Tíminn - 16.10.1973, Blaðsíða 10
10
TÍMINN
Þriöjudagur 16. október 1973.
Raddir ungra manna
Leó E. Löve:
HAFNARFJARÐARVEGURINN
Ekki veit ég hvort ráða-
mönnum um vegagerö hefur
þótt allri byggö sunnan
Reykjavikur fullkomlega
þjónað hvað samgöngur varö-
ar eftir aö Reykjanesbraut
var lögð, eða þeim þykir um-
bætur i umferðarmálum þar
fremur mega sitja á hakanum
en önnur aðkallandi verkefni.
Vissulega vil ég trúa þvi,
að siöari ástæðan sé sú sanna,
en hvernig sem þessu er farið
tel ég ástæðu til að fjalla ögn
um málið.
Þar sem vegamál umrædds
landshluta eru umfangsmikið
umfjöllunarefni og nú loks örl-
ar á úrbótum á Suðurnesjum
ætla ég i þessum dálkum að-
eins að fjalla um fjölfarnasta
vegarkafla allra þeirra vega,
sem frá Reykjavik liggja —
Hafnarf jarðarveginn.
Umferöarþungi á umræddri
leið — milli Hafnarfjaröar og
Reykjavikur — er gifurlegur,
stundum nær óslitin röö farar-
tækja frá bæjarmörkum
Hafnarfjarðar að borgar-
mörkum Reykjavikur. A þess-
ari leiö veröur furðu margt til
tafa, vegurinn er hvergi breið-
ari en ein akrein i hvora átt,
brekkur eru margar og brýr
mjóar. Svo er hitt alveg aug-
ljóst, að ekki er reiknaö meö
þvi að nokkur gangimeðfram-
veginum, að undanskildum
stuttum spotta, sem teljast má
innanbæjarleið i Hafnarfirði.
En hvaö veldur ástandinu og
hvaö er til úrbóta?
Sannast að segja hef ég ekki
fundiö aðra sennilegri ástæðu
til athafnaleysis en peninga-
leysi, sem alls staðar virðist
hiö sigilda svar við spurning-
um sem þessum. Alla vega er
skortur á landrými ekki mikiö
vandamál, það sjá allir, sem
fara þessa leið. Það sem gera
þarf viröist hins vegar liggja
alveg i augum uppi, einkum
eftir aö hinn nýi Suöurlands-
vegur, með sinum sérstöku
akreinum fyrir hægfara um-
ferð var opnaður. Sé aftur á
móti hugsað til umbóta, sem
yröu til frambúðar, má hugsa
sér bflabrýr á nokkrum stöð-
um.
En nú skulum við, lesandi
góður, hugsa okkur aö viö sé-
um aö aka frá Hafnarfirði til
Reykjavikur og velta fyrir
okkur þvi, sem okkur finnst
umferðin gefa tilefni til. Viö
skulum bara hafa það eitt hug-
fast, að löngum hefur þaö ver-
ið talið erfitt aö þræöa mjóa
veginn...
1 upphafi ferðarinnar erum
við ósköp fegin þvi aö vera
ekki að koma úr Norðurbæn-
um i Hafnarfirði, þvi aö þá er
eins vist aö við værum aftast I
löngu röðinni við veginn. Hvaö
skyldi annars valda þvi að
þetta nýja hverfi fær ekki eins
finar brýr og þjóna umferð
nýju hverfanna i Reykjavik?
Það verður þó svipað að stærð.
En viö megum nú ekki vera
að þvi aö hugsa um það, viö
erum rétt að komast út fyrir
bæjarmörkin og nú sjáum við
niður i Engidalinn, en hér er
það sem Reykjanesbraut
sameinast Hafnarfjaröar-
veginum. Einmitt þegar viö
erum að láta frihjóla niður
brekkuna tekur stór vörubill
hlaöinn gjalli af stað af
Reykjanesbrautinni. Þarna er
nokkur halli upp I móti og við
höfum hér með orðið okkur úti
um trygga en hægfara leiö-
sögn alla leiö til höfuöborgar-
innar, nema við séum svo
heppin, að unnt sé að fara
fram úr, en það má þó ekki
gera fyrr en komið er á beina
veginn að Arnarnesi.
Nú, á leiðinni upp úr Engi-
dalnum, höfum við nægan
tima til að hugsa. Við verðum
bara að hafa gluggana vel lok-
Leó E. Löve.
aöa, þvl aö stybban frá puð-
andi vörubilnum er megn.
Okkur kemur sjálfsagt I hug,
aö hvergi á 50-100 metra
vegarkafla á landinu hrjóti
ökumönnum jafn mörg blóts-
yrði af vörum og hér. Það eru
nefnilega ekki bara vöru-
bilarnir, sem fara hægt hér
upp, heídur er að sjálfsögöu
erfitt fyrir alla biia að ná um-
talsverðum hraöa úr kyrrstöö-
unni við stanzskiltiö, upp
brekkuna.
En upp komumst viö og niö-
ur næstu brekku, Hraunsholts-
hæðina, ökum við með vax-
andi hraða. Mikið erum við
fegin að nýju „umferðar-
mannvirkin” I brekkunni skuli
ekki tefja okkur nema þegar
viö ökum I gagnstæða stefnu
viö þá sem við nú ökum. Hins
vegar fer ekki hjá þvi,að við
kviöum þvi nokkuð aö þurfa að
þræða þessa torfæruleið ef við
skyldum þurfa að fara suður-
eftir I hálku. En þar sem
brekkan sú arna er vega-
geröarsnillingum að sjálf-
sögðu eins kunn og okkur,
hljóta þeir að luma á ein-
hverju hálkumeðali, þvi að
jafnvel þeir hljóta að vita, að
þaö er stundum enn erfiöara
aö aka krókaleiðir i hálku en
beina braut!
Okkur dettur svo sem ekkert
sérstaktihug þann spotta sem
eftir er I gegn um byggðina
þarna I Garðahreppnum. En
strax og henni sleppir má sjá
blessuð börnin úr Arnarnesinu
og frúrnar, sem ekki eiga
„búðabil”, arka á mjórri mal-
borinni ræmu meöfram vegin-
um, með djúpan skurð á aðra
hlið, þunga og hraða umferð á
hina. Og þegar komið er að
mjóum brúm, verður að sæta
lagi og skjótast inn á akbraut-
ina, en það getur orðið löng biö
og alls ekki hættulaust að
skjótast yfir brú, þegar um-
feröarhraðinn á götunni er 60
km /klst.
Ein brekka enn, og við sjá-
um niður i Kópavoginn. Þessi
brekka,sem við höfum nú kom-
izt klakklaust upp, er ein hál-
asta brekkan á leiðinni á vetr-
um. En liklega hefur aldrei
komið til tals aö breikka veg-
inn þarna og ekki er heldur að
þvi er virðist mikill áhugi á aö
hjálpa Arnarnesbúum til að
komast inn á Hafnarfjaröar-
veginn, liklega hugsa ráða-
menn sem svo, aö þeir sem
þar búa eigi svo kraftmikla
bila, að þeir geti bara „tekiö
sjensinn”!
Við nálgumst nú Kópavog-
inn niöur Arnarneshálsinn.
Fram undan er enn ein brú —
þaö hefur engu verið eytt til aö
hafa hana óþarflega breiða og
fótgangendur geta sjálfsagt
haft handriöið alveg fyrir sig,
(geta t.d. æft linudans) — það
er að segja ef einhver bilstjór-
inn hefur ekki einmitt rennt bil
sinum á það, eins og virðist
vera i tizku þarna.
Enn ein bilalest biöur á
Fifuhvammsvegi eftir að
komast inn á Hafnarfjaröar-
veginn. En þetta er orðin svo
vanaleg sjón, að við kippum
okkur ekki upp við það. Aö
lokum nálgumst við mann-
virkin I Kópavogi, þar sem
bæjarfélag reynir af veikum
mætti aö bægja hættu frá hin-
um mörgu börnum sfnum og
greiða um leið fyrir umferð-
inni. Hinni þröngu leið er nú
lokiö og hérna er það sem for-
ráðamenn fara óðum að
gleyma. En ef þeir klippa nú
þennan greinarstúf út úr blað-
inu, geta þeir rifjað upp eins
oft og þeir vilja.
Þótt þessi hugsaða ökuferð
okkar hafi verið I gamansöm-
um dúr, þá var það ekki sizt
gert meö það i huga, að fá þig,
lesandi góður, til að fylgjast
meö alla leið.
Og vonandi ertu mér sam-
mála um þaö, að þarna a.m.k.
sé þörfin fyrir vegabætur
brýn, svo brýn, að ekki megi
bfða. Ef svo er ekki, staldraðu
þá viö á þeim stöðum, sem ég
hef nefnt og ihugaðu málið.
Þaö gerir ekkert til þótt nýju
vegirnir frá Reykjavik til ann-
arra landshluta séu hafðir i
huga um leið.
Hver veit nema við eigum
svo eftir að sjá stórvirkar
vinnuvélar leysa vandann að
vori?
KOSIÐ I
NEFNDIR
Á ÞINGINU
í GÆR
— Bjarni Guðnason úr öllum
nefndum neðri deildar
— nema einni
A fundum i gær i sameinuðu
þingi og I báðum deildum voru
kjörnar fastanefndir þingsins.
Nokkrar breytingar uröu á
nefndaskipan frá þvi i fyrra. Sæti
Björns Jónssonar ráðherra,
(SFV) tóku eftirtaldir þingmenn:
Bjarni Guðbjörnsson (F) I Sam-
göngunefnd, Björn Fr. Björnsson
(F) i Landbúnaðarnefnd, Helgi
Seljan (AB) i Sjávarútvegsnefnd,
Páli Þorsteinsson (F) i Félags-
málanefnd, Geir Gunnarsson
(AB) I Heilbrigðis- og trygginga-
nefnd og Asgeir Bjarnason (F) i
Menntamálanefnd. 1 neðri deiid
urðu þessar breytingar: Hannibal
Valdimarsson (SFV) tók sæti
Karvels Páimasonar (SFV) i
Samgöngunefnd og einnig sæti
Vilhjálms Hjálmarssonar (F) i
Landbúnaðarnefnd. t Féiags-
máianefnd og Menntamálanefnd
tók Hannibal Vaidimarsson sæti
Bjarna Guðnasonar, en Vilhjálm-
ur Hjálmarsson (F) tók sæti
Bjarna i Iðnaðarnefnd og Jón
Skaftason (F) tók sæti I Alls-
herjarnefnd. Bjarni Guðnason er
nú þvl aðeins I einni nefnd, þ.e.
Heilbrigðis- og trygginganefnd i
sinni deild. Breytingar I nefndum
sameinaðs þings urðu þessar: t
stað Bjarna Guönasonar i
Utanríkisnefnd kom Magnús T.
Ólafsson (SFV), sem aðaimaður,
en hann var áður varamaöur i
nefndinni, sem Hannibai Vaídi-
marsson skipar nú. Steingrimur
Hermannsson (F) kemur i stað
Asgeirs Bjarnasonar (F) I At-
vinnumáianefnd og Hannibal
Valdimarsson (SFV) tekur sæti
Karvels Pálmas. (SFV) i sömu
nefnd. Enn ein breyting varö á
nefndaskipan, Ingólfur Jónsson
(S) tók sæti Gunnars Thoroddsen
(S) i Iðnaðarnefnd neðri deiidar.
I sameinuðu þingi:
1. Fjárveitinganefnd: Agúst Þor-
valdsson (F), Ingvar Gislason
(F), Vilhjálmur Hjálmarsson
(F), Geir Gunnarsson (AB),
Karvel Pálmason (SFV), Jón
Arnason (S) Matthias Bjarnason
(S), Steinþór Gestsson (S) og Jón
Armann Héðinsson (A).
2. Utanrikismálanefnd: Aðal-
menn: Eysteinn Jónsson (F),
Þórarinn Þórarinsson (F), Gils
Guðmundsson (AB), Magnús
Torfi ólafsson (SFV), Jóhann
Hafstein (S), Matthias A. Mathie-
sen (S), Gylfi Þ. Gislason (A),
Varamenn: Jón Skaftason
(F), Steingrimur Hermannsson
(F), Magnús Kjartansson (AB),
Hannibal Valdimarsson (SFV),
Geir Hallgrimsson (S), Friðjón
Þórðarson (S), Benedikt Gröndal
(A).
3. Atvinnumálanefnd: Steingrim-
ur Hermannsson (F), Björn Páls-
son (F), Hannibal Valdimarsson
(SFV), Ragnar Arnalds (AB),
Ingólfur Jónsson (S), Pétur
Sigurðsson (S), Pétur Pétursson
(A).
4. Allsherjarnefnd: Björn Fr.
Björnsson (F), Jón Skaftason
(F), Jónas Arnason (AB), Bjarni
Guðnason, Lárus Jónsson (S),
Ragnhildur Helgadóttir (S),
Stefán Gunnlaugsson (A).
Þá var kjörið i þingfarakaups-
nefnd og eiga eftirtaldir sæti i
henni: Agúst Þorvaldsson (F),
Bjarni Guðbjörnsson (F), Björn
Jónsson (SFV), Jónas Arnason
(AB), Gunnar Gislason (S),
Sverrir Hermannsson (S), Eggert
G. Þorsteinsson (A).
i efri deild:
1. Fjárhags- og viðskiptanefnd:
Bjarni Guðbjörnsson (F), Páll
Þorsteinsson (F), Ragnar Arn-
alds (AB), Björn Jónsson (SFV),
Geir Hallgrimsson (S), Magnús
Jónsson (S), Jón Armann Héðins-
son (A).
2. Samgöngunefnd: Asgeir
Bjarnason (F), Páll Þorsteinsson
Framhaid á bls. 23
Á ALÞINGII gær voru lögð fram
tvö lagafrumvörp og þrjár þings-
ályktunar tillögur.
Stjórnarfrumvarp til
staðfestingar á bráða-
birgðalögum
Bráðabirgðalög þessi voru sett
26. júni i sumar og fjalla um
framhald banns við botnvörpu- og
flotvörpuveiðum til loka þessa
árs. Frumvarpið var lagt fram I
fyrra, en komst ekki i gegn vegna
anna og þvi voru bráðabirgða-
lögin sett I sumar. Bannið hefði að
öðrum kosti fallið niður 1. júli
1973.
Frumvarp til laga um
breytingu á lögum
um tollskrá
Bjarni Guðnason leggur fram
þetta frumvarp, og fjallar það
um, að svipta ráðherra og sendi-
ráðsstarfsmenn hlunnindum I
sambandi við bilakaup.
Tillögur til
þingsályktana:
Um stofnun Sjó-
minjasafns:
Flutningsmenn eru Gils
Guðmundsson og Geir Gunnars-
son. Tillagan er á þessa leið:
Alþingi ályktar aö fela rikis-
stjórninni að hefja nú þegar, I
samráði við þjóðminjavörö,
undirbúning að stofnun sjóminja-
safns, Skai leita eftir samvinnu
við Hafnarfjarðarbæ um hentugt
landssvæði fyrir slikt safn, svo og
um byggingu þess og rekstur.
Um aukinn stuðning við varan-
lcga gatnagerð I þéttbýli og ryk-
bindingu vega.
Flutningsmenn eru Helgi
Seljan og Jónas Árnason. Aðal-
efni: Alþingi ályktar að skora á
rikisst jórnina að gera þegar i staö
róttækar ráðstafanir til þess að
auövelda sveitarfélögum að
standa að varanlegri gatnagerð.
Stefnt verði að gerð 5 ára fram-
kvæmdaáætlunar á sviði varan-
legrar gatnagerðar, sem taki til
allra þéttbýlisstaða með 200 ibúa
eða fleiri.
Um öryggismál tslands
Flutningsmenn eru fimm þing-
menn Alþýðuflokksins. Hún
fjallar um það hvort Island geti
orðiö óvopnuð eftirlitsstöð I sam-
bandi við Nato, en síðar á vegum
S.Þ., og hvort Islendingar geti
með fjárhagslegri aðstoð Nato
komið upp sveit fullkominna en
óvopnaðra eftirlitsflugvéla svo
og nauðsynlegum björgunarflug-
vélum. —hs—