Tíminn - 16.10.1973, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 16. október 1973.
21
Nokkrar af konumyndum Flóka.
Sýning Alfreðs Flóka
SB-Reykjavík. — Alfreð Flóki
opnaði á sunnudaginn sýningu i
Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Sýnir hann 37 myndir, rauö- og
svartkritarmyndir og penna-
teikningar. Mikil aðsókn var að
sýningunni á sunnudaginn og i
gær og höfðu 16 myndir selzt sið-
degis i gær. Verð myndanna er
frá 20 til 37 þúsund krónur.
Siðasta sýning Alfreðs Flóka
hérlendis var fyrir þremur árum.
Hann mun sýna i vor i Kaup-
mannahöfn, en hann hefur tals-
vert unnið við myndskreytingar
bóka undanfarið. Sýningin i
Bogasalnum verður opin til 21.
október frá kl. 14 til 22 daglega.
Það leynir sér ekki,
að eitthvað athyglisvert
hangir á veggnum.
(Timamyndir Gunnar).
Það var margtum manninn i
Bogasa'num á sunnudaginn. ■V
Námskeið í
Evrópurétti
í Háskóla
íslands
Lagadeild Háskólans efnir til
námskeiðs i Evrópurétti i
október. Aðalkennari verður dr.
H.G. Schermers prófessor, for-
stöðumaður Evrópustofnunar
Háskólans i Amsterdam, og mun
hannhafa kennslu 22.-27. október,
siðdegis alla dagana. Aður eru
ráðgerðir 2 umræðufundir til
undirbúnings. Námskeið þetta er
einkum ætlað lögfræðingum og
laganemum. Nánari upplýsingar
veita Þór Vilhjálmsson prófessor
og Páll Skúlason bókavörður,
Lögbergi, og taka þeir einnig við
þátttökubeiðnum.
Áttavita-
nómskeið
fyrir rjúpna-
skyttur og
ferðamenn
Eins og undanfarin 7 ár, gengst
Hjálparsveit skáta i Reykjavik
fyrir námskeiði i meðferð átta-
vita og landabréfa fyrir rjúpna-
skyttur og ferðamenn. Einnig
verða veittar leiðbeiningar um
fr ðafatnað og ferðaútbúnað al-
mennt.
Ætlunin er að halda tvö
námskeið, ef næg þátttaka fæst.
Hið fyrra 17. og 18. okt. n.k., og
hið siðara 24. og 25. okt.
Námskeiðin taka tvö kvöld,
fyrra kvöldið er kennsla, en sið-
ara kvöldið eru leiðbeiningar um
ferðaútbúnað og klæðnað, og sið-
an er farið i stutta verklega æf-
ingu aðeins út fyrir bæinn, og
munu bilar sveitarinnar sjá um
þann akstur. Námskeiðin verða
haldin i Armúlaskóla, Armúla 10-
12, og hefjast kl. 20.00. bæði
kvöldin. Þátttökugjald er kr.
200.00, og er innifalið i þvi akstur
til og frá verklegum æfingarstað.
Nánari upplýsingar er hægt að fá
i Skátabúðinni við Snorrabraut,
simi 12045. Þar liggur einnig
frammi þátttökulisti fyrir þá,
sem ætla að taka þátt i námskeið-
unum.
Þótt námskeið þessi séu eink-
um ætluð rjúpnaskyttum, eru all-
ir velkomnir, sem áhuga hafa á
að læra notkun áttavita og landa-
bréfa, eða vilja hressa upp á og
bæta kunnáttu sina i þessum efn-
um. Undanfarin ár hafa nám-
skeið þessi verið fjölsótt, og er
það von okkar, að svo verði einnig
nú, þvi það orkar ekki tvimælis,
að góð kunnátta i meðferð ásamt
réttum útbúnaði getur ráðið
úrslitum um afdrif ferða- eða
veiðimanns, ef veðraskipti verða
snögglega. tslenzk vetrarveð-
rátta hefur oft leikið ýmsa veiði-
menn grátt og valdið aðstand-
endum þeirra, sem heima biða,
miklum kviða og áhyggjum. Það
ætti þvi einnig að vera áhugamál
fjölskyldunnar að eiginmaður,
sonur eða bróðir, sem til veiða
fer, hafi þá kunnáttu, sem til þarf
til að komast leiðar sinnar,
hvernig sem veður skipast.
Hcskólafyrirlestur
um lögfræði
Dr. Knud Waaben, prófessor i
refsirétti við Háskólann i Kaup-
mannahöfn og formaður danska
refsilagaráðsins, er væntanlegur
I boði Háskóla Islands. Ifann
flytur tvo fyrirlestra. Sá fyrri
verður miðvikudaginn 17. oklóber
n.k. kl. 17.30. i I. kennslustofu
Háskólans. Fjallar fyrirlesturinn
um efnið: „Nyere udviklings-
linier i kriminalpolitikken”.
Siðari fyrirlesturinn verður föstu
daginn 19. október kl. 11.00
árdegis i stofu 102, Lögbergi.
Fjallar sá fyrirlestur um efnið:
„ökónomiske forbrydelser”.
öllum er heimill aðgangur.