Tíminn - 20.11.1973, Qupperneq 13

Tíminn - 20.11.1973, Qupperneq 13
Þriðjudagur 20. nóvember 1973. TÍMINN 13 Eitt sinn réðst reið kona á Caro- line litlu, þegar hún var að koma úr kirkju frá Allraheilagramessu og hrópaði: — Mamma þín er vond kona! Hún hefur myrt þrjá menn og pabbi þinn lifir enn! Félagár Johns eltu hann heim úr skólanum æpandi i kór: — Pabbi þinn er dauður! Pabbi þinn er dauður! Börn eru oft grimm. Verkfallsmaður hjá Olympic Airways sagði orð, sem undan sveið: — Þau nota tólf milljónir dala árlega til framfæris! Hvers vegna fæ ég ekki kauphækkun? Svo ótrúlega rikur... Hvernig er Onassis? Það veit enginn með vissu. Menn vita að- eins, að hann er forrikur. Hann hefur allt frá upphafi metið það mest að vernda Jackie. Nú er það ekki leynilögreglan, sem sér um að verja lif hennar — henn hefur fengið gáfaða, sterka og þögla menn til þess. Þeir fylgja henni hvarvetna, en Onassis þarf ekki að hugsa um börnin, þvi að leyni- lögreglan fylgist með þeim til sextán ára aldurs. Gæzlan er sér- staklega styrk umhverfis heimili Jackies i New York, enda kosta lifverðirnir, sem fylgjast með öryggi hennar þar allan sólar- hringinn Onassis 1200 dali á viku! Það er nefnilega fólk, sem vill : myrða Jackie! Hingað til hefur verið ljóstrað upp um þrjá tilraunir. 3. janúar 1969 var tilkynnt um sprengju i flugvél, sem Jackie ætlaði að taka frá New York til Aþenu. Seinna beið maður vopnaður byssu eftir henni i Washington og eitt sinn var reynt að brjótast inn i ibúð hennar i New York. Það er þvi ekki undarlegt, þótt Jackie sé taugaóstyrk og óróleg. Onassis styrkir hana og treyst- ir. Hann verndar hana og þvi segja margir vinir Jackies, að þau séu hamingjusöm. Hjónaband þeirra er óvenju frjálslegt, þvi að þau eru frjáls innan vissra takmarka. „0, pabbi” orðaði það svona • sjálfur: — Jackie er litill fugl, sem þarfnast bæði verndar og frelsis. Ég veitti henni hvort tveggja. Heimurinn er litill Bæði Jackie og Onassis finnst heimurinn litill. Onassis hringir frá New York og segist fara til Istanbul eftir klukkustund. Ætlar hún að hringja, þegar hann er kominn þangað? Um þetta er ekki rætt og Jackie reynir ekki að biðja Onassis um að sitja heima né spyr, hvort hún megi koma með honum. Hún spyr heldur ekki, hvenær hann komi aftur heim. Hún hefur loksins lært, að hann hatar allt, sem bindur hann. Hann verður alltaf að fá að ráða. Jackie getur haldið Onassis með þvi að láta hann finna, að hann sé frjáls. Það kunni Maria Callas ekki. Hún var afbrýðisöm og drottnunargjörn. Meðan Jackie var gift John F. Kennedy lærði hún að halda slfkum tilfinn- ingum i hömlum. Forseti Banda- rikjanna er ekki spurður, hvað hann hafi verið að gera og við hvern hann hafi talað fyrir mat- inn. Ekki einu sinni af eiginkon- unni! Maria Callas ber sig vel! Jackie sagði ekki einu sinni orð, þegar Onassis ?agðist ætla að hitta Mariu Callas. Hann tilkynnti henni I eitt skipti fyrir öll, að hann ætlaði hvorki að breyta venjum né siðum eftir giftinguna. Onassis var vanur að hitta Call- as hjá vonkonu sinni „Maggie” barónessu van Zuylen, sem hét Rotschild, áður en hún gifti sig,og er forrik. Hjá henni getur Onassis notið af lffsins lyst draumspils sins: bridge! 1 nóvemberlok 1968, tæpum mánuði eftir að Ari gekk að eiga Jackie, kom hann til Parisar. Þá bauð hann Mariu Callas til mið- degisverðar, sennilega til að út- skýra eitt og annað fyrir henni. Samræðurnar voru vinsamlegar i byrjun, en seinna hófust vein og læti. Klukkan fjögur um morgun- inn barði Ari á dyrnar hjá Callas, sennilega til að skýra sitt mál betur(og hún opnaði, en lætin hóf- ust á hótelinu. Næsta dag snæddu skötuhjúin i stórhýsi barónessu van Zuylen við Avenue Foch i Paris og þar hegðaði heimsfræg listakonan sér óvenju illa og las grfska skipaeigandanum ræðu um almenna hegðan. Nú er sam- band Onassis og Mariu Callas sagt gott, en svo er sagt, að það sé vegna þess,að hann sér um viss fjármál hennar. t janúar 1969 sagði Callas skyndilega við Onassis, að hún vildi ekki hitta hann oftar. Hún óttaðist að listaferill hennar biði hnekk af þvi, ef hún sæist með honum. Svo er lika piskrað um það, að Maria Callas sé ekki jafn forrfk og talið hafði verið — að hún þurfi blátt áfram að vinna fyrir sér. Dýr föt og skartgripir Mikið hefur verið rætt um fata- kostnað Jackies. Upphæðin er að vfsu ótrúleg, en það verður einnig að reikna með þvi, að Onassis græðir mikið — hundruð milljónir árlega. Jackie eyddi árlega 30 þúsund dölum i föt, þegar hún var forsetafrú Bandaríkjanna. Nú eyðir hún tffalt þeirri upphæð, en það er eins og dropi I hafið fyrir Onassis. Þjónarnir fá t.d. 1.030,992 I laun árlega og hér er um bandariska dali að ræða, svo að við getum margfaldað þá upp- hæð með þó nokkrum islenzkum krónum. Jackie fékk skartgripi fyrir 5 milljónir dala til að lýsti af henni i húsunum i Aþenu, Monte Carlo, Suður-Ameriku, Paris og New York. Onassis hefur enn- fremur hótelfbúðir i London og New York, sem hann greiðir fyrir allt árið, auk leikfangsins Christ- ina, sem kostar hann hvorki meira né minna en 1 milljón og 4 hundruð þúsund dali árlega. Svo greiðir hann á að gizka tvær milljónir dala i tryggingar árlega... — Þetta er sómasamleg upp- hæð, þegar ég tel allt til, segir Onassis, ef einhver talar um eyðslu hans. Gjafir og aðstoð Onassis gaf aldrei neitt til styrktarfélaga, fyrr en hann gekk að eiga Jackie, en hún virðist hafa fengið hann til að líta öðrum augum á málin. Ari reisti sjúkra- hæli fyrir börn i útborg Aþenu, Psyhiko, og vitanlega var hælið skýrt Onassion. Brezkir blaða- menn segja, að hann hafi látið væna upphæð af hendi til styrktar flugmanna, og þegar hann gerði góð kaup I Belfast i fyrra gaf hann riflega til velgerðarstofnana i Ir- landi, en hann lét jafnframt byggja þar skipasmiðastöð til þess að hann gæti látið smiða skip sin þar. Jackie girnist eitthvað og Onassis kaupir það. Skömmu eft- ir giftinguna gaf hann henni hús við Genfarvatn i Sviss og seinna borgaði hann óðal Barclay Dougl- as við Hammersmith Road i Newport út i hönd. Hann festi einnig kaup á öðru stórhýsi: Lagonisi við Eyjahaf. Aðallega lambakjöt Jackie og Onassis eru ekki jafn- oft á veitingahúsum og myndir i dagbl. og timaritum gefa til kynna. Þau vilja helzt ekki láta sjá sig. Þau borða oftast heima og eftirlætisréttur þeirra er lamba- kjöt (helzt ófædd lömb!) en verð- ið á þeim er um 6 þúsund krónur kilóið! Þeim þykir lambakjöt svo gott, að verzlun ein við Madison Avenue á að útvega þeim þrjú lömb mánaðarlega. Þau borða ekkiaðeins lambakjöt iNew York,' heldur hvarvetna i veröldinni. Þegar þau fóru til húss sins i Montevideo,fengu þau lambakjöt- ið flugleiðis i frysti! En kjötið átti þó ekki að vera hraðfryst! Þá sjaldan, sem hjónakornin fara út að borða, fær Ari sér hrúg- ur af lauk og skolar honum niður með vodka. Jackie er háttvisari við borðið. Jackie dansar á sinni gullnu braut um lifið og sumir likja henni við fuglinn, sem Shakespe- are skrifaði eitt sinn um: ....„Glitrandi fjaðrirnar styðja hann á fluginu — en séu þær rifn- ar af honum, fellur fuglinn til jarðar og deyr...” (Þýtt og endursagti.j.) Leikfangiö CHRISTINA (mynd tii vinstri) kostar Onassis um það bil I 1,4 milljón dali árlega og einkafiugvél hans er sjálfsagt ekki ódýrari í | rekstri. En hún flytur Ari vlðsvegar um heiminn — og Jackie ferðast af og til með henni. Þau ferðast ekki oftsaman, hjónakornin... Jackie hvarf frá töfraprinsinum þegar þau gengu I hjónaband. til Kalíbans var sagt illgirnislega, martröð? John viðurkennir stjúpföður sinn (til vinstri).Það gerði Caroline ekki, en hvaö gerir Jackie? (til hægri) Hún er fámál og notar sólgleraugu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.