Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 26

Tíminn - 28.10.1973, Blaðsíða 26
16________________________________________ 'TÍMINN___________________ Sunriudagur '28. oktöber 1973: Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi: Er mælirinn ekki fullur? ÞAÐ ER íhugunarefni, að ákveðinn hópur fólks innan Framsóknarflokksins hefur allt aðrar hugmyndir um lýðræðisleg vinnubrögð en almennt gengur og gerist. Þetta kom glögglega fram á sfðasta miðstjórnarfundi flokksins. Þá féll fyrirliði þessa hóps, Ólafur Ragnar Grímsson, i kosningu til framkvæmda- stjórnar. Viðbrögð hans og þessa hóps urðu þau, að þetta fólk neitaði að taka kosningu i aðrar trúnaðarstöður. M.ö.o. það sætti sig ekki við lýðræðislegar kos’ningar og var að láta mótmæli sin i ljós. Og nú hefur þetta sama fólk aftur brugðið á leik i sambandi við aðalfund FUF i Reykjavik til að undirstrika það, á hvern hátt það vill túlka lýðræðisleg vinnu- brögð. En hætt er -við þvi, að Framsóknarfólk almennt sé ósammála þeim skilningi, sem þessi hópur hefur á þeim málum, og þarf engan að undra, þegar á það er litið, að kenningin er býsna róttæk, eða m.ö.o. sú, að vilji minnihlutans, en ekki meiri- hlutans,eigi að ráða. Það er ekki aðeins, að Framsóknarfólki þyki þessi kenning óaðgengileg, heldur má telja vist, að allur al- menningur i landinu sé henni ósammála, enda yrði talsvert erfitt um vik að halda uppi félags- legu starfi i bæjum og sveitum landsins, ef þetta yrði almenn regla. Hitt er svo annað mál, að þessi óvenjulega túlkun er viðhöfð i svokölluðum einræðis- rikjum, og er leitt til þess að vita, að innan Framsóknarflokksins skuli vera fólk, sem vill taka hana sér til fyrirmyndar. Hver er maðurinn? Sem stjórnarmaður i FUF i Reykjavik þykir mér rétt að gera nokkra grein fyrir þróun mála fyrir aðalfund FUF, ekki sizt vegna þeirra alvarlegu ásakana, sem bornar hafa verið fram á réttkjörna stjórn FUF af Baldri Kristjánssyni, sem var i hópi þeirra 70-80, er gengu af tæplega 500 manna aðalfundi félagsins s.l. miðvikudag, og hefur kynnt sig i fjölmiðlum sem formaður FUF. En áður en lengra er haldið, er rétt að gefa nokkrar upplýsingar um þátttöku Baldurs Kristjáns- sonar i FUF og stuðning hans við Framsóknarflokkinn til glöggv- unar fyrir þá, sem ekki þekkja málavöxtu. Það vill nefnilega þannig til, að útganga Baldurs s.l. miðvikudag var ekki fyrsta útganga hans i FUF. Hin fyrri útganga Baldurs átti sér stað 1971. Þá skrifaði hann stjórn FUF langt bréf, þar sem hann sagði sig úr félaginu og Framsóknar- flokknum og vandaði ekki kveðj- urnar til flokksins. Var þetta undanfari þess, að Baldur bauð sig fram fyrir annan flokk i alþingiskosningunum 1972. Það er að siálfsögðu fagnaðar- efni, þegar menn verða áskynja villu sins vegar og snúa á rétta braut, eins og gerðist með Baldur á siðasta ári, þegar hann gekk aftur inn i félagið eftir mis- heppnað framboð. Tæplega verður sagt, að félagar hans i FUF hafi verið að erfa þessa fyrri útgöngu hans, þvi að hann var boðinn velkominn i félagið aftur með þeim hætti, að honum voru strax falin trúnaðarstörf i stjórn félagsins. Samstöðu hafnað Fyrir aðalfund FUF nú leitaði formaður félagsins, Ómar Kristjánsson, eftir samstöðu innan stjórnarinnar um uppstill- ingu stjórnarlista. Virtist vera vilji fyrir slikri samstöðu, ekki sizt vegna þess, að á næsta ári verður gengið til bæjar- og sveitarstjórnakosninga, og ástæða var talin til þess, að alger samstaða yrði um stjórnina til þess að hún gæti unnið sem bezt að kosningarundirbúningi i Reykjavik. Það kom þó brátt i ljós, að vonir um samstöðu voru byggðar á sandi. A almennum félagsfundi, sem haldinn var skömmu fyrir aöalfund i þvi skyni að taka inn nýja félaga, hafði Baldur Kristjánsson safnað miklu liði ásamt félögum sinum og kom með um eitt hundrað inntöku- Alfreð Jiorsteinsson. beiðnir á íundinn. Var hér aðal- lega um að ræða fólk úr Háskóla Islands, búsett i Reykjavik, en með lögheimili utan Reykjavikur. Einnig fylgdu inntökubeiðnir er- lendra rfkisborgara, sem nýkomnir eru til landsins og munu stunda nám við Háskólann I vetur. Af þessu var ljóst, að Baldur Kristjánsson og félagar hans höfðu engan áhuga á samstöðu, og lýstu þvi raunar yfir, að þeir hefðu svo mikið fylgi, að ástæðu- laust væri að semja um stjórn félagsins. Ekki hægt að kjósa á mörgum stöðum Áður en til aðalfundar kom, samþykkti stjórn FUF samhljóða að leita umsagnar stjórnar Full- trúaráðs Framsóknarfélaganna i Reykjavik um réttindi og hlut- gengi fólks i FUF, sem ekki ætti lögheimili i Reykjavik. Var umsögn fulltrúaráðsins á þá lund, að það samræmdist ekki lögum þess, að fólk, sem ekki ætti lög- heimili I Reykjavik, hefði kosningarétt i FUF, en á það bent, að það fólk gæti engu að siður tekið þátt i störfum FUF og hefði þar fullt málfrelsi og til- lögurétt. Enda þótt umsögn fulltrúa- ráðsins væri skýr og ótviræð að þessu leyti, vildi meirihluti stjórnar FUF ekki ganga I ber- högg við vilja Baldurs Kristjáns- sonar, sem hafði með mikilli fyrirhöfn komið utanbæjarfólki inn i félagið, en það hefði að sjálf- sögðu misst atkvæðisrétt sinn, ef stjórn FUF hefði fallizt á umsögn fulltrúaráðsins. Var þvi borin fram nokkurs konar mála- miðlunartillaga, sem fól það i sér, að stjórnin samþykkti umsögn fulltrúaráðsins sem æskilega þróun mála, en samþykkti, að enginn sá, sem væri i öðru Framsóknarfélagi utan Reykja- vikur, gæti neytt fyllstu réttinda I félaginu i Reykjavik, enda sam- rýmdist það ekki lögum SUF. t þessu sambandi var á það bent til rökstuðnings, að ef aðrar reglur ættuaðgilda, gætu Reykvikingar með sama rétti gengið i Fram- sóknarfélög i Kópavogi, Hafnar- firði eða Keflavik, og haft áhrif á gang mála i þessum kaupstöðum, en slikt væri auðvitað mjög óeðli- legt. Ekki vildu Baldur og félagar samþykkja þessa tillögu og greiddu atkvæði gegn henni, en hún var engu að siður samþykkt. Eðlileg tortryggni Þegar hér var komið sögu, fór Baldur Kristjánsson að impra á samkomulagi um stjórnina, enda farinn að óttast um fylgi sitt. Slikt þótti ekki aðgengilegt, úr þvi sem komið var, enda hafði öll fram- koma hans verið með þeim hætti, að menn tortryggðu heilindi hans og félaga hans. Rifjast upp i þvi sambandi, að gert hafði verið samkomulag við félaga hans á siðasta ári um fulltrúa á SUF- þing úr Reykjavik. Það sam- komulág var svikið með þeim af- leiðingum, að fjöldi forustu- manna ungra Framsóknarmanna i Reykjavik treystu sér ekki til að sækja þingið. Gerðu enga athugasemd við spjaldskrá Áður en aðalfundur FUF var svo haldinn á miðvikudaginn, höfðu Baldur Kristjánsson og félagar haldið þvi fram, að spjaldskrá félagsins væri haldið frá þeim, beinlinis i þeim tilgangi að falsa hana. Hið rétta var, að gjaldkeri og spjaldskrárritari þurftu að nota spjaldskrána til þess að hægt væri að ganga frá kjörskrá. Hafa þau vinnubrögð alltaf tiðkazt i FUF, nema 1971, þegar félagar Baldurs neituðu gjaldkera félagsins um spjald- skrána fyrir aðalfund. Hins vegar gerðist það nú, að gjaldkeri og spjaldskrárritari skiluðu spjaldskránni til flokks- skrifstofunnar þremur dögum fyrir aðalfund, og lá hún frammi á skrifstofu flokksins i þeim tilgangi, að hægt væri að gera at- hugasemdir við hana, ef einhverjum sýndist svo. En það er athyglisvert, að Baldur Kristjánsson og félagar gerðu enga .athugasemd við spjaldskrána. Hins vegar gerðu tveir félagar hans sig seka um að loka sig af með spjaldskrána og neita Ómari Kristjánssyni, for- manni FUF, um aðgang að henni. Þetta gerðist á siðustu þremur dögunum fyrir aðalfund. Hvað voru þeir að fela Þeirri spurningu er ósvarað, hvað þeir voru að fela. Stuðnings- menn Baldurs Kristjánssonar höfðu spjaldskrána undir höndum siðustu dagana og hafa getað gert á henni hvaða breytingar, sem þeir vildu, án þess að meirihluti stjórnar félagsins hefði hugmynd um það. Það vekur óneitanlega grunsemdir um það, að spjald- skránni hafi verið breytt, að for- manni félagsins var neitað um inngöngu i herbergi það, sem félagar Baldurs höfðu til afnota til að yfirfara spjaldskrána. Sé eitthvað athugavert við spjaldskrána, er það á ábyrgð Baldurs Kristjánssonar og félaga hans, sem voru siðastir manna með hana undir höndum áður en aðalfundurinn var haldinn. Þrátt fyrir að 70-80 manns gengjuaf fundi, voru um 400 manns eftir á aðalfundi FUF, þar sem ný stjórn félagsins var kjörin (Timamyndir Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.