Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 39

Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 39
Sunnudagur 28. október 1973. TÍMINN © Hvíta húsið sem maður er ferðamaður eða gestur. Sorg og gleði Austursalurinn er ekki aðeins notaðursem veizlusalur. Það var þar, sem lik Johns F. Kennedy lá á viðhafnarbörum eftir morð- árásina i Dallas. Annar af meiri háttar forsetum landsins, Abraham Lineoln, sagði morgun einn frá undarlegum draumi sin um um þennan sal. f draumnum hafði hann heyrt grát og stunur og farið til að ihuga hverju það sætti. Hann gekk á hljóðið og kom i Austursalinn. Þar sá hann opna kistu og likið i henni var allt sveipað svörtu klæði. Fólk gekk grátandi framhjá kistunni. „For- setinn” hvislaði hermeður einn að Lincoln „hann var myrtur”. Tveimur vikum siðar var Lincoln myrtur i Ford-leikhúsinu og lik hans lagt á viðhafnarbörur i Austursalnum. Margir af ibúum Hvita hússins hafa siðan sagt, að þeir hafi séð svip hans ráfa eiröar laust um sali og ganga hússins. En sem betur fer er sjaldgæft að heyra grát og stunur i þessum fallega sal. Venjulega er þar tónlist og gleði rikjandi. Milli Austursalsins og matsalarins, sem eru hvor i sinum enda hússins, eru þrir aðrir salir, sá blái, sá græni og sá rauði. Eins og önnur herbergi hússins eru þeir fagrir og hús- gögnin afar verðmæt, að ekki sé talað um málverkin. Engu má breyta i þessum söl- um án samþykkis nefndar einnar sem Jaqueline Kennedy kom á fót árið 1961. Fast starfslið hússins er 70 þjónar, stofustúlkur, matreiðslu- menn, rafvirkjar, garðyrkju- menn, dyraverðir og ráðsfólk, sem sér um að leysa smávegis dagleg vandamál, svo að ekki þurfi að trufla forsetafjöl- skylduna vegna sliks. Þetta er draumahús húsmóðurinnar. Allt sem hún þarf að gera, er að ákveða, hvað borða skal og með hvaða blómum eigi að skreyta borðið. Það, sem gerir Hvita húsið svo sérstakt, er hin nær 200 ára saga þess sem sambland af skrif- stofum valdamestu manna heims, veizlusölum og ibúð 37 fjölskyldna. Börn hafa fæðzt og alizt upp i húsinu, haldið hefur verið þar upp á brúðkaup og aðra fjölskylduatburði, sorg og gleði hefur látið fólk hlæja og gráta þar inni og öll bandariska þjóðin hefur fylgzt með þvi, sem þar hefur gerzt. Hvita húsið er nefnilega eign þjóðarinnar. Það er lánshúsnæði handa þeim manni, sem valinn hefur verið til að stjórna landinu og fjölskyldu hans. Þess vegna er þar opið hús á hverjum morgni, svo að allir geti komið og séð eign sina- og þess vegna er bæn sú, sem John Adams skrifaði i bréfi til konu sinnar, fyrsta daginn, sem hann dvaldist i Hvita húsinu, hömruð inn i höfuð allra skóla- barna i Bandarikjunum. Franklin D. Roosevelt lét siðar grafa bænina inn i vegginn fyrir ofan arinninn i borðstofunni. 1 laus- legri þýðingu er bænin svona : Ég bið himinninn að blessa þetta hús og alla.sem hér eftir munu búa i þvi. Megi engir. aðrir en heiðar- legir og vitrir menn nokkurn tima stjórna undir þessu þaki. —SB 39 Menn og málefni Hr. Brown svefnherbergi drottningar Hið eiginlega heimili forsetans er á þriðju hæð hússins og tekur yfir alla vesturálmuna. Þar eru svefnherbergi, einkaborðstofa með tilheyrandi eldhúsi, en engin dagstofa. Forsetafjölskyldurnar hafa látið sér nægja vesturenda hins mikla miðgangs, sem skilinn hefur verið frá og gerður að eins konar stofu. Auk þess eru á fjórðu hæðinni nokkur gestaherbergi barnaherbergi og stórt svefn herbergi, eins konar þakhæð. Þaðan er stórfengleg útsýn yfir garða borgarinnar. Þarna var það sem Eisenhower lét koma fyrir grilli, svo hann gæti steikt buff handa vinum sinum og slappað af frá skyldustörfunum. Mjög fáar myndir eru til úr ibúð forsetans, sumpart af öryggis- ástæðum og einnig vegna frið- helgi einkalifsins. Hvar sem fjöl- skyldan fer, er hún eins og guli- fiskar i búri. Flasljós blikka og ókunn augu stara. 1 einkaibúðina fáaðeins einkavinir og ættingjar að koma, þar á að vera friður og ró. 1 eystri hluta þriðju hæðarinnar eru opinber gestaherbergi, sem notuð eru þegar þjóðhöfðingjar koma i opinberar heimsóknir. Það frægasta er venjulega kallað svefnherbergi drottningar, vegna þess að þar hafa fimm drottn- ingar og þrjár kynslóðir brezku konungsfjölskyldunnar sofið. Ekki hafa þó allir verið konung- legir, sem þar hafa gist. Árið 1942 setti Roosevelt forseti þar inn afar sérstakan gest sinn sem hann kallaði „herra Brown” Þegar þjónninn tók upp úr töskum gestsins, fann hann þar m,a. rúgbrauð, pylsu og skamm- byssu. Gesturinn var þáverandi utanrikisráðherra Rússlands, V.M.Moiotov. Miðstöð Hvita hússins er þó og verður skrifstofa forsetans i vesturálmunni og hringsalurinn, sem snýr út að rósagarðinum, sem Kennedy forseti lét gera til að taka á móti litlum gestahópum með garðveislum. Draumur húsmóðurinnar Bandariska forsetafjölskyldan lifir konunglegar en nokkur konungsfjölskylda i Evrópu. Hún á sinn eigin flugvélaflota, sem i eru þyrlur, litlar þotur og stórar þotur, innréttaðar með svefnher- bergjum og baði. Þá tilheyrir einnig Hvita húsinu bilskúr með 30 splunkunýjum bilum með alls kyns tæknilegu finirii. Þórshafnar og Kaupmannahafn- ar um árabil. Ný framkvæmdaáætluu Eimskipafélagsins Að lokum sagði Óttar: — Nú, þegar Gullfoss siglir frá tslandi i siðasta sinn, finna margir til saknaðartilfinningar, Við gleym- um ekki fortiðinni og góðum endurminningum. Miklar og fagrar vonir voru tengdar við komu fyrri Gullfoss. Bæði skipin hafa reynzt happaskip. Fjöldi innlendra og erlendra farþega nutu þar um borð hvfldar og hressingar. Skipin settu svip á bæjarlif aðalviðkomuhafia þess, Reykjavikur, Kaupmannahafnar og Leith. En eigi má sköpum renna. Þróunin hefur leitt til þess, aðtimi farþegaskipanna i áætlun- arferðum yfir úthöfin er liðinn önnur farartæki hafa yfirtekið verkefni þeirra. Hollt er að horfa fram á veginn. Reynt verður að skyggnast um og sjá, hvað framtiðin ber i skauti sér. Þá mun, þegar til lengdar lætur, betra að horfa raunsæjum augum á hlutina, fremur en láta tilfinningasemi og óskhyggju ráða. Stjórn Eimskipafélagsins hefur nú i athugun framkvæmda- áætlun, sem gerð mun heyrin- kunn innan tiðar. kaupa færri skip, þvi betra væri minna og jafnara. Athugasemdir af þessu tagi eru að minum dómi byggðar á misskilningi. 1 raun- inni áttum við ekki þann kost til að kaupa aðeins fá skip eða nokkur skip á ári. Við stóðum frammi fyrir þvi, að togaraútgerð landsmanna var að lognast út af. Skipastólnum hafði beinlinis verið eytt upp án endurnýjunar. Við urðum þvi að gera stórt átak til endurreisnar togaraútgerð. Reynslan hafði lika sýnt okkur, að gömlu sildarbátarnir hæfðu ekki sem togveiðiskip. Þeir voru óhagkvæmir, og engin leið var að koma við á þeim nýtisku vinnu- brögðum. Þessar aðstæður ásamt með atvinnustöðu byggðalaganna úti á landi, gerðu það að verkum, að átakið þurfti að verða stórt. En jafnhliða hinum miklu skipa- kaupum hefur svo þurft að gera stórfelldar umbætur i frystiiðnaði landsmanna. Nú hefur verið hafist handa um byggingu margra nýrra frystihúsa. 1 Ijós kom við athugun, að mörg hinna gömlu frystihúsa voru ónothæf til frambúðarrekstrar. Unnið er nú að miklum umbótum i flestum frystihúsum i landinu, og gerð hefur verið framkvæmdaáætlun um þessar umbætur. Fram- kvæmdir þessar kosta að sjálf- sögðu mikið fé, og hefur rikisstj. aflað fjár i þvi skyni. Fiskiðnaðurinn er stóriðnaður okkar Islendinga. Langsamlega stærsti hluti okkar útflutnings er hraðfrystur fiskur. Við verðum þvi að gæta vel að uppbyggingu fiskiðnaðarins og sjá um, að hann uppfylli kröfur timans og sé að öðru leyti svo hagkvæmur, að hann skili okkur hámarksarði á hverjum tima. Sú uppbygging, sem nú á sér stað i fiskiðnaði landsmanna um allt land i byggingu nýrra frystihúsa og endurnýjun annarra og i byggingu annarra fiskvinnslu- stöðva i ýmsum greinum, jafn- hliða endurnýjun og stóreflingu fiskiskipaflotans, er stærsta átakið, sem gert hefur verið i at- vinnumálum landsins um langt árabil”. Hafréttar- réðstefnan r Caracas NTB—New York — Stjónmála- nefnd Allsherjarþings Sþ sam- jykkti i fyrrakvöld á fundi sinum ð hafréttarráðstefnan skyldi haldin i höfuðborg Venesúela, Caracas, i stað Santiago i Chile. Undirbúningsfundur verður haldinn i New York á næsta ári, en ráðstefnan hefur nú vérið i undirbúningi i sex ár. Nefndin samþykkti, að reynt skyldi að stefna að þvi að ráðstefnan i Caracas skyldi haldin á tima- bilinu 14. mai til 19, júli næsta ár, en búizt er við, að það mál þurfi frekari umræðna við. Stórefling byggðastefnu Þeim lokakafla, sem fjallaði um atvinnumálin, lauk Lúðvik Jósefsson á þessa leið: „Auk þessa mikla átaks hefur svo verið unnið að alhliða uPpbyggingu iðnaðar á vegum landsmanna sjálfra, m.a. með meiri framkvæmdum i raf- orkumálum en áður hefur þekkst. Og landbúnaðurinn hefur verið studdur með aukn- um lánum og mikilli upp- byggingu vinnslustööva land- búnaðarafurða. Nú er svo komið, að vinnuafl skortir viða i byggðarlögum úti á landi, og nú verður að gera sérstakt átak i ibúðarhúsamálum lands- byggðarinnar, enda er nú ákveðið að byggja þar 1000 ibúðir með hliðstæðri fyrirgreiðslu og byggt hefur verið áður i Breiðholti i Reykjavik. Stefnan i atvinnumálum þau tvö ár, sem núv. ríkisstj. hefur verið við völd, sem byggð hefur verið á þvi að treysta á hefðbundna atvinnuvegi þjóðar- innar og atvinnurekstur i höndum landsmanna sjálfra, en hafna forsjá útlendinga í atvinnulifinu, hefur á þessum stutta tima sann- að gildi sitt og réttmæti og haft margfalt meiri áhrif á æskilega þróun byggðar i landinu en margra ára nefndaskipanir áður og sifelldar orðræður um jafn- vægi i byggð landsins eða — eins og það heitir — byggðastefnu”. Þótt þessar lýsingar ráðherr- anna sýni vel þá stórbreytingu og miklu framför, sem orðið hefur i atvinnumálum og málum lands- byggðarinnar siðan núverandi rikisstjórn kom til valda, var það ef til vi 11 skýrasta sönnunin, að stjórnarandstæðingar forðuðust alveg að minnast á þessi mál, en kepptust við að tala um allt annað. Það er vissulega mikil- vægur vitnisburður. Þ. Þ. Bréf til forsætisróðherra: Sverrir Runólfsson vill breyta stjórnarskrónni Reykjavik 20.10. 1973. Háttvirtur forsætisráðherra! Þetta bréf er skrifað til þess að fylgja eftir ályktun, sem samþykkt var samhljóða á fundi Valfrelsis s.l. vor. 1 ályktun þessari er þess farið á leit, að við 25. grein stjórnar- skrárinnar verði bætt ákvæð- um um þjóðaratkvæða- greiðslu. Við i Valfrelsi álitum að ályktunin endurspegli vilja meiri hluta þjóðarinnar og sökum þess biðjum við yður að flytja fyrir okkar hönd frumvarp til laga varðandi þetta mál. Til þess að koma þessu áriðandi máli heilu i höfn sem fyrst álitum við að æskilegt væri að leggja frumvarpið fyrir dóm hins almenna kjós- anda með þjóðaratkvæða- greiðslu á næsta almennum kjördegi. Bréfi þessu fylgja tillögur að frumvarpi tii laga sam- kvæmt ályktun þeirri, sem samþykkt, var á ofan- greindum fundi. Við vitum, að þér hafið áhuga á þessu máli og förum þvi þess á leit við yður, að þér flytjið þetta frumvarp eða látið flytja það. Með fyllstu virðingu f.h. Valfrelsis Svcrrir Runólfsson Kvisthaga 14. Reykjavik Tillögur að frumvarpi til laga um breytingu á 25 grein stjórnarskrár lýðveldisins Islands: 1. grein. Rikisstjórninni er heimilt að láta fram fara þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp til laga, þess efnis, að 25. grein stjórnar- skrárinnar skuli hljóða svo sem hér segir: „Forseti lýð- veldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta. Nú hefur einn af hundraði kjósenda undirritað yfir- lýsingu, þar sem þess er óskað, að tiltekið mál verði lagt undir dóm þjóðarinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Er þá forseta lýðveldisins skylt að láta fara fram þjóðar- atkvæðagreiðslu um málið á næsta almennum kjördegi. Ef óskað er aukakosninga um málið , þ.e. kosninga, sem fram færu á öðrum degi en al- mennum kjördegi, þarf undir- skrift tiu kjósenda af hundr- aði, til þess að skylt sé að taka málið fyrir. Kjósendum skal leyft að velja, hvort þeir vilji heldur að efnt verði til aukakosninga um málið eða greitt verði atkvæði um það á næsta almennum kjördegi. Úrslit skulu vera bindandi, ef sextiu af hundraði kjósenda eru málinu fylgandi, en ráð- gefandi, ef fjörutiu af hundr- aði kjósenda eru þvi hlynntir. 2. grein Lög þessi öðlast þegar gildi”. Greinargerð: Frumvarp þetta er flutt að beiðni l'élagsskaparins Val- frelsi. 1 mörg herrans ár hefur þjóð vorri verið sagt með nefnda- samþykktum, umræðum og tilkynningum, að verið væri að undirbúa löggjöf um almenna þjóðaratkvæðagreiðslu innan stjórnkerfis lands vors. Meiri hluti Vall'relsis álitur, að nógu mikið hafi þegar veriö rælt og ritað um þetta mál og timi sé til kominn að fá úr þvi skorið hvort þjóðin vilji lög- gjöf um almenna þjóðarat- kvæðagreiðslu eða ekki. Henti sér í sjóinn gbk—Reykjavik — Um fjögur- leytið aðfaranótt laugardagsins henti maður sér i sjóinn við Ingólfsgarð .Maöurinn hafði setið aö sumbli hjá kunningja sinum og var talsvert drukkinn, þegar þetta gerðist. Lögreglan bjargaði manninum samstundis. BANDARtSKIR dómstólar hafa undangengin ár haft til meðferðar sjö eða átta mikil- væg mál, sem áttu rætur að rekja til stjórnmála, (og allir sakborningar voru sýknaðir). Sovétmenn þekkja hins vegar ekki önnur viðbrögð við óánægju en bælingu, en það eykur aftur á óánægju visindamanna og æskunnar, sem framtiðin hlýtur að velta á. Watergate-málið er banda- risku rikisstjórninni mjög óþægilegur fjötur um fót. Stjórnarskrárákvæði og stjórnmálavenjur segja þó fyrir um, hvernig fara eigi með slik mál. Svo gæti farið, að af Watergatemálinu leiddi umbætur, sem styrkja stjórn- kerfi Bandarikjanna. Sove'tmenn brestur hins vegar eðlilegar aðferðir til þess að breyta forustu með skipulegum hætti. Ef einn eða tveir af leiðtogunum þremur vikju af sjónarsviðinu væri veruleg hætta á, að reglan i stjórnmálunum færi út um þúfur, og þessi hætta jókst þegar forustumenn leyni- lögreglu og hers urðu fullgildir aðilar i flokksstjórninni 1973. HVERJU máli skiptir þetta svo i sambandi við annan Útlönd áfanga kjarnorku vopna viö- ræðnanna? Það veldur þvi, að Bandarikjamenn hafa svipaöa hernaðaraðstöðu og viðsemj- endur þeirra i heild, en standa þó mun betur á sumum hernaðarsviðum, bæði hvað áhrærir magn og gæði, og byggja áhrifavald sitt auk þess á miklu traustari efna- hags- og stjórnmálagrunni en andstæðingurinn. Her risa- veldanna hvors um sig endur- speglar kosti þess og galla. Liklegt er, að þessi mismunur leiði fremur til jafnvægrar takmörkunar vigbúnaðar en einstrengings um fullan jöfnuð (eða viðvarandi yfirburði annars hvors) i öllum tilvikum. Ef við drögum alla samn- inga þar til að fullkomnum hliðstæðum er náð — hvort heldur er með samkeppni i vigbúnaði eða samningum — verður langt i land að annar áfangi kjarnorkuvopna viðræðnanna (Salt II) leiði til takmörkunar vigbúnaðar. Sterkari aðilinn verður að taka forustuna, ef takast á að rjúfa vitahring tortryggni og vigbúnaðarkapphlaups. Yfir- burðir Bandarikjamanna i aðstöðu gera þeim kleift að taka á sig nokkra áhættu i þágu friðarins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.