Tíminn - 16.10.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.10.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 16. október 1973. ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt 2 Blökkumennirnir gerðu sér aö góðu smá húskofa, þar sem þeir gátu búið með fjölskyldu sinni, mat og eitthvað til að hylja nekt slna. Hvað höfðu þeir að gera með meira! Frelsi? Til hvers var frelsið, þegar ekki var tækifæri til að nota það til neins. Þetta var svo flnt orð, eitthvað I likingu við himininn og grænar engjar guðs almáttugs — eitthvað i lfkingu viö aö syngja, dansa og vera hamingjusamur, hamingjusamur á óraunverulegan hátt. En hver var eiginlega raunveruleikinn? Ekkert húsaskjól, enginn matur, ekkert til aö skýla nekt sinni með. Þetta var frelsi blökkumann- anna....... Bellu var þetta vel ljóst, af þvi að mamý og afi hennar höfðu margsinnis skýrt þetta fyrir henni. En það var annað, sem Bella skildi ekki til fullnustu, og það var þetta hækkandi og lækk- andi gengi peninga, og það stafaði af að hún var litt heima i þvi er nefndist bókhald og útreikningar, eða hvaö það nú var, sem Jean Pierre og Thomas, hægri hönd Jean Pierre, voru sifellt að tala um. Sykur fékkst nefnilega ekki lengur einungis af sykurreyr. Þegaf fyrir mörgum árum, það var vist fyrir sextiu árum — höfðu menn komizt að þvi, að hægt var að vinna sykur úr vissri tegund af rófum, sem hægt var að rækta I kaldara loftslagi. 1 byrjun hafði þetta ekki sérlega mikil áhrif, en nú var sagan önnur. — Jafnvel langti norðri eins og I Danmörku, var byrjað að rækta þessar sykurrófur. Þess vegna fékkst ekki það verö fyrir reyrsykurinn, sem nauðsynlegt var, þegar tillit var tekið til hins langa flutnings yfir hafið — og þess að borga þurfti þrælunum á plantekrunni laun. Jean Pierre hafði þess vegna ákveðið að flytjast á brott. Bella skildi þetta auðvitað að mestu leyti, en það sem var henni efst I huga var samt hið einstaka tækifæri fyrir hana, sem þetta hafði i för með ser. Hún hafði silkimjúkt hár og hvita húð, og var á leiðinni til Danmerkur ásamt Jean Pierre sem eiginkona hans. Hún reis á fætur og gekk að glugganum, hallaði sér út og starði út i myrka, heita nóttina. Það var stjörnubjart, en tunglið var hulið skýjum. Þaö skrjáfaði i þurrum pálmatrjánum. Eitthvert óargadýr öskraði i nætukyrrðinni, og heyra mátti hundgá neðan frá bústöðum þræl- anna. Þegar hún leit aðeins til hliöar, sá hún ljósskinið á veröndinni fyrir framan dans- salinn. Stóru frönsku gluggarnir voru opnir. Hljómsveitin lék enn fyrir dansinum, og nú var það vals. Bella var hrifin af þessum nýtizkulega, fágaða dansi. Það var eitthvað alveg nýtt við hann. Nýtizkulegur. Bella dáði allt það, sem tizka hét. Hún vissi vel að eldri konum fannst dans þessi nokkuð ósiðsamlegur, en ó, hvað jafnaðist á við krónolinuna, sem bylgjaöist eftir mjúkum valstón- um.... Hún sá skugga hinna dansandi gesta bregða fyrir á veröndinni. Þetta var i sföasta skipi — i siðasta sinn tók hún ekki þátt I veizluhöldunum. Hún brosti sigri- hrósandi....eftir fjóra daga, fjóra stutta daga, myndi skonnortan, sem lá við akkeri á flóanum, leggja af stað yfir halið og til Danmerkur, ferð sem tæki vikur og ef til vill mánuði. t Danmörku myndi engan renna grun i að I æðum hennar rynni litað blóð. Hún gæti ef til vill borið ljósrauðu perlufestina. Bellu var það mikiö i mun að geta sett upp perlufestina, án þess að óttast að upp um hana kæmist. Jean Pierre hafði ákveðið að segja að hún væri portúgölsk eða spönsk. Bella strauk hendinni aftur yfir mjúkt hár sitt. En hvað það var mjúkt,slétt og gljáandi. Auðvitað fyrst og fremst frá náttúrunnar hendi, en þrátt fyrir það eyddi hún að minnsta kosti hálftima i aö bursta það bæði kvölds og morgna. Hún notaði aldrei sápu til að þvo það. Sara þvoði þaö úr olivuoliu, og notaði siðan sjóðandi heitt handklæði. Hún bar i það ilmandi hársmyrsl, svo aö það fléttaðist um fingur Jean Pierre eins hið mýksta silki. Hanri gróf andlit sitt I hári hennar, og ilmur þess gerði hann nær vitstola af ástriðu. Hörund hennar ilmaði einnig. Bella var sjúklega hrædd um að það væri blökkumanna- lykt af hörundi hennar, ótti sem var algjörlega ástæðulaus. Bella baðaði sig kvölds og morgna. Sara flissaði um leið og hún fyllti hreyfanlegt baðkerið heitu vatni frá stóru eldavélinni hennar mammý. Bella lét sig það engu skipta. Hún þóttist hátt hafin yfir athugasemdir einhverrar negra- stelpu. Hún smuröi sig ilm- smyrslum, og úðaði sjálfa sig og föt sin dýrindis ilmvötnum. Henni var þó vel ljóst, að þessari yfirdrifnu ilmvatns- notkun var ofaukið, en það var nánast eins og þessi hræðsla væri henni i blóð borin. Hún hataði negralykt, og var dauðhrædd um að hún styngi upp kollinum hjá henni sjálfri, til dæmis ef henni yrði heitt. Augu hennar höfðu nú vanizt sótsvörtu myrkrinu, og hún sá móta fyrir skonnortunni, sem lá fyrir akkerum úti á flo'anum. Dauf ljós voru um borð. Að fjórum dögum liðnum...fjórir dagar, og þá yrði hún komin langt á haf út. Langt i burtu frá þessari smaragðgrænu eyju.... Eitt og annað vissi Bella um Danmörku. Jean Pierre hafði dvalizt I Danmörku i heil tvö ár. Móðir hans hafði sent hann þangað, þegar hann var sautján ára gamall. Hann átti að vera við nám i stóru vöruhúsi. Ekki hafði hann lært mikið þar. „Það voru erfiðir timar þar, eins og annars staðar”, sagði hann. Nú, hún hafði hvorki vit né áhuga á þessu. Bella hafði einungis áhuga á Jean Pierre, og lifsskilyrðum þeim er biðu hennar ásamt honum i þessu fjar- læga landi. Siðast en ekki sizt voru það svo peningarnir...peningarnir! Hann hafði sagt henni frá kuldanum i Danmörku. Snjór féll þar að vetrarlagi. Snjórinn var nokkurs konar regn, liktist hvitum dúnfjöðrum. Það kom fyrir að landið var þakið snjó. Þaö hlaut að vera heldur skringi- leg sjón. Ekki var þó laust við aö Bella hræddist kuldann dálitið. En Jean Pierre hafði sagt henni, að maður sveipaði sig dýrindis loöfeldum og kveikti upp i risa- stórum ofnum — rétt eins og i eldhúsinu hennar mammý.... Nú jæja, allt þetta voru þó einungis smáatriði. það sem mestu máli skipti var að i t Danmörku yrði hún löggild eiginkona Jean Pierre. ó, hversu ! oft höfðu þau ekki setið og soðið saman ýmsar sögur um það, hvernig og hvenær þau höfðu hitzt. Foreldrar hennar og öll skyldmenni voru látin — það yrði ' auðveldast þannig — öll ættin úr sögunni i eitt skipti fyrir öll. Bella brosti aftur sigri hrós- ' andi, sneri sér frá glugganum og gekk fram og aftur um herbergið. Það var ekki sérlega stórt, en fagurlega búið húsgögnum. Veggirnir voru klæddir ljósrauðu silkiveggfóðri. Meðal annarra ! fagurra húsgagna var finlegt, franskt snyrtiborð úr rósaviði. Móðir Jean Pierre, Bella Deleuran, hafði átt það. Efti dauða hennar, fyrir þremur árum, hófst i rauninni lif Bellu sjálfrar. Hún flutti i aðal- bygginguna strax eftir jarðar- förina. Aður bjó hún ásamt mammý i álmu þjónustufólksins. Þjónustu- fólkið hafði aldrei búið i kofum planterkuþræla nna. Þjónustufólkið leit niður á plant- ekruþrælana — þannig hafði það alltaf verið. Bella bjó auðvitað i þjónustuálmunni, og átti leynileg stefnumót við Jean Pierre — leynileg og æsandi — þar til gamla húsfrúin lézt. Eftir andlát hennar lét Jean Pierre útbúa þetta herbergi handa henni. Hún » leit af snyrtiborðinu og yfir á ljósa birkikommóðuna. Birkitré. Jean Pierre sagði, að birkitré yxu á Norðurlöndum, þangað sem ferð þeirra var heitið. Hann hafði teiknað eitt birkitré.og sýnt henni.Þau voru ljós og falleg. Bella trúði honum. i Bella trúði öllu þvi, sem Jean ’ Pierre sagði. Bella fann skyndilega fyrir 1527 Lárétt 1) Skessa.- 6) Allskonar dót.- 10) Freri,- 11) Samt,- 12) Hljóðfæri,- 15) Kæti,- Lóðrétt 2) Hás.- 3) Fugl.- 4) Avextir.- 5) Útskagi.- 7) llá t. - 8) Hnöttur.- 9) Hyl,-13) Hár.- 14) Svardaga.- Ráðning á gátu no. 1526 Lárétt 1) Æskan.- 6) Dagblað.- 10) AL- 11) Fr,- 12) Mansali.- 15) Smátt,- Lóðrétt 2) Sæg,- 3) All.- 4) Adams,- 5) Aðrir.-7) Ala.-8) Bás.-9) Afl.- 13) Næm,- 4) Att,- fW-tflpf Þetta er allt) handa guöunum Getið þið ekki iiJllllffli. I Þriðjudagur 16. október 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Síðdegissagan: „Við landamærin” eftir Terje Stigen. Þýðandinn, Guð- mundur Sæmundsson, les (4). 15.00 Miðdegistónleikar: Birgit Nilsson, Fritz Uhl, Regina Resnik, Tom Krause og Filharmóniu- sveitin I Vin flytja atriði úr óperunni „Tristan og Isold” eftir Richard Wagner, George Solti stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Umhverfismál.. Haukur Ragnarsson tilraunarstjóri á Mógilsá talar um skóg- rækt i framtiðinni. 19.35 Um norræna samvinnu. Jón Skaftason alþingis- maður flytur erindi. 19.55 Lög unga fólksins. Sigurður Garðarsson kynnir. 20.55 íþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.15 „Sex gamlar áritanir” eftir Debussy. Jean-Francois Paillard stjórnar kammerhljóm- sveit sem leikur. 21.30 Sjómaðurinn. Höfund- urinn, dr. Sveinn Berg- sveinsson, flytur drama i ljóðum og lausu máli. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. „Sálu- messa” smásaga eftir Frank O’Connor i þýðingu Onnu Mariu Þórisdóttur. Jón Aðils leikari les. 22.45 Harmonikulög. Grettir Björnsson leikur. 23.15 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.25 Veður og augiýsingar 20.30 Heima og heiman.Brezk framhaldsmynd. 4. þáttur. Skellt við skoiiaeyrum. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Efni 3. þáttar: Brenda fer til Póllands með vinnuveitenda sinum. Henni fellur dvölin þar vel, og er sýnt er, að þau hafa ætlað sér of stuttan tima til að ljúka verkefninu, hringir hún heim og segir manni sinum að hún komi eftir fá- eina daga. Hann tekur þvi afar illa og krefst þess, að hún komi heim þegar i stað, og hjálpi til að leysa að- steðjandi fjölskylduvanda- mál. Umrætt vandamál er einkum i þvi fólgið, að yngsti sonur þeirra hjóna hefur hætt latinunámi i skólanum og snúið sér að matreiðslu þess i stað. 21.25 Skák. Stuttur, banda- riskur skákþáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haralds- son. 21.35 Heimshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um erlend mál- efni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.05 Plimpton, maðurinn I svifrólunni. Bandarisk mynd um ævintýramanninn George Plimpton, sem eink- um er kunnur fyrir það, að gera hluti, sem flestir láta sér nægja að hugsa um. 1 þessari mynd hefur hann æfingar með flokki loftfim- leikamanna, og eftir 10 daga þjálfun tekur hann þátt i sýningu Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.55 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.