Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 8
9 'f Ul f J\ /f |Tp
8___________________________________________________ TÍMINN Su'trnu(lagur 28,- októbér iVri
HYMAS 72 stórar hjólagröfur (stærftin keppir vift Broyt á heimamarkafti )meí ámoksturstækjum aft
framan. HYMAS hefur 65% af sölunni á gröfum á Noröulöndum og stærstu viftskipavinirnir eru um
leift aöal keppinautar verksmiftjanna, sem ekki bjófta gröfusett á Norfturlöndum.
Svo er mál með vexti, að vinnu-
vélaeigendur hafa ekki á lausu
fjármagn til að kaupa nýjar
vinnuvélar til sérstakra eða ein-
stakra verkefna. Það þarf lang-
timaverkefni til þess að slikar
vélar geti borgað sig. Reynslan
hefur sýnt, að það er unnt að fá
góðar, litið notaðar vélar fyrir
hagstætt verð.
Þessar vélar seldi ég ýmsum
verktakafélögum, sem unnu að
framkvæmdum úti um allt land.
Þetta voru kranabilar, skurðkröf-
ur, beltavélar, jarðýtur, traktors-
gröfur og valtarar. Nú flytjum við
inn jöfnum höndum nýjar og
notaðar vélar.
Vinnuvélar fyrir 100
milljónir króna.
Þannig höfum við siðustu 12
mánuði flutt inn og selt 15
kranabila, en slikir bilar kosta
1.7-6 milljónir króna. Þá höfum
við flutt inn jarðýtur, sem kosta 1-
15 milljónir króna, 11 hjólaskófl-
ur, sem kosta um og innan við
tvær milljónir króna, auk annars.
Varahlutasalan heldur áfram
og er i örum vexti, og við gerum
ráð fyrir að selja vinnuvélar og
varahluti fyrir um 100 milljónir
króna á þessu ári.
— Hver er nú merkilegasta
vinnuvélin, sem þú hefur flutt til
landsins?
Stóra ýtan sem vinnur á
hrauninu í Vestmanna-
eyjum
Það er liklega stór jarðýta frá
KOMATSU, japönsku vinnu
vélaframleiðanda, sem við höfum
umboð fyrir. KOMATSU er
stærsti jarðýtuframleiðandi i
heimi og framleiðir yfir 3000
jarðýtur á mánuði, auk annarra
vinnuvéla, sérstaklega lyftara.
Frá þeim er komin til landsins
einhver stærsta jaröýta, sem
hingað hefur komið, og vegur hún
42 tonn með riftönn. Þessi mikla
jarðýta á að fara til Vestmanna-
ey ja og er ætlað að vinna á hraun-
inu sjálfu, sem ekki hefur verið
unnt að hreyfa við fram til þessa.
Þetta mikla tæki kostar um T5
milljónir króna.
Við fengum þessa jarðýtu ekki
beint frá Japan, heldur fengum
við hana fyrir sérstaka velvild
hjá umboðsmanni KOMATSU i
Noregi, en hann var eini um-
boðsmaður þeirra i Evrópu, sem
átti slikan grip til á lager.
Nokkrar nýjungar á döfinni?
Nokkur af
umboðum
fyrirtækisins:
Komatsu — Jarftýtur, lýftarar o.fl.
Ilymas — Traktorsgröfur
Rfld — Keftjur f. Jarövinnslutæki og bíla.
Bray — Amoksturstæki
Hanomag — Þungavinnuvélar
Northwest — Kranabifrciftar og Gröfur
Tractortecnic — Belti á Jarftýtur, allir varahlutir I beltavélar
Erf — Vörubifreiftar
Losenhausen — Vibration þjöppur
Wellcr — Vibration þjöppur
Ingersoll Rand — Loftverkfæri
British Steel Piling — Þil f. hafnarmannvirki og sver rör
Fiat — Jarftýtur
Hako Werke — Sópar f. verksmiftjur
Asbrink Eiker — Götusópar
Con — Mec Engineering Ltd — Tennur f. Jarftýtur
Schwing — Steypudælur
Jakob Thaler — Jarftstrengsnifturlagningartæki
Flygt — Vatnsdælur af öllum gerftum
Krupp — Kranar
Wieger Maschinenbau — Gröfur (telescopic)
Duomat — Vibrovaltarar
Meiller — Kranar á Vörubila
Viatest — Jarftvegsgreiningartæki
Explosives and Chemical Products Ltd — Sprengiefni
Bryggjustál og sver rör
frá British Steel Piling
Já. Við erum nú að fara inn á
nýtt svið, en það eru allskonar
sver járnrörog bólverk. Við erum
umboðsmenn fyrir BRITISH
STEEL PILING, sem er þekkt
stáliðnaðarfyrirtæki og seldi
meðal annars bólverkið i Sunda-
höfnina. Mr. Kergon, sem er
sölustjóri fyrirtækisins i Evrópu,
er væntanlegur hingað til lands á
næstunni til að vinna með okkur
að tilboðum og ýmsu, sem nauð-
synlegt er til að takast á hendur
svo viðamikið umboð.
1 raun og veru má segja, að
þetta sé svolitið skylt
þungavinnuvélunum, eða að
minnsta kosti ekki alltof fjar-
lægt,þvi að hafnaframkvæmdir
eru innan verksviðs viðskiptavina
okkar.
— Þá er ótalið samstarf okkar
við eitt helzta verktakafyrirtæki
sem vinnur að Sigöldu, en það er
júgóslavneska fyrirtækið
ENERGO PROJECT. Með sér-
stökum leigusamningi sjáum við
þeim fyrir vinnuvélum, bæði
vélum, sem eru á okkar snærum,
og eins frá öðrum vinnuvélaeig-
endum.
Þetta samstarf er með sérstök-
um samningi við júgóslavnesku
verktakana.
— En hvað með Hafskip hf.?
Hörftur Gunnarsson forstjóri I skrifstofu sinni f Skúlatúni 6 Reykjavfk.
Hörftur er Reykvíkingur og hefur lagt gjörfa hönd á margt um dagana.
Hann er kunnur glimumaftur og fyrir störf aft æskulýösmálum. Rekur
nú umfangsmikiö fyrirtæki, sem verzlar meft þungavinnuvélar og
varahluti i þær. Hörftur er kvæntur Margréti Þórisdóttur og eiga þau
tvöbörn. Margrét er frá Akureyri og er Grimseyingur í mófturætt.
Sjómaður i stjórn
Hafskip
,-Um það er nú ekkert sérstakt
að segja. Við vissar tilfærsur á
hlutafé og fleiri aðgerðir tók ég
sæti i stjórn Hafskips hf. Ég
keypti þar hlut og vinn að
málefnum félagsins, eins og aðrir
stjórnarmenn, en annars er ekk-
ert sérsatakt um það að segja.
Hafskip hf. hefur unnið mikið
gagn i ílutningum á sjó, og sem
gamall sjómaður finnst mér þetta
vera áhugavert viðfangsefni.
— En hvað með félagsstörfin?
Félagsmálastörf — i
stjórn CENYC — Æsku-
lýðsráðs Evrópu.
— Þau hefi ég að mestu lagt á
hilluna. Ég æfði glimu i 22 ár
samfleytt, og var formaður
glimudeildar Armanns i fimmtán
ár, eða þar um bil, og svo lýsti ég
glimu i útvarpi i 12 ár. Ég var
einnig árum saman formaður
glfmuráðs Reykjavikur.
Þá var ég meðal stofnenda
æskulýðssambands Islands, sat i
stjórn þess fyrstu sjö árin og var
formaður þess 1964-1965. Þá sat
ég eitt ár i stjórn æskulýðsráðs
Evrópu, CENYC. A þessum árum
sótti ég alþjóðafundi og ráðstefn-
ur i 25 löndum i þrem heimsálf-
um.
A þessu má sjá, að það er ekki
hægt að sameina svo umfangs-
mikil félagsmálastörf rekstri
fyrirtækis, sem þarf jafnmikillar
árverkni við og innflutningur og
sala þungavinnuvéla er, segir
Hörður Gunnarsson að lokum.
Auk þess sem hér hefur verið
talið, hefur Hörður Gunnarsson
mörg vel þekkt umboð fyrir
erlenda framleiðendur, og birtum
viðhér í ramma lista yfir nokkur
þau helztu. — JG
NY HYMAS 42 traktorsgrafa. Ótrúlega fljótvirk og afkastamikil moksturstæki. Rekstraröryggi og
stjórntæki hefur gert þessar vélar vinsælar hjá vinnuvélaeigendum og stjórnendum vinnuvéla.