Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 33

Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 33
Sunnudagur 28. október 1972. TíívÍÍNN 33 Hættu þessari vitleysu og flýttu þér heim til mömmu þinnar, áður en myrkrið skellur á. En Bongo kærir sig ekkert um góð ráð og heldur áfram út i heiminn. Þegar dimmt er orðið, uppgötvar Bongo sér til skelfingar, að hann er villtur og ratar alls ekki heim, þótt hann feginn vilji. Það er svo hræði- lega dimmt i skóginum, og hann heyrir alls kyns kynjahljóð, sem skelfa hann. Aumingja Bongo hágrætur og kallar á mömmu sina, en hann fær ekkert svar, þvi að mamma er langt i burtu og heyrir ekki til hans. — Nú er ég svo aldeilis hissa. Er þetta ekki Bongo? Hvað ert þú eiginlega að gera i eldi- viðarskúrnum minum? Bongo er um og ó, en þó verður hann feginn að heyra i einhverjum, sem virðist þekkja hann. Hver getur þetta annars verið? Hann opnar var- lega annað augað, og hvað haldið þið að hann hafi séð? Alveg rétt. Þarna stóð engin önnur en hún Snjóka mús, bezta vinkona hans. Þið getið rétt imyndað ykkur, hvort ekki urðu þarna fagnaðarfundir, Og nú var Bongo ekki lengur hræddur. Snemma næsta morgun fylgir Snjóka Bongo heim i fjölleika- húsið. — Hvar hefur þú eiginlega verið, blessað barn, segir filamamma. Ég var að leita að þér i alla nótt og hélt að ég ætti aldrei eftir að sjá þig aftur. Og mikið skelfing ertu óhreinn. Þú verður undireins að fara i bað. Nú finnst Bongo ekkert leiðinlegt, að baða sig. Honum finnst meira að segja reglu- lega gaman að blása sápukúlur með ran- anum og horfa á þær svifa upp i loftið. Og hann skilur ekkert i þvi, að einu sinni hafi honum þótt andstyggilegt að fara i bað. — Heyrðu mamma, segir hann. Finnst þér ekki að við ættum að gefa Snjóku miða á sýn- inguna okkar i kvöld, af þvi að hún fylgdi mér heim? — Það má nú varla minna vera, segir mamma og brosir til Snjóku, sem hoppar af kæti. Hún veit nefnilega ekkert skemmtilegra en að fara i fjölleikahús og horfa á dýrin leika listir sinar. K U U Ég er hljómsveitarstjórinn \ og þeir, sem eru óánægðir,' W 2-16 Þvoðu þér um hend urnar, Þöngu ^..haus GÍott, ég var farinn1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.