Tíminn - 29.11.1973, Síða 14
14
TÍMINN
Fimmtudagur 29. nóvember 1973.
ELLEN
DUURLOO:
Geymt
en
ekki
gleymt
37
Sct. Jand Minde var ekki
búgarður i eiginlegri merkingu,
landareignin var einungis garð-
urinn, litið engi og nokkrir
hektarar af skógi. Þetta var
falleg landareign og hafði kostað
álitlega upphæð, og við það bætt-
ist, að Jean Pierre hafði látið
breyta næstum öliu, bæði úti og
inni, og ekkert til sparað. Hesta-
og hundaeidi Jean Pierre var
einungis tómstundagaman og gaf
ekkert i aðra hönd, en hann hafði
engar áhyggjur út af þvi. Hann
var auðugur maður og nægðu
honum ekki vextirnir af höfuð-
stólnum, nú þá var ekki um
annað að ræða en að skerða
höfuðstólinn, sem hann og gerði.
Vissulega hafði það komið fyrir
að Lenu ofbauð eyðslusemi
manns sins, en hún var kven-
maður og taldi sig ekki hafa vit á
peningamálum, þau væru nú einu
sinni i verkahring karlmannanna.
Lena huggaði sig þar að auki við
að Jean Pierre væri auðugur, svo
aö þetta gerði ekkert til. Hve
auðugur hann var hafði hún enga
hugmynd um.
Bellu var alls ekki ókunnugt um
peningamál Jean Pierre. Þó hún
væri léleg'i reikningi, varð henni
þó smám saman ljóst hvernig
fjárhag Jean Pierre var háttað.
Hann var ekki i eins góðu lagi og
maður hefði getað haldið. Hún
hafði smám saman togað þessar
upplýsingar upp úr Herbert.
Til dæmis, hal'ði Jean Pierre
aldrei hirt um að brunatryggja
húsið, og þar sem innbúið var
ákaflega verðmætt, þá...
— Jæja, Lean min, ef það er ekk-
ert, sem ég get hjálpað þér með,
þá býð ég þér góða nótt.
— Þakka þér fyrir Bella. Ég sef
eins og steinn eftir fimm minút-
ur.
Þú ert sem imynd góðrar
heilsu, sagði Bella og leit i kring-
um sig í ganginum.
Tveir gluggar á endunum,
hugsaði hún með sér, það er
heppilegt.
Hún lokaði hurðinni og gekk inn
I herbergið sitt.
Hún gaf sér góðan tima við að
klæða sig úr, og sat lengi fyrir
framan snyrtiborðið.
Kertaljósin blöktu i stjökunum,
þrátt fyrir það að allir gluggar
vorur lokaðir, næddi inn um þá i
haustrokinu Hún leit á klukkuna
sem stóð á kommóðunni, fallegu
mahónýkommóðunni, sem
Werner hafði smiðaö.
Dýrindis gripur, eins og allt i
þessu húsi, hugsaði Bella með
sér. Klukkan var korter yfir
ellefu. Hún vaföi að sér silki-
sloppnum, reis á fætur og gekk i
átt að hurðinni, en sá að sér. Enn
var of snemmt.
Ég verð að vera viss um að allir
séu sofandi.
Hún lagðist ofan á rúmið, en
reist á fætur og slökkti ljósið.
Þrátt fyrir þykk gluggatjöldin gat
einhver orðið þess var að enn var
kveikt uppi hjá henni. Hún varð
að vera varkár. Hún lagðist aftur
og starði út i myrkrið.
Jean Pierre, Jean Pierre.
Hún hataði hann af öllu sinu
hjarta, að hann skyldi hafa
vogað...
— Bella, þetta getur ekki gengið
svona áfram, þetta er rangt, ég
elska þig ekki, það er Lena, sem
ég elska, já ég elska hana. Ég....
O, þessi Lena, þessi heimska
stelpugála, föl,ljóshærð,hafði ekk-
ert við sig. Hann elskaði hana,
hvað sá hann eiginlega við hana,
þegar honum gafst kostur á
henni, Bellu....
Þennan maídag i skóginum,
hún hafði verið þess fullviss að nú
væri stundin langþráða
upprunnin Nú kæmi hún fram
hefnd sinni. Hún ætlaði að gera
hann vitlausan i sér, eins og hann
hafði verið áður fyrr, og þegar
hann væri orðinn að þræli hennar,
þá myndi hún sparka honum frá
sér eins og hundi.
Og hvernig fór!
t stað þess að taka hann frá
konu og börnum, fann hún að hún
hafði ekki lengur neitt vald yfir
honum. Hún náði ekki fram hinni
langþráðu hefnd sinni. Varð þvert
á móti að sæta meiri auðmýkingu
en hún hafði nokkurn tima orðið
fyrir.
— Bella, ég elska þig ekki, þetta
er alrangt, og sæmir okkur ekki.
Hún hafði haldið að koma Johns
til Danmerkur myndi tengja þau
sterkari böndum. Þaö fór a állt
annan veg.
John, sagði hann, er sonur
Cummings heitins og fóstursonur
Herberts v. Luttens. Ég vil ekki
blanda mér i ykkar lif. Þú hefur
sjálf valið þetta, Bella, og nú
skaltu standa við það. Reynum
þó að vera góðir vinir, Bella. Við
reyndum að kveíkja i glæöum,
sem eru slokknaðir fyrir löngu, og
látum þar við sitja, dautt er
dautt, og þvi verður ekki breytt.
Gleymum fortiðinni og hugsum
um framtið okkar beggja, ég á
mina, og þú þina, við komum ekki
hvort öðru við. Okkur hafa orðið á
mikil mistök, þessa tvo mánuði,
og við skulum ekki láta þau
endurtaka sig. Bella, það sem er
á milli okkar á ekkert skylt við
ást, við erum orðin of gömul og
ættum að vita betur en aö reyna
að telja okkur trú um það.
Orð hans voru eins og svipu-
högg, en hún lét á engu bera og
svaraði hátiðlega:
— Hamingjan hjálpi mér, gerðu
eins og þér sýnist, Jean Pierre,
mér finnst aðeins svolitið hlálegt
að heyra þig, sem hefur ekki
alltaf hagað þér eins og guðs
bezta barn, tala eins og hver
annar broddborgari. Jean
Pierre , ertu raunverulega
orðinn svona siðavandur brodd-
borgari, ég veit svei mér ekki
hvort ég á heldur að hlæja eða
gráta.
— Já, ég er ef til vill broddborg-
ari hvað þessu viðvikur, það er ef
til vill broddborgaralegt að elska
konuna sina, ég veit það ekki.
allir geta orðið fyrir þvi
sem ég varð fyrir, þegar ég hittti
þig aftur eftir öll þessi ár, það er
mannlegt að ég féll fyrir
freistingunni, minningar geta
verið erfiðar freistingar, Bella.
Siðan uppgötvar maður, að
minningarnar eru ekki nóg, ég
veit ekki,hvernig ég á að skýra
þetta fyrir þér, Bella. reyndu að
skilja, að Lena og börnin eru
framtið min og allt,sem ég á, þú
ert fortið min. Við höfum bæði
breytzt, og ég get aðeins boðið þér
vináttu mina.
— Við skulum þá segja það. Ég
get lifað án þin, ef þig langar til
þess að vita það. Heimurinn er
fullur af karlmönnum, en gott og
vel, við skulum skiljast sem vin-
ir.
—Þær vikur sem liðu á milli þessa
atviks og þangaö til Lena tók
frumkvæðið aö samgangi á milli
Sct Jans Minde og Luttendals,
varhúnróleg. á ytra borðinu, en i
rauninni var hún öskureið, og
reyndi að hugsa út á hvern hátt
hún gæti komið fram hefndum.
Þessi asni, sem hafði svikið og
auðmýkt hana i annað sinn.
— Lena, þessi heimska
stelpugála, kom henni til hjálpar.
Þessi Lena leit augsýnilega á
hana sem vinkonu sina. Mikil
ósköD. bvi ekki það, kannski gæti
hún einmitt á þann hátt komið
fram eftirminnilegum hefndum á
Jean Pierre.
Biðið bara!
Bella hafði beðið i nærri tólf ár.
Hún gat beðið lengur þó svo að
hún hefði oft verið að þvi komin
að segja þessari heimsku konu
allan sannleikann. Ó, hvað hún
fyrirleit Lenu.
En það yrði ekki nógu mikil
hefnd.
En.. — en
Glóð, sem hrökk út fýrir
arininn.
Herbergi fullt af dýrmætum
húsgögnum og skrautmunum
Stráþak...
Nótt eins og i nótt, þegar vind-
urinn gnauðaði á gluggunum.
Eldsvoði...stormur....
Hún lá enn ofan á rúminu i
myrkrinu. Hún heyrði klukkuna i
forstofunni slá. Hún hafði legið
hér i klukkutima. Hún reis upp,
sat ofurlitla stund, og lagði við
hlustirnar.
Nei, enginn myndi heyra þó hún
færi á s-já, stormurinn sá fyrir
þvi. Hún leitaði að inniskónum
sinum, en hætti við það, það
myndi heyrast i háum hælunum.
Eldur, hún hafði alltaf elskað
eldinn. Edlurinn þegar
plantekruþrælarnir brenna rusl
eftir sykuruppskeruna, eld sem
bar við svarta hitabeltisnóttina.
Að sykuruppskerunni lokinni
var haldin veizla. Allir blökku-
mennirnir dönsuðu og sungu i
bjarma eldsins.
Eldveizla blökkufólksins.
.1565 Lóðrétt
2) Ala,- 3) Ró.- 4) Amt.- 5)
Lárétt Slakt,- 7) Aðall,- 9) óða,- 11)
1) Mjólkurmatur,- 6) Tal,- 8) Éli.- 15) Mjá,- 16) Bak,- 18)
Þungbúin,- 19) Tini,- 12) Os,-
Stafur,- 13) Röð,- 14) Máttur,-
16) Konu,- 17) Kærleikur.- 19)
1973,-
Lóðrétt
2) Litil,- 3) Nes,- 4) Hár,- 5)
Sundfæri,- 7) 1 uppnámi.- 9)
Skolla,- 11) Stafur,-15) Kassi -
16) Svif,- 18) Röð.-
X
Ráðning á gátu nr. 1564.
Lárétt
1) Karar,- 6) Lóm,- 8) Lóa -
10) Téð.- 12) Að. 13) La,- 14)
Kam,- 16) Bil,- 17) Jóa.- 19)
Háski,-
111 ififHf
f
FIMMTUDAGUR
29. nóvember
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Asthildur Egilson
byrjar lestur þýðingar sinn-
ar á sögunni „Bróðir minn i
Afríku” eftir Gun Jacobson
(1). Morgunleikfimi kl. 9.20
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög á
milli liða. Við sjóinn kl.
10.25: Ingólfur Stefánsson
ræðir við Jón Magnússon
skólastjóra á Patreksfirði.
Morgunpopp kl. 10.40: Onid
Sates syngur. Hljómplötu-
safniö kl. 11.00. (endurt.
þáttur G.G.)
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 A frlvaktinni Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Jafnrétti — misrétti^X.
þáttur. Umsjón: Þórunn
Friðriksdóttir, Steinunn
Harðardóttir, Valgerður
Jónsdóttir og Guðrún H.
Agnarsdóttir.
15.00 Miðdegistónleikar:
Gömul tóniist
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir
16.20 Pjopphornið
16.45 Barnatimi: Eirikur
Stefánsson stjórnar a.
„Austan um hyldýpis haf”:
Efni frá Noregi Siglaðir
söngvarar, — fyrri hluti
leikritsins með söngvum
eftir Thorbjörn Egner.
Leikarar og söngvarar úr
Þjóðleikhúsinu flytja ásamt
hljóðfæraleikurum. Leik-
stjóri: Klemenz Jónsson.
Hljómsveitarstjóri: Carl
Billich. b. Kafli úr sogunni
„Sigrúnu i Sunnuhvoli” eftir
Björnstjerne Björnsson.
17.30 Framburðarkennsla i
ensku
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veður-
fregnir. 18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá Daglegt mál
Helgi J. Halldórsson cand.
mag. flytur þáttinn.
19.10 Bókaspjal! Umsjónar-
maður: Sigurður A.
Magnússon.
19.30 t skimunni Myndlistar-
þáttur i umsjá Gylfa Gfsla-
sonar.
19.50 Gestir í útvarpssal
Andrei Korsakoff fiðluleik-
ari og Jolanta Miroshnikova
leika a. Sónötu fyrir fiðlu og
pianó eftir Beethoven. b.
Duo fyrir pianó og fiðlu eftir
Schubert.
20.30 Leikrit: „Pappirsfugl-
inn” eftir Jorge Diaz Þýð-
andi: Olafur Haukur
Simonarson. Leikstjóri:
Þorsteinn Gunnarsson. Per-
sónur og leikendur: Afi:
Valur Sislason. Amma:
Guðbjörg Þorbjarnardóttir.
Kæliskápur: Pétur Einars-
son. Liósakróna: Helga
Stephensen. Standúr: Karl
Guðmundsson. Pabbi: Ró-
bert Arnfinnsson. Mamma:
Herdis Þorvaldsdóttir.
Sögumaður: Helgi Skúlason.
Aðrir leikendur: Einar
Sveinn Þórðarson, Sigrún
Edda Björnsdóttir, As-
mundur Asmundsson,
Hrafnhildur Guðmundsdótt-
U
21.10 Ísland-Sviþjóð:
I.andsleikur i handknattleik
Jón Ásgeirsson lýsir siðari
hálfleik i Laugardalshöll.
21.45 Athvarf i himingeimnum
Jóhann Hjálmarsson skáld
les úr nýrri ljóðabók sinni.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Kvöldsag-
an: Minningar Guðrúnar
Borgfjörð Jón Aðils leikari
les (9).
22.35 Manstu eftir þessu? Tón-
listarþáttur i umsjá Guð-
mundar Jónssonar pianó-
leikara.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.