Tíminn - 16.10.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.10.1973, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 16. október 1973. TÍMINN 15 Sýningarstúlka sýnir jakka úr isienzku gæruskinni. A myndinni sjást frá fremst til vinstri: Matthias Bjarnason alþingismaður, Gunnar J. Frið- riksson formaður Fél. isl. iðnrekenda., Hægra megin á myndinni frá v.: Jón Arnþórsson formaður (Jtflutningsdeiidar SIS, Arni Arnason skrif- stofustjóri og aiþingismennirnir Geir Gunnarsson og Stefán Gunnlaugsson. 0 Vegagerðin ekki nokkurri átt. Það ^k'ostar a.m. k. helmingi meira. x — Það kom fram i. blöðum i sumar, að Sverrir fengi engan verkfræðing til þess að gera verk- lýsingu. Er eitthvað hæft i þvi, Snæbjörn? — Við komum honum i samband við fyrirtækið Mat s/f sem hefur eftirlit með öllum útbt>ðsframkvæmdum á Suð- vesturlandi. Hann mun hafa átt nokkra fundi með þeim, en mér skilst, að strandað hafi á því, að hann hefði ekki getað gert nógu skýra grein fyrir tilhögun fram- kvæmda, þannig aö hægt hefði verið að gera fjárhagsáætlun, en án hennar er auðvitað ekki hægt ’ aö hefjast handa eins og allir hljóta að skilja. Ég vil að lokum taka það fram, sagði Snæbjörn, að ekki er nema eðlilegt, að við spyrjum i hverjuþjónustan séfólgin og hvað hún kosti, þegar einhver býður okkur aðstoð sina, hvort heldur það er vinna eða varningur. Þvi miður hefur Sverrir ennþá hvorki svarað þvi hvað hann ætli að gera né hvað það kosti. —HHJ Útflutningsmiðstöð iðnaðarins kynnir starfsemi sína SIÐASTLIÐINN föstudag hélt (itflutningsmiðstöö iðnaðarins kynningarfund fyrir alþingis- menn og fleiri gesti. Á þessum fundi var starfsemi (Jtflutnings- miðstöðvarinnar kynnt og út- skýrð þróun iðnaöarútflutnings frá 1968. Þar kom fram, að út- flutningur iðnaðarvara án áls hefur aukizt frá 220 milljónum kr. árið 1968í 1176 millj. kr. árið 1972. og frá janúar til ágúst 1972 til 1973 aukizt úr 744 I 1065 millj. kr. Þýöing markaðssvæöa hefur einnig breytzt á tímabilinu. Áriö 1968 var 47% af iönaðarvörunum flutt til Sovétrikjanna, 28% til Bandarikjanna og 12% til Bret- Frá vinstri: Ágnar Tryggvason forstjóri búvörudeildar SÍS, Úlfur Sig- urmundss. framkvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins og Harry Fredriksen framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar StS. Timamyndir Róbert lands. Nú eru 35% útflutningsins flutt til Sovétrikjanna, 18% til Bandarikjanna, 28% til EBE landanna og 18% til þeirra 6 landa, sem eru eftir I EFTA. Sýningarstúlkur sýndu fatnað, sem ekki hefur verið sýndur áður, frá fataverksmiðjum viða um land. Nýjung i hönnuninni er hönnunarstofa Alafoss og voru sýndar margar flikur þaðan á fundinum. Aætlað er, að sú hönn- unardeild annist hönnun og sniða- gerð fyrir einstök fyrirtæki. Sagt var frá þvi, að skýrsla sér- fræðinga og Sameinuðu þjóðanna væri i þýðingu og kemur hún út á næstunni. Sérstök áherzla var lögð á að útskýra fjármögnunarvandamál (Jtflutningsmiðstöðvarinnar. Ekki hefur enn reynzt mögulegt að útvega (Jtflutningsmiðstöðinni sérstakan gjaldstofn. Þess vegna verður (Jtflutningsmiðstöðin að sækja allt sitt undir fjárveitinga- valdið. í fjárlögum er gert ráð fyrir 6 millj. kr. fjárveitingu, en i fyrra var framlagið 5,5 milljónir. Þrátt fyrir hækkunina er um samdrátt að ræða miðað við verð- lag. Er þvi fyrirsjáanlegur fjár- skortur á næsta ári, þvi lág- marksupphæð, sem (Jtflutnings- miðstöðin þarf til starfsemi sinnar eru 12 milljónir. Þess má þó geta að (Jtflutningsmiðstöðin fær fjármagn úr Iðnþróunarsjóði og vörusýningarnefnd til vissra nota. (Jtflutningsiðnaðurinn á nú við sérstakan vanda að etja vegna gengismálanna, sem orsaka taprekstur flestra útflutnings- fyrirtækja. Hagrannsóknardeild Framkvæmdastofnunarinnar kannar nú þessi mál og er niður- staða væntanleg á næstunni. (Jtflutningsmiðstöö iönaðarins var stofnuð árið 1971 og hlutverk hennar er m.a. að kynna Islenzkan iðnvarning erlendis, leiöbeina iönfyrirtækjum um út- flutning og söluaðgerðir á erlendum mörkuðum, geriða fyrir samvinnu milli þeirra (iðnfyrirtækjanna) og fram- kvæma markaðsathuganir er- lendis fyrir iðnfyrirtæki á tslandi. Stjórnarformaður (Jtflutnings- miðstöðvarinnar er Bjarni Björnsson og framkvæmdastjóri er (Jlfur Sigurmundsson. —gbk Bjarni Björnsson stjórnarfor- maður Ctflutningsmiðstöðvar iðnaðarins f ræðustól. Hér sjást fundarmenn fá sér af kræsingunum. Fyrir miöri mynd er Halldór E. Sigurðsson fjármálaráö- herra. ARISTO léttir námið ARISTO ré> jJ" *' ' ■ .í... í »» 10,40 ,,,,».», ”, x V. 1..vu...,....v.i.?‘, a 9 ,o | ri J-i "1™'- i* %r •E I'TTT í i '»'» •..'. iP'-' —r-AH,STO í. .ow .' .í'.í ^'»wak • •'t *'» ' ‘m'i ' ’ ' *•'« •»» • •* Með aukinni stærðfræðikennslu og vaxandi kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum námsmanni nauðsynlegt að vera búinn full- komnum hjálpargögnum við námið. Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms- fólk með kröfur skólanna í huga. Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóla- tösku. PENNAVIDGERÐIN Ingólfsstræti 2. Sími 13271.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.