Fréttablaðið - 10.11.2004, Page 41

Fréttablaðið - 10.11.2004, Page 41
MIÐVIKUDAGUR 10. nóvember 2004 33 TTT auglýsingastofa/Ljósm .SSJ Mark skrifstofustólar Ótrúlegt verð! Mark er ný og glæsileg lína skrifstofustóla frá Á. Guðmundssyni ehf. fyrir vinnustaði og heimili. Stólarnir eru hannaðir af Pétri B. Lútherssyni. Hægt er að velja um fjölda lita á áklæði. Nú bjóðum við þessa stóla á frábæru kynningarverði. Hæðarstilling á baki Pumpa til að stilla stuðning við mjóhrygg Hæðarstillanlegir armar Hallastilling á baki Sleði til að færa setu fram og aftur Mjúk hjól Hæðarstilling á setu og baki Hægt er að stilla stífleika setu og baks eftir þyngd notanda Veltustilling á setu og baki KYNNINGAR AFSLÁTTUR! 30% Mark 20 Kr.25.340 Mark 10 Kr.13.930 Mark 30 Kr.38.570 Bæjarlind 8-10 • Sími 510 7300 • www.ag.isHeildarlausnir í skrifstofuhúsgögnum ■ ■ TÓNLEIKAR  12.30 Hljómsveitin Gagarín leikur frumsaminn djassbræðing á Háskóla- tónleikum í Norræna húsinu.  22.00 Bandaríski djasstrommuleik- arinn Gene Stone heldur tónleika á Grand Rokk.  Djasstríóið Wijnen, Winter & Thor leikur í Pakkhúsinu á Selfossi. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.15 Oddur Sigurðsson, jarðfræð- ingur á Orkustofnun, flytur fræðsluerindi um íslenska jökla á Hrafnaþingi Náttúru- fræðistofnunar, í sal Möguleikhússins á Hlemmi. ■ ■ FUNDIR  16.30 Málþing um kvikmyndir Carls Theodors Dreyer og kvikmynda- tónlist verður haldið í Norræna húsinu í tilefni af sýningu Píslarsögu Jóhönnu af Örk í Háskólabíói annað kvöld. ■ ■ SAMKOMUR  20.30 Skáldkonurnar Rúna K. Tetzschner, Elísabet Jökulsdóttir, Vil- borg Dagbjartsdóttir, Hallgerður Gísla- dóttir, Stefanía Gísladóttir og Birna Þórðardóttir lesa úr verkum sínum á Horninu í Hafnarstræti. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. ímyndunar og veruleika? Hlutverk- in í leikritinu eru leikin af þeim Guðrúnu Ásmundsdóttur og Þráni Karlssyni, auk þess sem Skúli Gautason leikur ræðumanninn. Þráinn segir um sinn mann að hann sé rosalega gamall skarfur. „Hann er að verða hundrað ára,“ segir Þráinn. „Þau hjónin eru á tíræðis- aldri og hafa verið gift í 75 ár. Kringumstæður þeirra eru sér- kennilegar. Þau búa á einhverri eyju, í skrítinni byggingu þar og búa sér eiginlega til einhvers konar skemmtun; þau fara að taka á móti fólki sem er ekki til staðar. Hann ætlar að flytja fyrirlestur sem hann hefur trúlega dreymt um alla ævi og þau gersamlega fylla þetta rými sem þau hafa í húsinu af fólki sem kemur á bátum. Þegar yfir lýkur er varla pláss fyrir þau sjálf í húsinu. Þegar keisarinn kemur hafa þau fengið ósk sína uppfyllta. Þá er líf þeirra fullkomnað. Þetta er mikil gestamóttaka – og kerlingin raðar stólum eins og sviðið leyfir. Þetta er óneitanlega mjög sérstakt verk og afar gaman að fást við það. Enda Ionesco þekktur fyrir annað en að skrifa í anda raunsæisins.“ Leikmynd og búningar eru í höndum Sigurjóns Jóhannssonar, lýsingu annast Halldór Örn Óskars- son, tónlist er eftir Margréti Örn- ólfsdóttur og leikstjóri er María Reyndal. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 7 8 9 10 11 12 13 Miðvikudagur NÓVEMBER Það var hiphopstemning á opnun í Gallerí Kling & Bang á Laugaveginum fyrir helgi. Vígalegur DJ stóð í miðju galleríinu og þeytti skífum. Á veggjum var kæruleysislegt krot með yfirlýsing- um sem við fyrstu sýn minntu á gelgjuskeiðssúrrealisma þar sem menn pára fantasíur sínar sem rekja má undantekningalítið til kunnuglegra stefja í undirmeðvitundinni. Annað hvort vængjaða dreka spúandi eldi framan í djarfa víkinga með horn eða ekstasískar verur svífandi á valíum- hraða inni í splundrandi geimryki. Reyndar er smá „horror“-deild með pólitískum undirtónum en samt ein- hvern veginn ekki laus við klysjur a la Che og Rote Arme Faktion. Enn finnst mér það merkileg upplifun að standa frammi fyrir verkum sem virðast ekki við fyrstu sýn hafa snefil af því sem telst til dyggða í hefðbundinni mynd- list. Svo rennur allt í einu upp fyrir mér að þau hafa það allt saman jafnvel í svo ríkum mæli að öll listasagan er fal- in þar en kannski með öfugum for- merkjum. Það er líka til leggur í myndlist sem gefur skít í klassískar hlutfallareglur og ögun af hvaða toga sem er. Gefur Apollon langt nef – ríður berbak á svörtum og rauðum fákum Díonýsus- ar. Vegna þess líka að reglumeistarinn Apollon hefur alltaf haft þá tilhneig- ingu til að fegra, koma böndum á og breiða yfir. Samt er eitt þrálátasta eðli listarinnar ekki verkfæri í höndum hans. En það er einmitt að afhjúpa - rífa yfirbreiðsluna af og láta skína í nakið eðli okkar. „I like it, when you don't like it!“ Það vopn er í höndum Díonýsusar. Örugglega hefur þessi leggur alltaf verið til í formi anarkisma allra tíma en hann gengur undir ýms- um nöfnum upp alla tuttugustu öldina í liststefnum eins og Dada, Fúturisma, Art Brút, bítnikka, flúxus, situation- isma, pönki o.s.frv. Hér áður fyrr, og ég er ekki að tala um svo langan tíma að ungt fólk þekki það ekki, voru sýningar niðurstöður eða afrakstur rannsóknarvinnu. Aðeins niðurstaðan var sýnd. Jafnvel bara það „besta“ úr niðurstöðunni var sýnt. Í æ ríkari mæli varð ljóst hve fjarri sannleikanum slíkar „niðurstöður“ voru. Og það skiptir máli fyrir listamenn sem vilja ekki iðka þá iðju að fegra veru- leikann heldur segja hann eins og hann er. „Truth is beauty, beauty is truth.“ Hjá mörgum listamönnum breyttist stúdíóið úr vinnu- stofu fyrir framleiðslu á „fögrum“ verkum yfir í hreina rannsóknastofu og menn fóru að sýna rannsóknarferlið blygðunarlaust óritskoðað en ekki bara niðurstöðu rannsóknanna. Páfi slíkra vinnubragða var auðvitað Dieter Roth. Þessa tegund af sýn- ingum hefur ekki bara mátt finna í evrópskum galleríum og á vestur- strönd Bandaríkjanna á undanförnum misserum heldur líka á stórmessum eins og Dokumenta. Þessi straumur hefur lítið borist hingað en er örugglega á leiðinni. Listamaðurinn heitir Jonas Ohlsson, Svíi sem hefur að mestu verið búsettir í Amsterdam og LA. Hann þorir að vera eins og hálfviti með millistéttaraula- brandara. Tónlistartengingin er mjög mikilvæg í þessari framsetningu. Þar liggur galdurinn sem gæðir hana lífi og undirstrikar merkinguna. MYNDLIST GODDUR Jonas Ohlsson Gallerí Kling og Bang Tilvistarkreppa millistéttarbarnsins HIPHOPSTEMNING Reyndar er smá „horror“- deild með pólitískum undirtónum en samt ein- hvern veginn ekki laus við klisjur a la Che og Rote Arme Faktion. GÖMLU HJÓNIN Taka á móti fólki sem er ekki til staðar. 40-41 (32-33) Menning 9.11.2004 17:39 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.