Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 29
Sunnudagur 28. október 1973.
TÍMINN
29
gömlum vana” sagði einn verk-
fræðinganna.
Truman og fjölskylda hans
fluttu yfir i opinbera gestaibúð.
Blair House og allt var rifið innan
úr Hvita húsinu, gólf og skil-
veggir. Aftur stöðu aðeins ytri
veggirnir og þakið eitt eftir.
Eftir að útveggirnir höfðu verið
styrktir með stálgrindum og enn
nýr kjallari grafinn fyrir fleiri ný
tækniatriði, var húsið innréttað á
nýjan leik, herbergi fyrir her-
bergi. Herbergjaskipan var sú
sama og fyrr, svo og hinar gömlu
fallegu hurðir og veggplötur.
Fjórum árum siðar sýndi
Truman bandarisku þjóðinni
húsið i sjónvarpi og þótti flestum
mikið til koma.
Það er sama, hversu auðug ein
forsetafjölskylda er og hvað hún
hefur lifað iburðarmiklu lifi áður
— henni finnst alltaf lifið i Hvita
húsinu svo stórkostlegt, að það á
sér ekki hliðstæðu i Banda-
rikjunum — jafnvel ekki hjá mill-
jarðamæringum eins og Rocke-
feller, Kennedy, Mellon eða Ford.
Eins og Hvita húsið er nú, er
það aðalálman , þar sem eru
opinberar skrifstofur og einka-
ibúð forsetans, og tvær hliðar-
álmur. í þeim er skrifstofa
forsetans og hringherbergið
fræga, svo og skrifstofur
n ánustu samstarfsmanna
forsetans. Þá eru þarna innan-
hússundlaug, baðstofa, leikfimi -
salur, biósalur, blómaherbergi,
sem alltaf er fullt af nýafskornum
blómum til að lifga upp á her-
bergi hússins, einka læknisstofa,
tannlæknisstofa, hárgreiðslu-
stofa, saumastofa, simstöð og
póststofa —alls um 170 herbergi,
ásamt mörgum nýtisku
eldhúsum. 1 hinu stærsta er hægt
að framleiða dýrindis kvöldverð
handa 150tignum gestum og hafa
þó tiréttað.
Að skoða Hvita húsið
Það eru tveir möguleikar á þvi
að komast inn i Hvita húsið til að
skoða það. Hægt er að stilla sér
upp i hina löngu _ biðröð, sem
myndast utan við járnrimlahliðið
á hverjum morgni frá þriðjudegi
til laugardags. Þegar svo röðin er
komin að manni, er visað um
hinar opinberu skrifstofur i
grænum hvelli. Það tekur um það
bil tiu minútur og gestirnir ganga
i skipulegum röðum. Það eru
nefnilega um 10 þúsund manns
daglega að meðaltali, sem vilja fá
að sjá inn fyrir dyr Hvita hússins
á hverjum morgni, á aðeins
tveimur klst.
Viðhafðar eru miklar varúðar-
ráðstafanir, þannig að enginn
möguleiki er fyrir árásargjarna
menn að ráfa þar um upp á eigin
spýtur. Á fyrstu árum hússins
voru dyr þess ætið opnar upp á
gátt fyrir hvern þann, sem vildi
hitta forseta sinn og i m ót-
tökurnar á þjóðhátiðardaginn
voru allir velkomnir.
Þegar Andrew Jackson forseti
hélt móttöku á afmælisdegi
Washingtons árið 1837, var
honum fenginn 700 kilóa ostur.
Hann stillti ostinum upp i for-
stofunni og bað alla að fá sér bita.
Á nokkrum minútum var ostur
kominn um allt, troðinn niður i
teppin og klindur inn i húsgögnin.
Borösalurinn er ekki mjög stór samanborinn viö aöra konunglega sali. Parna er aöeins rúm fyrir rúmlega eitt hundraö gcsti.
Það var ostlykt i húsinu i margar
vikur. Nú mæða gestakomur litið
á þeim hlutum, en það tekur þó
tima að hreinsa loftið eftir 10
þúsund sumarheita ferðamenn.
Ef maður er hins vegar einn
þeirra heppnu, sem til dæmis eru
i opnberum heimsóknum fyrir
heimaland sitt, eða á einhvern
hátt rétt á frægð, getur verið að
manni verði boðið sem gesti til
Hvita hússins. Það getur verið
garðveizla með nokkur þúsund
gestum vegna einhvers alheimsat
burðar, eða siðdegiste hjá
forsetafrúnni fyrir 500 gesti frá
kvennaklúbbum um viða veröld,
kvöldverður hjá forsetanum með
aðeins 50 stjórnmálamönnum,
hanastélsboð fyrir sendiráðs-
starfsmenn, eða einn hinna stór-
kostlegu kvöldverða i sambandi
við opinberar heimsóknir þjóð-
höfðingja.
Þá er gripið til alls þess finasta
og bezta. Heiðursgestirnir koma
að innganginum undir hvitu
súlunum á norðurhlið hússins (el'
þeir þá búa ekki i húsinu) og þar
tekur forsetinn á móti þeim.
Þaban er þeim visað beint upp i
gula hringsalinn á þriðju hæð.
Hann hefur nafn sitt af inn-
réttingum og húsgögnum, sem
allt er gult. Þettá er ákaflega
fallegur salur, með Loðviks 16.
húsgögnum og málverkum eftir
Cezanne.
Hinir gestirnir, um það bil 100
að tölu, koma i kjól og hvitt með
Mfi
allar sinar orður og frúrnar i
iburðarm iklum kvöldkjólum.
Þeir gestir ganga inn um Suður-
dyrnar og siðan upp breiðan
marmarastiga upp i opinberu
álmuna á annarri hæð. t forstof-
unni situr hljómsveit i rauðum
klæðum og spilar án afláts og
sjóliðsforingjar i viðhafnar-
búningi visa gestunum inn i stóra
móttökusalinn, austursalinn, þar
sem siðan er beðið eftir
forsetanum og gestum hans.
Austursalurinn er hinn stærsti i
húsinu og tekur yl'ir alla breidd
hússins. Úlskornar veggplölur úr
eik eru málaðar hvitar og
meðfram veggjunum eru
damaskklæddir sófar með gylltu
tréverki. Sin hvoru megin við
útskotið kring um austurglugg-
ann hanga málverk af George og
Mörlhu Washinglon og eru það
einu listaverkin, sem björguðust
úr brunanum 1814. Það var Dolly
Madison, sem lók málverkin úr
römmunum og tókst að flýja með
þau, áður en Bretarnir komu og
eyðilögðu allt. Salur þessi, sem er
hvitur og gylltur, er slórfenglegur
og hann er það fyrsla, sem maður
fær að sjá i Hvita húsinu, hvort
Framhald á bls. 39.
I Avacado kremi er
vítamínauðug olía
úr avacado-aldini,
sem á náttúrlegan
hátt mun hjálpa yður
til að varðveita húð
yðar unga.
Avacado húðkrem inni-
halda aðeins ilmefni
úr avacado-aldini og
henta því einnig vel
viðkvæmri húð.
Cleansing Cream,
Freshener,
Cream Moisturizer,
Night Cream Lotion
Toner, Milk Cleanser,
Condition Moisturizer,
Eye Cream, Refining
Mask og Hand and Nail
Care Cream.
Avacado húðkrem eru
einföld í notkun.
allar konur þarfnast
húðsnyrtingar —
einnig þér.
REYNIÐ AVACADO
frá
COTY
Austursalurinn er allur hvftur og gylltur. Þarna lágu lfk forsetanna
Lincolns og Kennedys á viöhafnarbörum.
Avacado vítamín húðkrem
frá Coty
I Avacado eru aðeins náttúrulegar olíur
og vítamín úr Avacado aldini
- ■ • Nlyftt C**
Avacado er fyrir normal, þurra og feita húð |p-
Kristján Jóhannesson ■ Heildverzlun ■ Laugarnesvegi 114 ■ Reykjavík ■ Sími 3-23-99