Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 28. október 1973.
f 1
! • 1
Þátttakendur I móti norrænna rannsóknarlögreglumanna, sem fram fór i Helsingör.
Rannsóknarlögreglumenn
á Norðurlöndum eiga við
svipuð vandamól að stríða
SAMTÖK norrænna
rannsóknarlögreglu-
manna hélt sameigin-
legt mót i Helsingör
fyrir nokkru. Var þar
fjallað um ýmis sam-
eiginleg vandamál
varðandi starf og
starfsaðstöðu rann-
sóknarlögreglumanna,
nánara samstarf landa
á milli á sviði afbrota-
rannsókna,og að þviað
auglýsa einstök mál.
Gisli Guömundsson,
rannsóknarlögreglumaður i
Reykjavik, sótti mótið af hálfu
Félags rannsóknarlögreglu-
manna hér á landi. t stuttu
spjalli, sem Timinn átti við
Gisla, sagði hann, að þau
vandamál, sem rannsóknarlög-
3 afrúnnunarmöguleikar
Konstant (stuðull)
Prósentureikningur
Minni
Samlagning
Frádráttur
rörun I hverjum takka og lykilborðsloka til auðveldunar á
ndinnslætti.
Leitið upplýsinga um xæ. 9675,
hún er gædd mörgum kostum umfram aðrar vélar I sama verðflokki.
Verð kr. 27.600,—
KJARANHF
skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagötu 8, sími 24140
9675
Rafeindareiknivélin
hjálpar yður fljótt,
nákvæmlega og án hljóðs
reglumenn á Norðurlöndum
eiga við að glima, séu mjög
áþekk, þótt afbrot og rannsókn
þeirra séu að vonum umsvifa-
meiri i fjölmennari rikjunum en
hér á landi.
Dómsmálaráðherra
Danmerkur, Aksel Nielsen, setti
mótið, og Jörgensen rikislög-
reglustjóri ávarpaði lögreglu-
mennina og rakti það sem efst
er á baugi i málefnum saka-
rannsókna um þessar mundir.
Starfsemi mótsins fór að
mestu fram i umræðuhópum, og
báru menn saman bækur sinar
um það, hvað helzt bjátaði, á i
starfi r a n n s ó k n a r 1 ö g -
reglumanna og hvort æskilegt
væri að taka upp nánara sam-
band milli landa um rannsókn
einstakra mála og með hvaða-
hætti. Var t.d. rædd sú hugmynd
að koma á fót deild, sem starf-
aði sem nokkurs konar
sambandslögregla , en
umræðuhóparnir voru ekki allir
á einu máli um, hvort slikt væri
æskilegt, og þá af stjórnarfars-
legum ástæðum fremur en hinu,
að stofnun slikrar deildar gæti
verið hagkvæm til að vinna að
einstaka afbrotamálum, sem
teygja anga sina yfir landamæri
milíi Norðurlandanna.
Gisli rakti i stuttu máli þau
umræðuefni, er tekin voru fyrir.
Talsvert var rætt um, hvort
WEEDW-BAR
KEÐJUR er lausnin
Það er staðreynd
að keðjur eru
öruggasta vörnin
gegn slysum
i snjó og hálku.
WEED keðjurnar
stöðva bilinn
öruggar.
Eru viðbragðsbetri
og halda bilnum
stöðugri á vegi
Þér getið treyst
WEED-V-BAR
keðjunum
Sendum i póstkröfu
um allt land.
miMEm LíXr
Suðurlandsbraut 20 * Sími 8-66-33
æskilegt væri að rannsóknarlög-
reglan stæði að upplýsinga-
starfsemi til að fyrirbyggja af-
brot, og hvort það væri i verka-
hring rannsóknarlögreglu-
manna, fremur en annarra
aðila, að fræða almenning um
afbrot og hvernig helzt ber að
varast að lenda á refilstigum.
Annað atriði, sem mikið var
rætt og brýn nauðsyn virðist að
fastari skipan verði komið á i
löndum allra þátttakenda, eru
siaukin afskipti rannsóknarlög-
reglumanna af auðgunarafbrot-
um þeirra aðila, sem koma við
gagnafölsunum alls konar, svo
sem bókhaldsfölsunum og öðru
sliku. Að öllu jöfnu er tæpast á
færi annarra en lærðra endur-
skoðenda að greiða úr flóknum
haganlega gerðum fölsunum af
þessu tagi, en svo virðist sem
algengt sé að láta rannsóknar-
lögreglumenn, sem ekki hafa
fengið slika menntun, fást við
þess konar mál, en oft með að-
stoð endurskoðenda. bykir eðli-
legra, að menn með nauðsyn-
lega þekkingu verði ráðnir til
starfa hjá viðkomandi stofnun-
um til að fást við afbrot af þessu
tagi, end sé það vart á annarra
færi að koma upp um slynga
faktúrufalsara.
Eitt aðalmálið, sem rætt var á
mótinu, var samstarf norrænna
rannsóknarlögreglumanna,
sem verður æ brýnna. Það er
Gisli Guðmundsson.
t.d. algengt, að afbrotamenn
flýji undan lögreglu til annarra
landa, og á Norðurlöndunum er
auðfarið yfir landamærin. En
reynslan hefur sýnt, að oft er
tafsamt fyrir lögreglumenn að
ná sambandi hver við annan
milli landanna, og þurfa
rannsóknar- og handtökubeiðnir
að fara um marga milliliði.
Dýrmætur timi fer þannig til
spillis fyrir lögreglumenn, sem
afbrotamaður nýtur góðs af.
Voru menn sammála um, að á
þessu atriði þyrfti að gera mikla
bót og stuðla að beinna sam-
bandi milli rannsóknarlög-
reglumanna á Norðurlöndum.
Sem fyrr segir kvað Gisli
vandamál lögreglumanna svip-
uð á öllum Norðurlöndunum.
Eiturlyfjamál verða æ tima-
frekari og krefjast meira vinnu-
afls, enda virðast eiturlyfja-
neytendur, sérstaklega i Sviþjóð
og Danmörku, sifellt færa sig
upp á skaftið hvað
snertir neyzlu sterkari lyfja, og
afbrotum i sambandi við eitur-
lyf janeyzlu og til að útvega lyfin
fer sifjölgjandi.
Þá voru og rædd launa- og
félagsmál á fundunum. — Oó