri verks, sem mun koma út hjá Gyldendal nú eftir jólin, Psykologisk leksikon, skrifuð af dönskum, norskum og sænskum sálfræðingum. Höfum fyrirliggjandi flestar gerðir Shure segul hausa (Cartridge) og Shure nóla, hringlaga og sporöskulaga. — Gœði Shure vara þarf ekki.að kynna ó íslandi. Þau þekkja allir Skipholti 19 gengið fró Nóatúni S: 23800 Klappastíg 26 S: 19800 Akureyri Sími 21630 okeypis: 24 siðna litprentuð bók sem sýnir yður hvernig hœgt er að gera fallegt teppi i tómstundum Sendið strax eftir ókeypis eintaki af Readicut teppabókinni. í bókinni eru 52 skýringamyndir í litum af teppum, sem þér getið búið til. Þeirra á meðal eru nýtízkuleg Skandinavisk mynstur hönnuð fyrir Readicut af færustu, yngri hönnuðum Svíþjóðar. Þér fáið einnig leiðarvísi um liti, sem sýnir 52 falleg litbrigði Readicut ullarinnar, svo að þér getið valið liti með hliðsjón af litum heimilis yðar. Allt yður að kostnaðarlausu. Skrifið strax. Upplagið er takmarkað. r”ao er sKemmiuegi ao oua til Readicut teppi. Þó lítill tími sé aflögu, jafnvel þó þér hafið aldrei búið til teppi áður, verðið þér undrandi hve fljótleg teppa- gerðin er, og hvað hún vekur mikla aðdáun. Allir hafa ánægju af Readicut teppagerð. Hjón gera teppi saman, einstaklingar sem föndur eða fyrir framtíðarheimilið, eftirlaunafólk sér til afþreyingar, jafnvel unglingar. Readicut pakk- inn veitir öllum gagn og gaman. Það er mjög auðvelt að velja eftir hinni ókeypis Readicut bók. Hvert teppi er fullkomlega sýnt j umm, og uravisirmn synir jz litbrigði Readicut ullarinnar — sjö þeirra em nú sýnd í fyrsta skipti — til hæfis litum heimilis- ins. Pakkamir em í margvíslegum stærðum og fimm gerðum. Verð allra mynstra fara eftir stærðum pakkanna. (Einlit teppi em ódýmst). Við staðgreiðslu eða lítils háttar innborgun getið þér hafið þetta spennandi tómstundagaman. Ef yður lízt ekki á pakkann, endurgreiðum við peninga yðar samkvæmt ábyrgð- arskilmálum Readicut. Sendið eftir Readicut.teppa- bókinni nú þegar. Þér emð ekki skuldbundin að kaupa neitt. Gerið þetta teppi ÓKEYPIS! NY ULL Readicut ATHUGIÐ — Readicut teppi fást ekki í verzlunum, — aðeins beint frá okkur. Fyllið strax út miðann og sendið í dag til: Reynið Readicut aðferðina með sýnipakkanum sem fylgir | ókeypis öllum Reádicut pökkum.| 1 sýnipakkanum er efni í teppi, i 35x50 cm, sem þér megið eiga, þó að þér ákveðið að skila Readicut pakkanum aftur. Readicut Denmark, Holbergsgade 26, ] 1057 Köbenhavn K, Danmark. i Nafn.................................i I Heimilisfang. Breiðfirðingar Almennur félagsfundur verður haldinn hjá Breiðfirðingafélaginu laugardaginn 20. október kl. 14,00 i Tjarnarbúð. Aðalefni fundarins verður sala Breiðfirð- ingabúðar. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórnin. Karla og konur vantar til vetrarstarfa i sveitum — svo og unglinga. Upplýsingar gefur Ráðningarskrifstofa landbúnaðarins, simi 19-200.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.