Tíminn - 16.10.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.10.1973, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 16. október 1973. TÍMINN 11 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaöaprent h.f - Mbl. og Pétur Það er bersýnilegt að ritstiórum Morgun- blaðsins liður ekki vel um þessar mundir. Allt Reykjavikurbréf þess siðastl. sunnudag var ritað landhelgisskrifum þess til varnar, og þótti ekki minna duga en að tveir ritstjórar þess undirrituðu það. Hins vegar fékk Eyjólfur Konráð ekki að vera með. Forustugrein blaðsins átti svo að vera árás á Timanna fyrir ritskoðun og þótti ekki minna duga en að likja Timanum við Pravda! Fyrir Timann er mjög auðvelt að láta sér þessa Pravdagrein Mbl. i léttu rúmi liggja. ís- lenzkir blaðalesendur eru miklu betri dómarar um það en ritstjórar Mbl. eða ritstjórar Timans, hvort blaðið sé opnara fyrir málefna- legar umræður. Um það þarf svo ekki að deila, að Timinn verður aldrei sakaður um að hafa birt auglýsingar frá brezkum togaraeigendum, en neitað að taka greinar, þar sem málstaður íslands var einbeittlega túlkaður. Áreiðanlega er ekki til neima eitt islenzkt blað, sem gerir sig sekt um slikt. Hér er jafnframt fengin skýringin á varnar- skrifum Mbl. og Pravdagreininni á sunnu- daginn. Ritstjórar Morgunblaðsins geta ekki fundið neina ástæðu þvi til rétlætingar að hafa neitað Pétri Guðjónssyni um grein eða aug- lýsingu, þar sem hann ræddi málefnalega um landhelgismálið frá nokkuð annarri hlið en blaðið sjálft. Enn siður getur það afsakað þetta, þegar það er jafnframt upplýst, að það hefur birt auglýsingar frá brezkum útgerðar- mönnum um landhelgismálið. Hér er um svo einstakt hneyksli að ræða, að Mbl. mun ekki takast að draga athygli frá þvi með þvi að likja Timanum við Pravda! Það er gömul hernaðaraðferð, sem jafnan misheppnast, þegar reynt er með fjarstæðukenndum sam- likingum að draga athygli frá þvi, sem um er rætt. Annars mun engan undra það, sem fylgzt hef ur með skrifum Mbl., um landhelgismálið, þótt ritstjórar þess þyldu ekki hinar einbeittu greinar Péturs Guðjónssonar um það, að ís- land ætti ekki að fara eftir ákvæðum undan- látssamningsins frá 1961 og beygja sig þannig undir dómsvald Haagdómstólsins. Með þvi var vakin alltof mikil athygli i sjálfu Mbl. á höfuð- sekt Sjálfstæðisflokksins i landhelgismálinu. Hinn einarði málflutningur Péturs Guðjóns- sonar stakk lika alveg i stúf við hina neikvæðu kynningu, sem Mbl. hefur einkum ástundað i sambandi við landhelgismálið, og hefur verið fólgin i þvi að rægja þá ráðherra, sem mest hafa að málinu unnið. Nið það, sem Mbl. hefur birt um ólaf Jóhannesson forsætisráðherra i sambandi við landhelgismálið, er sem betur fer einsdæmi i islenzkri blaðamennsku. Skrif þess um Lúðvik Jósefsson og Einar Ágústsson hafa verið litlu betri. Það hefur ekki heldur gert Breta neitt samningaliprari, þegar Mbl, hefur verið að breiða út Gróusögur um ágreining milli stjórnarflokkanna um land- helgismálið, sem gæti leitt til þess að stjórnin félli og Sjálfstæðisflokkurinn kynni þannig að komast i stjórn. Bretar myndu að sjálfsögðu ekki flýta sér til að semja, ef hægt væri að fá þá til að trúa slikum fréttum. Þ.Þ. Úr ræðu Chou En-lai á flokksþinginu: Risaveldin vilja gleypa Kína Sovétríkin eru orðin nýtt Zarveldi C'liou En-lai Hér í blaðinu hafa veriö birtar greinar eftir rúss- neska ráðamenn. þar sem þeir hafa túlkaö afstöðu Sovétrfkjanna til Kina. Rétt þykir að sýna einnig, hvernig Kínverjar túlka af- stööuna til Sovétríkjanna, og fer þvi hér á eftir sá kafli úr ræðu Chou En-lais á nýloknu flokksþingi kín- verskra kommúnista, þar sem hann fjallaði uin Sovétrikin. BARATTA þjóöa i Asiu, Af- riku, og Suður-Ameriku fyrir frelsi sinu og varöveizlu þess, verndun fullveldis og náttúru- auölinda, hefir færzt i aukana og harönað. Þjóðir i þriðja heiminum og þjóðir i Evrópu, Norður Ameriku og Eyjaálfu veita hver annarri stuðning og uppörvun i réttmætri baráttu. Þjóðir berjast fyrir sjálfstæði og frelsi og krefjast byltingar. Þetta er orðin ómótstæðileg, söguleg hneigð. Lenin sagði: „Höfuðeinkenni heims- valdastefnunnar koma fram i keppni nokkurra stórvelda um forustu”. Eins og sakir standa eru það einkum kjarnorkurisaveldin tvö, Bandarikin og Sovétrikin, sem stefna að forustu. Þau boða afvopnun, en auka sinn eigin vigbúnað dag frá degi. MARKMIÐ þeirra er heims- forusta. Þau berjast innbyrð- is, um leið og þau taka hönd- um saman bak við tjöldin Samvinna þeirra stefnir að þvi að herða baráttuna. Húi: er alger og varanleg, en sam- vinnan er skilyrðum háð og timabundin. Lýst var yfir, að árið i ár væri ,,ár Evrópu.” og öryggis- málaráðstefna Evrópu kvödd saman. Þetta táknar, að Evrópa se höfuðvettvangur hernaðarbaráttu kjarnorku- veldanna. Vestrænir menn vilja ávallt hvetja sovézka endurskoðun- arsinna til þess að snúa sér i austurátt og stefna ógnuninni að Kina. Þetta væri aðgengi- legt, ef allt væri kyrrt á vestur vigtöðvunum. Kina er vænn kjötbiti, sem allir girnast. En þessi kjötbiti er ákaflega seigur, og engum hefir tekizt að bita i hann nú um alllangt . árabil. Þetta er jafnvel enn erfiðara en áður, eftir að Lin Piao féll frá. EINS og stendur láta sovézku endurskoðunarsinn- arnir dólgslega i austri, en gera árásina i vestri. Þeir herða á deilunum i Evrópu, færa út kviarnar á Miðjarðar- hafinu, Indlandshafi og hvar- vetna þar, sem þvi verður viö komið. Barátta Bandarikjanna og Sovétrikjanna um forustu veldu ókyrrðinni i heiminum. Henni er ekki framar unnt að leyna, hvaöa sjónhverfingum sem þeir reyna aö beita, og æ fleiri þjóðir gera sér ljósa grein fyrir henni. Þjóðir þriðja heimsins hafa snúizt eindregið gegn þessari baráttu, og hún veldur gremju Japana og Vestur-Evrópumanna. Risaveldin tvö, sem um for- ustuna berjast, eiga við mikla erfiðleika að striða heima fyrir og erlendis, og þeim Verður æ þyngra fyrir fæti. Þau eru satt aö segja illa stödd. Þetta sannaðist bezt i samningaviðræðunum þeirra i júni i sumar og atburðarásinni i kjölfar þeirra. RISAVELDIN tvö, Banda- rikin og Sovétrikin, sem fyrir forustunni berjast, stefna að sama marki, en hitt er svo annað mál, hvort þeim tekst að ná þvi. Þau vilja gleypa Kina, en það er svo seigt, að þau geta ekki einu sinni bitið i það. Evrópa og Japan eru einnig hörð undir tönn, hvað þá hinn viðáttumikli þriðji heimur. Bandarisku heimsvalda- stefnunni tók að hnigna, þegar hún beið ósigur i árás sinni á Kóreu. Forustumennirnir hafa viðurkennt afturförina i heyranda hljóði, og þeir urðu að hverfa á brott frá Vietnam. UNDANGENGNA tvo áratugi hefir stjórnarkliku endursköpunarsinna i Sovét- rikjunum, allt frá Krustjoff til Brézjnéfs, tekizt að niður- lægja heilt sósialistariki og breyta þvi i riki heimsvalda- sinna. Þeir hafa endurvakið kapitalismann heima fyrir, komið á fasistisku einræði og gert öll þjóðarbrot ánauðug. Þannig hafa þeir aukið á efna- hags- og stjórnmálaandstæður ekki siður en þjóðernisand- stæður. Út á við hafa þeir ráðizt inn i Tékkóslóvakiu og hernumið hana, dregiðsaman fjölmennan her meö fram kin- versku landamærunum, sent hersveitir inni alþýöulýðveldið Mongóliu, stutt svikakliku Lon Nols, bælt niður uppreisn verkamanna i Póllandi, blandaö sér i mál Egypta meö þeim afleiðingum, aö sovézku sérfræðingarnir voru sendir úr landi, limaö Pakistan i sundur og ástundað eyðingar- störf i mörgum rikjum i Asíu og Afriku. Þessar staðreyndir hafa sýnt hiö rétta andlit hins nýja Zarveldis og afturhaldseöli þess, eða sósialisma i orði en heimsvaldastefnu á borði. Þvi meira illt, sem sovézka endur- skoðunarstefnan gerir af sér, þvi fyrr kemur að þvi, að þjóö- ir Sovétrikjanna og aðrar þjóöir heims koma henni fyrir á sögusafni. SVIKAKLIKA Brézjnéfs hefir að undanförnu látið sér um munn fara margskonar þvaður um samskipti Kin- verja og Sovétmanna. Hún heldur fram, að Kinverjar séu andstæðir þvi að létta á spenn- unni i heimsmálunum, ófáan- legir til þess að bæta sambúðina við Sovétmenn o.s.frv. Þessum orðum er beint til bióða Sovélrikjanna og ann- arra þjóða i árangurslausri viðleitni til að draga úr velvild þeirra i garð kinversku þjóðarinnar, og jafnframt til þess að reyna að dylja hið rétta eöli hins nýja Zarveldis. Þessi orð eru þó fyrst og fremst sniðin fyrir eyru einokunar kapitalistanna og ætlað að fá þá til að leggja fram aukna þóknun fyrir veitta þjónustu i baráttunni gegn Kina og kommúnismanum. Þetta er gamalt bragð Hitlers, en Brézjnéf fer mun striðlegar með það en hann gerði. EF ykkur Sovétleiðtogum er jafn mikið kappsmál og þið látið að draga úr spennu, hvers vegna sýnið þið þá ekki hinn góða vilja ykkar i verki einhvers staðar? Þið getið til dæmis kallað hersveitir ykkar heim frá Tékkóslóvakiu eða alþýðuveldinu Mongóliu og afhent Japönum aftur hinar fjórar norðlægu, eyjar. Kinverjar hafa ekki hernumið nein lönd annarra þjóða. Verðum viö Kinverjar að láta sovézkum endurskoðun- arsinnum eftir allt land norðan við múrinn mikla til þess aö sýna i verki, aö við vilj um draga úr spennu i heiminum og bæta sambúðina við Sovétmenn? En kinverska þjóöin lætur hvorki svikja sig né kúga. AGREININGUR Kinverja og Sovétmanna um grund- vallaratriði ætti ekki að þurfa að koma i veg fyrir eðlilega sambúð rikjanna, er farið er eftir hinum fimm grundvall- aratriðum friðsamlegrar sambúðar. Landamæradeilur Kinverja og Sovétmanna á að leysa friösamlega með samningum, án þess að nokkur ógnun komi til. Við gerum ekki árás nema á okkur veröi ráöizt. En við gerum vissulega gagnárás, ef á okkur verður ráðizt. Þetta eru þiu grundvallaratriði, sem við förum eftir. Og við tölum i fuilri alvöru.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.