Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 4
Hæsta bygging á Norðurlöndum t Stokkhólmi er talin vera hæsta bygging Norðurlanda. Hún er kölluð Kaknás-turninn og er 508 feta hár. I 426 feta hæð er veit- ingahús, sem þykir skemmti- legt og sérstætt. Fyrir utan það bezta i mat og drykk, þá hefur það upp á að bjóða fallegasta útsýni, sem hugsazt getur út yfir allan Stokkhólm og eyjar og sund. Kaknásturninn er mikið auglýstur i ferðamannapésum og auglýsingum. Ef þið eruð á ferð i Stokkhólmi, þá getum við upplýst ykkur um það, að til þess að komast þangað er gott að taka vagn nr. 69 frá Norr malmstorginu. Veitingahúsið er opið frá klukkan 9 á morgn- anna og til miðnættis. Að gangur 2 krónur fyrir fullorðna og 1 króna fyrir börn. Og sagt er að þarna gangi hraðasta lyfta Evrópu upp og niður allan daginn. Óneitanlega virðist út- sýnið vera geysilega fagurt þarna, en liklega er ekki nota- legt að vera þar i roki og rign- ingu, svo maður tali nú ekki um þrumuveður — já eða jarð- skjálfta! Sunnudagur 28. október 1973. Lagt upp í langferð Tveir rauðskinnar, Chris og Jack, ákváðu nýlega að leggja af stað riðandi i kring um hnött- inn. Ferðin hófst i Paris, og áður en lagt var af stað fengu þeir sér góða máltið i veitinga- salnum i Effelturninum. Hér eru rauðskinnarnir svo komnir á hestbak fyrir neðan turninn, og með þeim má sjá aðstoðar- menn þeirra með farangurs- vagninn. Góða ferð! Yul Brynner, sem nú er tæplega fimmtugur, hefur ekki mikið kemið fram i kvikmyndum undanfarin ár. Mörg ár eru siðan hann fór að starfa á vegum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, og honum fellur starfið vel, að sögn. — Þetta er starf, sem aldrei tekur enda segir hann, að minnsta kosti ekki á meðan til eru tvö lönd í heiminum, sem berjast. Þegar Yul Brynner hætti að leika i kvikmyndum fluttist hann frá Hollywood. Hann fluttist til Evrópu með konu sinni og dóttur. Hann gerði það vegna þess, að hann vildi hlifa dóttur sinni við að þurfa að vaxa upp i hinu óheilnæma andrúmslofti kvikmyndaheims- ins. Starf sem ekki tekur enda DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.