Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 6
Leiddist vostúðin ó sjónum ] fann út að betra væri að eiga skip en sigla þeim Rætt við Hörð Gunnarsson forstjóra um innflutning og sölu þungavinnu- véla Er nú stór hluthafi í skipafélagi og situr í stjórn þess ■ír'*"--, Svona lltur 42 tonna jaröýta af KOMATSU gerö út. Verö 15 milljónir króna. Þessi tröllslega vinnuvél er meö þeim stærstu, sem notaöar hafa veriö hér á landi og er henni ætlaö aö ryöja hrauninu í Vestmanna- eyjum, en ekki hafa veriö til nægilega stórar jaröýtur til þess. HÖRÐUR Gunnarsson, heildverzlun, er þegar orðið stórfyrirtæki i sinni starfsgrein, sem sé sölu á þungavinnuvélum og varahlutum i þær. Fyrirtækið hóf starf- semi sina árið 11971 og mun á þessu ári selja vélar og aðrar vörur fyrir um 100 milljónir króna. " Stofnandi og eigandi þessa fyrirtækis er Hörður Gunnarsson for- stjóri, en hann er mörg- um kunnur vegna af- skipta sinna af iþrótta- málum og æskulýðs- málum. Viðhittum Hörö Gunnarsson að máli á skrifstofum hans að Skúla- túni 6, en Timinn kynnir fyrirtæki hans og starfsemi að þessu sinni. Fyrst báðum við Hörð að segja okkuraf sinum högum og aðdrag- andann að stofnun þessa fyrir- tækis, og sagðist honum frá á þessa leið: Viðtal við Hörð Gunn- arsson Ég fæddist árið 1939 að Múla á Suðurlandsbraut, sem áður fyrr var með stærri býlum hér i höfuð- borginni. Þar bjó móðurfaðir minn, Guðmundur Jónsson, er margir Reykvikingar þekkja, en hann var fyrr á árum verkstjóri hjá Kveldúlfi og siðar hjá Eim- skip. Það er nú erfitt að gera grein fyrir Múlabúinu hér, en jörðin er komin undir byggingar að mestu. Meðal annars er iþróttahöllin nýja i landi Múla. Ég byrjaði sjómennsku þegar á unglingsárunum, en gekk þó i verzlunarskólann. Var ég á ýms- um fiskiskipum framan af, en siðan á Heklunni og Hamrafell- inu, og reyndar Arnarfellinu lika. Mér gekk ágætlega á sjónum, en fannst þó, að hinar löngu sigl- ingar Hamrafellsins væru ekki i fullu samræmi við hugmyndir æskumanna um veraldarstörfin. Og einu sinni þegar við vorum að sigla i stormi og ágjöf á Hamrafeliinu á Biskayaflóa, ákvað ég, að þetta væri ómögulegt, ég ætti að hætta að sigla og eiga skipin heldur sjálfur. Það væri miklu betra. Mér fannst þetta gefa anzi litið i aðra hönd fyrir þá, sem urðu að þola nepjuna og alla stormana. Það má kannske segja, að þetta hafi nú gerzt með vissum hætti, þvi að ég er nú einn af stærri hlut- höfunum i Hafskip og sit i stjórn þess. Við ýmis störf Eftir að ég kom i land, vann ég við ýmis störf. T.d. var ég tvö ár skrifstofustjóri Sildarbræðslunn- ar hf. á Seyðisfirði. Þar fékk maður mikla starfsreynslu, þvi þá stóð yfir stækkun og endur- bygging á sildarverksmiðjunni,og ég held, að stundum hafi verk- smiðjan aðallega gengið vegna hæfileika Einars Magnússonar verksmiðjustjóra, en hann var sérlega ötull i starfi. Ég kom aftur suður árið 1960, og vann þá stuttan tima hjá Sam

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.