Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 28. október 1973.
Frægar
byggingar:
Undanfarið hefur þetta hús verið
meira á vörum fólks en nokkru sinni
áður. Það er ekki aðeins vegna þess
að mesta stórveldi heimsins er
stjórnað þaðan, en einnig vegna þess,
að húsið er heimili eins umdeildasta
forseta Bandarikjanna fyrr og siðar,
Richards Nixon. Hér er sagt nokkuð
frá sögu Hvita hússins og lifi þvi sem
lifað er innan veggja þess.
Hve
lengi viltu
biöa eftir
fréttunum?
VÍSIR flytur helgar-
fréttirnar á mánu-
dogum. Degi fyrr en önnur dagblöð.
^ (gerist áskrifendur)
ÞAÐ STENDUR i grænuni garði
mitt i hinni iðandi umferð
Washingtonborgar — skinandi
hvitt með hreinum, sigildum
linum og griskum súlum. Það er
hálffalið að baki blómstrandi
runna og trjáa og umhverfis eru
grænar sléttur. Á ytra borðinu
virðist þetta gott dæmi um ró og
friðsemd, en inni fyrir er eilif
iðandi hringrás framkvæmda og
finheit, sem hægt er að likja við
það, sem gerðist á dögum sól-
konunganna frönsku. Banda-
rikjum Norður-Ameríku er sem
sé stjórnað frá þessu húsi og það
er hingað, sem mikilmenni
heimsins koma til að leita eftir
aðstoð og samstarfi, eða ræða um
pólitisk deilumál við forsetann.
Margir telja Bandarikjaforseta
valdamesta mann heimsins, ekki
vegna persónu sinnar, heldur
embættisins, sem er hið æðsta i
auðugasta landi heimsins.
Fyrsta opinbera
byggingin
Þaðvar „faðir Bandarikjanna”
George Washington, sem árið
1972 valdi hæðina við þorpið
Georgetown við Potomac-ána,
sem staðinn er byggja skyldi
„Hús forsetanna” Það var einnig
hann, sem saþykkti endanlega
verðiaunatéikningu irska arki-
tektsins James Hoban úr sam-
keppninni um húsið.
Hús forsetanna var fyrsta
opinbera byggingin, sem reist var
i hinu unga riki og það átti að vera
miðdepill nýju höfuðborgarinnar,
ásamt þinghúsbyggingunni, sem
risa skyldi á Capitol-hæðinni. Til
heiðurs fyrsta forsetanum var
höfuðborgin skirð Washington.
En George Washington er hinn
eini af 37 forsetum Bandarikj-
anna, sem aldrei bjó i Hvita
húsinu. Kjörtimabil hans rann út
og hann lézt áður en húsið var
fullgert og stjórnin fluttist frá
Philadelphiu til Washington.
Gagnstætt þvi sem er með
konungshallir og forsetabústaði i
Evrópu, sem staðið hafa svo til
óhreyfð frá byggingu, hefur Hvita
húsið sifellt verið að breytast
bæði að utan og innan fyrir tilstilli
nýrra forseta, sem til skamms
tima höfðu allfrjálsar hendur
með hvernig þeir innréttuðu
hibýli sin i húsinu.
Forsetaibúðin var ekki alveg
tilbúin, þegar John Adams, annar
forseti Bandarikjanna flutti inn,
1. nóvember 1800. Það var kalt
inni og rakt, engin húsgögn voru
þar og veggirnir berir. Lýsingin
var kertaljós og oliulampar og
upphitunin eingöngu frá opnum
eldstæðum. Það var ekki svo
undarlegt, að fyrstu ibúarnir
komust svo að orði, að þarna gætu
búið tveir keisarar, páfi og Stór-
Lama og haft hver sina hirð. Frú
Abigail Adams notaði hinn ófull-
gerða danssal (Austursalinn)
sem þurrkherbergi fyrir stór-
þvottinn sinn.
Endurbygging
Fjórtán árum eftir vigsluna
brenndu enskir herir Hvita húsið
til grunna, en þeir hertóku
Washington 24. ágúst 1814. Þeir
ensku kveiktu i öllum opinberum
byggingum og það var aðeins
stórrigning og þrumuveður, sem
bjargaði þeim frá algjörri
útrýmingu. Ytra múrverk Hvita
hússins stóð uppi og það var látið
mynda ramma um endur-
bygginguna, sem var höfð mjög
lik hinni fyrri að innan.
Næstu hálfa aðra öldina bjuggu
26 forsetafjölskyldur i Hvita
húsinu og það fór að láta allmikið
á sjá. Þá var tekið til við að berja
það og banka, byggt var við og
rifið niður, boruð göt i veggi og
grafinn kjallari undir — og i takt
við timann varð það að vera, svo
lagt var inn vatn, gasljós,
holræsi, miðstöðvarhiti, rafmagn
og búið til baðherbergi og sett inn
loftræsting.
Eftir allar þessar tilfæringar
fór að braka og bresta i sam-
skeytum hússins. Það var
Truman forseti, sem fyrstur
uppgötvaði það — januardag einn
árið 1948, á meðan yfir stóð mikil
veizla i bláa salnum. Þá sá hann
aö stóra kristalsljósakrónan titr
aði iskyggil. mikið. Sérfræðingar
voru kallaðir til og dómur þeirra
var á þá lund, að húsið hefði
raunar átt að vera hrunið fyrir
löngu. „Það stendur bara aí
JT
FVrstur meö ¥TI' fréttimar ^ i 1 ■■ i
Svefnherbergi Lincoins er opinbert gestaherbergi, einkum fyrir er-
le.nda þjóðhöfðingja, sem hljóta þann heiður, að fá að búa í Hvita hús-
inu sjálfu, venjulega búa tignir gestir I Blair House.