Tíminn - 20.11.1973, Qupperneq 7

Tíminn - 20.11.1973, Qupperneq 7
Þriðjudagur 20. nóvember 1973. TÍMINN 7 laft VeriO aO koma Kjarvalsmyndunum fyrir. færeysku lagi. Á sýningunni eru 100 málverk, auk Kjarvalssafns- insyeftir fjölda manna og hafa þær flestar sögulegt gildi. Það elzta er gert árið 1791 af enskum málara, og var það keypt fyrir nokkrum árum i London. Arið 1627 komu sjóræningjar frá Alsir til Vestmannaeyja og fóru um með ránum og morðum. Hefur þetta siðan verið nefnt Tyrkjaránið, en i þvi voru drepnir 34 eyjaskeggjar og 242 var rænt. Einn merkasti gripurinn á safn- inu er byssuhólkur, sem talið er fullvist að hafi verið notaður við þetta tækifæri. Þorsteinn sendi myndir ásamt lýsingu á byssunni til erlendra sérfræðinga og fékk staðfest að slikar byssur hafi ver- iö notaðar eingöngu af sjóræn- ingjum frá Norður-Afriku. Eins og fyrr sagði var það Þor- steinn, sem sá um að flytja safnið til meginlandsins, strax og gosið hófst, með hjálp fárra góðra manna. Einnig flutti hann gögn sparisjóðsins til lands á söguleg- an hátt, en um það hefur verið getið áður i blaðinu. Þorsteinn Viglundsson hefur við margt starfaðum dagana, en hann er nú 74 ára og fullur starfsorku. Hann var skólastóri Gagnfræðaskólans I Vestmannaeyjum i 36 ár en hætti 1963 og sneri sér óskiptur að stjórnun Sparisjóðsins, þvi að „mitt lif er fjármál”, eins og hann sagði á blaðamannafundin- um. Við sparisjóðinn hefur hann starfað i 30 ár og nýlega kom út 30. árgangur timaritsins BLIK. er hann stofnaði og hefur annazt siðan. Það var i upphafi skóla- timarit, en flytur nú almennan fróðleik, þar sem byggðasöguleg málefni skipa háan sess, enda ein hans mestu áhugamál. Þorsteinn varð stúdent frá menntaskóla á Suður-Mæri i Noregi árið 1924 og hefur hann samið einu norsk-islenzku orða- bókina, sem hér hefur veriö gefin út. Sagðist hann aðallega hafa gert það fyrir Norðmenn, sem vildu geta lesið islenzku(og þessi bók selst enn þann dag i dag i bókaverzlunum hérlendis a.m.k. Einnig hefur hann komið nálægt pólitikinni. Hann stofnaði Kaup- félag Alþýðu i Vestmannaeyjum, en þótti heldur ráðrikur i fjármál- unum og var rekinn frá þvi, aö eigin sögn, — enda fór það á haus- inn skömmu siðar. Hann var einnig fenginn til að stofna Kaup- félag Vestmannaeyja og var stjórnarformaður, þangað til hann var settur af vegna ráðrikis i fjármálum, eins og hann orðar það. Vonir Þorsteins standa til þess, að geta flutt safnið til Eyja sem fyrst, en búið er að reisa veggi safnahússins nýja, og segir hann nóga peninga til áframhaldandi framkvæmda, það vanti bara iðnaðarmenn. Við skulum vona, að Þorsteini verði að ósk sinni og honum takizt að fá viðeigandi húsnæði undir þetta elzta byggða- safn landsins og honum megi auðnast að vinna að þvi i mörg ár enn. —hs— Hjúkrun í brennidepli „IIJÚKRUN i brennidepli” voru einkunnarorð samnorræna hjúkrunarkvennamótsins, sem baldið var i Reykjavik sumarið 1970. — Það má með sanni segja, að enn sé hjúkrun í brennidepli hér á landi, þegar haft er i huga, að siðan 1970 hefur verið scttur á stofn nýr hjúkrunarskóli, ný hjúkrunarnámsbraut við Háskóla Islands og lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra hjúkrunar- laga. Við hjúkrunarkonur fögnum þvi að geta fylgzt með gangi hjúkrunarmála, og gleðjumst innilega, þegar merkum áföngum er náö. Sérstaklega er ánægjulegt að fylgjast með, þegar eitthvaö nýtt hefur gerzt i menntunarmál- um hjúkrunarkvenna, þvi áhugi okkar beinist l'yrst og l'remst að þvi, að opnaðar veröi leiðir til meiri menntunar hér á landi. En ánægja okkar breyttist i Réttirnar, en áður fyrr voru bændur þó nokkrir f Eyjum. Fiskireiturinn. Eftir aö hagræða seglum, en frá vinstri er bátur með Landeyjalagi.Vestmannaeyjalagi og færeysku lagi. undrun, og siðan i vonbrigði, þeg- ar við komumst að raun um, aö þrátt fyrir allt, sem gerzt hefur i menntunarmálum hjúkrunar- kvenna, er enn ógert það, sem að okkar áliti er mest aðkallandi, en það er að koma á fót framhalds- menntun (s.s. heilsuvernd, geð- hjúkrun, barnahjúkrun og aðrar sérgreinar hjúkrunar). Menntamálaráðherra lýsti yfir þvi, i fyrirspurnartima á Alþingi fyrir skömmu, að þegar ákveöið hefði verið að hefja framhalds- nám i hjúkrun við háskólann, hefði það strandað á þvi, að háskólinn veitti ekki öðrum við- töku en stúdentum. Ennfremur sagði hann, að ekki mætti dragast að breyta lögum háskólans, til þess að hjúkrunarfólk geti fengið aðgang að honum. Einnig var upplýst, að menntamálaráöu- neytið hefur fariö þess á leit við háskólann, að hann athugi, hvernig þessum breytingum verði bezt við komið. En hvernig ber að skilja þessar jákvæðu yfirlýsingar, þegar ein- mitt á sama tima og þær eru gefnar, er verið að algreiða ný lög á Alþingi um háskólann, án þess að nokkuð sé minnzt á ákvæði er varðar hjúkrunarfók? Að visu var sett á stofn við háskólann ný námsbraut i hjúkrun, en það er hjúkrunar- grunnnám, og eingöngu ætlað stúdentum. Þrátt l'yrir þessa nýju námsbraut stöndum við i sömu sporum hvað snertir framhalds- menntunina, þvi i reynd hefur einungis þriðji hjúkrunarskólinn verið stofnaður. Vonandi dettur engum i hug, að hjúkrunargrunnnám við háskóla jalngildi íramhaldsmenntun i hjúkrun eða vciti réttindi sem slik. Ilve lengi á að draga okkur á aðgerðum i Iramhalds- mennlunarmálum, el'tir svona já- kvæðar undirtektir ráðamanna? — Það hefur sýnt sig, að þegar aðgerða er þörf, þá er hægt að hraöa framkvæmdum. Það kom i ljós, þegar nýi hjúkrunarskólinn var stofnaður. Væri ekki einnig nægtað láta til skarar skriða með framhaldsmenntunina? Nýtt frumvarp til hjúkrunar- laga liggur nú l'yrir Alþingi, og verður væntanlega afgreitt á næstunni. t athugasemdum við 1. gr. frumvarpsins, sem fjallar um það, hverjir hafa rétt til að kalla sig hjúkrunarkonu eða -mann, er sagt frá þvi, að tillögur hafi kom- ið fram um nýtt samheiti fyrir þá, sem lokið hafa hjúkrunarnámi. Rætt hafi verið um orðin hjúkrir, hjúkri, og hjúkrari og hjúkrunar- íræðingur. Einnig segir i athuga- semdinni, að vonazt sé til að Hjúkrunarfélág Islands hafi kom- iö fram með ákveöna tillögu um slikt heiii, áður en meðferð frum- varpsins á Alþingi sé lokið. Mikill hluti hjúkrunarkvenna er mót- fallinn sliku samheiti, og myndi aldrei taka það upp. 1 reynd yrði þvi ekki um samheiti að ræöa, heldur sérheiti einhvers hóps hjúkrunarfólks. Islenzka hjúkrunarstéttin er fá- menn, og verður þvi að vera á verði gagnvart öllum breyting- um, er leitt geta til sundrungar. Okkur er nú þegar ærinn vandi á höndum, aðeiga að standa saman sem ein stétt, þegar við höfum fengið þrenns konar grunnnám. Slikt gæti blessazt meðal stór- þjóða, en er varhugavert hjá okk- ur vegna smæðar okkar. Við vilj- um þvi lýsa andúð okkar á nafn- breytingunni og vonumst til að henni verði ekki komið á gegn vilja mikils hluta hjúkrunar- stéttarinnar. Ennfremur viljum við itreka beiðni okkar um framhalds- menntun og skorum á ráðamenn að hefjast nú þegar handa um það brýna verkefni, þvi við álitum, að allir, sem lokið hafa viðurkenndu grunnnámi i hjúkrun, eigi að hafa jafnan rétt og möguleika til fram- haldsmenntunar. II júkrunarkonur Akureyrardeildar H.F.Í.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.