Tíminn - 20.11.1973, Side 16

Tíminn - 20.11.1973, Side 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 20. nóvember 1973. ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt 29 Peningarnir streymdu inn. Oftast voru það eiginmennirnir, sem keyptu til baka skartgripi eigin- kvenna sinna fyrir margfalt verð. Herbert v. Lutten keypti perlu- festina hennar og stakk henni i vasann. Að uppboðinu loknu, settist Bella i gluggaskot á útskorinn bekk, sem var yfirdekktur með dökkrauðu silki. Hingaö kom Herbert og festi perlufestina um háls hennar, og sagði: — Leyíist mér þetta, frú, kærar þakkir fyrir lánið, hún hefur nú gert sitt gagn i þessum fallega leik. — En barón, það var alls ekki ætlunin... óg ...sagði Bella og augu hennar ljómuðu. Bragðið hafði heppnazt, hún hafði verið ákaflega örlát, en tapaði engu á þvi. — Mér er það fullkomlega Ijóst, að þetta var ekki ætlun yðar frú, en óg stóðst ekki freistinguna. Þessar perlur tilheyra yður. — Mér er lika ákaflega annt um þessar perlur, það var einmitt þess vegna, sem ég gaf þær. Til - gangur þessarar veizlu er svo i'allegur .... Vesalings bændurnir, sem hal'a orðið svona illa úti i flóðunum, og börnin þeirra... ég má ekki til þess hugsa. Ég hef mikið dálætiá börnum, barón. — Já, þetta er alveg hræðilegt, fjölmargir fórust, og enn fleiri misttu heimili sin. En i þessari góðgerðarveizlu hefur tekizt að safna saman álitlegri peninga- upphæð, svo að við skulum vona, að vesalings bændurnir geti komiö sér upp heimilum á nýjan leik. — Blessuð börnin, þau eru vist mörg,sem eru munaðarlaus. Bella hélt áfram að tala um munaðarlausu börnin. — Þér eruð sannarlega góðhjörtuð, fröken Bella. — öo, ég hef einungis kven- mannshjarta, eða eigum við kannski að kalla það móður- hjarta? — Hvernig getur kenmanns- hjarta eins og yðar lifað eingöngu fyrir listina, ég skil það ekki. — Ég lifi heldur ekki einungis fyrir hana, hún þagnaði skyndi- lega eins,og hún hefði þegar sagt of mikiö. Hann tók i hönd hennar: — Fröken Bella, yður hlýtur að hafa skilizt að ég... hvers vegna visið þér mér einatt á bug? Þér vitið... Stundum hefur mér fundizt sem yöur væri ekki alveg sama um mig. En i hvert skipti, sem vonir minar hafa vaknað, hafið þér lokað yður inni i skel yðar. Núna viðurkennið þér, að þér lifið ekki eingöngu fyrir list yðar. Segið mér, ég veit vissulega, að ég hef engan rétt á að krefja yður sagna, en er það einhver annar, sem er yður hjartfólginn? Hún leit á hann tárvotum aug- um: — Já, það er annar, en ekki á þann hátt, sem þér haldið. — Er það Goldmann? Bella brosti angurvært og hristi höfuðið. — Barón, þér hafið sýnt mér svo mikla athygli og verið mér svo góður vinur, að mér finnst.að þér eigið rétt á að fá að vlta um þetta. Ég tala annars mjög litið um einkalif mitt og íortið. Þegar hún sagði orðið fortið, kipptist baróninn við. Bella tók cftir þvi og brosti við. Þessi ágæti barón var þá, þrátt fyrir allan fagurgalann, jafnbundinn siðvenjum og hver annar. Ef hún ætti svokallaða „fortið,” myndi hann neyta allra bragða til þess að gera hana að ástkonu sinni, en eiginkonu, nei, aldrei. Bella hafði visvitandi sagt þetta, þvi meir myndi honum létta, þegar hann heyrði hvers kyns var. Hún þagði andartak, tárin hrundu niður vanga hannar. Hún strauk þau gætilega burt með knipplingavasaklút. — Ég verð að vinna fyrir mér, og barni minu. Enn kipptist baróninn við. Bella lét sem hún sæti það ekki og hélt áfram. — Já, ég á litinn,indælan dreng, hann er i heimavistarskóla i Eng- landi. Ég er ekkja, maðurinn minn dó eftir hálfs árs hjóna band.Hann var kapteinn i enska hernum. Ég hef aldrei heimsótt fjölskyldu hans, þau vilja einungis ná drengnum frá mér. Þér skiljið, þau vildu, að John kvæntist enskri stúlku, en hann kvæntist mér gegn vilja þeirra. Ég mun aldrei leita á náðir þeirra og láta þau taka drenginn af mér. Aldrei. Ég hef barizt i bökkum.en þraukað þetta af. Sjálf hef ég ekki átt að borða, en drenginn minn hel'ur aldri skort neitt. Hann er allt, sem ég á i þessum heimi, og ég get ekki svikið hann. Já, en ástkæra Bella, Herbert tók i hönd hennar. Þér svikið hann ekki þó svo að þér giftist mér. Þvert á móti munið þér hjálpa honum. Ég mun ættleiða hann. F'rásögn yðar hefur fengið mjög á mig. Dapurleg örlög yðar, list yðar, kjarkur yðar og festa. Fröken Bella, ég elska yður, viljið þér veita mér þann heiður að verða konan min? — Barón, þetta kemur mér svo á óvart, þetta er dásamleg til- hugsun, en þér verðið að gefa mér smá frest, svo að ég geti hugsað málið i ró og næði. Þér vitið hve mikils ég met yður, þér sögðuð áðan að það hefði ekki farið framhjá yður að ég . að ég..nú jæja, hjarta mitt er ekki stein- runnið ennþá. En við verðum að hugsa þetta allt af skynsemi og ekki flana að neinu. Við verðum sömuleiðis að gera okkur grein fyrir afleiðingunum. Ég hef einu sinni orðið fyrir þvi að evrópsk fjölskylda vildi ekki viðurkenna mig sem eiginkonu sonar sins. Það langar mig ekki til að ganga i gegnum einu sinni til. Þér eruð af aðalsættum, barón, en hvað er ég. Ung kona, frá hálfsiðlausu landi langt i burtu, á enga fjöl- skyldu...ég er ekkja með ungan son. Ég giftist barn að aldri, ég er söngkona. Myndi dönsk hefðar- fjölskylda nokkurn tima viður- kenna slika konu sem eina af þeim. — Astkæra Bella, fjölskylda min eru nokkrar gamlar frænkur og frændur. Ég er sjálfs mins húsbóndi. Enginn getur sagt mér fyrir verkum. — Herbert, þetta var i fyrsta sinn sem Bella kallaði hann svo, við skulum hugsa þetta til morguns og ræða þá saman aftur. — Bella,ég tek þetta sem loforð, má ég koma og sækja yður i vagni minum eftir hádegisverð. A þann hátt getum við verið út af fyrir okkur og talað um hinar ýmsu hliðar á þesu máli. — Mjög gjarnan, en nú skulum við fara til hinna gestanna, það er of áberandi, ef við sitjum hérna mikið lengur. Sjáið, hers- höfðinginn er á leið hingað, ég tók eftir að hershöfðingjafrúin hefur verið að gefa okkur augnagotur siðasta kortérið. — Bella vissi vei, að hún hafði haldið vel á spilunum. Þessa nótt lá hún lengi andvaka og velti fyrir sér glæsilegum framtiðarhorfum sinum. Næsta morgun gaf hún Madelon gullhring með fallegri perlu. — Ég er svo hamingjusöm, hafði hún sagt. — Siðan gekk allt eins og af sjálfu sér. Goldmann hafði yppt öxlum og brosað sinu allra háðu- legasta brosi. Bellu hafði ekki geðjast að þessu brosi hans, en hratt siðan öllum hugsunum, um það hvað hann kynni að gera, frá sér. Hann hafði ekki aðhafzt nokkurn skapaðan hlut Samningur þeirra rann út eftir mánuð, og þennan mánuð var hún bundin, en eftir það myndi hún ekki hafa meira saman að sælda við Goldmann. Herbert hafði farið með þeim til Vinarborgar og Parisar. Bella hafði krafizt þess að mennirnir tveir gistu á öðru hóteli en hún og Madelon. Siðvenjur þeirra tima leyfðu ekki lö þau hefðu öll verið á sama nóteli, og Bella fylgdi siðvenjunum stranglega. Að öðru leyti hafði Herbert fylgt henni hvert sem hún fór. Að þessum mánuði liðnum giftu þau sig i danska sendiráðinu i Paris. Henm haiöi vissulega gramizt það, að ekkert varð úr glæsilegu brúðkaupi i Kaupmannahöfn, eins og hana hafði dreymt um i mörg ár, en annars var hún bara ánægð með hvernig allt hafði at- vikast. Þar að auki var hún ekkja og átti son, og gat þvi ekki krafizt þess að fá að bera tákn hinnar saklausu brúðar. 1557 Lárétt 1) Fugl. — 6) Tungumál. — 10) Nes. — 11 Timi. — 12) Anganin. — 15) Dugnaður. — Lóðrétt 2) Gruna. —3) Svei. — 4) Smá. — 5) Krakka. — 7) Svik. — 8) Fugl. — 9) Bókstafi. — 13) Samfarir. — 14) Rani. — Ráning á gátu No. 1556 Lárétt 1) Sviss. — 6) Astkona. — 10) Te. — 11) El. — 12) Afbrots. — 15) Gráti. — Lóðrétt 2) Vot. —3) Svo. —4) Bátar. — 5) Kalsa. —7) Sef. —8) Kór. — 9) Net. — 13) Ber. — 14) Ort. — IV \n /4 o ?y J HE POES THIS FOR HIS PEOPLE NOW THE PROPHECy OF OUR POOM MAy NEVER COME TO BE/ ____. . THE MOUNTAIN MUST BE / LEVELEP/ THE TOMB OF OUR PRINCE TUKMEKA MUST NEVER BE FOUNP/ NOR THE TREASURE WHICH HE PIES . TO PROTECT/ _____ WHILE CENTURIES AHEAP IN OUR OWN TIME yup, flash/anp r THOSE' TWO BULLIES, CACTUS ANP BROCK, KEPT HIM COMPANV / BUT IT PIPN'T SAVE THfe MARTIAN RACE / HE PIP BURy HIMSELF, WILLIE/ -u* lilf lllil ■ Þriðjudagur 20. nóvember 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Jafnrétti — misréttiVII. þáttur. Umsjón: Þórunn Friðriksdóttir, Steinunn Harðardóttir, Valgerður Jónsdóttir, Guðrún H. Agnarsdóttir og Stefán Már Halldórsson. 15.00 Miðdegistónieikar: Frönsk tónlist 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.10 Tónlistartimi barnanna Egill Friðleifsson söng- kennari sér um timann. 17.30 Framburðarkennsla I frönsku 17.40 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.30 Fréttir. 18.45. Veður- fregnir. Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Úr tónlistarlifinu Umsjónarmaður: Þorsteinn Hannesson. 19.40 Kona i starfi Sigríöur Ásgeirsdóttir lögfræðingur flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.10 Landsleikur i hand- knattleik Ísland-Sviþjóð. Jón Asgeirsson lýsir i Laugardalshöll. 21.45 Pianóieikur Július Katchen leikur lög eftir Mendelssohn, Debussy og de Falla. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: Minningar Guðrúnar Borgfjörð Jón Aðils leikari les (7). 22.35 Harmónikulög Trió Egils Hauges leikur. 23.00 A hijóðbergi Enska þjóðkvæðið um Hróa hött. — Anthony Quayle les og syngur: Desmond Dupré leikur undir á lútu. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 20. nóvember 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og augiýsingar. 20.35 Bræðurnir. Nýr breskur framhaldsmyndaflokkur. Leikstjóri: Ronald Wilson. Aðalhlutverk: Jean Ander- son, Julia Goodman, Glyn Owen, Richard Easton, Robin Chadwick og Jennifer Wilson. 1. þáttur. Endir upphafsins.Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin hefst við jarðarför Roberts Hammond, sem á langri og starfsamri ævi hefur byggt upp stórt flutningafyrirtæki. Að athöfninni lokinni biður lögfræðingur f jölskyldunnar ekkjuna og synina þrjá að hlýða á lestur erfðaskrár- innar, og þangað er einnig boðuð Jennifer Hammond, einkaritari hins látna. 21.25 Heimshorn. Frétta- skýringaþáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Sonja Diego. 22.00 Skák. Stuttur, banda- riskur skákþáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haralds- son. 22.05 Heimsböl. Mynd frá Sameinuðu þjóðunum um hið sivaxandi vandamál, sem stafar af neyslu eitur- lyfja. Þessi mynd er sú fyrsta af þremur samstæð- um myndum um þetta efni, og er i henni fjallað um ópiumræktun i Asiulöndum. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 22.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.